Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 29
bárujárnið. Hvergi annarsstaðar á landinu er framleitt bárujárn. Vírnet hf. sér landinu fyrir öllum almennum naglasaum, ýmist gal- vaniseruðum eða óryðvörðum. Upphaflega var ætlunin að fram- leiða þar girðingarefni, af því hefur ekki orðið því til þess þarf flóknar og dýrar vélar. Á staðnum er plastverksmiðja. Þar vinna fjórir menn. Þar er framleitt einangrunarplast og einangrunar- hólkar fyrir grönn hitaveiturör. í steypustóðinni er rörsteypa. Þar eru framleiddar milliveggjaplötur og gangstéttahellur. Hjá prjóna- stofu Borgarness vinna fimmtán manns, þar af þrír karlmenn. Prjónastofan framleiðir fóðraða ullarjakka, peysur, vettlinga, húf- ur og fleira, allt fyrir útlendan markað. I Skotlandi er verksmiðja í eigu prjónastofunnar sem vinnur úr prjónaskapnum, því stúlkurnar hafa ekki undan prjónavélunum. Átta menn vinna við yfirbygging- ar fyrir vöruflutningabíla. Á staðnum er húfugerð sem fram- leiðir loðhúfur og fleira. Ýmsir verktakar vinna við byggingariðn- aðinn og hitaveituframkvæmdirn- ar. í Borgarnesi er sláturhús. Þar er slátrað áttatíu þúsund fjár. Það er það mesta sem slátrað er á einum stað á landinu. Stór hópur fólks hefur vinnu við það meðan sláturtíðin stendur yfir. Hún er í tvo mánuði, september og október. Þá er unnið ' fram á kvöld. Bornesingar eiga hlut í skuttogara sem gerður er út frá Akranesi. Ef upp kæmi atvinnuleysi yrði fisk- inum ekið þaðan til vinnslu í Borgarnesi. Um ýmislegt er að velja ef menn hafa hug á að setjast þar að og fá vinnu. Ungt fólk flyst til Borgarness. Þjónusta Borgarnes er mikil þjónustu- miðstöð fyrir héraðið og þjónar öllu vesturlandinu á ýmsum svið- um. í Borgarnesi er miðstöð fólks og vöruflutninga. I Borgarnesi er heilsugæslustöð. Þar hefur aðsetur húsamatsmaður ríkisins fyrir allt vesturlands. Brúin Þegar séð var að nýja brú þyrfti yfir Hvítá var leitað að heppilegu brúarstæði. Rannsóknir leiddu í ljós að heppilegastur staður var yfir Borgarfjörðinn. Þar mun hún greiða leiðina og stytta. Jarðveg- urinn við Hvanneyri var of votur enda hefði styttingin ekki orðið eins mikil þar. Smíði brúarinnar hófst í júlí '75. Hún mun stytta leiðina vestur um rúma þrjátíu kílómetra og búið er að reikna út að brúin mun skila arði. Heitt vatn verður leitt í brúnni og sími. Brúin er góð fjárfesting. Bættar sam- göngur er brýnasta fjárfesting landsbyggðarinnar. Það á eftir að steypa einn stöpul í brúna og ganga frá einu þili. En síðan á eftir að fylla jarðveg út að henni. Ráðgert var að brúin kæmist í gagnið á næsta ári en það er alveg óvíst. Byggingarhraðinn fer eftir fjárveitingu. Óvíst er hvort brúin kemst í gagnið fyrr en 1980. En eitt er víst að margt gott hefur þessi brú þegar leitt af sér. Texti. Ásgeir Þórhallsson. 71 stórlega hjúkrunarfræðinám úr H.í. og hefur að engu námsmat það, sem lagt hefur verið til grundvallar öðru námi í landinu. Miðað við úrskurð Kjaradóms virðist sem hann hafi ekki kynnt sér nám B.Sc. hjúkrunarfræð- inga til hlítar og lýsa nem- endur furðu sinni á slíkum vinnubrögðum. Fundurinn telur einhig, að hér sé um gróflegt jafnréttis- brot að ræða, þar sem hefð- bundnar kreddur virðast ráða skiptingu kynjanna nið- ur í starfsstéttir og einnig sé nám okkar sett skör lægra en almennt gerist og gengur um háskólanám. Gæðí og smekklegtútlit.. SIEMENS-ryksugurnar grundvallast á áratuga tækniþróun og sérhæfðri fram- leiöslu SIEMENS-verksmiðjanna. SIEMENS-ryksugan er hljóðlát og auðveld í notkun. Rafeindastýrður 10OOW-mótor tryggir mikinn sogkraft, sem aðlaga má aðstæðum hverju sinni. Leitið upplýsinga um SIEMENS-ryksugur og sannfærist um kosti þeirra. SIEMENS -ryksugur sem endast SMITH& NORLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.