Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 38
3 8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978 Minning: JT Olafur Axelsson deildarstjóri Fæddur 20. nóvember 1930. Dáinn 15. nóvember 1978. 1 dag er jarðsettur góður vinur minn og samstarfsfélagi, Ólafur Axelsson, vinátta og samstarf okkar varaði í yfir 20 ár. Ólafur Axelsson, Óli, eins og við kölluðum hann, hlaut þau örlög, sem okkor finnst svo óréttlát, að vera kallað- ur burt langt fyrir aldur fram. Samleið okkar Óla hófst fyrir rúmum 22 árum, er við hófum starf um svipað leyti í flugum- sjónardeild Loftleiða, sem þá hafði ný verið stofnuð. Áður hafði Óli unnið við Klæðskeraverzlun Andrésar Andréssonar. Hann stundaði nám við Verzlunarskóla íslands og lauk þar prófi 1950, en flugið og allt senl að því laut dró Óla að sér, eins og margan ungan manninn og áður en varði átti það allan hans hug. Óli leitaði sér víða þekkingar varöandi flugmálin. I fyrstu fór hann á námskeið hjá flugmála- stjórn fyrir flugumferðarstjóra, síðan leggur hann stund á loft- skeytafræði, en í þeirri grein var hann alla tíð mikill áhuga- og framamaður. Árið 1959 fór hann á vegum Loftleiða til New York til náms í flugumsjón. Nú fljúga árin hratt og margt er aðhafst. Óli verður yfirmaður flugumsjónardeildar Loftleiða, en kom jafnframt víðar við í öðrum þáttum flugstarfseminnar. Hann kenndi verðandi loftsiglinga- fræðingum loftskeytafræði, síðar kenndi hann loftsiglingafræði, bæði fyrir einka- og atvinnuflug- mannspróf, og er hugurinn bar menn hæst leiddum við hugann að því að kaupa ftugvél og læra flugið til hlýtar. Árið 1964 flyzt öll flugstarfsemi Loftleiða frá Reykjavík til Kefla- víkurflugvallar og við með. Óli starfaði þar í eitt ár og sá um rekstur flugstöðvarinnar, en flyzt síðan afturtil Reykjavíkur og þá í flugrekstrardeild. Starfaði hann þar síðan við hin ýmsu störf, en mest afskipti hafði hann af vinnuskrá flugáhafna. Um það starf er hægt að segja, að ógjörn- ingur er að finna menn til starfa þar, svo öllum vel líki, en engan veit ég hafa komizt nær því en einmitt vin minn Óla. Meðal samstarfsmanna var Óli ákaflega virtur og vinsæll maður og fáum hef ég kynnst, sem eins gott var að ræða við og hann. Hann gaf sér ætið tíma til að sinna fólki, þó vinnan væri mikii og verkefnin mörg. Betur og samvizkusamlegar unnin verk voru vart fundin en komu frá hans höndum og þær eru óteljandi þær stundir, sem hann lagði í vinnuskrár sínar, bæði fyrir flugáhafnir og flugvélar og réð framúr vandamálum af einstakri elju og samvizkuemi. Hér skilja leiðir okkar nokkuð í starfinu, en samband er stöðugt. Að lokum liggja leiðir okkar saman á ný og nú svo náið, að nánara getur varla orðið. Við förum saman til starfa við píla- grímaflugið. Sitjum saman í Luxemburg, Óli, Þórarinn og ég, rifjum upp gamla daga. 24 stund- um síðar hittumst við aftur í borginne Jeddah, þaðan sem nú átti að flytja pílagrímana. Heitt er í lofti en það liggur vel á öllum, starfið er aö hefjast og einhver sá síðasti, sem ég kveð, áður en hurðinni á vélinni er lokað, er Óli. Þetta var þá síðasta kveðjan. Ég þakka Óla af innilegum hug fyrir 22 árin er við störfuðum saman og bið góðan guð að veita þér, Auður mín, og börnunúm, Bryndísi, Sigrúnu og Axeli, styrk á þessari stundu, er þið nú kveðjið virtan og góðan eiginmann og föður. Jón óskarsson. Það var þungur harmur kveðinn, þegar sú frétt barst til íslands, að þota Flugleiða hefði farizt í Sri Lanka. Menn geta alltaf búizt við því að slík slys gerist, þótt