Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 32
13 28 dagar til jóla Laugavegi35 t!"JP> 3H*fg«nltffifrife Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. f Skipholti 19. BUÐIN simi - 29800 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 Eimskip kaup- ir mjölskemm- unaaðKle Samningar eru nú á lokastigi milli Eimskipafélags íslands og Sfldar- og fiskimjölsverksmiðjunn- ar um kaup Eimskips á mjölskemm- unni við Klett. Að sögn Jónasar Jónssonar, forstjóra síldar- og fiskimjölsverk smiðjunnar, hefur Eimskipafélagið haft skemmuna á leigu síðastliðið hálft ár en þegar gengið hefur verið frá kaupunum mun skipafélagið einnig fá nokkra lóð með skemmunni. Ástæðuna fyrir því að Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan seldi nú mjöl- skemmuna kvað Jónas fyrst og fremst vera þá, að verksmiðjan þyrfti ekki lengur á henni að halda þar sem nú orðið væri mjölið ekki sett í poka, eins og áður, heldur hefði verksmiðjan komið sér upp sílóum í Örfirisey fyrir laust mjöl. Verð skemmunnar vildi Jónas ekki gefa upp. Óttar Möller, forstjóri Eimskips, sagði að ástæðan fyrir því að skipafélagið keypti skemmuna væri sú, að það væri á*stöðugum hrakhól- um með geymslurými. Hans G. Ander- sen kallaður heim til við- ræðnaum Jan Mayen-málið HELZTI hafréttarsérfræðingur stjórnvalda, Hans G. Andersen sendiherra Islands í Bandaríkj- unum, hefur verið kvaddur heim til Islands til skraís og ráðagerða um skiptingu hafsvæðisins milli íslands og Jan Mayen, og er þetta gert að beiðni sjálfstæðismanna í utanríkismálanefnd þingsins, að því er Benedikt Grb'ndal. utanrík- isráðhcrra, tjáði Morgunblaðinu. Benedikt sagði, að Jan May- en-málið hefði verið til mjög alvarlegrar athugunar hjá utan- ríkisráðuneytinu allt frá því að hann tók þar við störfum, og hann hefði notað öll tækifæri er gefizt hefðu til að ræða við norska ráðamenn um málið, m.a. hefðu þeir Frydenlund utanríkisráð- herra Norðmanna rætt það sér- staklega á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York á dögunum. Þá kvað hann hafa verið fjallað sérstaklega um þessi mál í utanríkismálanefnd þingsins og að ósk sjálfstæðismanna hefði síðan orðið að ráði að kalla heim Hans G. Andersen til að ræða þessi mál og ýmis viðhorf varðandi hafsvæð- iö norður af landinu og skiptingu lögsögunnar þar, en þar eigi ísland og Noregur mikilla hagsmuna að gæta. Ofan gelur snjó á anjó., I.jósm. EmiKa Tillögur skipulagsnefndar orkumála: Rafmagnsveitur ríkis- inslagðar niður SNEMMA í októbermánuði skilaði nefnd, sem Gunnar Thoroddsen fyrrum orkuráðherra skipaði 17. janúar 1977, áliti og tillögum um heildarskipulag og yfirstjórn orkumála. Neíndin skilaði þremur frumvörpum, frumvarpi til orkulaga, frumvarpi til laga um Rafmagnseftirlit ríkisins og frumvarpi til laga um Jarðboranir rfkisins. Gerði nefndin, sem kölluð hefur verið skipulagsnefnd orkumála, tillögur um rannsóknir, stefnumótun og áætlanagerð í raforkumálum, svo og tillögur um orkuvinnslu og orkudreifingu. Helztu nýmæli, sem felast í frumvarpi til orkulaga, eru larig- tímaáætlun um orkubúskap þjóðar- innar, til 10 ára hið minnsta og skal leggja árlega fyrir Alþingi skýrslu um framvindu áætlunarinnar. Þá er gert ráð fyrir að Rafmagnsveitur ríkisins verði lagðar niður og heimilt verði að afhenda raforkuver og dreifikerfi þeirra til annarra orkufyrirtækja. Heimilt verði að fela