Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 26. NOVEMBER 1978 Troels Bendtsen> Norræna húsið Endre Tót og Planstudio Siepmant Gallerí Suðurgata 7. Ulrik Arthursson Stahr> Norræna húsið. Kristján Jón Guðmundssoni Mokka. Nonnii Laugaveg 25. Sýningar Á síöari árum hefur það orðið æ algengara, að einstaklingar eða hópar haldi sýningar á listrænum ljósmyndum. Jafnað- arlega munu þetta ljósmyndir, sem viðkomandi hafa unnið að öllu leyti sjálfir og hafa hér verið á ferð allt í senn þraut- reyndir, landskunnir atvinnu- ljósmyndarar, — áhugamenn er hafa það að íhlaupavinnu að taka ljósmyndir, svo og hrein- ræktaðir áhugamenn. — Þó má með réttu halda því fram, að áhugamannanafnbótin gerist tvíræð um leið og menn fara að halda stórar einkasýningar á vinnu sinni — en um það atriði má vísast lengi deila líkt og margt annað. Það er fjarri því að undirrit- aður hafi á nokkurn hátt á móti þessari þróun, því að sé ljós- opinu rétt beitt hefur myndavél- in mikið sjónrænt menntunar- gildi fyrir hvern og einn er á henni heldur. Menn uppgötva og upplifa stöðugt ný og áhugaverð sannindi í umhverfinu — dauðir hlutir öðlast nýtt líf og þetta líf má magna á marga vegu með klækjum hugvitssemi og list- bragða. Einn af þeim er Ijósmynda- tæknin hefur heillað, er Troels Bendtsen, landskunnur þjóð- lagasöngvari, en fram að þessu með öllu ókunnur á opinberum vettvangi sem ljósmyndari — a.m.k. minnist ég þess ekki að hafa séð myndir eftir hann fyrr. Það er "skemmst frá að segja, að sýning Troels kom mér þægilega á óvart. Myndirnar yfirleitt vel teknar og mikil alúð lögð við útfærsluvinnuna — framköllun — eftirtöku (kópier- ingu) og stækkun. — Mestu varðar þó að Troels hefur næma tilfinningu fyrir umhverfinu, hvort tveggja aðalatriðum sem og hinu smágerða. Myndirnar á sýningunni skiptast í tvo hópa, annars vegar fjörumyndir en hins vegar myndir er Troels tók við kvik- myndun Brekkukotsannáls. Fjörumyndirnar eru bráð- skemmtilegar og sá er hér ritar getur einkum trútt um talað, er brúðumyndirnar eru annars vegar — það eru furðulegar og margræðar formanir sem brúð- ur og brúðuhlutar taka á sig svo og yfirleitt flest það, sem velkst hefur lengi í öldurótinu. Hlut- irnir verða einhvern veginn svo myndrænir. — Á stundum, átakanlega myndrænir, og sá er um fjörur reikar hefur ósjaldan á tilfinningunni að hann sé staddur í leikhúsi mannlífsins. Brúður má nota á margan veg og í mörgum tilgangi sem hluta af myndheild og hefur verið gert síðan fyrst var farið að búa þær til — hvorttveggja í tvívíðum og þrívíðum skilningi, — með hugmyndafluginu nær maður fjórðu víddinni — hinni sálrænu vídd. Ekki hef ég hugmynd um hver var fyrstur nútímalista- manna til að festa brúðuslitur á myndflöt eða vinna í myndir með brúðum — en að þetta var einnig gert á sl. öld sá ég dæmi um í málverki á listasafni í Borgá í Pinnlandi, nú í sumar. Sá'er um fjörur reikar kemst t.d. ekki hjá því að rekast á brúðuslitur í nágrenni byggðar — þegar hann svo hagnýtir sér slíkt sem myndefni er hann ekki frekar undir áhrifum frá ein- hverjum Hu-Fu frá Kína — Kawamata frá Japan eða t.d. Finnanum Johan Knutson (1816—1899), en nútímalista- mönnum svo sem Joseph Cornell eða Hans Erni. Að við nefnum ekki allar þær tugþúsundir listamanna er hafa hagnýtt sér brúðuna sem tjámiðil í gegnum árin þótt hér geti sjálfsagt verið um víxlverkun að ræða. Frapi- setningin er hér aðalatriðið, sem alltaf, en ekki einungis efnivið- urinn. Mér finnst Troels nálgast brúðurnar