Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 19 í auglýsinfium var auglýstur ¦ sérstakur leynigestur. Sá reyndist vera Laddi sjálfur (heitir hann eitthvaö annað lengur) í gervi Gunnars. Gunnar haföi látið líta þannig út sem hann þyrfti að fara bakatil smástund og til baka kom Laddi með sömu greiðslu í eins fötum og með sömu kækina. Laddi söng lagið „Ég pant spila á gítar" með tilfærðum texta sem höfðaði að sjálfsögðu til Gunnars. Eins og við var að búast tóku áhorfendur þessu vel. Eftir þetta sprell kynnti Gunnar 6 lög af nýju plótunni, þau „Like Love", „Don't Go To Strangers", „Hey Brother", sem hann tileink- aði vini sínum Rúnari Júlíussyni, „She Had A Reality", „Blóðrautt sólarlag" og „Konan með köttinn". Eftir það kallaði hann fram Sigfús Halldórsson, sem fékk Gunnar til að leika lagið „Þú og ég" einan á rafmagnsgítar, sem tókst vel. Þá lék Sigfús eitt lag á flygilinn áður en hann hvarf aftur af sviðinu og hlé var gert á hljómleikunum. Ljósin í bænum sem voru meðlimir í stóru hljómsveitinni léku þrjú laga sinna eftir hlé, „Ljósin í bænum", „A góðum degi" og „Huldufólk". Ljósin vöktu mikla hrifningu áhorfenda enda er hér á ferð nýtt framlínufólk í íslenska poppinu þó sumir þeir hafi leikið nokkuö lengi. Gunnar og Ragnheiður Gísla- dóttir sungu saman lagið „Hold On" sem er eitt af sterkustu lögum plötunnar. í „Gypsy Rose" afhjúp- aði Gunnar kraft sinn í söngnum, sem áður hefur ekki heyrst opinberlega. Að lokum flutti Gunnar svo „Bergþeyr við ströndina" sem er mjög myndrænt verk, og hið fallega „Djúpavík" sem Halldór Haraldsson píanóleikari lék ásamt strengjasveit. Það er ekki að undra þó Gunnar finni hjá sér köllun til að fylgja plötunni svo vel úr hlaði þar sem efni hennar er með því allra besta sem frá honum hefur heyrst. Þess má líka geta Páli P. Pálssyni hefur greinilega tekist að brúa bilið ásamt Gunnari milli hinna „svokölluðu klassísku hljóð- færa" og „rokkhljóðfæra". Reykjavíkurmótið — undanrásir Eftirtalin 27 pör hafa áunnið sér rétt til þátttöku í úrslitum Reykjavíkurmótsins í tvímenningi 1978. Úrslitin verða spiluð í Hreyfilshúsinu helgina 9—10 des., n.k.: Bjarni Sveinsson — Jón G. Pálsson 569 stig Einar Þorfinnsson — Sigtryggur Sigurðsson558 stig Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 552 Hörður Arnþórsson — Stefán Guðjohnsen 536 Guðmundur Hermannsson — Sævar Þorbjórnsson 532 Helgi Jónsson — Helgi Sigurðsson 530 Hermann Lárusson — Ólafur Lárusson 520 Gestur Jónsson — Sverrir Kristinsson 516 Óli Már Guðmundsson — Þórarinn Sigþórsson 515 Páll Valdimarsson — Vigfús Pálsson 509 Ásmundur Pálsson — Hjalti Elíasson 506 Sigurður Sverrisson — Valur Sigurðsson 498 Gunnár Karlsson — Sigurjón Helgason . -195 Hannes Jónsson — Lárus Hermannsson 493 Jón Baldursson — Sverrir Ármannsson 490 Guðlaugur Nielsen — Sveinn Sigurgeirsson 489 Steinberg Ríkharðsson — Tryggvi Bjarnason 489 Guðrún Bergsd. — Ósk Kristjánsd. 488 Ólafur Haukur Ólafss. — Páll Hjaltason 487 Halla Bergþórsd. — Kristjana Steingrímsd. 484 Jakob R. Möller - Orn Guðmundsson 482 Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson 480 Egill Guðjohnsen — Guðmundur P. ArnarsOn 480 Ragnar Óskarsson — Sigurður Ámundarson 479 Magnús Aspelund — Steingrímur Jónasson 475 Hörður Blöndal — Páll Bergsson 475 Bragi Jónsson — Dagbjartur Grímsson 470 Til vara: Viðar Jónsson — Sveinbjórn Guðmundsson 468 Bragi Bragason — Bridge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Karl Logason 168 Gísli Hafliðason — Sigurður B. Þorsteinsson 167 Keppnisstjóri var Guðmundur Kr. Sigurðsson. Bridgedeild Breiðfirðinga Þá er fimm umferðum lokið í aðalsveitakeppninni og er staða efstu sveita nú þessi: Ingibjörg Halldórsd. 