Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978 Jóhann D. Jónsson: Flugvallamál á Egnsstöðum P’ramtíö EífilsstaðafluKvallar hefur oft verið til umræðu manna á meðal nú undanfarin ár. Því miður hefur öll umræða raunveru- le;;a kafnað í fæðin(íu vegna undirtekta flujímálastjórnar við málaleitan heimamanna. FIuk- málastjórn hefur nánast farið með þetta mál eins ofí um ríkisleyndar- mál væri að ræða. Embættismenn stofnunarinnar hafa altént ekki viljað ræða opinberlesa um fram- tíðarstaðsetninnu Eiíilsstaðaflu^- vallar. Nýtt flugvallarstæði í jólablað Þinfjmúla 1977 ritaði Inf;iniar Sveinbjörnsson fluf;stjóri f;rein um fluf;vallarmál. Kom hann ar víða við Of; f;erði Etfilsstaðafluf;- völl að sérstöku umræðuefni oj; sef;ir meðal annars: „Töluverðar umræður hafa farið fram um framtíðarlausn Egilsstaðafluf;- vallar á Snjóholti of; einnif; að færa fluf;braut frá núveraandi staðsetninf;u vestur fyrir fluf;- stöðvarbyKKÍnKU út að Lef;inum.“ Síðan segir Ingimar: „Mín skoðun er sú, að nauðsynlegt sé að flytja flugvallarstæði frá núverandi staðsetningu vegna þess að við núverandi aðstæður eru ekki möguleikar á eins góðu blindað- flugi til norðurs eins og yrði ef ný flugbraut yrði b.vggð á áðurnefnd- um tveim stöðum, við Löginn eða á Snjóholti." Síðar í grein sinni kemst Ingi- mar að þeirri niðurstöðu að veðurskilyrði við Snjóholt séu mun verri en á Egilsstöðum. Telur hann að aðstæður fyrir blindflug að flugbraut við fljótið séu mjög góðar. Þá er rétt að benda á, að flug um Egilsstaðaflugvöll, sem aukist hefur gífurlega undanfarin ár og áætlað yfir 30% aukning í ár, raskast ekki á nokkurn hátt á meðan framkvæmdir standa yfir við flugbrautargerð við fljótið. Flugstöðin, sem í dag er orðin of lítil, og öll starfsaðstaða mjög erfið, þarfnast stækkunar og breytingar sem auðvelt væri að tengja braut við fljótið. Einhverjir kunna nú að segja að það sé vafasamt að flytja brautina nær fljótinu vegna vatnsmettaðs jarð- vegs. Þar vil ég benda mönnum á nýlega vegargerð milli Egilsstað og Hlaða í Fellum. Sú vegarlagn- ing hefur tekist mjög vel og styður álit flugvallarnefndar Egilsstaða- hrepps, sem nánar verður komið að síðar. Hvað verður gert? Öll hre.vfing, sem komin er á þetta mál, varð til þegar flugmála- stjórn lét gera áætlun um jarð- vegsskipti og malbikun núverandi flugbrautar. Eðlilegt var, að heimamenn skoðuðu málið mjög náið og færu að velta fyrir sér gömlum hugmyndum um flugvall- argerð á Héraði. Flugmálastjóri setti fram hugmynd um stóran varaflugvöll fyrir millilandaflug á Snjóholti og lét framkvæma gerð að frumdrögum fyrir þá flugbraut. Það kom fljótlega í ljós að mönnum hraus hugur við kostnaði við gerð þessarar flugbrautar, þó hann hafi ekki verið stórkostlegur miðað við þær framkvæmdir sem þar stóðu til. En víst verður að segja að hér var ekki um rétta tímasetningu á þessu verki að ræða þó hugsanleg á næstu öld, en vandamáliö var okkur nær. Hug- mynd var uppi hjá flugmálastjórn- armönnum um lengingu núverandi flugbrautar með færslu á Eyvind- ará í eldri farveg. En eins og títt er um fyrirtæki, sem ekkert fé hafa í framkvæmdir, má framkvæmdin helst ekki kosta krónu og verður að segja að ýmsar framkvæmdir stofnunarinnar bera þess greini- lega merki. í dag hefur ekki aukist hagur