Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978 Steinþór Gestsson: Þeir juku veru- lega á vandann Lögbinda nú verðbótarskerðingu Fjárhajís' og viðskiptancfndir þintídcilda hcldu cinn samcÍKÍnlcsan fund um stjórnarfrumvarp um „tfmahundnar ráðstafanir til viðnáms KCKn verðból)íu"‘. Fulltrúar Sjálfstæðisfl. í ncfndunum skila séráliti, sem >{crð hcfur verið grein fyrir í Mbl. Steinþór Gestsson (S) mælti fyrir þcssu áliti í ncðri deild Alþint;is í fyrrakvöld. Ilér á eftir verða cfnisatriði úr ræðu hans lauslctía rakin. Frumvarp nýstárlegt aö formi Stcinþór Gestsson (S) sagði framkomið frumvarp afar nýstár- lcKt að formi. ÞannÍK hafi komið fram í máli forstöðumanns Þjóð- hagsstofnunar á fundi fjárhags- ok viðskiptanefndar í morgun (þ.e. i Kærmorgun) að sumar greinar frumvarpsins væru raunar ekki laKalefís eðlis. Þar væri um yfirlýsingar að ræða, ekki iaKafyr- irm&eli. Ék ætla, saKÖi StG, að slíkar Kreinar komi ekki til með að hafa Kildi í sama mæli ok vera ætti um Iök frá Alþinpci- Þetta frum- varp er naumast frambærileKt að þessu leyti, ok vart hægt að taka afstöðu til ákvæða, sem í raun eru ekki löKbundin, eins ok 2. ok 3. Kr. frumvarpsins sanna Ijóslega. Þær taka til vissra áforma ríkis- stjórnar. Hún er þó ekki sammála um, hvern veg eigi að standa að framkvæmd þeirra loforða, sem þar eru í té látin. Sá grunur læðist að mér að ekki sé vilji til staðar hjá stjórnarflokkunum að full- nægja þessum áformum. Þannig töldu talsmenn stjórnarinnar í nefndinni algjörlega óþarft að ætla kauplagsnefnd að meta, hvort þeim áföngum væri náð, er í greinunum felast; töldu raunar nær ógerlegt að meta það til nokkurrar hlítar. Slík lagasetning er vægast sagt varasöm. Þetta frumvarp þyrfti að semja upp og færa í marktækan búning, bæði til þess að þingmenn geti tekið afstöðu til þess og að venjulegt fólk, er það varðar, fái skilið það. Fjórða grein frumvarpsins StG fór nokkrum orðum um fjórðu gr. frumvarpsins. Jafnvel varðandi þessa aðalgrein frum- varpsins væru stuðningsmenn þess ekki sammála um, hvern veg bæri að skilja eða framkvæma hana. („Á tímabilinu 1.12. 1978 til 28.2. 1979 skal greiða verðbætur á laun skv. verðbótavísitölu 151 stig, sbr. þó ákv. 2. gr. laga nr. 96/1978 um kjaramál"). Þýðir þessi frum- varpsgrein að bannað verði að greiða hærri verðbætur? Eða verður það eftir sem áður heimilt? Fulltrúar stjórnarliðsins í nefnd- inni höfðu ólíkan skilning á þessari megingrein frv. En túlkun greinarinnar skiptir meginmáli. Mér er kunnugt um að t.d. Reykjavíkurborg hefur samþykkt að greiða laun eftir þeim samningi sem gerður var 1977. Heldur sú samþykkt gildi þrátt fyrir þessi frumvarpsákvæði? Ég beini þeim eindregnu tilmælum til forsætis- ráðherra að hann, f.h. höfunda frumvarpsins, taki af allan vafa hér um, þegar við þessa umræðu. Samráöin viö aöila vinnumarkaðarins StG sagöi forseta ASÍ hafa greint frá því á þessum eina nefndarfundi, að fulltrúar ASÍ hefðu aðeins mætt á þremur fundum með ftr. ríkisstjórnarinn- ar. Hann hefði og lýst því yfir að tilraun sú, sem felst í frumvarp- inu, væri misheppnuð, ef ríkis- stjórnin þyrfti að koma aftur 1. marz nk. með samskonar tilmæli og 1. september sl. og aftur nú fyrir 1. desember. Formaður Vinnuveitendafél. íslands hefði verið boðaður á einn fund fyrir um það bil mánuði. Síðan ekki söguna meir. Form. BSRB hefði mætt á 2 fundum með ftr. ríkisstjórnar. Hann hefði sagt í nefndinni að „ekki væri rétt að farið, þegar gerðir samningar væru skertir með löggjöf". Við