Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978 Heimaleikurinn ræður úrslitum P'YIíRI leikur VíkinKs á móti sænska liðinu Ystad í Evrópukeppni hikarhafa í handknattleik fer fram í Laujíardalshöllinni í das ok hefst kl. 15.30. AÖKÖnKumióasala veröur í höllinni frá kl. 13.00. Þetta er í 2. skiptið. sem Víkinjíur tekur þátt í Evrópukeppni í handknattleik. Víkingur varð íslandsmeistari 1975 og árið eftir tók félagið þátt í Evrópukeppni meistaraliða en var slegið út í 1. umferð af margföldum Evrópu- og Uýzkalandsmeisturum Gummersbach. I 1. umferð Evrópukeppni bikarmeistara drógust Víkingar gegn enjika liðinu Ilalewood en Englendingarnir drógu lið sitt út úr keppninni og Víkingarnir komust þar með fyrirhafnarlaust í 2. umferð. Víkingsliðið hefur sýnt ótvíræðar framfarir undir stjórn pólska þjálfarans Bodans Kowalski og þeir eru staðráðnir í því að vinna Svíana og komast í 2. umferö. Eitt bezta lið Svíþjóðar Ystad IF er tvímælalaust eitt bezta handknattleikslið Svíþjóðar um þessar mundir. Að sögn íslenzkra handknattleiksmanna, sem leikið hafa í Svíþjóð undan- farið, leikur liðið hraðan og skemmtilegan handknattleik, enda fær það ailajafna flesta áhorfend- ur á leiki sína af sænsku liðunum. Er yfirleitt uppselt á leiki liðsins heima í Ystad, en íþróttahöllin þar er mjög glæsileg og rúmar^ yfir 2000 áhorfendur. Ystad er bær í Suður-Svíþjóð. Handknattleikur er svo gróin íþróttagrein í Ystad að bærinn er oft kallaður Mekka handknatt- leiksins í Svíþjóð og má segja að hann hafi þar svipaða stöðu og Hafnarfjörður hér heima á Is- landi. Ystad IF varð Svíþjóðar- meistari árið 1976 og liðið sigraði í sænsku deildarkeppninni s.l. vor, hlaut 32 stig í 22 leikjum, einu stigi meira en Lugi, lið Jóns Hjaltalíns Magnússonar, og tveim- ur stigum meira en Drott, lið Ágústs Svavarssonar. í Svíþjóð er sá háttur hafður á, að fjögur efstu liðin í deildarkeppninni leika aukakeppni um Svíþjóðarmeist- aratitilinn og þá keppni vann Drott naumlega. Deildarkeppnin er nýlega hafin í Svíþjóð og hefur Ystad hlotið 9 stig í 6 fyrstu leikjum sínum. Margir góðir leikmenn eru í liði Ystad IF en þrír þeirra eru þekktastir. Stjörnuleikmaður liðs- ins er Basti Rasmussen, 24 ára gamall slökkviliðsmaður, sem leik- ið hefur 80 landsleiki fyrir Svíþjóð. Basti er einn vinsælasti leikmað- urinn í sænskum handknattleik, mikill spilari og góð skytta. Hann var annar markhæsti deildar- keppninnar s.l. keppnistímabil, skoraði 151 mark í 22 leikjum. (Ágúst Svavarsson var í 4. sæti með 128 mörk). Annar landsliðs- maður í Ystad er Sven-Áke Frick, 32 ára gamall verkfræðingur með 65 landsleiki að baki. Hann er kjölfestan í vörn liðsins og einnig drjúgur markaskorari. Erik Lars- son heitir mikill vinstrihandar skytta í liðinu, 24 ára gamall. Hann hefur leikið 6 landsleiki en s.l. 2 ár hefur hann ekki gefið kost á sér í landsliðið, Svíum til mikilla vonbrigða. Eftirtaldir leikmenn skipa lið Víkings í leiknum gegn Ystad IF: Nr. 1: Eggert Guðmundsson, 22 ára gamall, 45 leikir í meistara- flokki Víkings. Nr. 2i Magnús Guðfinnsson, 19 ára gamall, 23 ieikir í mfl. Víkings. Nr. 3: Steinar Birgisson, 24 ára gamall, 33 leikir í mfl. Víkings. Nr. 4i Olafur Jónsson, 24 ára gamali, 111 leikir í mfl. Víkings. 3 landsleikir. Nr. 5i Skarphéðinn Óskarsson, 27 ára gamall, 172 leikir í mfl. Víkings. Nr. 6s Sigurður Gunnarsson 19 ára gamall, 33 leikir í mfl. Víkings, 2 landsleikir. Nr. 7j Páll Björgvinsson, 27 ára gamall, 271 leikur í mfl. Víkings, 26 landsleikir. Nr. 8i Erlendur Hermannsson, 22 ára gamall, 90 leikir í mfl. Víkings. Nr. 9i Árni Indriðason, 28 ára gamall, 31 leikur í mfl. Víkings, 40 landsleikir. Nr. 10i Ólafur Einarsson, 26 ára gamall, 35 leikir í mfl. Víkings, 57 landsleikir. Nr. 11 x Viggó Sigurðsson, 24 ára gamall, 145 leikir í mfl. Víkings, 34 landsieikir. Nr. 12i Kristján Sigmundsson, 21 árs gamall, 27 leikir í mfl. Víkings, 22 landsleikir. • Leikreyndasti maður Víkings og ein aðalkjöl- festan í liðinu er Páll Björgvinsson. Mbl. innti hann eftir möguleikum