stofnunarinnar, en ýmsar blikur eru á lofti, sem gætu auðveldað möguleika á stækkun flugvallar- svæðis til norðurs vegna fram- kvæmda sem hugsanlegar eru til varna landbroti Eyvindarár. Þrátt fyrir þetta stendur óhaggað það sem Ingimar segir um blindaðflug • að núverandi braut. Hér vil ég leggja á vogarskálina þungt ióð sem nefnist öryggi í flugi. Til að tryggja það má ekki spara, eða fara í framkvæmdir sem aðeins munu tefja sjálfsagða lausn máls- ins. Þau mistök verða aldrei metin til fjár. í-dag takmarkast lengd flugbrauar við fljótið af nýjum vegi á Egilsstaðanesi. En því miður var þar lítið eða ekkert samstarf svo ég viti milli vega- gerðarinnar og flugmálastjórnar um framkvæmd þeirrar vegar- lagningar að því undanskildu, sem snertir fjarlægð vegar frá flug- brautarenda. Af hverju? Yfirvöld höfðu ekki mótað endanlega af- stöðu til staðsetningar nýs Egils- staðaflugvallar og vegagerðin (undir sama ráðuneyti) flýtti sér í framkvæmdir ... Eða hafði flug- málastjórn ekki áhuga á flug- brautarstæði við fljótið? Vilji heimamanna Við breytingu á farvegi Eyvind- arár má koma fyrir flugbraut frá Eyvindará 'í norðri að „Nesvegi" sem væri rúmlega 1500 m eða aðeins lengri en núverandi flug- braut. Þá er spurningin, hefur vegurinn nokkur áhrif á lengd flugbrautarinnar? Má ekki vegur- inn liggja yfir hana rétt eins og á sér stað við járnbrautateina, eða grafa hann í göng undir brautina? Er nokkuð óeðlilegt að leggja eitt verð Oddskarðsganga og Fjarðar- heiðarvegar í aðalflugvöll Austur- lands, sem gæti verið um leið varavöllur fyrir minni þotur á Atlantshafsleiðinni? Þessi flug- braut gæti verið allt að 2400 m löng. Ingimar Sveinbjörnsson seg- ir í grein sínni: „Þetta yrði einnig mikið hagkvæmismál fyrir Flug- leiðir, vegna minni frátafa í flugi, og ef þessi flugbraut yrði nógu löng til þess að t.d. þær flugvélar sem við notum á Evrópuleiðum gætu notað flugvöllinn sem vara- flugvöll, til þess þarf hann varla að vera iengri en 2000 m.“ Framkvæmdum við þessa flug- braut væri hagað á sama hátt og flugmálastjórn hugsar sér fram- kvæmd við lagningu malbiks á núverandi flugbraut. Sem sé, ekið verði undirlagi beint á nesið, það látið síga og síðan ákveðin viðbót eftir verkfræðilegri úttekt, sem mér er tjáð tækni- og fram- kvæmdalega möguleg. Síðan sett slitlag þar á. Varla er þar um verulegan kostnaðarmun að ræða á framkvæmdum þessum miðað við það öryggi sem hlýst þar til viðbótar. Á fundi, óformlegum, sem ég lenti á fyrir slysni, spurði fulltrúi hjá flugmálastjórn hvað við vildum láta gera á Egilsstöðum í sumar sem leið. Svaraði ég honum því til, að mál númer, 1, 2 og 3 fyrir okkur væri að láta framkvæma rannsókn á flugbraut- arstæði við fljótið samkvæmt tillögu flugvallarnefndar Egils- staða. í dag, 22/11 1978, hefur ekkert borist frá flugmálastjórn um niðurstöðu þessarar rannsóknar eða hvort hún var framkvæmd samkvæmt tillögu áðurnefndrar flugvallarnefndar. Nú skal ég greina frá áliti flugvallarnefndar Egilsstaða, sem áður hefur verið lauslega getið um: „Flugvallarnefnd Egilsstaða- hrepps hefur .starfað að upplýs- ingasöfnun í sumar eða frá 1. maí s.l. (1977) er nefndin var skipuð. Nefndin heur skipst á skoðunum við yfirmenn flugmálastjórnar og verkfræðinga stofnunarinnar á fundum og bréflega. Þá