Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978 47 KR lagði Stjörnuna VARLA verður hægt að reikna með Stjörnunni lengur í toppbaráttu annarrar deildar eftir þriðja tap liðsins í röð. öll á heimavelli. nú gegn KR. Lokatölurnar urðu 27 — 25 KR í vil. en staðan í hálfleik var 14—11 fyrir KR. Lengst af var leikurinn frekar slakur. þó var ávallt mikil barátta. en undir lokin hljóp mikil spenna í leikinn. er Stjarnan hóf að breyta gjörtapaðri stöðu í jafnteflismöguleika með mjög góðum leikkafla. Nokkrum sinnum á síðustu mínútunum var munurinn kominn niður í aðeins eitt mark, en ávallt tókst KR-ingum að halda Stjörnumönnum frá sér á síðasta snúningnum. - Gangur leiksins var sá, að mönnum afar erfiður í leiknum, Mörk Stjörnunnar: Eyjólfur 8 (5 Stjarnan náði forystu 2—1, en einkum framan af, og skoraði víti), Magnús Teitsson og Hörður 4 slíkt átti ekki eftir að endurtaka sig. Jafnt var þó upp í 4—4, en þá tóku KR-ingar kipp og komust í 10—6. Góður sprettur Stjörnunnar minnkaði muninn í 2 mörk, 11 —13, en KR átti síðasta orðið, 14—11 í hálfleik. Stjarnan var hvorki fugl né fiskur f.vrri hluta síðari hálfleiks og komst munurinn þá allt upp í 6 mörk, 20—14 fyrir KR. Virtust úrslitin vera ráðin á þessu stigi. Svo var þó ekki, því að lokakaflann náðu leikmenn Stjörnunnar loks þokkalega saman og vantaði aðeins herslumuninn að þeim tækist að jafna nokkrum sinnum. Voru þá marksúlurnar í liði með KR-ing'um, en á móti var mark- varslan hjá Stjörnunni yfirleitt afar slök. KR-ingar höfðu því tvö stig heim með sér þegar upp var staðið. Björn Pétursson var Stjörnu- hann mikið af mörkum. Hann og Sigurður Páll voru bestir hjá KR. Haukur átti einnig mjög góðan leik. Hjá Stjörnunni voru mikil forföll, Gunnar Björnsson er fótbrotinn, og Armann Sverrisson handarbrotinn. Liðið saknaði mikið þessara sterku leikmanna, t.d. skoraði liðið varla mark með langskoti fyrr en rétt undir lokin þegar Eyjólfur tók sig til. Eyjólfur átti góðan leik að þessu sinni, sinn besta í vetur. Hörður og Magnúsa- tríóið áttu einnig góðan leik. Þá var varla hægt annað en að geta dómgæslunnar, en hún hefði sómt sér vel sem forleikur að aðalleiknum. Misræmið í dómun- um var slíkt að fátítt má teljast, þó að þar sé mikið sagt. Urðu bæði liðin fyrir barðinu á ótrúlegum dómum, en Stjarnan þó sýnu hvor, Magnús Arnarson og Magnús Andrésson 2 hvor, Pétur Andrésson, Kristján Sigurgeirsson og Ólafur Torfason (mark- vörðurinn!) 1 hver. Mörk KR: 9 (2 víti), Haukur 6, Sigurður Páll 4, Símon 3 (1 víti), Ólafur Lárusson og Ingi Steinn 2 hvor, Jóhannes Stefánsson 1 mark. - gg- Viv Anderson leikur léttilega á eina tvo varnarmenn. Nú er það svart hjá Englendingum 52 mörk er Ármann þokast að toppinum eft- ir sigur nyrðra Ármenningar koma nú sterklega til greina sem eitt af þeim liðum sem berjast mun um 2 efstu sætin í 2. deild, eftir að hafa lagt KA að velli í Skemmunni, á Akureyri í gærkveldi. Ármann sigraði 18—15, eftir að staða í leikhléi hafði verið 10—6 sunnanmönnum í vil. Ármenningar hafa nú Örn fékk áskorun MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað að örn Eiðsson, formaður