Morgunblaðið - 29.11.1978, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978
DC-8 flugslysið íColombo:
Ekkert sérstakt á
flugturnsbandinu
ÍSLENZKA rann.sóknarnefndin í Sri Lanka sem hefur að undanförnu
kannaó ýmsa þætti í sambandi við flugslysið hefur kvartað yfir því
formlefca við þarlend stjórnvöld hve rannsókn slyssins miðar hægt í
þeirra höndum. en ekki er ennþá búið að senda „svörtu kassana“ og
segulböndin úr stjórnklefa vélarinnar til aflestrar hjá sérfræðingum.
íslenzka rannsóknarnefndin hefur fengið að hiusta á segulband
flugturnsins þar sem viðskipti flugmanna og flugstjórnarmanna eru
tckin upp. en cngar sérstakar upplýsingar komu þar fram við fyrstu
athugun sem varpað geta ijósi á orsakir slyssins. Flugmálastjóri Sri
Lanka sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins á staðnum að
svörtu kassarnir yrðu væntanlega sendir til vinnslu í Bandaríkjunum
í þessari viku, en flugmáiayfirvöld í Sri Lanka hafa sent út
tilkynningu til ýmissa landa til þess að kanna möguleika á vinnslu
upplýsinga. Hins vegar er langfullkomnasti útbúnaðurinn til slíks í
Bandaríkjunum. Til þess að ýta vjð opinberum aðilum í Sri Lanka um
rannsókn málsins hafa fulltrúar íslands, Indónesíu og Bandarikjanna
skrifað stjórnvöldum bréf þar sem lögð er þung áherzla á að koma
gögnum úr slysinu til vinnslu og aflestrar scm allra fyrst og helzt í
Bandarikjunum. Afrit af þcssu bréfi, sem Skúli Jón Sigurðarson hjá
flugmáiastjórn afhcnti flugmálastjóra Sri Lanka, var afhent forseta
Sri Lanka. sendiherra Indónesíu og konsúl Svíþjóðar og Danmerkur
sem jafnframt gætir hagsmuna Islendinga.
í íslenzku nefndinni eru auk
Jóns Skúla frá Flugmálastjórn,
Plugleiðamennirnir Jón Óttar
Ólafsson í flugrekstrardeild, Agn-
ar Jónasson yfirflugvirki og Guð-
laugur Helgason eftirlitsflug-
stjóri. íslenzku nefndarmennirnir
hafa kannað flesta þá þætti sem
þeir þurfa á þessu stigi málsins en
þó hafa þeir ekki ennþá fengið að
sjá veðurkort vallarins, kanna
brunavarnir og ýmis fleiri atriði
sem þeir vilja athuga.
Þá kváðust þeir í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins eiga
eftir að fara aftur yfir ýmis atriði,
en eins og fram hefur komið í
fréttum fer rannsóknin fram undir
stjórn stjórnvalda í Sri Lanka.
I samtali við blaðamann Mbl.
sagði brezkur tryggingarfræðing-
ur að hann hefði aldrei kynnst eins
hægfara rannsókn á flugslysi, því
innlendir rannsóknarmenn væru
ekki farnir að ganga eitt einasta
skref í henni.
Vinnuveitendasamband íslands:
Rekstrarstöðvun
og atvinnuleysi
Svavar Gestsson vidskiptaráðherra:
r
Alagningartekjur lægri núna
en áður á þessum áratug
— eða stórf elld gengislækkun
— ÞAÐ cr ljóst. að álagningar-
tekjur verzlunarinnar eru lægri
núna en þær hafa lengst af verið
á þessum áratug, sagði Svavar
Gestsson viðskiptaráðherra í gær
er Mbl. har undir hann full-
yrðingar forystumanna SÍS um
að álagningu þurfi að hækka um
5% og að kaupfélögin t.d. séu
rekin með 5 —G00 milljón króna
halla.
Sagði Svavar, að hann hefði beðið
verðlagsstjóra að kanna
álagningarmál smásöluverzlunar-
innar nákvæmlega og sagðist ráð-
herra reikna með að niðurstöður
lægju fyrir áður en margar vikur
væru liðnar.
— Hinar ýmsu greinar verzlunar-
innar standa misjafnlega, en í þessu
sambandi er fyrst og fremst um
matvöru- og dreifbýlisverzlunina að
ræða, sagði Svavar Gestsson.
