Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 17 ... var ósjálfrátt íarinn „að leika fullorðinn mann laungu innan fermingar sem sjá má á mynd eftir ólaf ljósmyndara Oddsson nokkrum dögum eftir ég fermdist" (Úngur eg var, 10. bls.) dísarheimt. En úr því fer hann að skrifa skáldsögur um minningar, Brekkukotsannál, Guðsgjafaþulu og Innansveitarkroniku; síðan Sjömeistarasöguna og hliðstæður hennar tvær og verður þá einatt erfitt að skilja á milli skáldskapar og sannfræði. Athyglisvert er, að í minningasögunum þremur, I tún- inu heima, Sjömeistarasögunni og Úngur eg var, vitnar Laxness í síðustu skáldsögur sínar eins og væru þær einnig skáldsögur í ritgerðarformi. „En kirkja hafði ekki risið að Mosfelli sjálfu síðan hún var brotin árið 1889 í Innansveitarkroniku" segir í minningasögunni I túninu heima og í Úngur eg var segir m.a.: „En Óskar (Halldórsson) hafði tvö herbergi á leigu í Kolbjörnsens- gade, og þegar ég sagði honum að ég væri að leita mér gistíngar í nokkra daga áðuren ég færi heim, þá sagði hann: „blessaður kondu og búðu hjá mér meðan þú stendur við í bænum (upphaf Guðsgjafa- þulu)." í Guðgjafaþulu segir svo: „Mér líkar við þig, kondu bara með mér heim núna: Ég á von á svíum," segir íslandsbersi við ævisögurit- arann. Og síðar: „Gistu hérna, segir hann. Ef þú ætlar að skrifa ævisögu mína þá verðurðu að sjá hvurnin ég lifi." í Brekkukotsannál segir m.a. svo: „Ég vil enn ítreka það sem ég hef oft látið liggja að á þessum blöðum, að ég er ekki maður til að útmála með réttum orðum verk Garðars Hólms. Við vorum bornir og barnfæddir sinnhvorumegin við sama kirkjugarð og höfum ævin- lega verið kallaðir náskyldir menn og margir ruglað okkur saman, sumir með öllu farið mannavillt á okkur..." í Brekkukotsannál eru ævisögu- stellingar, hefur skáldið sagt. Vegna ummæla Halldórs Lax- ness um Innansveitarkroniku, sem vitnað er í hér að framan, er ekki úr vegi að rifja upp það, sem hann sagði um ritun fornra íslenzkra sagna í fyrrnefndu útvarpssamtali vegna þess hve auðvelt er að heimfæra orð hans upp á Innan- sveitarkroniku, þótt hann gefi henni ekki þá einkunn sem hún á skilið, svo glitrandi og hnitmiðaö listaverk sem hún er, en jafnframt einfalt og samið utan um eina hugmynd, sem sprottin er úr hversdagslegum hlutveruleika; hann sagði: að margar fornar sögur væru skrifaðar utan um eitthvað eitt mál, eina eða tvær hetjur, „oft eitthvert mjög einfalt grundvallaratriði"; síðan sýna höfundarnir kunnáttu sína og snilli, „hæfileika í því að láta þetta litla umræðuefni þróast í höndun- um á sér. Það eru engin takmörk fyrir því, hvað það getur orðið altækt og í rauninni stófenglegt." Semsé: að hér hafi verið e.k. skóli eða hópur mikilla rithöfunda sem náðu svo langt í þeirri list „að búa til sögu rétt" að einsdæmi er. Huldufólks- kvæði og ritstýrð sagnfræði I samtalsritgerðunum, Skegg- ræður gegnum tíðina, segir m.a.