Frjálsíþróttasam- bands íslands, muni gefa kost á sér til endurkjörs á ársþingi sambandsins sem verður háð í Reykjavík um helgina. örn hefur tekið þá ákvörðun að vera áfram í kjöri þar sem honum barst fyrir skömmu áskorunarskjal þess efnis. Undir skjalið rituðu flestir beztu frjálsíþróttamenn fslend- inga. örn hefur verið formaður F.R.f. sfðastliðin 10 ár og enn lengur f stjórn sambandsins. Sveitaglím- anháðídag SVEITAGLÍMA íslands verður háð að Laugum f Þingeyjar sýslu f dag klukkan 14. Fjórar sveitir eru skráðar til leiks, tvær sveitir frá HSÞ, ein frá hlotið 6 stig í 4 leikjum, sama stigafjölda og Þór frá Akureyri. Þór frá Eyjum hefur 7 stig, einnig KR eftir sigurinn gegn Stjörnunni í gærkveldi. Er sýnt að keppnin í 2. deild verður geysilega hörð og spenn- andi, því að auk þessara 4 liða, eiga fleiri lið mögu- leika á að blanda sér í baráttuna. Víkverja og ein frá KR. Glíman átti að fara fram um sfðustu helgi en henni varð að fresta vegna ófærðar. Ársþing ÍBH ÁRSÞING íþróttabandalags Hafnarfjarðar verður haldið laugardaginn 25. nóvember í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Hefst þingið klukkan 14.00. Afmælis- mót TBR TENNIS- og badmintonfélag Reykjavíkur verður 40 ára á næstunni. Tii að minnast þessa merka áfanga verður haldið afmælismót í badminton, og fer það fram helgina 25.-26. nóv. n.k. Keppt verður í tvíliða- og tvenndarleik bæði í fullorðins- og unglingafiokkum. ENGLENDINGAR leika næstkomandi miðvikudag landsleik í knattspyrnu við Tékka og eru nokkrar horfur á að leikurinn verði sögulegur. Það er nefnilega ekkert líklegra en að þá leiki í fyrsta skipti blökkumaður í A-landsliði Englands. Það hafa verið all nokkrir kallaðir, en fyrst um sinn aðeins einn útvalinn. Það er hinn 22 ára gamli bakvörður Nottingham Forest, Viv Anderson, sem flestir virðast telja að leiki sinn fyrsta landsleik. Hann er a.m.k. í landsliðshópnum og er það einnig í fyrsta skkpti sem slíkt á sér stað. Anderson hefur á síðustu misser- um sýnt hvað í honum býr og eru flestir sammála um að hann eigi skilið að fá að spreyta sig. Hann þykir með sókndjarfari varnar- mönnum og hefur þegar skorað 4 mörk fyrir lið sitt í haust. Skorar hann yfirleitt með hörkuskotum af löngu færi. Anderson hefur áður leikið með landsliði skipuðu leikmönnum undir 21 árs, einnig hefur hann verið í B-landsliðshópnum. Nú virðist stóra stundin hins vegar vera runnin upp. Fleiri blökku- menn virðast vera á þröskuldi landsliðsins og má þar einkum geta Laurie Cunningham og Cirel Regis, sem báðir tveir leika með WBA. Cunningham hefur reyndar leikið með undir 21 árs landslið- inu. Annar upprennandi svertingi er Luther Blissett, leikmaður með Watford. Hápunktinum náði hann, þegar Watford sló Man. Utd. út úr deildarbikarkeppninni 2—1 og Blissett skoraði bæði mörkin með sannkölluðum þrumusköllum. Það hlaut satt að segja að koma að því, að blökkumenn færu að láta að sér kveða í ensku knatt- spyrnunni. Eftir síðari heims- styrjöldina fluttist mikið af blökkumönnum til Bretlands, einkum frá Vestur-Indíum, og ýmsir þeirra búa yfir sömu hæfni og frændur þeirra í löndum eins og Brasilíu, Portúgal