Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978
það gefur alveg augaleið, að nú
verður að framkvæma ákveðna
kjaraskerðingu.
Það er alveg sama hvaða sjón-
hverfingar menn eru að reyna að
hafa í frammi, kjaraskerðing
verður aldrei bætt með öðru en
kjörum. — Annað er hreinn
orðaleikur, kjaraskerðing er
kjaraskerðing, og kaupránsflokk-
arnir eru orðnir fjórir. En það er
svo allt annað mál, hvernig menn
ætla að ráðast gegn verðbólgunni,
þá er það augljóst, að launþega-
samtökin eru ekki tilbúin til að
leika þar neinn einleik.
Vinnuveitendahliðin, hver sem
hún er, verður að sjálfsögðu að
koma með sín útspil, raunveruleg
útspil, þau geta verið í margs
konar formi.
Menn þurfa sem fyrst að rísa
upp úr þessari lægð á nýjan leik,
standa fyrir fjölgun á atvinnu-
tækifærum, á sama tíma er reynt
verður að ná verðbólgunni niður.
Ekki má koma til atvinnuleysis á
sma tima og verið er að ráða
niðurlögum verðbólgunnar. Þetta
eru kröfur sem gera verður til
vinnuveitenda, og þá verður einnig
að hafa í frammi strangt aðhald í
fjárfestingarmálum.
Þá munu lífskjörin batna stór-
lega á nýjan leik, eftir að launþeg-
ar hafa hugsanlega tekið á sig
kjaraskerðingu við tímabundnar
aðstæður,“ sagði Jónas að lokum.
INNLENT
„Kaupránsflokkamir
eru nú orðnir fjórir”
— segir Jónas Bjarnason, formadur B.H.M.
Sjallinn býr sig und-
ir vaxandi samkeppni
Svanur Ágústsson í Leikhúskjallaranum hefur verið ráðinn forstjóri
Sjálfstæðishússins á Akureyri. Mun hann væntanlega taka við hinu nýja
starfi í febrúarmánuði næstkomandi.
Fyrrverandi forstjóri Sjálfstæðishússins, Sigurður Sigurðsson, hætti
með stuttum fyrirvara í sumar er leið, og bar Stefán Gunnlaugsson þá
ráðinn forstjóri hússins til bráðabirgða. Um leið og sfðan var auglýst eftir
nýjum forstjóra var öllu starfsfólki hússins sagt upp, þannig að hinn nýi
forstjóri hefði frjálsar hendur um mannaráðningar er hann tæki við.
Hefur Sjálfstæðishúsið því að
undanförnu verið að auglýsa eftir
starfsfólki, meðal annars mat-
reiðslumanni, húsverði, yfirfram-
reiðslumanni, framreiðslufólki, að-
stoðarfólki í eldhús og „vínbuffett",
dyravörðum og aðstoðarfólki í
anddyri, svo eitthvað sé nefnt. Sem
fyrr segir var öllu starfsfólkinu sagt
upp til að gefa hinum nýja forstjóra
frjálsar hendur við mannaráðning-
ar, en allt eins er búist við að þorri
starfsfólksins verði endurráðinn.
Stefán Gunnlaugsson sagði í
samtali við Morgunblaðið, að ekki
stæðu fyrir dyrum neinar breyting-
ar á rekstri „Sjallans", nema hvað
Svanur Ágústsson hefði vafalaust
sínar hugmyndir um reksturinn.
Hins vegar yrði fyrirkomulag
rekstrarins í stórum dráttur sá
sami, og eigendur hússins verða þeir
sömu. Það er Akur h.f. sem á
Sjálfstæðishúsið, og er Sjálfstæðis-
flokkurinn þar stærstur hluthafa.
Stjórnarformaður Akurs er Gunnar
Ragnars.
Að lokum sagði Stefán, að þegar
rætt væri um hugsanlegar bréyting-
ar á rekstrinum, þá yrði vafalaust
að hafa það í huga, að senn mun
opna nýr skemmtistaður á Akureyri,
í eigu tveggja fyrrverandi starfs-
manna Sjálfstæðishússins, þeirra
Baldurs Ellertssonar og Rúnars
Gunnarssonar. Þar með fengi Sjall-
inn aukna samkeppni, sem ætti að
virka hvetjandi. Sagðist Stefán
telja, að tilkoma þessa nýja staðar
yrði að mörgu leyti til góðs fyrir
skemmtanalífið á Akureyri, þar sem
vissir erfiðleikar fylgdu því jafnan
að þurfa að hafa nánast alla
aldurshópa á sama stað, eins og gert
hefði verið í Sjálfstæðishúsinu.
Þar til hinn nýi skemmtistaður í
Hafnarstræti tekur til starfa, eru
tveir vínveitingastaðir á Akureyri,
Sjálfstæðishúsið og Hótel K.E.A.
Síðasta sýningarhelgi Troels
Jóhann G. Jóhannsson með eitt verka sinna.
Ljósm. Kristján.
Jóhann G. opnar
málverkasýningu
í nýjum sýningarsal
Jóhann G. Jóhannsson, listmál-
ari og hljómlistarmaður, opnar í
dag málverkasýningu í nýjum
sýningarsal að Vagnhöfða 11.