hafa nefndarmenn fengið upplýsingar frá flugmönnum hvað viðvíkur núverandi flugbraut og aðflugi þar að. Jafnframt hefur nefndin kynnt sér afstöðu flugmanna til flug- Dr. Ármann Snævarr endurkjör- inn formaður Dómarafélags ísl. •AÐALFUNDUR Dómarafélags íslands 1978 var haldinn dagana 10. og 17. nóvember s.l. í Tollhúsinu í Re.vkjavík. Formaður félagsins, dr. Ár- mann Snævarr hæstaréttar- dómari, flutti skýrslu um starf- semina undanfarið ár. Gat hann þess m.a., að félagiö hefði gengist fyrir málþingi um samningu dóma síðastliðið vor, tengsl við samtök dómara á Norðurlöndum efld og stjórnin hefði sent dómsmálaráðuneyt- inu erindi um endurmenntun dómara, starfsleyfi og starfs- þjálfun. Þá hefði verið tekið á móti hópi bandarískra dómara sem staðið hefðu við hér á landi dagana 11.—13. maí s.l. á heimleið frá Evrópu. Fyrri dagurinn var að mestu heigaður málþingi um þing- lýsingalögin nýju sem taka gildi 1. janúar 1979. Aðalframsögu- maður var dr. Gaukur Jörunds- son prófessor. Aðrir frummæl- endur þeir Þorleifur Pálsson deildarstjóri, Bogi Nílsson sýslumaður og Sigurður Sv^ins- son borgarfógeti. Að loknum aðalfundarstörf- um seinni daginn, gerði Harald- ur Henrýsson sakadómari grein fyrir störfum néfndar sem fjallað hefur um úrræði til að skapa skilyrði fjölþættari og breiðari starfsþjálfunar dóm- ara. Þá fluttu framsöguerindi, um úrbætur til að hraða meðferð dómsmála, þeir Björn Ingvars- son yfirborgardómari og Halldór Þorbjörnsson yfirsaka- dómari. Fundinn sóttu dómarar hvaðanæva að af landinu og fjölluðu þeir um hin ýmsu hagsmuna- og sérmál dómara- stéttarinnar. Dr. Ármann Snævarr hæstaréttardómari var endur- kjörinn formaður. Aðrir í stjórn eru Jón Isberg sýslumaður, varaformaður, Olafur Stefán Sigurðsson héraðsdómari, ritari, Jón Eysteinsson bæjarfógeti, gjaldkeri, og Hrafn Bragason borgardómari, meðstjórnandi. brautarstæðis vestan flugstöðvar- byggingar og viðhorf verkfræð- inga til framkvæmda þar. Fer hér á eftir niðurstaða nefndarinnar. Nefndin hefur lítið kannað möguleika á flugvallargerð við Snjóholt vegna þess að flugvallar- gerð þar sýnist svo kostnaðarsöm, auk þess sem óvissa um veðurfar þar og fjarlægð frá Egilsstaða- þorpi gerir Snjóholtsmöguleikann óraunhæfan ef unnt er að fá flugbraut með góðu aðflugi nær, eins og bent er á síðar. Nefndin telur nauðsynlegt að flugbrautin á Egilsstöðum verði a.m.k. 1800 m í fyrsta áfanga. Þegar borin er saman núverandi flugbraut og braut vestan flug- stöðvarbyggingar er Ijóst að að- flugsskilyrði yrðu mun betri á nýja braut við fljótið, bæði vegna hagstæðari veðurskilyrða og af flugtæknilegum ástæðum. Hins vegar telur verkfræðingur flug- málastjórnar sjálfrar flugbrautar- gerðina á þeim stað miklu örðugri og nánast ómögulega ef gert er ráð fyrir jarðvegsskiptum. Samkvæmt samtölum við aðra verkfræðinga er möguleiki á flugbrautargerð án þess að skipt sé um jarðveg á vestursvæðinu. Nefndin leggur því til að þessi möguleiki verði athugaður nánar hið allra fyrsta og reynt að hafa not af reynslu Vegagerðar ríkisins við vegagerð í mýrlendi almennt og þá vegagerð sem fram hefúr farið á Egilsstaðanesi nú í haust.