þau séu fjarri okkur í dagsins önn, þar sem flugið er orðið svo snar þáttur í okkar atvinnulífi. En við erum alltaf jafn óviðbúin því að taka sviplegum tíðindum; Vegna fá- mennis okkar vekja þau þjóðar- sorg. Einkum verður áfallið þungt fyrir samstarfsmenn og reiðarslag nánustu ættingja. Þrír hinna látnu, Ásgeir Péturs- son, Ólafur Ásgeir Axelsson og Þórarinn Jónsson, voru bernskufé- lagar, höfðu unnið mestan hluta starfsævi sinnar hjá Loftleiðum og voru bundnir nánum vinaböndum. Atvikin höguðu því svo, að þeir kvöddu samtímis og verður útför þeirra gerð frá Dómkirkjunni í dag. Ölafur Ásgeir Axelsson var fæddur í Reykjavík 20. nóvember 1930. Foreldrar hans eru Axel Skúlason klæðskerameistari og Þorsteinsína Gísladóttir. Hann lauk prófi frá Verzlunarskóla íslands árið 1950 og vann síðan við skrifstofustörf hjá Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar. Hann réðst til Loftleiða 1. apríl 1956, fyrst í flugumsjón, en síðan í flugrekstrardeild, þar sem hann var deildarstjóri. Ólafur var kvæntur Auði Ólafs- dóttur bifreiðastjóra Einarssonar og konu hans Guðrúnar Halldórs- dóttur. Hjónaband þeirra var farsælt og innilegt og hefðu þau átt 25 ára hjúskaparafmæli 30. janúar n.k., ef Ólafur hefði lifið. Börn þeirra eru: Bryndís, fædd 30. desember 1953, Sigrún, fædd 22. marz 1956, og Axel, fæddur 1. desember 1961. Þau Bryndís og Atli Eyþórsson maður hennar eiga eina dóttur, Dagnýju sem var mikill augasteinn Ólafs afa síns. Ólafur var vammlaus maður í sínu einkalífi, heimakær og bjó vel að fjölskyldu sinni. Hann hafði gott skaplyndi, en var fastur fyrir, ef því var að skipta. Hann var hjálpsamur og greiðvikinn, þegar til hans var leitað, sem kom oft fyrir, því að allt lék í höndunum á honum. Ólafur var áhugasamur radíó- amatör, starfaði mikið í félags- skap þeirra og varði sínum frístundum til þess að sinna þessu hugðarefni sínu. Hafði hann náð undraverðri kunnáttu og leikni í meðferð slíkra tækja og sfofnað til vináttu og kunningsskapar við menn víða úti um heim. Á síðustu árum vaknaði áhugi Ólafs fyrir laxveiðum og naut hann þess að vera úti í náttúrunni. Við fórum stundum saman í slíkar ferðir, síðast í sumar. Hann var góður ferðafélagi og á ég einungis hlýjar minningar frá okkar skipt- um þá sem endranær. Ég og fjölskylda mín sendum Auði, börnunum, foreldrum og systrum hins látna okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Um leið vottum við aðstandendum allra þeirra, sem misstu ástvini sína í þessu hörmulega slysi, okkar dýpstu samúð. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni að eigi geti syrt eins sviplega og nú. Og áldrei var svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fvrir eilífa trú (M. Joch.). Kristinn Kristinsson Kveðja frá íslenskum radíóamatörum. Allir lýðir. allar tíðir allra landa niðja safn. tTti í hafi. uppi í heiðum innst í kór. á reginleiðum. lofi. göfiti. Guð. þitt nafn. (MJ þýddi). Þessar ljóðlínur komu mér í huga er mér bárust þær harma- fregnir að Ólafur Axelsson TF3AW væri ekki lengur á meðal vor. Það slær að manni óhug við slíkar fregnir að TF3AW er allt í einu orðin SILENT KEY. Einn svipmesti radíóamatör síðari ára. Félag íslenskra radíóamatöra átti því láni að fagna 16. septem- ber 1970 að Ólafur gekk í félag þeirra, tók próf og valdi sér kallmerkið TF3AW. Síðan hefur það kallmerki verið eitt þekktasta kallmerki íslenskra amatöra út um heim, en þau eru ótalin löndin sem TF3AW hefur haft samband við á sínu þróttmikla MORSI sem skar sig úr fyrir