og Perú og víðar. I fyrstu voru ensku félögin lítið fyrir það gefin að veita hinum ungu blökkumönnum tækifæri. Kom þar einkum til að margir voru (og eru) haldnir ofstopafull- um kynþáttafordómum. Einnig tóku áhorfendur negrana í gegn með stanslausri'háreysti. Nú er Úrvalsdeildin í körfu: Þór mætir AÐEINS einn leikur fer fram í úrvalsdeildinni í körfuknattleik um helgina. leikur Þórs og Njarðvíkur á Akureyri í dag. Ilefst hanii klukkan 14.00. Það er að duga eða drepast fyrir bæði liðin, heimamenn verða að fá stigin til þess að eiga vonarglætu um áframhaldandi setu í úrvalsdeildinni, en stiga- söfnun hefur ekki verið sterkasta hlið Þórs í vetur. Njarðvíkingar hafa tapað 3 leikjum og eigi þeir ekki að dragast of langt aftur úr toppliðunum, verða þeir að hirða hæði stigin úr leik þessum. Tveir aðrir leikir í úrvaísdeild- inni voru á dagskrá þessa helgi, en Blakið um helgina NOKKRIR leikir eru á dagskrá f íslandsmótinu í hlaki um helgina, þar af 3 í 1. deild karla og einn í 1. deild kvenna. Annar í 1. deild kvenna var á dagskrá og áttu Víkingar þar að leika. Sá leikur hefur verið felldur niður, svo og allir aðrir þar sem Víkingur á hlut að máli. Virðist einhver upplausn ríkja í þeim herbúðum. því að Víkingur hefur dregið lið sitt úr keppninni. Þess má geta, að ekki eru mörg ár síðan Víkingur varð íslandsmeistari í blaki kvenna. Leikir helgarinnar eru< Laugardagur> Laugarvatn Laugarvatn Vogaskóli Sunnudagun Hagaskóli: Hagaskóli Hagaskóli 1. deild karla 1. deild karla 2. deild karla 1. deild karla 2. deild karla 1. deild kvenna UMFL—Þróttur Mímir-UMSE Fram — ÍMA ÍS-UMSE Víkingur—ÍMA Þróttur —ÍMA kl. 15.00 kl. 16.00 kl. 14.30 kl. 13.45 kl. 14.45 kl. 15.45 hins vegar svo komið, að negrarnir eru flestir hverjir svo góðir fótboltamenn, að áhorfendur geta vart verið á móti þeim. Þó eru enn nokkur brögð að því. Þegar þeim fyrstu gengur svo vel sem sjá má, hljóta fleiri að fylgja í kjölfarið, þannig að búast má við aukinni innreið svartra knattspyrnu- manna á næstunni. Njarðvík þeim hefur báðum verið frestað. Leik IR og KR var frestað vegna utanfarar KR-inga, sem munu á næstu dögum taka þátt í móti á Irlandi. Leik Vals og IS var frestað vegna síðari leiks IS gegn Barce- lona frá Spáni. Firmakeppni Gróttu KNATTSPYRNUDEILD íþrótta- félagsins Gróttu mun fyrstu tvær helgarnar í desember efna til firmakeppni í knattspyrnu innan- húss, í íþróttahúsi Seltjarnarness. Keppt verður um Gróttubikar- inn, farandbikar, sem nú er í vörzlu Tryggingamiðstöðvarinnar h.f., Reykjavík. 24 lið taka þátt í keppninni í sex fjögurra liða riðlum. Helgina 2. og 3. desember mun verða leikið til úrslita í riðlunum og laugardaginn 9. des- ember verður keppt til úrslita milli þeirra sex liða, sem riðlana vinna. Leiktími verður 2x7 mínútur. Leikmenn mega vera sjö í hverju liði og leika fjórir á leikvelli í senn, þar sem vallarlín- ur afmarka leikvöllinn. Þátttökugjald hefur verið ákveðið kr. 20.000,00. Allar nánari upplýsingar verða gefnar í síma 10360, Gísli Jón, árdegis, eða í síma 25842, Helgi, milli kl. 14 og 16 daglega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.