Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978 Flateyjar- Freyr Ljóðafórnir eftir Guðberg Bergsson MAL OG mpnnin;; hefur sent frá sér nýstárleKa ljóðabók, Flateyjar — Freyr — Ljóðfórnir eftir Guðberj; Bergsson. í bókinni eru 32 Ijóð sem beint er til Freyslíkneskis Jóns Gunnars Árnasonar í Flatey á Breiðafirði í frétt frá útgáfunni segir m.a.: „Þetta er ísmeygilegur og forvitni- legur skáldskapur og vinnur mjög á við nánari kynni. Skáldið ljóðar á guðinn hugleiðingum um hin margvíslegustu efni, forna heims- mynd og nýja, málfræði og hag- fræði, list, mannlíf og þjóðfélag. Ljóðin til Flateyjar-Freys hafa ekki birst á prenti áður, en lestur Guðbergs á hluta þeirra á sam- komum Listaskáldanna vondu sællar minningar vakti mikla eftirtekt og hrifningu. Bókin Flateyjar-Freyr er 44 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf.“ FLATEYJAR - FREYR LJÓÐFÓRNIR Andri verður fullorðinn Pétur Gunnarssoni ÉG UM MIG FRÁ MÉR TIL MÍN. Skáldsaga. Iðunn 1978. Ég um mig frá mér til mín er framhald skáldsögunnar Punktur punktur komma strik (1976). í nýju skáldsögunni kynnumst við drengnum Andra enn betur og einnig fjölskyldu hans og fjöl- mörgum öðrum. Það er í rauninni gelgjuskeið Andra sem höfundurinn fæst við að lýsa. Pétur Gunnarsson virðist vera að rita þroskasögu ungs manns og eins og gefur að skilja er það óhugsandi án þess að draga upp mynd þess umhverfis sem hann hrærist í. Pétur Gunnarsson segir frá Reykjavík æskuára sinna og gerir það á svo eðlilegan hátt að vekur trúnað lesandans. Flest er séð í skoplegu ljósi og það eru einmitt hinar kátlegu smámyndir úr bæjarlifinu sem gæða söguna lífi. Ég um mig frá mér til mín er enn hnitmiðaðri saga en Punktur Bðkmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON punktur komma strik. Vel getur verið að einhverjum þyki hún einhæf. Þá er þess að gæta að bókin er hluti stærri sögu sem enn er ekki fullgerð. Nýja bókin er eins konar millispil. í heild er ekki unnt að dæma verkið fyrr en það er allt komið út. Þessi skáldsaga vekur kannski ekki jafn mikla eftirvæntingu eins og Punkturinn gerði, en hér er greinilega unnt á markvissan listrænan hátt sem út af fyrir sig ber að fagna. Brot úr daglegu lífi Andra getur litið út á þessa leið: „Þegar hann kom heim úr .skólanum beið enginn eftir honum nema fiskurinn í pottinum. Hann leit ekki við honum en hámaði í sig brauð og Morgunblaðið. Skólatösk- una opnaði hann ekki frekar en það væri í henni lík. Þegar hann var búinn að lesa blaðið, náði leiðinn tökum á honum. Stal Soni Ventorum heldur tónleika í Austurbæjarbíói kl. 14i30 í dag, laugardag. Soni ventorum í Austurbæjarbíói HINN heimsfrægi blásarakvartett Soni Ventorum heldur tónleika næstkomandi laugardag í Austur- bæjarbíói kl. 14.30 á vegum Tónlistarfélags Reykjavíkur. Kvartettinn skipa Felix Skowronek, flautuleikari, William McColl, kalrinettleikari, Laila Storch, óbó og enskt horn, og Arthur Grossman fagottleikari. