Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978 Frumvarpið: Full vísitala 1. marz Greinargerðin: Skert vísitala 1. marz I 1. ííroin frumvarps til laga um tímahundnar ráðstafanir til við- náms jíOíjn vorðhóljíu. síðari málsgroin. sosirs „Frá 1. marz 1979 skal groiða vorðhætur á laun samkvæmt vorðhótavísitölu 151 stig. að viðhættri þeirri stigatiilu. or verðhótavísitala reiknuð samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. hækka frá 1. dosomhor 1978 til 1. marz 1979. shr. þó ákvæði 1. kafla laga nr. 96/1978 um kjaramál." Eins og af orðalagi þossu sést or það hundið í lögum. að greiða skuli vorðhætur á laun. sem nomur stigahækkun umfram vísi- tölu 151 stig, som er verðvótavísi- talan í dag. Er þar okkert ákvæði í lögunum um að okki skuli vorðhæta umfram 5% hækkun verðhótavísitölu,, svo sem þing- menn Alþýðuflokksins gerðu kriifu til. Hins vegar skal á það bent, að í greinargerð með frumvarpinu, sem ekkert lagagildi kemur til með að hafa, segir: „Ríkisstjórnin mun meðai annars beita sér fyrir eftirgreindum aðgerðum: 1. Stefnt verði að því í samráði við aðila vinnumarkaðarins að verðlags- og peningalaunahækkanir 1. marz 1979 verði ekki meiri en 5%.“ Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík: EllertB. Schram endur- kjörinn formaður Sveinn H. Skúlason ráðinn framkvæmdastjóri ELLERT B. Schram alþingismað- ur var endurkjörinn formaður fulltrúaráðs sjálfsta'ðisfélaganna í Reykjavík á aðalfundi þess sl. þriðjudag en alls sóttu um 300 manns fundinn. Á þessum fundi urðu einnig framkvæmdastjóra- skipti íulltrúaráðsins. Vilhjálm- ur I>. Vilhjálmsson. sem verið hofur framkvæmdastjóri ráðsins um árabil. lét nú af því starfi og í hans stað var ráðinn Svoinn II. Skúlason. Ellert B. Schram allra sjálfstæðismanna um að leiða saman krafta sína til nýrra átaka, skarpari og ákveðnari en nokkru sinni fyrr. Stjórnmálabarátta ræðst ekki af einum kosningum. Hún er þrotlaust stríð, þar sem ekki má láta hugfallast þótt orrusta tapist. Vopn okkar er málstaðurinn, mark okkar er frjálst þjóðfélag, samfélag þar sem einstaklingarnir fá að njóta sín.“ Forsætisrádherra: Borgin er óðum að færast í jölabúning, og það er farinn að verða meiri straumur fólks um miðborgina, því að það eru margir sem vilja ljúka sem mestu af jólainnkaupum áður en sjálf jólaösin byrjar fyrir alvöru. Fjöldi stéttarfélaga, þar af 3 landssambönd, með lausa kjarasamninga frá 1. des. ALLMÖRG stéttarfélög þar af 3 landssambiind. hafa sagt upp samningum frá og með 1. desem- bor. on samningar allra annarra félaga. sem ekki neyttu heimildar til uppsagnar. framlengjast sjálf- krafa í þrjá mánuði. Þá hafa 16 félög gert tilraun til þess að afturkalla uppsögn kjaraliðar samninga. sem sagt var upp eftir að febrúarlögin voru sett. en vinnuveitendur hafa ekki samþykkt uppsögnina. Því eru flestöll launþegafélög með lausan launalið. en bundinn samning að öðru leyti. Þau félög, sem hafa sagt upp samningum að öllu leyti og hyggjast hefja samningsgerð, eru: Rafiðnaðarsamband íslands, Múrarafélag Reykjavíkur, Farmanna- og fiskimanna- samband íslands, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna fyrir hönd 20 félaga víðs vegar um land, Félag Blikksmiða, Verzlunar- mannafélag Akureyrar, Félag matreiðslumanna, vegna samnings við skipafélögin, Mjólkurfræðinga- félag Islands, Verkstjórasamband íslands, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og loks Flugvirkjafé- lag Islands, en hið síðastnefnda hefur annan samningstíma og hefur sagt upp frá og með 1. febrúar 1979. Þau félögj sem reyndu að afturkalla uppsögn kaupliða kjarasamninga, voru Trésmiðafé- lag Reykjavíkur og iðnnemar, sem voru fyrstir til. Síðan á síðustu dögum októbermánaðar hafa eftir- talin félög afturkallað uppsagnir sínar: Landssamband vörubif- reiðastjóra, Verkakvennafélagið Framtíðin, Hafnarfirði, Trésmiða- félag Akureyrar, Verkalýðsfélagið Þór, Selfossi, Verkamannafélagið Hlíf, Hafnarfirði, Sveinafélag húsgagnasmiða, Félag bifreiða- smiða, Verkalýðsfélagið Rang- æingur, Hellu, Verkalýðsfélag Borgarness, Verkamannafélagið