og myndefni fjöru- borðsins með tilfinningu sem er hans eigin og margar myndanna eru bráðskemmtilegar, — vel gerðar og listrænar og eru þannig höfundinum til sóma. — Það er annar heimur rr blasir við í myndunum frá upptöku Brekkukotsannáls og hvíiíkur munur. Myndirnar eru sem fyrr vel teknar og munur- inn felst í því, að í stað tilbrigða frá fjöruborðinu sem hafa svip Nlyndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON af eilífðinni sjáum við nú lifandi manneskjur með ríka, for- gengilega sjálfsvitund. Margar manngerðirnar eru hér sláandi og sem klipptar úr fortíðinni, t.d. er gervi Odds Björnssonar leikskálds, frábært. Fyrir sumt þótti mér meira varið í að horfa á einstakar myndir en kvikmyndina sjálfa, sem ég var raunar aldrei sáttur við. Troels Bendtsen getur vissu- lega verið ánægður með sinn hlut — það hefur verið honum dýrmæt lífsreynsla að takast á við hin margvíslegustu mynd- efni sem getur að líta á sýn- ingunni og árangurinn er merki- lega góður. Þrátt fyrir að ætla megi að Gallerí Suðurgata 7 sé mjög vel í sveit sett hvað staðsetningu áhrærir, — í hjarta borgarinn- ar, virðist aðsókn frekar fara minnkandi en hitt. Það er næsta ótrúlegt að koma á listsýningu í Reykjavík um kvöldmatarleytið á sunnudegi, og uppgötva að maður er fyrsti (og máski einnig síðasti) gestur dagsins. Og það, þrátt fyrir að sýningin hafi fengið prýðisgóða umfjöllun í fjölmiðlum. Sú íþrótt, sem þar fer fram á fjölum — gólfi — lofti og veggjum, hefur bersýnilega ekki heillað, og á naumast eftir að heilla almenning. Hér er um hvers konar heilabrot og sér- viskulegheit að ræða — á stundum áhugaverð fyrir fjöl- fróða í listinni, þar á meðal mig, — en þó einkum fyrir bóklærða háspekinga og sprenglærða fræðinga. Þetta fer fyrir ofan garð og neðan hjá fjöldanum og vísa má til þess að slíkt er meðal þeirra deilda á risavöxnum alþjóðlegum sýningum, þar sem varla nokkur sála sést á ferli nema listamennirnir sjálfir og áhangendur þeirra. Regn-list Endre Tót. hvað er nú það? — Sjónrænt regn — horn regn — einangrað regn — mitt regn — þitt regn — okkar regn — ófullgert regn. — Allt þetta rissað á lituð íslenzk póstkort með smástrikum er tákna eiga regn ... Þetta líkist einna heíst samkvæmisleik hjá fólki er veit ekki hvernig það á að fara að því að láta tímann líða og er eins ófrumlegt og .nokkuð getur ófrumlegt verið. Á efri hæðinni sýnir Planstudio Siepman nokkrar myndraðir frá gjörningum en ég gat ómögulega lifað mig inn í sviðsmyndirnar. Mesti gjörningurinn er fram fér í þessu húsi þykir mér ótvírætt vera þolinmæði að- standanda galleríisins — er sallarólegir sitja þarna dag eftir dag og bíða eftir gestum, sem ekki koma. Skyldu það annars ekki vera draugar og fylgjur hússins, sem eru í meirihluta sýningargesta? — Það situr jafnan lengst í manni, er út er komið, að hafa heimsótt þetta vinalega og fallega litla hús. Það er þegar búið að skrifa um sýningu Ulriks Arthursson- ar Stahr hér í blaðið og vil ég hér einungis árétta gæði sýning- arinnar en um leið vísa til þess hve þessi aðferð, — að teikna, skrifa og staðsetja mynd og mál Skátabasar (Kópavogi ídag SKÁTAFÉLAGID KÓPAR heldur sinn árlega basar að Hamraborg 1 (kjallara) Kópavogi, í dag sunnudag- inn 26. nóvember. Þar verð- ur margt góðra muna m.a. ullarfatnaður, handunnar vörur o.fl. o.fl. Einnig flóa- markaður og kökusala. Skátafélagið Kópar hvetur Kópavogsbúa til að láta ekki happ úr hendi sleppa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.