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir: Gioacchino Rossini, Georg P. Telemann, Pierre Gagaye, Igor Stravinsky og síðast en ekki síst Seott Joplin. Heimsókn Soni Ventorum hingað til lands er liður í tónleika- ferð þeirra um Evrópu og er það fyrir tilstilli Menningarstofnunar Bandaríkjanna að þessi ágætu listamenn koma fram á vegum Tónlistarfélagsins á þessu ferða- lagi. (Frá Tónlistarfél.) Norrænir heildsalar: Frjáls versl- un milli landa A FTINDI hjá samtökum nor- rænna heildsala sem haldinn var í Stokkhólmi nýlega. þar sem mættir voru fulltrúar frá Dan- mörku. Finnlandi. íslandi. Noregi og Svíþjóð. var eftirfar- andi ályktun samþykkti Það er Norðurlöndunum í hag að vérzlun í heiminum sé frjáls. Frjáls verzlun milli þjóða gefur aukna möguleika á sérhæfingu, hagkvæmni stórreksturs nýtist betur og hún eykur framleiðni atvinnuveganna. Samkeppnin heldur vöruverði niðri og hvetur til stöðugt bættrar framleiðslu. Frjálsri verzlun er nú ógnað á marga vegu. Opinberar og óopin- berar verndaraðgerðir viðgangast í æ ríkara mæli bæði milli landa og innanlands. Verði þessi þróun ekki stöðvuð, er sú frjálsa verzlun. sem nú er tryggð með samningum GATT og fleiri alþjóðasamning- um, í mikilli hættu. Hrun frjálsrar verzlunar og alþjóðlegs kerfis á þessu sviði mundi takmarka mjög útflutning Norðurlandanna og skaða utan- ríkisverzlun þessara landa, sem eru mjög háð utanríkisverzlun. Félagar í norrænu stórkaup- mannasamtökunum sjá um stóran hluta innflutningsins til þessara landa. Með þessa ábyrgð í huga vilja samtök stórkaupmanna á Norðurlöndum skora á ríkisstjórn- ir og þing viðkomandi landa að snúast harðlega gegn þessum opinberu og óopinberu verndunar- aðgerðum og styðja frjálsa verzlun milli landa. Slíkar aðgerðir munu styrkja efnahagslega þróun Norðurlandanna íbúunum til hagsbóta. Móðurminning MÓÐIR MÍN IIÚSFREYJAN. 255 hls. Gísli Kristjánsson bjó til prentunar. Skuggsjá. Rvík. 1978. »Mamma lærði að reikna og skrifa tilsagnarlaust. Hún náði í áritun bréfa og hausa af reikning- um með góðri skrift og varð sér úti um lélegan pappír til að skrifa á. Blekið var ýmist sót eða kálfsblóð. Og þegar hún gekk að fé æfði hún skrift með smalapriki sínu á snjó og sand. Hún náði að skrifa góða rithönd en mest undráði mig hvað hún skrifaði rétt og lærði þó aldrei réttritun.« Þannig lýsir Ingimar Jóhannes- son sjálfsnámi móður sinnar. Ingimar skrifar fyrsta þátt þessa rits og einn hinna lengstu. Ingi- mar var lengi í tölu okkar farsælustu skólamanna. Nú horfir hann frá ævikvöldi til árroðans á morgni lífs síns. Faðir Ingimars var sjómaður og drukknaði af bát er bretar hvolfdu á Dýrafirði vegna þess að Hannes Hafstein sýslumaður var á bátnum og ætlaði að taka þá fyrir landhelgis- brot eða, eins og Ingimar kemst að orði hafði sýslumaður »skikkað til þess að róa með sig út að skipinu til þess að koma lögum yfir togarann eftir margra daga rán að botnvörpuveiðum á miðjum firðin- um.« Eftir lát föðurins mæddi meir á móðurinni. Saga hennar er líka hetjusaga þó með öðrum hætti Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON Og mörg er hetjusagan. Fimmtán karlar og konur skrifa hér um mæður sínar. Þær eru flestar fæddar á síðustu áratugum nítjándu aldar og eru því af þeirri kynslóð sem Jónas Jónsson kallaði aldamótamennina. Hetjur hvers- dagslífsins má kalla flestar þeirra. »Það er meira vandaverk að skrifa um skyldmenni sín eða nána vini, svo að vel sé gert, en ætla má í upphafi,« segir einn höfundanna, Hákon Bjarnason. Hákon minnist á »ljómann frá æskuárunum«. Hann segir líka að »ást eða vinátta kunni að lita söguna.