Verzlunarráð ísiands hefur ekki verið rætt. Þetta er allt samráðið við aðila vinnumarkaðarins. Hver verður útgjalda- auki ríkissjóös Venjan er sú þegar stjórnar- frumvörp eru borin fram, sem hafa veruleg útgjaldaáhrif, á ríkissjóð, eins og þetta frumvarp tvímælalaust gerir, að þeim fylgi Steinþór Gestsson. nákvæmar áætlanir um stærð og áhrif útgjaldanna. Ekkert slíkt fylgir þessu frumvarpi. Þó verður naumast hjá því komist ef frv. nær fram að ganga, að grípa til verulegrar tekjuöflunar. Fulltrúi frá fjármálaráðuneyti var spurður að því í fjárhags- og viðskiptanefnd, hve miklar fjár- hæðir væri hér um að ræða. Svarið var að ekki væri hægt að gefa svör þar um, enn sem komið væri. Þá var spurt um framkvæmd þeirra skattahugmynda, sem tæpt er á í grcinargerð frumvarpsins um hátekjuskatt, veltuskatt, fjárfest- ingarskatt og eignaskatt. Ekkert af þessu hafði verið athugað eða ákveðið, hvað fyrst yrði skoðað. Spurt var um, hvort fjárfestingar- skattur, ef til kæmi, yrði í formi levfisgjalda. Það var talið ólíkleg- ast, en nánari upplýsingar var ekki að fá. Alþingi veit í raun ekki, hvað felst í þeim útgjöldum, sem frv. þetta leiðir af sér, né þeim skattaleiðum til tekjuöflunar sem tæpt er á. Samt er leitað eftir samþykki Alþingis og ábyrgð á þesum óvissu þáttum. Slikur málsundirbúningur er lítt viðun- andi. Og allt verður þetta að skoðast meö hliðsjón af væntan- legu fjárlagafrumvarpi — og þeim markmiðum, sem fjármálaráð- herra hefur lýst, um hallalausan ríkisbúskap á árinu 1979. Óljóst og klaufalegt Því næst vék StG að 3. gr. í athugasemdum frv. um vísitölu- viðmiðun, það er væntanlegri breytingu fyrir 1. marz nk. Hag- fræðingur ASÍ hefði sagt orðalag athugasemdarinnar óljóst og klaufalegt. Vísitöluviðmiðun yrði ekki breytt nema með samþykki verkalýðshreyfingarinnar. Við skiljum orðalagið „að höfðu sam- ráði“ á þann veg, sagði hagfræð- ingurinn. Sama má raunar segja um efni 1. gr. frv. sagði StG. Hún er óþörf. Ríkisstjórnin hefur heimild til, þó þessi lög komi ekki til, að auka niðurgreiðslur. Það er ótvírætt. 2. og 3. gr. eiga og vart heima í lögum, fremur í stefnuyfirlýsingu. Stjórnarliðið er ósammála um túlkun og framkvæmd 4. gr., sem er aðalgrein frumvarpsins. 5. gr. er sjálfsagt framhald af því, sem felst í öðrum greinum frv. og eru ekki athugasemdir gerðar við hana, þ.e. hækkun á bótum al- mannatrygginga. Hvers vegna meiri skeröingu nú? Niðurstaða mín er þessi. Kjarni frumvarpsins er sá, að ekki verði greidd laun skv. kaupgjaldsvísi- tölu. hcldur skuli hún skert um 8%. Verðbótavísitalan þannig skert er lögbundin. Ætla ég að mönnum þyki það ekki í góðu samræmi við kosningaloforðin frá í vor um samningana í gildi. Þeir, sem nú boða lögbindingu skerðing- ar eru þeir, sem hæst góluðu um kjararán í vor er ieið. — Þeim væri nær að viðurkenna hreint út, að þeim hafi þá skjátlast, eins og þetta frumvarp er raunar staðfest- ing á. Þannig væri sæmilega heiðarlega að málum staðið. Stjórnarflokkarnir viðurkenna með þessu frumvarpi, að ekki verði unnið gegn verðbólgu með árangri, eða tryggt atvinnuöryggi, án nokkurrar kjaraskerðingar, við ríkjandi aðstæður. En rétt er að gera sér grein fyrir því að skerðingin verður nú mciri og langærri en verið hefði. ef ráð- stafanir fv. ríkisstjórnar frá í febrúar sl. hefðu fcngið að njóta sín. Nú er hins vegar staðið að efnahagsaðgerðum með þeim hætti, að ekki verður séð með neinu öryggi, hversu stórt „kjara- ránið“ verður, svo það títt notaða orð sé enn viðrað. Við sjálfstæðismenn