Víkings í leiknum í dag. — Náum við góðum leik þá vinnum við með fimm til sex marka mun í leiknum, sagði Páll. En til þess að það megi takast verður markvarsl- an að vera í lagi hjá okkur, hún hefur verið slök í undanförnum leikj- um. Þá geta áhorfendur ráðið miklu um hversu vel okkur tekst til. Ég vil hvetja alla stuðnings- menn Víkings til að mæta og hjálpa, okkur yfir hjallann. A heimavelli Svíanna í Ystad fá þeir geysilega hvatningu frá áhorfendum og því verð- ur það sama að verða upp á teningnum hér, ef möguleikar eiga að vera fyrir hendi. — Við komum til með að reyna mikið af nýjum leikkerfum og keyrum upp hraðann eins og hægt er. Við verðum að nýta öll þau tækifæri sem okkur gefast, sagði Páll. Þ.R. Slyngur veiðimaður • Gullbjörninn eins og Jack Nicklaus, golfleikarinn heimsfrægi, er oftast kallaður, virðist ekki síður slyngur veiðimaður en golfleikari eftir myndinni að dæma. Eftir sex klukkustunda viðureign tókst honum að landa 616 kg sverðfiski þeim er sést á myndinni. Er þetta stærsti fiskur sem veiðst hefur á sjóstöng í Ástraliu þetta árið. Jón stóð sig vel í Belgíu JÓN Diðriksson, íslandsmet- hafi í millivegalengdahlaup- um, tók þátt í víðavangs- hlaupi í Belgíu um síðustu helgi og stóð sig með mikl- um ágætum. Varð Jón þriðji í hlaupinu sem var 8 km. Sigurvegari varð félagi Jóns frá Vestur-Þýzkalandi, Vald* ur Koha, og í öðru sæti varð brezki hlauparinn Richard Newble. í fjórða og fimmta sæti urðu einnig brezkir hlauparar, M. Knatt og M. Brameld. Hlaupið fór fram í bænum Hannut. Hlaut Jón tímann 25:06 mínútur, en Koha fékk íþróttaháskólann í Köln. Nokkrir Islendingar stunda nám við þann skóla, þ.á m. Sigurður T. Sigurðsson fyrr- verandi Islandsmeistari í fim- leikum, en hann æfir nú stangarstökk af krafti við mjög góðar aðstæður í Köln. Jón sagðist hafa æft vel f haust og vetur og sagðist hann hafa góðan tíma til æfinga. — ágás. Handbolti um helgina: HK og Fylkir mætast 24:38 mín. og Newble 24:43 mín. Arangur Jóns er athyglisverð- ur þar sem andstæðingur hans eru mjög frambærilegir lang- hlauparar. Koha, sem er í sama félagi og Jón, Jágermeister Bonn-Troisdorf, hljóp t.d. 5 km í sumar á 13:34 og 10 km á 28:53. í viðtali við Mbl. sagði Jón að hlaupið hefði farið fram á sléttlendi og að fjölmargir áhorfendur hefðu fylgst með hlaupinu. Hægt var að hlaupa á gaddaskóm. Hlaut Jón fern verðlaun fyrir frammistöðu sína. Félag hans sigraði einnig í sveitakeppni, þar sem þeir áttu fyrsta, þriðja og sjötta mann í hlaupinu. Jón Diðriksson stundar nú nám í íþróttafræðum við KEPPNIN í 1. deild karla í handknattleik mun að mestu liggja í dvala um helgina. Leikmenn Víkings fá þó ekki að hvílast því að þeir mæta sænsku meisturunum Ystad á laugardaginn. Lið HK og Fylkis verða einnig í eldlínunni. Nokkrir leikir munu þó fara fram í 2. deild karla, 1. og 2. deild kvenna og 3. deild karla, þeir eru. Laugardagur. Vestmannaeyjar 3. deild karla Týr—Dalvík kl. 14.30 Akureyri 2. deild karla Þór—Ármann kl. 15.30 — — — 1. deild kvenna Þór—Valur kl. 16.45 Akranes 3. deild karla ÍA-UBK kl. 15.00 Varmá 1. deild karla HK—Fylkir kl. 15.00 Njarðvík Sunnudagur. 2. deild kvenna UMFG—Þróttur kl. 13.00 Njarðvík 3. deild karla UMFN—Dalvík kl. 13.00 — — — 2. deild kvenna UMFN—Fylkir kl. 14.15 Laugardalshöll 1. deild kvenna KR—Víkingur kl. 20.10 — 2. deild karla Leiknir—Þróttur kl. 21.10 Þrátt fyrir allt eru þarna nokkrir athyglisverðir leikir, svo sem viðureign nýliðanna í 1. deild karla, HK og Fylkis. Bæði hafa liðin hlotið 2 stig til þessa, en að HK ólöstuðum, hafa Fylkismenn virkað sterkara lið. HK leika hins vegar á heimavelli og gæti því viðureignin orðið hin skemmtilegasta. í fyrstu deild kvenna verður leikur KR og Víkings, en bæði eru liðin við hinn óæðri enda deildarinnar, KR raunar án stiga. Þá er stórleikur í 3. deild karla á dagskrá á Akranesi á laugardeginum, en þá mætast lið ÍA og Breiðabliks, sem bæði virðast líkleg til að blanda sér alvarlega í toppbaráttuna í deildinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.