“ Flugvallarnefndina skipuðu eftirtaldir: Jóhann D. Jónsson, Gunnar Egilsson, Guðmundur Sigurðsson og Garðar Stefánsson. „Það er þessum mönnum sam- eiginlegt," eins og segir í bréfi hreppsnefndar, sem fylgdi álitinu til SSA, þingmanna og flugmála- stjórnar, „að þeir starfa allir meira eða minna að flugmálum og hafa sumir fylgst með flugi hér um langt árabil." Á aðalfundi SSA á Eiðum s.l. haust lagði ég fram eftirfarandi tillögu: „Aðalfundur SSA, haldinn á Eiðum 1. og 2. september 1978, skorar á flugmálastjórn og yfir- stjórn flugmála að fresta ekki lengur að taka ákvörðun um staðsetningu og uppbyggingu nýs framtíðarflugvallar á Fljótsdals- héraði." Þessu var komið á fram- færi við flugmálastjórn 28/9 s.l: Þann 3/10 ritar flugmálastjóri SSA svarbréf og segir maðal annars: „Flugráð og flugmála- stjórnin hafa fyrir mörgum árum tekið ákveðna afstöðu til flugvall- armálsins á Egilsstöðum og leggja eindregið til að framtíðarflugvöll- urinn fyrir Egilsstaðakauptún verði við Snjóholt. Hönnun á þessu svæði hefur þegar verið fram- kvæmd og varið til þess umtals- verðum fjármunum. Færasti núlif- andi flugvallarsérfræðingur heims, Birtil Hellman, hefur sömuleiðis kannað þetta svæði og telur það fullnægja alþjóðlegum kröfum." Eg efast ekki um álit Hellmans á Snjóholtsmöguleikanum. En honum leist líka mjög vel á flugbrautarstæðið nær fljótinu, hann var því miður ekki beðinn um að kanna það svæði. Og nú leitar sú spurning á mig, sem ég vil hér með leggja fyrir flugráð og flugmálastjórn. Ef fyrir löngu er búið að ákveða framtíðar- staðsetningu Egilsstaðaflugvallar, af hverju fjallar flugvallarskýrsl- an svonefnda jafn feimnislega um framtíð Egilsstaðaflugvallar og raun ber vitni? Sameiginlegt hagsmunamál Að lokum vil ég óska þess, að flugmálastjórn opni sig nú fyrir heimamönnum og hefji fastmótað samstarf við þá. Farsæl lausn á þessu máli sem og svo mörgum öðrum geta þessir tveir aðilar náð með samstiltu átaki. Til þingmanna: Flugsamgöngur gerast með hverju ári æ ríkari þáttur í lífi Islendinga. Traustar samgöngur á láði, í lofti og á legi tengja okkur alla sman félagslega og menning- arlega. Þar er flugið einn mikil- vægasti þátturinn. Það er svo sannarlega tími til kominn eftir 50 ára sögu flugsins á Islandi, að fjárveitingavaldið fari að veita þessum snara þætti í lífi lands- manna fullkomna viðurkenningu. Hobbit eftir Tolkien þýdd á íslenzku ALMENNA bókafélagið hefur sent frá sér bókina HOBBIT eftir J.R.R Tolkien í þýðingu þeirra Úlfs Ragnarssonar og Karls Ágústs Úlfssonar. Um Hobbit segir á bókarkápu hinnar íslenzku útgáfu: „Hobbit er saga um ævintýri sem dvergarnir steypa sér út í. Þarna kemur fyrir dvergagull og dreki sem liggur á því eins og í íslenzkum goðsögum. Bilbó Bagga- son er félagi dverganna í þessum háskalegu tiltektum þeirra og eru þær honum þó þvert um geð. Hann er í eðli sínu makráður og værukær hobbi, sem langar alls ekki til að drýgja neinar dáðir, og hann verður jafnvel undrandi þegar hann kemst að því hversu ráðagóður hann er og slyngur ... Hobbit fjallar um ævintýri. En sagan fjallar einnig um vináttu og lífsgleði, sigur góðra afla yfir illum öflum og umfram allt sigur vits og réttlætis yfir blindum þjösnahætti og ofbeldi." Hobbit er 302 bls. að stærð og er bæði gefin út í bandi og sem pappírskilja. Bókin er unnin í Prentstofu G. Benediktssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.