- svo undir kaflaheitinu Mosdæla saga: „Halldór Laxness segir um. Innansveitarkroniku sína, að þar hafi hvert einasta pút og plagg grundvöll í veruleikanum, og raunar mætti taka enn dýpra í árinni, því að margt rís þar á bréfuðum og bókfærðum stað- reyndum. Þannig er kronikunafn- giftin í rökréttum tengslum við efnið. „Eitt og annað er liðkað til í frásögninni," segir skáldið, „í því skyni að gera hana formfegurri; ártöl, nöfn eða staðir standa ekki alténd heima. Ég var að leita til baka, til upphafs skáldsögunnar, þar sem hún byrjar í kroniku eða eftirlíkingum af kroniku. Skáld- saga er ritstýrð sagnfræði og eftirlíkt sagnfræði. Maður þykist vera að tala um veruleika, en það er sá veruleiki þar sem höfundur- inn skipar hlutunum sjálfur í röð, „rétta" röð, a.m.k. eftir sinni beztu samvizku. Það er tilraun til að fá lesandann til að trúa sagnfræði, sem maður hefur ritstýrt sjálfur eða búið út. En skáldsaga er samt að því leyti raunveruleg, að höfundurinn getur aðeins sagt frá atburðum, mönnum, hugmyndum, flækjum og árekstrum, sem hann hefur sjálfur lifað. Hann hefur fólkið í handraða, a.m.k. í bútum, setur síðan bútana saman. Höf- undurinn getur ekki farið út fyrir sína eigin reynslu; en hann ritstýr- ir henni. Hann býr sér til grind sem er þegar bezt lætur eins rökrétt og grind í húsi, síðan fyllir hann upp í grindina með reynslu sjálfs sín. Annað hefur hann ekki fram að færa en reynslu sjálfs sín. Maður er andsvar við þeim áhrif- um, sem hann verður fyrir í lífinu." Þarna segir skáldið sem sé skýrt og skorinort frá því, hvað fyrir honum vakir, og þurfa menn ekki að ganga í grafgötur um það. En við þurfum ekki heldur að velta vöngum yfir markmiðum hans, svo glögga grein sem hann gerir sjálfur í Sjömeistarasögunni fyrir tilgangi sínum og takmarki í lífi og verkum. Hann segir ungur: „Það starf sem ég gæti hugsað mér væri að leita að upptökum Nílar." Sú Níl sem hefur heillað könn- uðinn Halldór Laxness á sér margar kvíslar — og kannski er hún ekki til nema í skáldskap; eða eins og skáldið segir í óviðjafnan- legum kafla, þegar hann kemur með handritið að Barni náttúr- unnar til föður síns: „Dáið er alt án drauma..." Um þessa vísu sagði faðir hans, Guðjón í Laxnesi: „Þetta er þekkileg vísa, sagði hann. Ég vissi altaf þú værir dálítið hagmæltur Dóri minn." Þessi athugasemd er öðruvísi í kaflanum, sem Mbl. fékk að birta, áður en Sjömeistarasag- an kom út, en það var sunnudag- inn 29. okt. sl., þar er þetta svo — og breytti skáldið því í síöustu próförk: „Þetta er þekkileg vísa, sagði hann. Ég vissi ekki þú værir svona hagmæltur Dóri minn." En Guðjón í Laxnesi hafði heyrt eldri vísu eftir son sinn, sem honum líkaði vel og vissi að hann væri „dálítið hagmæltur". Þessa vísu orti drengurinn 11 ára gamall og fjallar hún um Esjuna, eins og bókfært er undir lok Sjömeistara- sögunnar. Þannig geta skáldsögur í ritgerðarformi átt með köflum rætur í gallhörðum staðreyndum og er full ástæða til að leiðrétta þann skáldskap, sem vex úr slíkum veruleika; eða hvað? I Skeggræðunum segir svo: „Það hlýtur að vekja athygli, að í skáldverki Halldórs Laxness Kristnihald undir Jökli, segir á einum stað: „„Vinnan er guðs dýrð," sagði amma mín." Og seinustu orð Jóns prímusar við Umba í þeirri sömu bók eru: „Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni". Þau orð minna á ljóðið í Barni náttúrunnar: „Dáið er allt án drauma <>K dapur heimurinii." Svona huldufólkskvæði mundi hann yrkja enn í dag, ef