100 Hans Nielsen 74 Elís R. Helgason 71 Óskar Þráinsson 65 Magnús Björnsson 62 Jón Stefánsson 57 Hreinn Hjartarson 50 Sigríður Pálsdóttir 47 Þórarinn Alexanderss. 16 Erla Eyjólfsd. 40 Sjötta umferðin verður spiluð á fimmtudag. Bridgefélagið Ásarnir Kópavogi Sl. mánudag hófst hjá félag- inu hið árlega Boðsmót. með þátttöku alls 36 para. Keppt er eftir Mitchell-fyrirkomulagi. 2 spil milli para. Raðað er eftir árangri eftir 1. kvöldið. en keppt er í einum riðli. Keppnis- stjóri er Guðmundur Kr. Sigurðsson. Röð efstu para eftir 1. umfei'ð af 3: Stig 1. Óli Már Guðmundss. — Þórarinn Sigþórss. 517 . 2.Steinberg Ríkharðsson — Tryggvi Bjarnason 198 3. Hermann Lárusson — Olafur Lárusson 189 1. Jón P. Sigurjónss. — Hrólfur Hjaltason 1S3 5. Helgi Jóhannss. — Alfreð Alfreðsson 178 (i. Gestui' Jónsson — Yalur Sigurðsson 177 7. Þorvaldur Þórðarson — Valdimar Þórðarson 169 8. Guðmundur Hermannsson — Sævar Þorbjörnsson 169 9. Haraldur Brynjólfsson — (iunnar Sigurjónsson 165 10. Gylfi Sigurðsson — Sigurberg Elentíuss. 156 meðalskor 120 stig Keppni verður framhaldið næsta mánudag. Keppni hefst kl. 19.30. Bridgefélag Reykjavíkur Næsta miðvikudag. hefst hjá félaginu hin bráðskemmtilega Board-A-Match sveitakeppni. Skráning er þegar hafin. en menn eru eindregið hvattir til að vera með í jólakeppni félagsins. Tilvalið er að reyna nýjan félaga, eða pör myndi nýjar sveitir. Minnt er á, að keppni hefst kl. 19.30. Keppnisstjóri verður Olafur Lárusson. Fyrirkomulag þessa móts er svipað og annarra sveitakeppna, nema í útreikningi, þá gildir hvert spil. Gefin eru 2 stig fyrir betri árangur í spili, 1 — 1 ef spilið jafnast út. Spiluð eru 10 spil milli sveita, 3 leikir á kvöldi. Heildarskor í leik (impar) skipt- ir ekki máli. plötudómar 1946. úr sex revíumi Forn- ar dyggðir (1938), Hver maður sinn skammt (1911), Halló Ameríka (1942). Nú er það svart maður (1942). Allt í lagi. lagsi (1944) og Upplyfting (1946). Auk Ejdls og Diddú koma fram á plötunni Árni Elfar sem leikur á píanó. Grettir Björnsson, sem leikur á harmónikku. Sijíurður Rúnar Jónsson. sem leikur á íiðlu. Heltfi Kristjánsson. sem leikur á bassa og (íuðmundur lí. Einarsson sem leikur á trommur. Upptökustjóri var Valgeir (iuðjónsson ok tæknimaður Sigurður Bjóla. Þess má Keta afl i plbtu- hulstrið er sérlega smekk- legt, en Pétur Halldórsson á vcg Og vanda að því verki. íslenski hesturinn í máli og myndum Ný, glæsileg bók á premur tungumálum * Einstaklega falleg bók meö 90 litmyndum af hestinum á öllum árstíöum. Fjölmargir Ijósmyndarar hafa lagt hér af mörkum sitt besta. Bókin er í íslenskri, enskri og danskri útgáfu. * Höfundur textans, Siguröur A. Magnússon, fjallar um hestinn í blíðu og stríöu í okkar haröbýla landi. Ræðif um hinn goðsagnakennda Ijóma yfir hestinum í fornum frásögnum og bókmenntum, um hið nána samband hests og manns — og löks um nútímanotkun íslenska hestsins, bæöi heima og erlendis. Fróöleg lesning og einkar skemmtileg. * Mörg ár tók að draga saman efni bókarinnar og velja úr þúsundum Ijósmynda til þess að gera skil sem flestum þáttum í tilveru íslenska hestsins. * Þetta er bók fyrir íslendinga á öllum aldri. Á ensku og dönsku — tilvalin gjöf til vina og viðskiptamanna erlendis. Kostar aðeins kr. 6.600 lcelandReview BÓKAFORLAGIO SAGA Óskabók allrar fjölskyldunnar Sími 27622. Pósthólf 93, Hverfisgötu 54, III. hæð, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.