viðurkenn- um nauðsyn viðnáms gegn verð- bólgu og undirstrikum, að efna- hagsráðstafanir, sem við stóðum að í fyrri ríkisstjórn, stefndu í verulegan árangur, ef fengið hefðu að ganga óskemmdar fram. Þá væri og vandinn minni, sem við er að etja í dag. Núverandi stjórnarflokkar juku hins vegar á hann. — Við teljum, að þetta frumvarp sé svo gallað, sé svo óljóst, að ekki verði tekin afstaða til margra efnisþátta þess að svo komnu. Þrátt fyrir beiðnir okkar um ákveðnar upplýsingar um umfang og fyrirkomulag á útgjaldahlið þess — eða stærð og framkvæmd nýrrar skattheimtu, hafa engin svör fengist í þessum afgerandi þáttum efnahagsaðgerð- anna. Slíka málsmeðferð getum við ekki sætt okkur við. Það er og meir en hæpið hver áhrif sum frumvarpsatriöi hafa á viðnám gegn verðbólgu. Við munum því ekki standa að þessari lagagerð — og við berum ekki ábyrgð á þeirri töf, sem orðin r á því að rétta við efnahagslíf þjóðarinnar né þeim fjármálavanda ríkissjóðs eins og hann nú er orðinn. Sólheima-basar á Hallveigarstöðum Laugardaginn 2. des. n.k. verður basar og kaffisala á Hallveigarstöðum til styrktar heimilinu að Sólheimum í Grímsncsi. Þar verður ýmis varningur úr vinnustofum heimilisins, svo sem vefnaður ýmiss konar, bívaxkerti, dúkkur o.fl. Ennfremur verða seldar kökur. sem aðstandendur vistmanna hafa bakað svo og ýmsir munir sem aðrir velunnarar heimilisins hafa gefið. Basarinn verður opinn frá kl. 14.00. „Banvænn farmur” Skáldsaga eftir Brian Collison KOMIN er út í íslenzkri þýðingu skáldsagan „Banvænn farmur“ eftir Brian Callison. Á bókarkápu segir m.a. um efni bókarinnan „.. . okkur er einhent inn í æsilegustu atburði síðasta ára- tugar þar sem samviskulausir ofstækismenn hafa tekið gerla- vopn í þjónustu sína. Kaupskip klýfur öldur Miðjarðarhafsins. hlaðið korni handa Israelsmönn- um sem hafa orðið hart úti í jarðskjálftum; fyrirsát og morð úti á rúmsjó og átta þúsund tonnum af gullnu korni er breytt í átta þúsund tonn af gullnu eitri... í „Banvænum farmi“ er líf heillar þjóðar lagt að veði og áhættan er í samræmi við það.“ I fréttatilkynningu frá Iðunni, sem gefur bókina út, segir, að Brian Callison hafi orðið frægur á einni nóttu, þegar hann skrifaði skáldsöguna „Hin feigu skip“, sem Iðunn hefur áður gefið út, en að margir telji þessa bók jafnvel ennþá betri. Þýðandi bókarinnar er Jón Gunnarsson. Ný barnabók eftir Sigurð Gunnarsson ÆVINTÝRIN ALLT UM KRING, nefnist nýútkomin barnabók eftir Sigurð Gunnarsson, fyrrum skólastjóra. ísafold gefur bókina út. Bókin segir frá tvíbura- systkinunum Siggu og Svenna, sem fá dyggilega aðstoö frænda síns til þess að sjá og skilja ævintýrin sem alltaf eru að gerast í kringum þau. Bókin er 96 blaðsíöur að stærð, prýdd fjölda mynda eftir Bjarna Jónssoh listmálara. Bókin er einkum ætluð börnum á aldurs- skeiðinu 8 til 12 ára. Sigurður Gunnarsson. Ný barnabók Önnu Bryn júlfsd. RENNUM á Regnbogann heitir harnabókin, sem Anna Kristín Brynjúlfsdóttir sendir frá sér f ár. cn hún hefur á undanförnum árum skrifað 4 bækur fyrir börn um bangsabörnin. um Matta Patta og um geimveruna Trilla. I þessari bók eru skemmtilegar sögur og ævintýri. Þar er sagan um Tomma og vini hans, um Kisu kló, skógarálfinn, tuskudýrin og ævintýri á regnboganum, töfra- eyju, í perlulandi qg við rósadans. Bókin er prentuð með stóru, skýru letri, aðgengilegu fyrir börn og skreytt myndum, sem Anna hefur sjálf gert,. Bókaútgáfan Hergill gefur bókina út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.