Salur þessi er rekinn í sambandi
við veitingastofuna Ártún sem er í
sama húsi. Eigendur salarins og
veitingastofunnar eru Sigursæll
Magnússon og Stefán Sigursæls-
son. Salurinn er 500 m2 að stærð og
mun hann ætlaður til sýninga fyrir
listamenn í vetur en í framtíðinni
er hann ætlaður sem samkomusal-
Á sýningu Jóhanns, sem jafn-
framt eru fyrsta sýningin í þessum
sal, eru 100 málverk þar af eru 70
máluð á þessu ári. Flestar mynd-
anna eru málaöar með vatnslitum.
Sýningin verður opin til 3. desem-
ber alla daga kl. 2—10.
Jóhann G. Jóhannsson hélt sína
fyrstu sýningu árið 1971 í Casa
Nova og hefur hann síðan haldið 10
einkasýningar en aldrei tekið þátt í
samsýningum. Jóhann er að mestu
sjálfmenntaður utan þess að hann
lærði auglýsingateikningar í Sam-
vinnuskólanum á Bifröst. Allar
myndirnar á sýningunni eru til
sölu, þar af eru myndir sem Jóhann
hefur um árabil haldið og ekki
viljað selja þrátt fyrir tilboð og
óskir ýmissa aðila.
„ÞETTA þýðir það í reynd. að
kaupránsflokkarnir svonefndu,
eru nú orðnir fjórir. það liggur
alveg Ijóst fyrir." sagði Jónas
Bjarnason. formaður B.H.M.. er
Morgunblaðið spurði hann álits á
þeim efnahagsaðgerðum sem nú
eru í burðarliðnum.
„Þetta hefur nú staðið lengst í
mönnum," sagði Jónas ennfremur.
„Okkar fvrsta krafa nú er að
sjálfsögðu sú, að „þakið“ verði
numið úr gildi. Það er ekkert nema
óréttlæti og hreinræktaður yfir-
gangur, sem felst í því. Eftir að
það hefur verið numið úr gildi, þá
erum við til viðtals um ýmsa
nauðsynlega hluti, sem við koma
efnahagsmálunum almennt. En
Dr. Jónas Bjarnason.
SÍÐASTA sýningarhelgi ljósmyndasýningar Troels Bendtsen í kjallara
Norræna hússins er nú um þessa helgi en sýningunni lýkur nk.
þriðjudag. 28. nóvember. Þarna sýnir Troels myndir frá upptöku
Brekkukotsannáls fyrir fácinum árum og einnig nokkrar fjörumyndir,
sem hann segist hafa verið að sérhæfa sig hin si'ðari ár. Myndirnar eru
allar til sölu og kosta óupplímdar á bilinu frá 7—27 þúsund krónur. Um
helgina verður kjallarinn opinn frá kl. 14—22 en tvo síðustu dagana eftir
helgi frákl. 16-22.
>MYRKRAMESSA<
veríur haldin a wqum MENNTASKÓLANS í KÓPAV06I
laugard. 25.nóv. kl. I400. i Felagsheimili Kópavogs.
AIH efni er unnid oq flutt af nemendum skófans.
Heidursgestur hátídarinnar er Ólafur Haukur Símonarson
Adgangseyrir kr. 300.-
Kaffisafa a vegum 3.b. verdur í efrisal.
«*%
Skammdegishá-
tíð Menntaskól-
ans í Kópavogi
Á VEGUM Menntaskólans í
Kópavogi veröur haldin svo-
kölluð JAyrkramessa“,
skammdegishátíð, i Félags-
heimili Kópavogs, laugardag-
inn 25. nóvember kl. U.OO.
Allt efnið á hátíðinni er unnið
af nemendum skólans en
heiðursgestur hátíðarinnar er
Ólafur Haukur Símonarson.
Ljósmyndasýning á Akranesi:
Akranes gamla tímans
AKRANES GAMLA TÍMANS
nefnist ljósmyndasýning scm opn-
uð verður í Bókhlöðunni á Akra-
nesi á morgun, sunnudag. Þar
vcrða sýndar Ijósmyndir, upp-
drættir, teikningar og skyggni-
myndir. Fjöldi mynda á sýning-
unni eru um 300. flestar frá
ti'mabilinu 1890 til 1940.
myndir, mannamyndir, loftljós-
myndir, teikningar og fleira. Sýn-
ingin verður opin föstudaga, laug-
ardaga og sunnudaga frá klukkan
14 til .22, en aðra daga frá klukkan
18 til 22. Skipulag sýningarinnar
hefur annast Þorsteinn Jónsson.
Flestar myndanna eru eftir þrjá
valinkunna ljósmyndara, þá Magn-
ús Olafsson, Sæmund G.
Guðmundsson og Árna Böðvarsson.
Helstu efnisþættir sýningarinnar
eru: byggðaþróun á Akranesi,
afstöðu- og húsamyndír, þjóðlífs-
Hér sést ein þeirra mynda er
verða á sýnungunni á Akra-
nesi. og sýnir hún menn gera
að fiski um aldamótin si'ðustu.
Myndina tók Sæmundur G.
Guðmundsson.
Neytendasam-
tökin stofna
deild á Akranesi
Stofnfundur deildar Neytenda-
samtakanna á Akranesi og í'
nágrenni verður haldinn í sam-
komuhúsinu Rein á Akranesi í
dag, 25. nóvember kl. 13.30.
Reynir Árnason, formaður
Neytendasamtakanna, og Jóhann-
es Gunnarsson, formaður Borgar-
fjarðardeildar Neytendasamtak-
anna, verða á fundinum.
í tilkynningu frá Neytendasam-
tökunum segir, að óskir um
stofnun deilda hafa borist víða að
utan af landsbyggðinni.