Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978
37
MEKKA
Stórglæsileg skápasamstæða
með höfðingjasvip
Mekka skápasamstæðan frá Húsgagnaverksmiðju Kristjáns Siggeirssonar hefur
vakið sérstaka athygli fyrir smekklega hönnun, fallega smíði og glæsilegt útlit.
Þér getið valið um einingar, sem hæfa yður sérstaklega, hvort sem þér óskið eftir
plötuhillum, vín- og glasaskáp, bókaskáp, hillum fyrir sjónvarp og hljómburðar-
tæki, o.s.frv. 1 Mekka samstæðunni má velja fallegan hornskáp, sem gerir yður
mögulegt að nýta plássið til hins ýtrasta. Mekka er einnig með sérstaka hillulýs-
ingu í kappa.
Mekka samstæðan er framleidd úr fallegri eik. Hún fæst ólituð, í brúnum lit eða í
wengelit. Mekka er dýr smíði, sem fæst fyrir hagkvæmt verð. Mekka gefur stofunni
höfðinglegan blæ.
Skoðið Mekka samstæðuna hjá:
ÚTSOLUSTAÐIR:
Kristján Siggeirsson hf. Ólafsvík:
Híbýlaprýði Ólafsfjörður
JL-húsið
Augsýn h.f.
Verzl. Bjarg h.f.
Trésmiðjan Fróði h.f.
Verzl. Stjarnan
Reykjavík:
Akureyri:
Akranes:
Blönduós:
Borgarnes.
Bolungarvík:
Húsavík:
Hafnarfjörður
Keflavík:
Kópavogur:
Neskaupstaður: Húsgagnaverzl.
Höskuldar Stefánssonar
Verzl. Virkinn
Hlynur s.f.
Nýform
Duus
Skeifan
Verzl. Kassinn
Verzl. Valberg h.f.
Húsgagnaverzl. Sauðárkróks s.f.
Kjörhúsgögn
Bólsturgerðin
JL Húsið, útibú
Vestmannaeyjar: Húsgagnaverzl. Marinós
Guðmundssonar
Sauðárkrókur:
Selfoss:
Siglufjörður:
Stykkishólmur:
FRAMLEIÐANDI:
KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF.
HÚSGAGNAVERKSMIÐJA.
Eigendur ferðaskrifstotunnar Ulympo hf. talið frá vinstri Friðjón
Sæmundsson framkvæmdastjóri, Jesus Potenciano, Stefán Einarsson
og Gísli Maack.
Olympo hf - Ný ferða-
skrifstofa stofnuð
FYRIR skömmu var ný ferða-
skrifstofa, Olympo h.f.. stofnuð í
Reykjavík og verður hún til húsa
í Norðurveri við Nóatún. Eigend-
ur fyrirtækisins eru Friðjón
Sæmundsson, Gísli Maack, Jesus
Potenciano, Bragi Kristjánsson
og Stefán Einarsson.
Hægt er að fá alla almenna
flugfarseðla innanlands sem utan.
Einnig er áætlunarferðir til
Florida á þriggja vikna fresti og
flogið til Lundúna tvisvar í viku.
Þá eru einnig ferðir til Glasgow og
Kanaríeyja, en þangað stendur til
að hafa sérstakar hópferðir á
næsta ári.
Fyrirtækið hyggst vinna að
nýjungum í ferðamálum, en þeirra
verður nánar getið síðar. Lögð er
áherzla á að veita góða þjónustu
og vonast til að starfsemi fyrir-
tækisins verði til þess að auka
fjölbreytni í ferðavali.
Framkvæmdastjóri ferðaskrif-
stofunnar er Friðjón Sæmundsson,
en aðalfararstjórar eru Jesus
Potenciano og María Kristjáns-
dóttir.
Fjárfestingahandbókin:
Gagnlegt uppsláttarrit um
fjárfestingar og viðskipti
vændum afnot meiri gæða síðar.
Til þess að geta tekið skynsamleg-
ar ákvarðanir í þessum efnum er
nauðsynlegt að hafa aðgang að
góðum upplýsingum og bók eins og
Fjárfestingahandbókin getur í því
sambandi komið að góðu gaghi.
ÚT ER komin hjá útgáfufyrir-
tækinu Frjálsu framtaki fyrra
bindi Fjárfestingahandbókarinn-
ar. en hún er samin á vegum
Fjárfestingarfélags íslands undir
ritstjórn Gunnars Helga Hálfdan-
arsonar viðskiptafræðings. í inn-
gangi bókarinnar segir að henni
sé ætlað „að kynna helztu fjár
festingarmöguleika svo og að
auka almenna þekkingu og skiln-
ing á þessum hlutum með því að
gefa eins ftarlegar upplýsingar
og leiðbeiningar og kostur er.