MORGUNBLAÐINU barst
í gær eftiríarandi fréttatil-
kynning frá , Vinnuveit-
endasambandi íslandsi
I tilefni af framkomnu stjórnar-
frumvarpi „um tímabundnar ráð-
stafanir til viðnáms gegn verð-
bólgu,“ vill Vinnuveitendasam-
band íslands mótmæla því, sem
segir í athugasemdum við frum-
varpið, að við undirbúning frum-
varpsins hafi verið unnið í samráði
við aðila vinnumarkaðarins.
Ríkisstjórnin hefur ekki haft
samráð við Vinnuveitendasam-
band íslands við gerð ofangreinds
frumvarps, né um aðrar ráðstaf-
anir til lausnar á þeirri óðaverð-
bólgu, er geisar nú í þjóðfélaginu,
nema í vísitölunefnd, sem ekki
hefur lokið störfum.
Vinnuveitendasamband Islands
telur, að fyrrnefnt frumvarp, ef að
lögum verður, sé ekki til þess fallið
að draga úr verðbólguvandanum í
raun, heldur sé enn um tíma-
bundnar bráðabirgðaráðstafanir
að ræða.
Staðreynd er, að staða atvinnu-
veganna er slík að þeir geta engar
launahækkanir tekið á sig ef ekki
á að koma til rekstrarstöðvunar og
atvinnuleysis eða stórfelldrar
gengisfellingar. Það er því fráleitt
að ætla atvinnuvegunum að taka á
sig rúmlega 6% launahækkun 1.
desember n.k. og auka verulega á
sama tíma skattbyrði þeirra eins
og boðað er í athugasemdum við
frumvarpið.
Jafnframt lýsir Vinnuveitenda-
sambandið furðu sinni á, að
ríkisstjórnin ætli að grípa inn í
frjálsan samningsrétt með því að
lögfesta kjaraatriði, er hingað til
hefur verið fjallað um í kjara-
samningum og aðilar vinnumark-
aðarins verið sammála um þá
meðferð mála.
Alþingi var
ekki beðið
um upplýs-
ingar um
utanferðir
„ÞAÐ hárust engin tilmæli til
okkar um að gefa slíkar upplýs-
ingar." sagði Friðjón Sigurðsson
skrifstofustjóri Alþingis. er Mbl.
spurði hvers vegna það hefði
komið fram í svari fjármálaráð-
herra við fyrirspurn Geirs
Gunnarssonar um utanlands-
ferðir á kostnað ríkissjóðs að
upplýsingar hefðu ekki horizt frá
Alþingi. „Það er því villandi að
geta þess sérstaklega í svarinu að
engar upplýsingar hafi borizt frá
okkur. Það var aldrei heðið um
þær." sagði Friðjón.
Pylsuvagn á
Lækjartorgi
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi
sínum síðastliðinn föstudag að
heimila þremur aðilum að setja
upp pylsuvagna í Reykjavík. Eign
þessara pylsuvagna verður á
Lækjartorgi og er það Ásgeir fl.
Eiríksson, sem heimild hefur til að
setja hann upp.
Árhjal sf. fékk heimidd til aö
setja upp pylsuvang við Sundahöfn
og Thulin Johansen við Sundlaug-
arnar í Laugardal.
Aðalfundur Óðins
á Selfossi
AÐALFUNDUR Sjálfstæðis-
félagsins Óðins á Selfossi verður
haldinn í Sjálfstæðishúsinu á
staðnum á fimmtudagskvöld og
hefst kl. 8.30.
Birgir ísleifur Gunnarsson:
„Ganga átti framhjá bæði
borgarráði og borgarstjóm
Á FUNDI borgarráðs í gær var m.a. rætt um þá ákvörðun að
borgarstjóri hefði í samráði við forseta borgarstjórnar tekið
ákvörðun um það, að útborguð laun hjá borginni um næstu
mánaðamót skuli miðast við verðbótavísitölu. sem miðast við
6.13%. Birgir ísleifur Gunnarsson og Albert Guðmundsson létu
gera bókun um þetta mál og þar segir m.a. að með þessari
ákvörðun hafi borgarstjóri og forsetar tekið sér vald, sem þeir
ekki hafa og er vísað til samþykktar borgarstjórnar frá 15. júní
sl. þar sem segir að starfsfólki borgarinnar skuli greiddar fullar
verðbætur samkva*mt ákvæðum kjarasamninga.