einu fyrirtæki eignarráð á þeim stofnlínum, sem ríkið hefur látið leggja og hefur nú í lagningu, þ.e. Norðurlínu, Austurlínu og Vestur- línu. Þá er gert ráð fyrir að gjaldskrá fyrir raforkusölu verði hin sama frá öllum útsölustöðum stofnlínukerfisins, og þá er Raf- magnseftirlit ríkisins og Jarðboran- ir ríkisins teknar undan Orkustofn- un og starfsemi stofnunarinnar er það með miðuð við rannsóknir á orkulindum landsins, áætlanagerð um orkubúskapinn og aðstoð og ráðgjöf um stefnumótun í orkumál- um. Fleiri nýmæli eru í frumvarp- inu, sem of langt yrði upp að telja hér. Ágreiningur varð í nefndinni og klofnaði hún um sjötta kafla frumvarpsins til orkulaga sem fjallar um orkuvinnslu. Annar hluti nefndarinnar vill að það verkefni sé á hendi einnar landsorkuveitu, íslandsvirkjunar, en hinn hluti nefndarinnar vill leggja áherzlu á uppbyggingu landshlutafyrirtækja, sem hafi á hendi bæði raforku- vinnslu og raforkudreifingu, en heildarstjórn verði komið á með stofnun samvirkjunarráðs, sem sjálfstæð orkufyrirtæki ættu aðild að. I skipulagsnefnd orkumála áttu sæti: Aðalsteinn Guðjohnsen, Gísli Blöndal, Helgi Bergs, Jakob Björns- Steingrímur Hermannsson landbúnaóarráðherra um þjóðargjöfina: Sennilega ekki unnt ad leidrétta mistökin fyrr en í næsta áf anga „FRAMKVÆMD þjóðar- gjafarinnar hefur ekki orð- ið sú, sem Alþingi ætlaðist til," sagði Steingrímur Hermannsson land- búnaðarráðherra er Mbl. leitaði í gær álits hans á því að verðtrygging þjóðargjafarinnar rýrnaði um 247 milljónir króna fyrstu þrjú árin auk þess sem dregið hefur úr öðrum fjárveitingum til land- græðslumála. Spurningu Mbl. um það, hvort hann ætlaði að beita sér fyrir því að þetta yrði leiðrétt, svar- aði Steingrímur, að þetta yrði sennilega ekki unnt að taka upp fyrr en í næsta áfanga. „Það er langt frá því að við höfum greitt skuld okkar við landið með þessum milljarði, sem samþykktur var 1974," sagði Stein- grímur. „Og ég er eindregið þeirrar skoðunar að starfinu verði að halda áfram, þannig að ekki verði hlé á, heldur beint framhal'd, þegar þessi landgræðsluáætlun rennur út 1979. Ég hef þess vegna í hyggju að skipa á næstunni nefnd til þess að meta það sem áunnizt hefur og hefja undirbúning að næsta áfanga." Langtimaáætlan- ir verði teknar upp í orkumálum son, Magnús Guðjónsson, Stein- grímur Hermannsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, sem var formaður nefndarinnar. Á morgun, mánudag, verður fundur Sambands íslenzkra rafveitna, þar sem þessi skýrslu verður m.a. til umræðu. Þar mun Þorvaldur Garðar flytja fram- söguerindi um þessi mál. Samráðs- fundir um helgina „ÞAÐ ER fyrirhugaður í dag samráðsfundur ráðherra og fnll- trúa Alþýðusambands íslands og hugsanlega verður slíkur fundur huldinn með fulltrúum BSRB um helgina, en það er ekki frágeng- ið," sagði Tómas Árnason fjár- málaráðherra í samtali við Mbl. í gær, laugardag. Tómas sagði að þessi fundarhöld væru framhald á fundum forsætis- ráðherra með fulltrúum þessara samtaka og fyrri samráðsfundum ráðherra með þeim. „Við ætlum að kynna þeim nánar, hvaða aðgerðir í efnahagsmálum eru framundan, en það er reiknað með því að leggja fram frumvarp til laga á mánudag- inn," sagði Tómas. Sambandsstjórn Verkamanna- sambands íslands var kvödd sam- an til fundar í gær til að ræða kjara- og efnahagsmál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.