Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 Heimur barnsins Sveinbjörn I. Baldvinsson — Ljóðfélagiði ST.IÖRNUK í SKÓNUM. Almenna hókafélagið 1978. Hljófnplatan Stjörnur í skónum er til vitnis um að skáldskapur og tónlist eiga samleið. Samvinna skálda og tónlistarmanna hefur oft borið góðan árangur. Eg nefni Ijóða- og jassflutning sem dætni, en það er ekkert því til fyrirstöðu að ljóð geti notið sín með dægur,- músík. Um hina skemmtilegu tónlist á þessari plötu ætla ég ekki að vera margorður. En ég heyri ekki betur en tal og tónn eigi vel saman. Sveinbjörn I. Baldvinsson sem er höfundur Ijóðverksins hefur fengið til liðs viðsig hóp ungs fólks, leikara, spilara og söngvara. Mest kveður að þeim Ragnheiði Stein- dórsdóttur, Gunnari Hrafnssyni og Kolbeini Bjarnasyni. Sjálfur syngur Sveinbjörn hástöfum, leik- ur á sígildan gítar, sex- og tólfstrengja hljómgítar, orgel (sem reyndar er bara hljómtölva) bláan fólksvafín, enskt bílhorn ojí nokkur ásláttarhljóðfæri. (Orðalagið er sótt til hljómplötuumslagsins). Sveinl)jörn I. Baldvinsson er ungur maður, fæddur 1957, og hefur áður gefið út Ijóðabókina í skugga mannsins (1977). Stjörnur í skón- um flytur fyrstu tónlistina sem kemur út eftir hann. Ég átti þess kost að" kynnast Stjörnum í skónum í flutningi Ljóðfélagsins á bókmenntakynn- ingu í Menntaskólanum við Sund. Ég hreifst þá af verkinu. Ekki hef ég orðið fvrir vonbrigðum rneð það eftir að platan kom út og spá mín er sú að hún eigi eftir að verða vinsæl. Það er heimur barnsins sem túlkaður er í Stjörnum í skónum. V.erkið lýsir þeim heimi sem Ljóðfélagiði Kolbeinn Bjarnason, Ragnheiður Steindórsdóttir, Gunnar Hrafnsson og Sveinbjörn Baldvinsson. barnið lifir í og dreymir í eins og segir í Laginu um þríhjólið: ÍJpp að horni iiií niður að hurni nar KanKstéttin. Ekki li'nirra í't' þori að hjðla því þar indar hrimurinn Það er marfít sem barnið skilur ekki, en það fær fljótt að vita hvað er bannað því að fullorðna fólkið er svo skrýtið. Ljóðin eru einföld og blátt áfram í anda minninga- skáldskapar sem. víöa ryður sér til rúms eftir langt tímabil óræðra orða ojí huf{renninga. Frumraun Sveinbjórns I. Baldvinssonar, I skugga mannsins, var um margt athyfflisverð bók. I Stjörnum í skónum kemur hann fram sem þroskað skáld sem ekki er ólíklefrt að við eigum eftir að fá að heyra oft til í framtíðinni. Skáldskapur- inn á plötunni vekur trúnað. Hér kynnumst við einlægni barnsins sem sér allt í Ijósi fyrstu reynslu; veröldin er því mikilvæg uppgötv- un, ævintýri sem ekki tekur enda. Lagið um snjóinn er dæmigert fyrir efni plötunnar: Núna er byrjað að snjóa ok brátt verður (satan mín hvít eins ok strik framhjá stéttum og húsum strikað af risa með krít. En svo koma kolsvartir trukkar sem kunna ekki við svona krot þoir renna eftir strikinu hvíta ok strnka það út eins og skut. Bókmenntlr eftir JOHANN HJÁLMARSSON Sjáðu snjókornin hvi'tu fiðrildin sem fljÚKa svo mo'rK sjáðu fiðrildin hvítu snjókornin sem (Ijúiía. I'á lÍKKur Katan mín eftir Krásvört á litinn og blaut eins ok mynd sem er tekin í myrkri af máv sem er floKÍnn á liraul. En þi'Kar svona er komið mér sýnist að komið sé nÓK ok það þykir Kuði víst líka því Kuð sendir strax mriri snjó. Sjáðu snjókornin hvi'tu fiðrildin sem fljÚKa svo mörK sjáðu fiðrildin hvítu snjókornin sem fljÚKa. Stjörnur í skónum er verk handa öllum ljóðavinum og það á ekki síst erindi til barna, enda hefur mér virst að þau kunni vel að meta það. Frá verðlaunaaíhendingu fyrir „long-drinks" keppni s.l. árs. Formaður Barþjónaklúbbsins, Daníel Stefánsson, afhendir Hafsteini Egilssyni barþjóni á Hótel Sögu fyrstu verðlaun en að baki standa barþjónarnir Kristján Runólfsson á Hótel Borg og Símon Sigurjónsson á Naustinu. Kokteilkeppni með nýju sniði KOKKTEILKEPPNI Bar- þjónaklúbbs íslands fer fram í Þórskaffi á miðvikudags- kvöldið og verður keppnin nú með öðru sniði en verið hefur til þessa. Nú er boðið upp á vandaða dagskrá með mat, tískusýningum, skemmtiatrið- um og að lokum dansað til klukkan tvö ef tir miðnætti. Borðhald hefst klukkan 19 en að því búnu hefst kokkteil- keppnin. Rétt til þáttöku hafa allir barþjónar landsins og keppt um hin glæsilegustu verðlaun. Kynnir verður Þorgeir Ástvaldsson. Tískufatnaður verður sýnd- ur frá Tískuversluninni 17, Laugavegi, og Fatagerðinni Bót h.f. Halli og Laddi skemmta og að lokum leika Lúdó og Stefán fyrir dansi. Dagskrá er miðuð við að gestir geti notið kvöldsins við góðan mat og fjöibreytta skemmtun. Tekið verður við borða- pöntunum í Þórskaffi márfí- daginn 27. nóvember milii kl. 18 og 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.