í bókuninni segir svo: „Fram-
lagt frumvarp á Alþingi breytir
hér engu um og þótt það yrði að
lögum í óbreyttu formi, myndi
það ekki að okkar mati hnekkja
ofangreindri samþykkt borgar-
stjórnar. Borgarstjórn sjálf þarf
að breyta fyrri samþykkt um
þetta efni. Rétt er og að vekja
athygli á, að ekkert samráð
hefur verið haft við Starfs-
mannafélag Reykjavíkurborgar
eða önnur samtök starfsmanna
borgarinnar um þetta mál. Við
teljum þessa málsmeðferð með
öllu óviðunandi fyrir borgar-
stjórn.“
í samtali við Morgunblaðið í
gær sagði Birgir ísleifur
Gunnarsson að hann hefði feng-
ið þær upplýsingar frá Launa-
máladeild borgarinnar síðastlið-
inn mánudagsmorgun að deildin
hefði fengið fyrirskipun um, að
við útborgun launa 1. desember
næstkomandi yrði verðbótavísi-
tala reiknuð þannig að hún
hækkaði launin um 6.13%, sem
væri tæpur helmingur af út-
reiknaðri verðbótavísitölu. —
Ég tók því málið upp á fundi
borgarráðs og spurðist fyrir um
hver hefði tekið slíka ákvörðun
þvert ofan í samþykkt borgar-
stjórnar um þetta mál, sagði
Birgir ísleifur.
— Ljóst er að ganga átti
framhjá bæði borgarráði og
borgarstjórn með þetta mál og
smeygja því í gegn þegjandi og
hljóðalaust. Aðstaða meirihlut-
ans í þessu máli sýnir að þeir
hafa nú endanlega gefist upp við
að standa við stóru orðin sem
gefin voru fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar á síðastliðnu vori
Birgir ísl. Gunnarsson.
og eru því orðnir berir að
einhverjum mestu kosninga-i
svikum sem um getur. — Þá vil.
ég ennfremur benda á að-
forsetar borgarstjórnar og borg-
arstjóri hafa freklega farið út.
fyrir valdsvið sitt og enginni
nema borgarstjórn getur aftur-
kallað samþykktina frá í sumar.
Það hefur glögglega komið fram
hjá ýmspm lögfræðingum
borgarinnar, sem um þetta mál
hafa fjallað, en meirihlutinn
hefur greinilega tekið þá af-
stöðu að hafa þeirra orð að
engu, sagði Birgir Isleifur
Gunnarsson.
Vegna bókunar Birgis og
Alberts Guðmundssonar tóku
þeir Sigurjón Pétursson, Björg-
vin Guðmundsson og Kristján
Benediktsson fram að sam-
kvæmt frumvarpi til laga um
tímabundnar ráðstafanir til
viðnáms gegn verðbólgu, væri
kveðið á um með hvaða hætti
14.13% hækkun launa vegna
verðbótavísitölu yrði bætt laun-
þegum. Samkvæmt frumvarpinu
yrðu 3% bætt með auknum
niðurgreiðslum en 5% með
lækkun skatta og með sérstök-
um félagslegum ráðstöfunum.
Þannig yrði verðbótavísitala að
frumvarpinu samþykktu 151
stig, sem jafngilti 6.13%
kauphækkun, sem yrði greidd.
í samtali við Morgunblaðið í
gær sagði Sigurjón Pétursson að
hann teldi ekki að þessi ákvörð-
un stangaðist á við samþykkt
borgarstjórnar um að starfs-
fólki borgarinnar yrðu greiddar
fullar verðbætur samkvæmt
ákvæðum kjarasamninga. —
Þessar greiðslur koma í öðru
formi, sagði Sigurjón.
— Er þessi ákvörðun ekki í
ósamræmi við þau loforð, sem
gefin voru fyrir kosningar,
spurði blaðamaður.
— Ég sé það ekki, nei, svaraði
Sigurjón. — Ég sé ekki annað en
með þessu móti greiðum við þá
vísitölu að fullu, sem eftir
stendur þegar tekið er tillit til
laganna.