hve öruggt og taktfast það alla tíð var. Islenskir radíóamatörar voru fljótir að greina mannkosti Ólafs, enda var hann kosinn formaður félagsins ári eftir að hann gekk í það, og gegndi hann því embætti með stakri prýði í tvö ár að hann lét af því starfi að eigin ósk, tók í þess stað við starfi ritara sem hann gegndi í þrjú ár. Þá átti hann og sæti í prófnefnd I.R.A. frá upphafi. Mér verður það lengi minnis- stætt, hve gott var til Ólafs að leita ef úr vöndu þurfti að ráða. Við íslenskir radíóamatörar sendum TF3AW okkar hinstu 73., sem er ajþjóðlegt kveðjutákn radíóamatöra. Fjölskyldu hans vottum við okkar dýpstu samúð á þessari þungbæru stund. Fyrir hönd íslenskra radíóama- töra, TF3AX formaður I.R.A. Þórarinn Jónsson flugrekstursstjóri Fa-ddur 24. júlí 1926. Dáinn 15. nóvember 1978. 15. nóvember s.l. barst sú harmafregn að íslensk flugvél hefði farist. Það sem engan óraði fyrir eða trúði að gæti átt sér stað, hafði einmitt gerst. Sorg ríkir á heimilunum og nýr þáttur í íslenskri atvinnusögu hefur í bráð hulist sorgarslæðum. Islensk atvinnusaga hefur oft útheimt fórnir en sorgin er alltaf söm og jafn sár þeim sem fyrir verða. Það er á slíkum stundum sem við Islendingar skiljum, að við erum í raun bræður og systur og ein þjóð. Einn úr hópi Islending- anna, sem þar fórust, var Þórarinn Jónsson. Á liðnum árum hef ég kynnst mörgum úrvalsmönnum, sem starfað hafa að flugmálum og má telja Þórarin Jónsson þar í fremsta flokki. Dugnaður hans, ósérhlífni og góðvild var sérstök. Hann var fæddur 24. júlí 1926. Foreldrar hans voru Jón Berg- sveinsson, erindreki S.V.F.I. og kona hans, Ástríður María Eggertsdóttir. Þórárinn nam prentiðn hjá ísafoldarprentsmiðju og lauk prófi árið 1946. Hann hélt til framhalds- náms í prentiðn í Danmörku og starfaði þar sem meistari í þeirri iðn um skeið. En hugur hans hneigðist til flugs og hann hóf nám í flugumferðarstjórn hér á Islandi og lauk prófi og starfaði síðan að flugumferðarstjórn á Reykjavíkurflugvelli sumarið 1948. Hugur hans stefndi til frekari náms á sviði flugmála, og hélt hann því til Southampton í Bretlandi til náms í siglingafræði og lauk þaðan prófi í september 1949. Að því loknu starfaði hann við flugleiðsögu hjá Flugfélagi íslands, en kenndi síðan verðandi flugmönnum og flugleiðsögumönn- um siglingafræði og veðurfræði á vegum flugmálastjórnar. Á árun- um 1950—51 starfaði hann sem flugumferðarstjóri á Reykjavíkur- flugvelli en síðan sem flugum- sjónarmaður á Keflavíkurflugvelli til sumarsins 1952. Þá verða tímamót í lífi hans. Þann 1. júlí 1952 er hann ráðinn sem flugleiðsögumaður hjá Loft- leiðum hf. og flaug hann sem slíkur til ársins 1960. Mönnum varð fljótt ljós sér- þekking hans og kuúinátta og hans miklu kostir á sviði mannlegra samskipta og því var hann á árinu 1955 ráðinn aðstoðarflugreksturs- stjóri Loftleiða hf. jafnframt því sem hann starfaði áfram sem flugleiðsögumaður. Eftir því sem starfsemi Loft- leiða hf. óx og varð umfangsmeiri, hlóðust æ fleiri störf á Þórarin, þannig að hann fór í land á árinu 1961 og 1962 er hann ráðinn flugrekstursstjóri Loftleiða hf. Otal stöff hlóðust á Þórarin á næstu árum, auk hans sérstöku starfa hjá Loftleiðum hf., og má þar nefna að hann var flug- rekstursstjóri Cargolux frá stofn- un félagsins þar til í maí 1974 og hann var ennfremur flugreksturs- stjóri International Air Bahama frá hausti 1969 fram á mitt ár 1973, og dvaldi því löngum erlend- is. Hann sá eiiinig um rekstur Flughjálpar, ásamt öðrum, í Bíafra-stríðinu í