Dagsbrún, Reykjavík, ASB, félag afgreiðslustúlkna í brauð- og mjólkursölubúðum, Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, Verkalýðsfélagið Vaka, Siglufirði, Bakarasveinafélag íslands og Verkalýðsfélag Akraness. Samtals eru þetta 16 félög en vinnuveit- endur samþykktu ekki afturköllun uppsagnar kaupliða og er því kaupliðurinn óbundinn. Sjö með loðnu SJO loðnuskip tilkynntu um afla til Loðnunefndar í gær. Fóru fjögur skipanna til Siglufjarðar, eitt til Akraness, en um tvö var ekki vitað hvert færu. Skipin sem fengu afla voru: Óskar Halldórs1 son 410, Stapavík 450, Albert 450, Magnús 450, Súlan 450, Hilmir 360 og Skírnir 170 tonn. Aðrir í stjórn Fulltrúaráðsins voru kjörnir: Gunnar Thoroddsen, Björn Þórhallsson, Sigurður Haf- stein, Kristín Magnúsdóttir, Val- garð Briem og Gísli Baldvinsson. Auk þess eiga sæti í fulltrúaráðinu formenn allra sjálfstæðisfélaganna, alls 16 talsins. Enginn er skyldugur að greiða hærri verðbótavísitölu — heimilt ef mönnum sýnist svo Á aðalfundinum var flutt skýrsla um liðiö starfsár, og þá einkum fjallað um kosningarnar, starf og undirbúning vegna þeirra svo og stöðuna að kosningum loknum og um endurskipulag fulltrúaráðsins. í lokaorðum í skýrslu formanns sagði hann m.a.: „Kosningaúrslitin í sumar voru ekki endalok. Þau voru kallmerkið í nýrri sókn. Áskorun til Ólafur Jóhannesson for- sætisráðherra svaraði því aðspurður á Alþingi í gær, hvern veg bæri að skilja fjórðu grein í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um tímabundnar ráðstafanir gegn verðbólgu, þess efnis, að greiða skuli verðbætur skv. verðbótavísitölu 151 stig fram til 1. marz nk. „Hana á að skilja þannig,“ sagði forsætisráðherra, „að engum er skylt að greiða hærri verðbætur á laun á þessu tímabili, heldur en í greininni segir... Hinsveg- ar er það einnig — svo og í samræmi við tilvitnun í 1. kafla kjaraiaganna — að mönnum er heimilt að semja um það að greiða hærri vísitölu alveg eins og þeim er heimilt að semja um það að greiða hærri grunnlaun... það er ekk- ert bann við því, að á þessu tímabili sé samið um hærri vísitölugreiðslur né heldur um hærri laun.“ Metsala Vigra í V-Þýskalandi Skuttogarinn Vigri. SKUTTOGARINN Vigri fékk í gær mesta verð fyrir afla, sem íslenzkt skip hefur fengið í V-Þýzka- landi. Vigri seldi í Cux- haven 222.5 tonn fyrir 481 þúsund vþýzk mörk eða 79 milljónir króna. Meðal - verðið var því 355 krónur á kíló. Skipstóri á Vigra er Steingrímur Þorvaldsson. Afli skipsins var að mestu leyti ufsi og karfi til helminga, en lítið af þorski. Ögri, systurskip Vigra, átti eldra sölumetið og var það frá 18. október á síðasta ári. Þá seldi skipið 273 tonn fyrir 471.500 mörk. Þrjú fiskiskip seldu afla sinn erlendis á mánudag og fékk Lárus SveinsSon SH 126 mjög gott verð fvrir afla sinn í Grimsby. Skipið seldi 68 tonn fyrir 32.8 milljónir króna og var meðalverðið því 482 krónur, sem er næsthæsta meðal- verð, sem íslenzkt fiskiskip hefur fengið, Vélbáturinn Haffari seldi 35 tonn í Fleetwood fyrir rúmlega 13 milljónir króna og var meðal- verðið 375 krónur. Þá seldi Arin- björn RE 105.3 tonn í Hull og fékk tæplega 45 milljónir fyrir aflann, eða 426.30 kr. meðalverð á kíló. Þetta kom fram í svari forsætis- ráðherra vegna fyrirspurnar frá Steinþóri Gestssyni (S), m.a. vegna samþykktar meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að greiða laun eftir samningi, sem gerður var 1977. Spurði hann af því tilefni, hvort heimilt væri að greiða hærri verðbætur, en frum- varpsgreinin hljóðaði upp á — eða hvort hún va-ri bundin við 151 stig sem hámark. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur ríkt ágreiningur í stjórnarliðinu um það, hvort lagafrv. banni greiðslu hærri verðbóta. Lúðvík Jósepsson hefur talið að svo væri ekki, en Ólafur Ragnar Grímsson taldi frv. hins vegar bindandi að þessu leyti. Annarri umræðu um frumvarp- ið lauk í neðri deild kl. hálftvö í fyrrinótt. Fyrstu umræðu lauk kl. 1 í fyrrinótt. Frumvarpið var í gær afgreitt til efri deildar, þar sem útvarpsumræður fóru fram um það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.