Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978 Dómkirkjant Kl. 11: Messa, séra Hjalti Guðmundsson. Kl. 2: Messa. í stað predikunar munu Gideonfélagarnir Guðmundur Guðlaugsson og Jón Sætran kynna starf félags síns. Aðrir Gideonfélagar munu lesa bæn, pistil og guðspjall. Séra Þórir Stephensen. ÁRB/EJARPRESTAKALL. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 í safnaðar- heimili Árbæjarsóknar. Aðal- safnaðarfundur eftir messu. Séra Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL. Messa kl. 2 að Norðurbrún 1. Jón F. Hjartar prédikar. Séra Grímur Gríms- son. BREIÐIIOLTSPRESTAKALL. Sunnudagur, messa kl. 2 í Breiðholtsskóla. Barnasamkom- ur: Laugardag kl. 10.30 í Öldu- selsskóla og sunnudag kl. 11 í Breiðholtsskóla. Almenn sam- koma miðvikud. kl. 8.30 að Seljabraut 54. Séra Lárus Hall- dórsson. HÚSTAÐAKIRKJA. Barnasamkoma kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 2. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Séra Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL. Barnasamkoma í safnaðarheim- ilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Séra Þorbergur Kristjánsson. LANDAKOTSSPÍTALI. Kl. 10 messa. Séra Hjalti Guömunds- son. FELLA- OG IIÓLAPRESTA- KALL. Laugardagur: Barna- samkoma í Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnudagur: Barnasam- koma í Fellaskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í safnaðarheimil- inu að Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Almenn Samkoma að Seljabraut 54 miðvikudagskvöld kl. 8.30. Séra Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA. Barnasamkoma kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Almenn samkoma fimmtudagskvöld kl. 20.30. Séra Halldór S. Gröndal. IIALLGRÍMSKIRKJA. Guðsþjónusta kl. 11. Séra Einar Sigurbjörnsson messar. Séra Karl Sigurbjörnsson. Fjöl- skyldumessa kl. 2. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Lesmessa n.k. þriðjudag kl. 10.30. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. LANDSPÍTALINN. Messa kl. 10. Séra Ragnar Fjalar Lárus- son. IIÁTEIGSKIRKJA. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Séra Tómas Sveinsson. Messa kl. 2. Séra Guðmundur Óli Ólafsson, Skálholti messar ásamt prestum safnaðarins. Skálholtskórinn syngur, organleikari Glúmur Gylfason. Lesmessa og fyrir- bænir kl. 5. Séra Tómas Sveins- son. KÁRSNESPRESTAKALL. Barnasamkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2. Séra Sigurður Pálsson vígslubiskup predikar. Séra Árni Pálsson. GUÐSPJALL DAGSINS. Matt. 17.. Dýrð Krists. LITUR DAGSINS. Grænn. Litur vaxtar og þroska LANGIIOLTSPRESTAKALL. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Séra Árelíus Níelsson. Guðs- þjónusta kl. 2. í stól Þóroddur Þóroddsson jarðfræðingur, við orgelið Jón Stefánsson. Séra Sig. Haukur Guðjónsson. LAUGARNESPRESTAKALL. Guðsþjónusta að Hátúni lOb kl. 10.15. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Æskulýðs- og fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Fermingarbörn aðstoða. Stúlkur úr Kristilegum skólasamtökum syngja. Þriðju- dagur 28. nóv.: Bænastund kl. 18 og æskulýðsfundur kl. 20.30. Sóknarprestur. NESKIRKJA. Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 10.30. Guðs- þjónusta kl. 11 árd. Athugið breyttan messutíma. Séra Guð- mundur Óskar Ólafsson. Mánu- dagur: Æskulýðsstarfið, opið hús frá kl. 19.30. Biblíulesflokk- ur kl. 20.30. Prestarnir. SELTJARNARNESSÓKN. Barnasamkoma kl. 11 árd. í félagsheimilinu. Séra Frank M. Halldórsson. FÍLADELFÍUKIRKJAN. Sunnudagaskóli kl. 10.30 árd. Almenn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Organleikari Árni Arinbjarnar- son. Einar J. Gíslason. DÓMKIRKJA KRISTS Kon- ungs. Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema laugardaga, þá kl. 2 síðd. FELLAIIELLIR. Kaþólsk messa kl. 11 árd. HJÁLPRÆÐISHERINN. Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Bæn kl. 20 og hjálpræðissam- koma kl. 20.30. Deildarstjóra- hjónin major Lund og frú stjórna og tala. ENSK MESSA. í kapellu Há- skólans kl. 12 á hádegi. GRUND. elli- og hjúkrunar- heimilið. Messa kl. 10 árd. Séra Lárus Halldórsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavik. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. Prestur sr. Kristján Róbertsson. GARÐASÓKN. Barnasamkoma í skólasalnum kl. 11 árd. Séra Bragi Friðriksson. FRIKIRKJAN Hafnarfirði. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Safn- aðarprestur. HAFNARFJARÐARKIRKJA. