Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978 7 Alþýöubanda- lagiö — kaup- ránsflokkur Einíngarsamtök komm- únista (marx-leninista) gefa út Verkalýðsblaðiö. Þar segír svo í forystu- grein frá „framkvæmda- nefnd miðstjórnar" um efnahagsráöstafanir vinstri stjórnarinnar: „Þegar Þetta er skrifaö, er fullljóst orðið að ríkis- stjórnin og forystulið samtaka launafólks hafa fyrirhafnarlítið náð sam- komulagi um að ræna launafólk góöum hluta beinna kjarabóta 1. desember. Þar með hefur forysta „verkatýðsflokk- anna“, Albýðubandalags og Albýðuflokks — og Þeirra menn í verkalýös- forystunni náð hámarki í blekkingarsirkusnum sem sömu aðilar hófu i febrúar s.l. Þá var réttilega sett fram krafa um „samningana í gíldí“, sem tákn um að nú stæði baráttan um að verja fenginn hlut gagnvart gróðaáhlaupum auð- valdsins. En eftirleikinn Þarf ekki að rekja í löngu máli. Verkalýðsforystan og AIÞýöubandalag/ Albýðuflokkur skipu- lögðu aldrei baráttu verkalýðsins til aö hnekkja bráðabírgðalög- unum um kauprán. „Samningana í gildi“ varð í meðförum pessara afla áróðurstæki til aö ýta undir atkvæðastreymi í kosningunum s.l. vor, og Þannig var reiði launa- fólks nýtt til að senda fleiri framagosa í Þæg- indasæti viö kjötkatla auðvaldsins. Nú hefur flagðið komið undan skinninu fagra: AlÞýðu- bandalagið er forystuflokkur kaupráns- flokkanna í ríkisstjórn. Albýðubandalagið og armur Þess i verkalýðs- hreyfingunni er í forystu við að reyna aö bjarga gróða auðvaldsins með beinu og augljósu kaup- ráni. Stjórnarflokkarnir hamra á Því, ekki síst AlÞýöubandalagiö, aö skert kauphækkun 1. des., skuli bætt „með öðrum leiðum“. Talað er um lækkun skatta, bætta félagslega Þjónustu, auknar niðurgreiöslur, aö atvinnurekendur megi ekki velta öllu út i verð- lagið o.s.frv. En fyrir verkafólkið sjálft eru slík- ar viljayfirlýsingar kaup- ræningja AlÞýöubanda- lagsins ekki meira virði en pappírinn sem Þær eru skrifaðar á. Auðstétt- in sjálf veit hvað henni kemur vel og hún ber verkalýðsforystuna og AB-forystuna í gullstólum Þessa daganal Kaupránið Þýðir einfaldlega að at- vinnurekendur Þurfa ekki að leggja jafn mikið í kaupgreiðslur og áður, Þó aö Þurfi að borga örlítið fleiri krónur. Flest- ar hækkanir hafa fengið skjóta afgreiðslu, nægir Þar aö benda á Flugleiðir, gos- og smjörlíkisfram- leiðendur, olíufélögin, póst og síma.“ Olafur og Tómas Olafur Jóhannesson, forsætisráðherra, hefur vanið sig á sérstæða framkomu gagnvart sam- ráðherrum sinum úr Framsóknarflokknum, eins og Einar Ágústsson, fyrrum utanríkisráðherra, varð rækilega var við í utanríkisráðherratíð sinni. Nú er Tómas Árna- son, f jármálaráðherra, hins vegar fórnarlamb Ólafs. Fjármálaráðherra beitti sér mjög ■ ríkis- stjórninni fyrir tillögum, sem voru ápekkar tillög- um Þeim, sem AIÞýðu- flokkurinn lagði fram í síöustu viku. Tómas Árnason gekk svo langt aö leggja slíkar tillögur fyrir Þingflokksfund Framsóknarflokksins og fékk Þær sampykktar. A ríkisstjórnarfundi sem haldinn var á miðvikudag í síðustu viku lagði Olatur Jóhannesson, forsætis- ráöherra, svo fram sínar tillögur, sem voru nánast samhljóða tillögum AlÞýðubandalagsins. Forsætisráðherra hafði ekki einu sinni fyrir Því aö skýra fjármálaráð- herra frá Þessum tillög- um sínum, hvað Þá Þing- flokki Framsóknarflokks- ins. Aðalstræti 4 Bankastræti 7 iandkönnuöui i ".'•rsf'K'j" •#> ,* Frotmiöir sogunnar Ditstýín: fcli/abdh Lv'itt'íwtl landkönnu&ur, sæfan og sjóræningi Francis Drake var knúinn sterkri trúarhvöt og girnd eftir ráns- feng Hann sigldi ungur for- boðnar slóöir, braust að ,,gull- kistum heimsins“ og sigldi um- hverfis jörðina á árunum 1577-80. Ævintýraleg frásögn ótrúlegs æviskeiðs. Bókaúti>áfan Örn o{> örlygur hf. Vesturgötu 42, sími 25722 ▲ Stjórnunarfélag íslands Jk Fyrir þá sem vilja auka útflutningstekjur. ÚTFLUTNINGSVERZLUN Dagana 11.—13. desember n.k. gengst Stjórnunarfélag íslands fyrir námskeiði í Útflutningsverzlun. Námskeiöið veröur haldið að Hótel Esju og stendur frá kl. 15—19 alla dagana eöa alls í 12 klst. Námskeiö þetta er einkum ætlað starfsfólki útflutningsfyrirtækja og fyrirtækja er hyggja á útflutning, og megin tilgangurinn er að gera starfsfólk hæfara til að leysa hin ýmsu vandamál í útflutningsstarf- inu. Á námskeiðinu verður aðallega leitast við kynna: — frágang og gerð útflutnings- skýrslna — val markaöa — val dreifiaðila — söluörvandi útflutningsaðgeröir. Auk þess verða fleiri atriði er snerta útflutning kynnt. Úlfur Sigmundsson. Leiöbeinendur veröa Úlfur Sigmundsson og starfsfólk útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins. Þátttaka tilkynnist f síma 82930 hjá Stjórnunarfélagi íslands. Hringiö ennfremur og biðjið um að fá sendan ókeypis upplýsingabækling um námskeiö SFÍ. m.t. Ármúla 28 — Sími 37033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.