Ennfremur er handbókinni ætlað
það- hlutverk að upplýsa, að
hvaða atriðum ber að hyggja
áður en fjárfestingarákvarðanir
eru teknar.“
I Fjárfestingahandbókinni
kennir margra grasa og hefur þar
verið safnað saman miklu gagn-
legu efni um fjárfestingarmál og
ýmis algeng viðskipti þeim skyld,
sem vafalaust getur komið mörg-
um þeim að gagni, sem ekki hafa
kynnt sér þessi mál fyrr eða um
þau hugsað. Bókin er vel skipulögð
og efnið á þann veg fram sett að
hún ætti að vera handhæg til
uppsláttar fyrir þá, sem vilja
kynna sér einstök atriði án þess að
lesa bókina alla. Sérstakir kaflar
eru um öll helztu fjárfestingar-
form, sem völ er á hérlendis og eru
þeir jafnýtarlegir og vænta má í
riti sem þessu. ^
I upphafi bókarinnar er greirít
frá markmiðum fjárfestingar al-
mennt og algengustu fjáröflunar-
Eðlilega er í bókinni mikið
fjallað um vexti og vaxtaút-
reikning og greint er frá ýmsum
tegundum vaxta og nokkuð fjallað
um vaxtastefnu stjórnvalda
almennt. í bókinni er tekin
ótvíræð afstaða gegn þeirri lág-
vaxtastefnu, sem ríkt hefur á
Islandi undanfarna áratugi, enda
hefur sú stefna gert sparendum og
fjárfestum erfitt að varðveita
fjármuni sina og fá af þeim arð.
Hins vegar er matsatriði hvort
heppilegt er að skoðunum
höfundar bókarinnar á atriði eins
og þessu, sé ljáð mikið rúm í bók af
þessu tagi, jafnvel þótt hann hafi
rétt fyrir sér.
Á a.m.k. einum stað í bókinni er
möguleikum hérlendis. Fjárfesting
er þar skilgreind sem „allar þær
ráðstafanir fjármuna, sem áhrif
geta haft á framtíðina." Sá sem
gerir slíkar ráðstafanir er í
bókinni kallaður „fjárfestir", sem
mun nýyrði. Er orð þetta að dómi
undirritaðs vel heppnuð þýðing
enska orðsins „investor".
Skilgreining bókarhöfundar á
fjárfestingu er jafngóð og hver
önnur einföld skilgreining þessar-
ar stafsemi. Þeir sem fjárfesta eru
með því að hnika til í tíma neyzlu
sinni, fresta því að njóta einhverra
gæða nú, gegn því að eiga í
Gunnar Hálfdanarson
talað um „raunvexti" í merking-
unni „jákvæðir raunvextir", en
þessi ruglingur er nú mjög
algengur í dagblöðum og víðar.,
Raunvextir, þ.e. sú ávöxtun sem
fjárfesting skilar eftir að tekið
hefur verið . tillit til verð-
mætarýrnunar af völdum verð-
bólgu eru vitaskuld annað hvort
jákvæðir eða neikvæðir (eða núll),
en það er merkingarleysa að tala
aðeins um „raunvexti". Bókar-
höfundur gerir sér hins vegar
grein fyrir þessu og talar á öðrum
jstöðum í bókinni um raunvexti
sem annað hvort jákvæða eða
neikvæða.
Nokkuð ber á endurtekningum í
Fjárfestingahandbókinni, en þær
verða vart hvimleiðar þeim, sem
nota bókina til uppsláttar. Prent-
villur eru nokkrar en fæstar
alvarlegar. I bókinni eru aug-
lýsingar á víð og dreif og eru þær
nokkuð til lýta en ætla má að þær
geri bókina ódýrari en ella fyrir
kaupandann. Kostur bókin þó 8900
krónur. í heimildarskrám
höfundar gætir stundum nokkurr-
ar ónákvæmni. Þar segir t.d. að
ýmsar upplýsingar séu fengnar frá
aðilum eins og Hagvangi,
fasteignasölum, Húsnæðismála-
stofnun og fleirum án þess að
tilgreint sé nánar hvaðan hvað er
komið.
Greinilegt er að mikil og vönduð
vinna hefur verið lögð í bók þessa.
Síðara bindi verksins, sem ekki er
enn komið út, hefur að geyma
ýmsar töflur sem notaðar eru við
fjármálalega útreikninga og í
tengslum við skuldabréfaviðskipti.
Mun það bindi væntanlegt á
markað í byrjun næsta árs. Fyrir
þá sem ekki þekkja fjárfestingar-
mál á íslandi til botns er góð
fjárfesting í Fjárfestingahandbók-
inni. Geir H. Haarde.