Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NOVEMBER 1978 17 Stykkishólmur: Dvalarheimili aldraðra vígt Stykkishólmi, 27. nóv. DVALARHEIMILI aldraðra í Stykkishólmi var formlega opnað og tekið til notkunar laugardag- inn 25. þ.m. að viðstöddu fjöl- menni. Heilbrigðisráðherra og þingmönnum kjördæmisins hafði verið boðið að vera viðstaddir athöfnina en sökum anna og erfiðrar færðar gat enginn þeirra mætt. Vígsluathöfnin hófst með því að sveitarstjórinn Sturla Böðvarsson bauð gesti velkomna og séra Gísli Kolbeins flutti bæn og vígði heimilið. Sveitarstjóri gat þess að breyting á húsnæðinu, en gamla heimavistin við skólann var tekin undir dvalarheimilið, hefði hafist í fyrra og margir lagt hönd á plóginn. Fyrstu dvalargestir hefðu flutt inn í ágúst s.l. og nú við opnunina væru 15 dvalargestir þarna en alls tæki héimilið 16 vistmenn. Forstöðukona heimilis- ins er Guðlaug Vigfúsdóttir en framkvæmdanefnd byggingar skipuðu ásamt sveitarstjóra þeir Einar Karlsson og Gissur Tryggvason. Kostnaður við breytingu og fullgerð heimilisins eru rúmar 29 milljónir og af þeim eru rúmar 6 milljónir gjafir frá einstaklingum og félögum. Ýmsar gjafir bárust á vígslu- daginn auk þeirra sem áður höfðu borist og greindi sveitarstjóri frá þeim og þakkaði hverjum og einum hans hlut. Að breytingunni unnu heima- menn hver á sínu sviði. Sigurður Magnússon fyrrum hreppstjóri sem senn á 99 ára afmæli og kona hans Ingibjörg sem er á 95. aldursári voru viðstödd vígsluna en þau hjón hafa gefið heimiiinu bókasafn sitt sem er hið vegleg- asta og eins gaf Björn Jónsson Kóngsbakka í Helgafellssveit heimilinu bókasafn sitt og er nú unnið að skráningu safnanna. Þá afhenti sveitarstjóri Ellert Kristinssyni oddvita lykla heimil- isins og flutti Ellert snjallt ávarp og lýsti stöðu aldraðra í Hólmin- um i dag og þeim breytingum sem áorðnar væru frá því fyrst var hugað að stofnun elliheimilis í bænum, en það var 1944 að hreppsnefndin myndaði sjóð, Elli- heimilissjóð, sem starfað hefir síðan. Sýsiunefndin kaus árið 1958 nefnd til að athuga um þessi mál fyrir sýsluna í heild en ekki náðust samningar í þessu máli milli byggðarlaganna. Árið 1976 var svo kosin framkvæmdanefnd vætan- legrar byggingar og teiknaði Jósef Reynis arkitekt heimilið fyrir nefndina. Einar Karlsson flutti nokkur orð og færði dvalarheimilinu gjöf frá Verkalýðsfélaginu og einnig ávarpaði príorinna st. Fransiskus- systra og færði heimilinu gjöf frá þeim systrum. Heimilið er allt hið vandaðsta og fólkið sem þar dvelur mjög ánægt og þakklátt og hefir beðið um að koma á framfæri hjartan- legu þakklæti til allra sem að þessu heimili hafa staðið og er það gert hér með. Hreppsnefndin hefir nú á döf- inni ýmsa aðra þjónustu við aldraða og mun það verða skoðað á næstunni að því er sveitarstjóri sagði í ávarpi sínu. Fréttaritari. Spörum ekki # ökuljósin „Nú erum við búin að fá okkur Philips litsjónvarpstæki, og ég get sagt þér það, að ég var búinn að ganga hús úr húsi að kíkja á litinn hjá kunningjunum, áður en ég skellti mér á Philips. Sko, maður þarf að geta borið saman, til þess að geta áttað sig á því hvað maður vill. Svo heyrir maður, að þetta sé allt sama tóbakið, að þetta sé allt eins en það er nú öðru nær ... Við vitum að Philips stendur fram- arlega í tækninni, nú, og svo sér maður það, sem maður sér. Litirnir eru svo eðlilegir að maður hefði bara ekki trúað þessu. Blessaðu líttu til okkar í kvöld og taktu konuna og krakkana með. Ég vil endilega að þið sjáið í okkar tæki áður en þið ákveðið hvað þið ætíið að kaupa. Geriði það ... Jón ereinnaf okkar bestu sötumönnum samt vinnur hann alls ekki hjá okkur Hann notar hvert tækifæri til að segja kunningjunum frá því, hvað Philips litsjónvarpstækið hans sé frábært. PHILIPS litsjónvarpstæki með eðlilegum litum. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 Kiartanlútiusson Bræóraborgarstiq 16 Sími 12923-19156 Kjartan Júlíusson Regínfjöll að haustnóttum og aðrar frásögur Halldór Laxness var hvatamaður aö útgáfu þessarar bókar og ritar snjallan og skemmtilegan formála, þar sem segir m.. a. á þessa leid: „... þessar frásagnir af skemtigaungum Kjartans Júlíussonar um regin- fjöll á síóhausti geröu mig aö vísum lesara hans. Úr stööum nær bygö- um velur þessi höfundur söguefni af mönnum sem lenda í skrýtilegum lífsháskum, tam vegna príls í klettum ellegar þeir eru eltir uppi af mann- ýgum nautum; stundum stórskemtilegar sögur. Einneigin segir hann sögur um svipi og ýmiskonar spaugelsi af yfirskilvitlegu tagi ... þessi kotbóndi haföi snemma á valdi sínu furöulega Ijósan, hreinan og per- sónulegan ritstíl, mjög hugþekkan, þar sem gæöi túngunnar voru í há- marki...“ Sérstæð bók — sérstædur höfundur, sem leiddur er til sætis á rithöfundabekk af fremsta rithöfundi íslands. *■ * * * * ******t*««««A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.