« Hvort tveggja er rétt. En með þá fyrirvara í huga verður ekki annað sagt en höfundar þessara þátta lýsi mæðrum sínum skrumlaust. Og ekki efa ég að þeir segi rétt frá eins og verkefnið horfir við þeim. Ein persóna getur haft margar hliðar. Heimili kann að koma gestum og gangandi, sem það gista, misjafnlega fyrir sjónir. Börn og unglingar eru sjaldan dómbærir um kosti og galla foreldra sinna. En höfundar þess- arar bókar eru engin börn eða unglingar, flestir komnir á afa- eða ömmualdurinn og hafa því ærna eigin lífsreynslu við að miða þegar þeir skyggna úr fjarlægð lífsbaráttu horfinnar kynslóðar. Ég hygg að bók þessi verði afar kærkomin þeim sem komnir eru á miðjan aldur og þar yfir. Hér kemur við sögu fólk af öllu landinu. Og hér er horft aftur til tíma sem voru — meðan þeir voru að líða — afskaplega nýir og spennandi miðað við enn eldri tíð. Þeir sem gengu í það heilaga fyrir svo sem 1870 sóttu maka sinn sjaldnast langt út fyrir sóknina. En hér er komið fram yfir aldamót. Persónur þessara þátta eru að gifta sig frá aldamótum og að fyrra stríði, sumar síðar. Og þá er komin slík hreyfing á þjóðlífið að ekki þykir tiltökumál þó kaupmaður á Húsavík sæki brúði sína, bóndadóttur, vestur á Mýrar. Eða reykvískur garðyrkjunemi haldi í leit að konuefni alla leið út fyrir landsteinana. Hansína Bene- diktsdóttir frá Grenjaðarstað gift- ist Jónasi Kristjánssyni frá Snæringsstöðum í Svínadal. Jónas Óvart bók Einar Guðmundssoni ÁN TITILS. Skáldverk. Iliifundur gaf út 1978. Þessi bók er 262 bls. Hún varð til óvart eins og segir á bls. 7: Einu sinni voru ótal bladsíður ... óvart Og síðar um orðin: Vo^na þess. aÖ þau voru hugsuA ... óvart til þess aó bráðna og koma á ... óvart Um söguna Dropi í hafið segir Einar Guðmundsson að hún sé „ekki beint raunveruleikasaga, heldur eins konar táknmynd af raunveruleikanum" og bætir við að hún sé „andsvar við einhverju ríkjandi ástandi, sprottin af meðvitaðri könnun þess umhverfis sem við lifum í“. Sagan fjallar um engil í kvenlíki sem fyrir óheppni verður jarðneskur og tekur loks upp siði jarðarbúa. Sagan er athyglisverð, hugmyndin snjöll. Sama má einnig segja um ýmsar aðrar sögur í Án titils. Ég nefni sem dæmi Þvöguna og Science f ... sem taka mið af Ray Bradbury. Það er einkennandi fyrir þessa löngu bók Einárs Guðmundssonar að í hennf eru mörg góð söguefni eða brot, viðleitni til skáldskapar sem einhvern veginn verður minna úr en skyldi. Undantekningar eru þó fyrrnefndar sögur. Ég er ekki viss um að Einar vilji sjálfur að sögur sínar séu öðruvísi, markviss vinnubrögð virðast ekki eiga við hann. Hann stefnir ljóst eða leynt að óskapnaði, ruglingi sem er víst mátulegur á þessa þjóð sem Einar er að skrifa fyrir. Meginefni bókarinnar eru dag- bókarblöð og bréf. Einar skrifar: „Mín flata hugsun er hin hvers- dagslega staðreynd — við henni er ekkert að gera. Ég reyni aðeins að vera sannur, það eitt virðist skipta máli, og það er hagkvæmast." Hann segir einnig: „Og þessi bók, öll eins og hún leggur sig er þá persónulegt heimildarrit; en maðurinn er ekki bara hann sjálfur, einstaklingurinn, heldur einnig umhverfið, þ.e.a.s. sé hann mótaður af áhrifum annarra eins og allir eru. Dagbókin er sumsé skrifuð með því hugarfari, að reyna af mætti að varpa Ijósi á „raunverulega stærð“ manns ...“ Mörgum mun þykja dagbók Einars Guðmundssonar óvenju hreinskilin og ekki er víst að allir vinir hans kunni honum þökk fyrir það sem skrifað er um þá. Margir þeirra eru kunnir rithöfundar og myndlistarmenn (einkum í kringum Súm við Vatnsstíg) og er ekki ófróðlegt að fá af þeim fréttir. Það er þó huggun fyrir þá að Einar er ekki barnanna bestur meðal vina sinna eins og hann minnir á í ljóðinu Hugsað til stj ... Ég gríp hér niður í frasögn af því þegar Þórður Ben kemur með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.