Morgunblaðið - 29.11.1978, Side 23

Morgunblaðið - 29.11.1978, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978 23 Fanney Guömunds- dóttir—Minning Fanney Guðmundsdóttir var komin á 83ja árið er hún lést hér í Reykjavík, og hér hafði hún starfað í nær 55 ár á bókbandi Isafoldar. Hún hélt vel uppi gamalli hefð, en áður og með henni höfðu starfað á sama bókbandi, öll í meir en hálfa öld, Fríða Guðjóns- dóttir, Þórður Magnússon og Gísli Guðmundsson, Þórður í meir en sextíu ár og Gísli í hartnær sjötíu ár. Ekki er þess vegna nema eðlilegt að við, sem að ísafold höfum staðið, séum þessu einstak- lega trygga og vandaða fólki þakklát. Fanney fæddist í tjaldi í Ölfusi er jarðskjálftahrinan gekk yfir árið 1896, hinn 30. ágúst. Móðir hennar hét Katrín Hannesdóttir, ættuð úr Eyjafirði, en faðir hennar Guðmundur Magnússon, kunnur steinsmiður í Reykjavík. Ung missti Fanney móður sína, en föður sinn annaðist hún í Berg- staðastræti 8, þar til hann lést úr spænsku veikinni 1918. Upp úr því fluttist hún til hálfbróður síns, Gísla Guðmundssonar, og hann mun hafa ráðið því að hún réðist til ísafoldarprentsmiðju 1. okt. 1919. Þar starfaði hún á meðan heilsan entist, eða þar til í júlí 1974. Fyrstu áratugina var bók- bandið til húsa í Austurstræti 8, beint yfir bókaverslun Isafoldar. Ekki var vélakostur mikill á þeim árum en bókband frá Isafold þótti ávallt traust og gott. Margir góðir og gegnir Reykvíkingar áttu um þær mundir ófá spor á bókbandið við aðalgötuna í miðbænum, bæði með óbundnar bækur sínar eða til þess að spjalla við Gísla og Þórð, Fríðu og Fanneyju, sem alltaf höfðu spaugsöm og glaðleg svör á reiðum höndum. Guðmundur, sonur Gísla hefir um meir en fjörutíu ára skeið starfað á bókbandi Isafoldar, lengst sem verkstjóri. Mjög kært var einatt með þeim Guðmundi og Fanneyju og dvaldist Fanney löngum á heimili Guðmundar. Syrgjendur Fanneyjar eru fyrst og fremst Guðmundur og fjölskylda hans, og einnig Jóhanna Aðal- steinsdóttir frá Akureyri, bróður- dóttir Fanne.vjar. En miklu fleiri munu minnast Fanneyjar í dag, er útför hennar fer fram, bæði allir þeir sem störfuðu með henni í Isafold og einnig fjöldi vina og kunningja úr gömlu Reykjavík og víðar af landinu. Pétur Ólafsson. HEIMILIS ÖRYCCI m Gúmmí-Tarsan,, — Bók eftir Ole Kirkegaard „Gúmmí-Tarsan", bók eítir danska harnahókahöfundinn Olc Lund Kirkcgaard, cr komin út í íslenzkri þýðingu Þuríðar Baxter. lumbraö á neinum. Einn daginn rekst Ivar Ólsen af tilviljun á ósvikna galdranorn — og allt í einu var hann orðinn drengur sem getur óskað sér hvers sem hann vill.“ í bókinni er mikill fjöldi mvnda, og myndskreytir höfundur sjálfur bækur sínar. — Bókin er 123 bls. að stærð. Utgefandi er Bókaútgáf- an Iðunn. Ekkert heimill ætti að vera án þess öryggis, sem reykskynjari veitir. Eldur getur brotist út hvar sem er og hvenær sem er. Þetta einfalda og ódýra öryggistæki getur bjargað mannslífi, það gefur frá sér löng sírenuhljóð ef um reyk í íbúöinni er að ræða. Einfalt í uppsetningu og fyrirferöarlítið. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 1 5655 Á bókakápu segir svo um efni bókarinnar: „Það er ekki alltaf auðvelt að vera lítill, sérstaklega ef maður fær aldrei að vera í friði: Gúmmí- Tarsan heitir réttu nafni ívar Ólsen. Ivar er ekki sérlega stór strákur; hann er í rauninni bæði lítill og mjór og ólaglegur að auki. Honum gengur illa að læra að lesa og hann kann ekki að spila fótbolta, hvað þá að hann geti spýtt í stórum boga eins og stóru strákarnir. Hann er heldur ekki vitund sterkur og getur ekki Tillitssemi kostar ekkert Siemens-eldavéiin erfrábrugöin... Hún sameinar gæði og smekklegt útlit, sem grundvallast á áratuga tækniþróun og sérhæfðri framleiðslu SIEMENS- verksmiðjanna. SIEMENS-eldavélar hafa verið á markaði hérlendis frá 1930. Á þeim tíma hafa þær fengið orð fyrir framúrskarandi gæði og endingu. SIEMENS-eldavélin er sú eina, sem hefur bökunarvagn og steikingarsjálfstýringu, sem aðlagar hitann þunga og ástandi kjötsins. Leitið upplýsinga um SIEMENS-eldavélar og sannfærist um kosti þeirra. SIEMENS -eldavélarsem endast SMITH& NORLAND Nóatúni 4, Reykjavík Sími 28300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.