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra Sigurður H. Guðmundsson. Helgi- og bænarstund kl. 5 síðd. Séra Gunnþór Ingason. VÍÐIST AÐ ASÓKN. Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd. KÁLFATJARNARKIRKJA. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra Bragi Friðriksson. NJARÐVÍKURPRESTAKALL. Messa í Innri-Njarðvíkurkirkju kl. 11 árd. Sunnudagaskóli í Stapa kl. 11 árd. og í Innri-Njarðvík kl. 8.30. Séra Ólafur Oddur Jónsson. KEFLAVÍKURPRESTAKALL. Munið basar Kristniboðsfélags- ins í Tjarnarlundi laugardag ki. 3 síðd. Sunnudagaskóli í kirkj- unni kl. 11 árd. Messa kl. 2 síðd. Aðalsafnaðarfundur að lokinni messu. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA. Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd. Sóknarprestur. ÚTSKALAKIRKJA. Barnaguðsþjónusta kl. 1.30 síðd. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Almenn guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra Kolbeinn Þorleifsson prédikar. Sóknarprestur. HJALLAKIRKJA. Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. IIVERAGERÐISKIRKJA. Barnamessa kl. 11 árd. Sóknar- prestur. AKRANESKIRKJA. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. Um kvöldið kl. 8.30 verður kvöldvaka Bindind- isdagsins með fjölbreyttri dag- skrá. Sóknarprestur. Utvarps- guðsþjónustan ÚTVARPSGUÐSÞJÓNUSTAN verður að þessu sinni í Neskirkju. Prestur er séra Guðmundur Óskar ólafsson. Þessir sálmar verða sungnir. í nýju sálma- bókinni. 2fi 363 119 Eftir predikun. 348 243 í gömlu sálma- bókinni. 26 33G 133 Eftir prédikun. 290 674 I Svona á ad koma sér upp íslenzkum þjóðbúningi Á undanförnum árum hefur samstarfsnefnd á vegum Heimilisiðnaðarfélags íslands. Kvenfélagasambands íslands og Þjóðdansafélags Reykjavík- ur unnið að því að koma á framfæri leiðbeiningum um gerð íslenzkra þjóðbúninga kvenna. Er nú kominn út annar hæklingurinn frá nefnd- inni. Þar eru snið og allar leiðbeiningar um gerð peysu- fata. þannig að saumakonur. sem vilja sauma peysuföt geta þar fengið vinnulýsingu og snið. Og konur. sem áhuga hafa á að eignast peysuföt. valið úpphluturinn er dýrari en p’ysufötin, því með honum þ ' svo mikið kvensilfur. Efni f *• J nú orðið í röndóttar og köflóttar dúksvuntur. milli gerða o.fl. Aður er komin út sams konar lýsing á upphlutnum. Benda má á að peysuföt eru ódýrari. þar sem ekki er þörf á miklu kvensilfri. ekki öðru en skúfhólki. svuntu- hnapp og slifsisnælu. En síðan má. ef vill. bæta við upphlutn- um sjálfum með myllum. beltis- doppum eða stokkabelti. scm er seinni tíma viðbót. Nefndin sem að ofan getur hefur verið starfandi í nokkur ár. Árið 1974 gaf hún út heftið Islenzkir þjóðbúningar I, um Við peysuföt og upphluti báru konur utanhafnar slegin sjöl. Viðhafnarsjöl voru helst alsvört kasmírsjöl og frönsk sjöl með mynstri. upphlutinn. Um leið gaf K.I. út bæklinga um upphlut telpna og 19. aldarbúning. Á blaðamanna- fundi sögðu nefndarkonur að þær hefðu hug á að halda þessu verki áfram. og taka þá fyrir skautbúninginn, en einnig kæmi til greina gamli faldbúningur- inn. Eru sniðin og leiðbein- ingarnar miðaðar við búninga eins og þeir eru notaðir nú. Fyrir nefndinni vakir, að því er nefndarkonur sögðu, að til séu aðgengilegar upplýsingar og leiðarvísir um þjóðbúninga, sem Samstarfsnefndin um íslenzka þjóðbúninginn með tvo fyrstu leiðbeiningabæklingana. Frá vinstri. Sigríður Thorlacius, Gerður Hjörleifsdóttir, Dóra Jónsdóttir og Elsa E. Guðjónsson. Ljósm. Kristján. haldi þjóðlegum sérkennum, en verði ekki sambland af gerðum margra ólíkra tímabila. Bent er á í heftunum hvaða efni hæfi best og myndir fylgja af því kvensilfri, sem talið er eiga við búninginn. Svanhvít Friðriksdóttir handavinnukennari hefur gert snið og saumalýsingar á peysu- fötunum og þeim búningshlut- um sem þeim fylgja og sögðu nefndarkonur að hún hefði þar unnið frábært starf. Elsa E. Guðjónsdóttir ritar um sögu peysufatanna, Gerður Hjörleifs- dóttir hefur gert leiðarvísi um að orkera blúndur á peysuerm- ar. Margar myndir eru í heftinu til skýringar og hafa félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur aðstoðað við gerð þeirra. Menntamálaráðuneytið veitti nokkurn styrk til útgáfunnar. Heftin eru til sölu hjá íslenzk- um heimilisiðnaði, á skrifstofu Kvenfélagasambands íslands, Þjóðdansafélaginu og Þjóð- minjasafni íslands og kosta 750 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.