Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978 LEIFUR MULLER IFANGABUDUM NASISTA II treysti sér ekki til að skjóta atburði. Samt guggnaði fanga- vörðurinn, lét byssuna síga og rak Norðmanninn aftur til vinnu sinnar. Otto sagði að öllum þeim, sem á horfðu, hefði verið óskiljanlegt hvað þarna gerðist, því oft hafði tilefnið verið minna, er menn voru skotnir. Síðar kom í ljós, að SS-vörðurinn hafði verið óharðn- aður unglingur og sást hann aldrei eftir þetta. Sagt var að hann hefði verið sendur til Austur-vígstöðv- anna. Norðmaðurinn sagði síðar svo frá, að ef hægt væri að lesa úr augum nokkurs manns bón um lífgjöf, þá hefði það verið úr augum hans — svo hræddur hefði hann verið. Hengingarklefinn næstur fangaklefanum I sjálfum fangabúðunum var óhugnanlegt fangelsi. Þarna voru m.a. menn úr frönsku andspyrnu- hreyfingunni sem höfðu verið teknir til fanga. Voru þeir innilok- aðir í stórum klefa þangað til aftaka þeirra fór fram í næsta klefa. í aftökuklefanum var hægt að hengja fimm í einu. Krókarnir sem reipið var bundið við voru enn á bitunum í loftinu. Líkbrennslan fór svo fram á sama stað. Ef þess þyrfti með var hægt að geyma líkin í geymsluherbergi í kjallar- anum undir klefanum. Iðulega þegar fjöldaaftökur fóru fram höfðu líkbrennsluofnarnir ekki undan. Margt hroðalegt hafði ég séð með eigin augum í Sachsenhausen og Neuengamme, en það sem hefur gerzt hérna hafði ég aldrei getað hugsað mér að gæti átt sér stað. En ekki er öllu lokið. Inn á milli hinna venjulegu fangaklefa voru skápar, um 1 m á hæð og 50 til 60 Fangavörðurinn sem Við minnisvarðann í Natzweiler. Mennirnir fimm voru þar allir fangar. Tveir fyrrverandi fangar úr Natzweiler-búðunum. Leifur Muller sat í tvö og hálft ár í fangabúðum nasista. Hann varö ekki laus fyrr en í stríðslok 1945. í vor feröaöist hann meö Norömönnum, sem líka voru fyrrverandi fangabúðalimir, til ýmissa af hinum býsku búöum. Hér lýsir hann reynslu Ottó Tobiassen frá Birkenes í Noregi, fyrrum fanga í hinum illræmdu Natzweiler-búöum. Herbergisfélagi minn á ferð okkar til fangabúða nasistanna hét Otto Tobiassen, trésmiður að iðn, frá Birkenes í Suður-Noregi. Hann hafði dvalið í 15 mánuði í Natzweiler og auk þess í mörgum öðrum fangabúðum. Meðal annars í Dachau og Neuengamme. Otto var í Neuengamme þegar sænski Rauði krossinn kom þangað — og mátti vart tæpara standa því hann var aðframkominn, algjörlega máttvana og fárveikur. Hann var þess vegna með þeim allra fyrstu sem voru sendir til Svíþjóðar og beint á spítala þar. Hann hafði litið þannig út við komuna á spítalann að sumar hverjar hjúkrunarkvennanna höfðu ekki treyst sér til að sinna honum. Maður þessi ber enn þann dag í dag augljós merki frá fangbúðadvöl sinni á stríðsárun- um, er taugaveiklaður, á bágt með svefn og er líkamlega illa á sig kominn. Vinnu sína stundar hann aðeins hálfan daginn. Þessir menn höfðu engin „réttindi" í fangabúð- unum, þ.e. fengu ekki að skrifa heim og fengu engin bréf né matarpakka. Yfirleitt unnu þeir bara erfiðisvinnu úti. SS-vöröurinn guggnaöi Otto hafði frá mörgu ótrúlegu að segja frá dvöl sinni í Natzweil- er. Hann sagði mér frá einu atviki, þar sem þeir félagarnir voru að vinna í grjótnámu og notuðu hjólbörur til þess að flytja grjótið í. Vinnustaðurinn var í fjallshlíð og voru fangarnir látnir hvolfa úr hjólbörunum út fyrir svæðið. Fyrir neðan svæðið var brött brekka og þar tók við „dauða-líhan", en þar fyrir neðan stóðu stóðu SS-verð- irnir. Sérhvern fanga, sem færi út fyrir þessi mörk áttu verðirnir að skjóta. Svo bar það við dag nokkurn, að Norðmaður einn hrasaði með hjólbörurnar og valt óviljandi út fyrir mörkin. SS-vörður sem stóð þarna næstur lyfti strax upp byssu sinni og miðaði á fangann. Eitt- hvert hik kom þó á vörðinn, er fanginn kom skríðandi upp hall- ann, með starandi bænaraugum og viti sínu fjær af hræðslu. A sömu stundu komu köll úr varðturninum um að skjóta fangann strax, því fylgst hafði verið með þessum cm á vídd. Inni í þessum skáp var hinn dauðadæmdi lokaður og látinn sitja þar á hækjum sínum klukkutímum saman og jafnvel í marga sólarhringa, áður en aftak- an fór fram. Ekki er hægt að neita því að þessi heimsókn hafði djúp áhrif á mann — og verð ég að viðurkenna, að mér leið ekki vel þegar ég kom út aftur. Sinfóníuhljómsveit færö í búöirnar Ottó sagði, að það hefðu ekki þótt lítil tíðindi þegar heil sin- fóníuhljómsveit var fangelsuð. Það sem hljómleikamennirnir höfðu gert af sér var að leika lög, sem óheimilt var að flytja opinberlega. Minningarlundurinn í hinum illræmdu fangabúðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.