marka má í túninu heima (242. bls.) Allt hverfur semsé til upphafs síns. Og upphaf Nílar í þessu tilfelli er í skáldinu sjálfu. Starfsþjálf- unar kvenna síður þörf á Norðfirði en SV-landi? Könnun á jafnrétt- ismálum á 4 stöðum Nýlega er lokið könnun á jafnréttismálum í þeim fjórum bæjum. sem skipað hafa séstaka jaínréttisnefnd. en verkið unnu Þorhjörn Broddason lektor og Kristinn Karlsson félagsfræði- nemi. Skýrslur eru með töflum yfir hvern kaupstað. en einnig samanburðarskýrsla um staðina fjóra. í töflum um atvinnuþáttöku kvenna kemur fram, að 49 til 57% giftra kvenna í þessum kaupstöð- um starfa utan heimilis, og frá 7—117r þeirra vinna meira en 8 klst um helgar. MINNI MENNTUN í kaflanum um menntun svar- enda og maka þeirra er flokkað í 15 menntunarstig. Þar má m.a. sjá að karlar með gagnfræðapróf, landspróf eða minni menntun eru frá 21 upp í 35% í kaupstöðunum fjórum, en sambærilegur fjöldi kvenna á þessu menntunarstigi er frá 64 í tæp 80% Ef flett er í skýrslunni má þar finna margs konar fróðleik. Til dæmis er þar að finna álit karla í öllum bæjunum á því, hvort þörf sé fyrir starfsþjálfun fyrir húsmæður, sem vilja fara út á vinnumarkaðinn. í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi eru frá 84 niður í 827r karla á þeirri skoðun að starfsþjálfunar sé þörf, en aðeins rúmlega 71% á Neskaup- stað er þeirrar skoðunar. Hlið- stætt svara rúm 12% karla á Neskaupstað spurningunni neit- andi, en rúm 5—6% í hinum bæjunum. Svipað er uppi á teningnum meðal kvenna í viðhorfum til þessarar spurningar. Þar sést að frá rúmum 88% í rúm 92% kvenna í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópa- vogi telja þörf á starfsþjálfun fyrir húsmæður, sem vilja út á vinnumarkaðinn. Hins vegar er hlutfall þeirra kvenna sem það vilja á Neskaupstað lægst, eins og meðal karla, eða rúm 86%. Athyglisvert er að sama tilhneig- ing kemur fram meðal karla og kvenna í Neskaupstað í því að þar er afgerandi hæst hlutfall jákvætt gagnvart vinnu kvenna utan heim- ilis, aftur á móti er þar lægst hlutfall þeirra sem telja þörf á starfsþjálfun fyrir húsmæður, sem vilja út á vinnumarkaðinn. Skýr- ingin á þessu felst væntanlega í þjóðfélagslega viðurkenndu mikil- vægi vinnu kvenna við fiskvinnslu, störf sem hingað til hafa verið hefðbundin kvennastörf og ekki talin krefjast annarrar starfs- þjálfunar en þeirrar sem fæst í vinnunni sjálfri. Hins vegar er ástandið annað á höfuðborgar- svæðinu, þar sem konur eru stöðugt að sækja í meiri mæli í störf, sem hingað til hafa verið álitin karlastörf. LAUNAMISMUNUR Á svörum karla við spurning- unni um hvort launamismuriur í þjóðfélaginu sé of mikill, eðlilegur eða of lítill sést að langflestir telja launamismuninn of mikinn. Þar eru frá rúmlega 71% til 74% karla í Kópavogi, Hafnarfirði og á Neskaupstað, en rúmt 61% í Garðabæ er þeirrar skoðunar. Þeir scm telja launamismuninn eðlileg- an eru flestir í Garðabæ eða rúm 187r karla, rúm 15% í Kópavogi eru þeirrar skoðunar, rúm 13'7r í Hafnarfirði en aðeins 7% karla á Neskaupstað. Loks telja 2,8% til 4% í Neskaupstað, Kópavogi og Hafnarfirði launamismun of lítinn og 11 "2 í Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.