Nígeriu. Hann kenndi um áraraðir siglingafræði og eru þeir ófáir siglingafræð- ingarnir og flugmenn flugfélag- anna, sem hlutu sína kennslu og tilsögn hjá honum. Hann skrifaði fyrstu útgáfur af flugreksturs- handbókum Loftleiða, Cargolux og International Air Bahama. Hánn setti á stofn Flugumsjónardeildir Loftleiða hf. í Reykjavík, New York og Luxembourg o.fl. mætti nefna. Með sameiningu Flugfélags Is- lands og Loftleiða hf. á árinu 1973 í Flugleiðir hf. var hann ráðinn forstöðumaður flugdeildar félag- anna og gegndi hann því starfi til æviloka. Vegna breytilegra verkefna í flugi Flugleiða hf. á sumrum og vetrum varð ljóst að finna varð sérstök verkefni fyrir flugvélar og flugliða félagsins á vetrum til þess að tryggja félaginu, flugliðum og öðru starfsfólki verkefni. Að þessu verkefni vann Þórarinn. Annaðist hann alla samningagerð, undir- búning og framkvæmdir vegna þessa og var víða flogið. S.l. 3 ár hafa Flugleiðir hf. annast pílagrímaflutninga til Jeddah í S-Arabíu. Flug þetta var flogið meðal annars frá Nígeríu og frá Alsír og nú að síðustu frá Indónesíu með viðkomu á Colombo á Sri Lanka. Þar hafði Þórarinn verið staðsettur vegna undirbún- ings og framkvæmdar þessa flugs, auk þess sem hann vann að verkefnum á Sri Lanka vegna væntanlegs flugreksturs í því landi. Það er ljóst að hin miklu störf Þórarins gerðu til hans miklar kröfur og hann þurfti oft og iðulega að vera fjarri ættjörð og ástvinum. Hann var oft yfirhlaðinn störf- um en dugnaður hans og ósérhlífni var sérstök. Hann var mjög greindur, harðduglegur og sam- viskusamur og því áorkaði hann miklu. Trúnaður hans og tryggð við félag sitt var einstök. Hann trúði á flugið og möguleika þess. Hann var mannþekkjari og mannvinur, sem lagði gott til allra mála. Hann var raunsær, reikn- ingsglöggur og mikill skipuleggj- ari. Hann var geðprúður, gaman- samur og fyndinn en aldrei á kostnað annarra. Það var gott að vinna með honum og vera í hans návist og hann var vinsæll eftir því. Hans framkoma, mannlegt við- mót og hæfileikar opnuðu víða dyr, þar sem öll sund virtust lokuð — hvort sem um var að ræða á Bahama-eyjum — Saudi-Arabíu — Nígeríu — Indonesíu — Islandi eða annars staðar, þar sem hann starfaði. Hann var félagslyndur og starfaði að ýmsum félagsmálum utan síns sérsviðs. Þannig munum við minnast hans og sakna hans. Minningin um góðan dreng lifir. Hann var einn af brautryðjendun- um í íslenskri flugsögu, sögu sem enn er í mótun. Hann féll um aldur fram. Lengra líf hefði getað gert hann að enn merkari manni, en ekki að betri — slíkur var hann. Þórarinn var hamingjumaður í einkalífi, kvæntur Borghild Edwald og áttu þau 4 börn — Sigrúnu, f. 12/10 ’51, Kristján, f. 30/3 ’55, Bergsvein, f. 2/9 ’57 og Ástríði Maríu, f. 13/6 '65. Við vinir hans og samstarfs- félagar sendum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúðarkveðjur og óskum þeim guðs hjálpar og blessunar í þeirra miklu sorg. Sömu óskir og kveðjur sendum við þeim mörgu öðrum, sem í dag eiga um sárt að binda og örlögin hafa sært djúpum sáruni söknuðar, sársauka og sorgar vegna missis ástvina sinna. Grétar Br. Kristjánsson. Afmælis- og minningar- greinar ATIIYGLI skal vakin á því. að afmælis- og minningargreinar verða að herast hlaðinu með góðum fvrirvara. Þannig verð- ur grein. sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendihréfs- formi eða hundnu máli. I>a‘r þurfa að vera vélritaðar og með góðu linubili. TílKfsseini kostar ekkert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.