Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978 33 Námsstyrkur Sjóöur Fn'öu Proppe og P. Stefánssonar frá Þverá veitir 1 —2 nemendum styrk til framhalds- náms í verzlunarfræöum í enskum eöa amerísk- um verzlunarháskóla. Styrkur til ráöstöfunar er um kr. 200 þús. kr. Styrkþegi þarf m.a. aö vera brautskráöur frá Verzlunarskóla íslands meö 1. einkunn og hafa unniö verzlunarstörf a.m.k. 1—2 ár. Skriflegar umsóknir þurfa aö berast skrifstofu Verzlunarráös íslands, Laufásvegi 36, fyrir 15. desember 1978 og veröa þar veittar nánari upplýsingar. Verzlunarráð íslands. Með tilkomu þessara listamanna huffðust SS-böðlarnir sýna hve listhneigðir þeir væru, og hve vel þeir kynnu að meta möguleika sem hefðu opnast svona fyrirvaralaust. Öll hljóðfæri og áhöld voru útveguð, sem hljómsveitina vant- aði, og stór fiygill var sóttur til næsta bæjar. Mönnunum voru útveguð beztu störfin í fangabúð- unum — sem var að sjálfsögðu í elflhúsinu. En það vantaði fleiri listamenn, sögðu þýzku böðlarnir, og voru fangar hvattir til þess að gefa sig fram sem eitthvað kunnu fyrir sér sem hljómleikamenn. Það gáfu sig strax fram nokkrir Norðmenn. Einn þeirra lék eitt- hvað á fiðlu og hinir á önnur hljóðfæri. Þeir voru strax teknir Líkbrennsluofnar. Nýir fangar. úr hinni erfiðu vinnu í grjótnám- unni og fengu betri störf innan- húss. Helst var æft á sunnudögum þegar frí var seinni part dags. En Adam var ekki lengi í Paradís. Þegar SS-yfirmennirnir komust að því að Norðmennirnir væru N.N. fangar voru þeir umsvifalaust reknir ur hljómsveitinni og til sinnar fyrri vinnu í grjótnámunni. Sem N.N. fangar höfðu þeir engin hlunnindi eins og þetta var talið véra. Þetta voru,~ eins og áður hefur verið getið, í raun og veru dauðadæmdir menn, sem einungis áttu að fá að_ lifa takmarkaðan tíma. Það væri eðlilegt að spyrja við hvaða tækifæri hljómsveitin var notuð. Þegar hengingar höfðu farið fram á nafnakalls-torginu, í augsýn allra fanganna, var hljóm- sveitin látin leika göngulög á meðan fangarnir gengu fylktu liði fram hjá gálganum. Slíkar aftökur áttu að vera öðrum föngum til viðvörunar. Sams konar „sýning- ar“ áttu sér stað í flestum fangabúðum, einnig í Sachsen- hausen-fangabúðunum sem ég dvaldi í. Oftast var það fyrir smá yfirsjónir, sem þessir vesalingar urðu að gjalda með lífi sínu, t.d. hnupl á einhverju ætilegu, flótta- tilraun eða maðurinn var ekki í náðinni hjá einhverjum SS-yfir- mannanna. Áður en ég lýk þessum kafla um Natzweiler-fangabúðirnar, mundi ég vilja ráðleggja þeim, sem áhuga Frá Natzweileri Á gömlum slóðum. hafa á sögu síðari heimsstyrj- aldarinnar og fangabúðum Hitlers og hans böðlum, að fara til þessara búða og sjá þar með eigin augum hvernig varnarlausum föngum var útrýmt á hinn hrottalegasta hátt. Dachau Konzentrationslager Á ferðalagi okkar var einnig komið við í Dachau-fangabúðun- um, sem eru taldar vera fyrstu fangabúðir Hitlers. Þær eru um 18 km norðvestur af Múnchen. Allir þeir fangar, sem komust af þegar Natzweiler-búðirnar voru yfir- gefnar (Þjóðverjarnir urðu að flýja þetta svæði vegna þess að vígstöðvarnar nálguðust óðum) í september 1944, lentu í Dachau. Fangabúðir þessar hafa varðveitzt mjög vel og þegar komið var inn fyrir hliðið voru félagar okkar, sem þarna höfðu dvalist, fljótir að kannast við sig. Nafnakallstorgið var þarna alveg óbreytt. Á hverj- um morgni kl. 4 höfðu fangarnir raðað sér upp á þessu torgi og fór þá fram talning sem SS-fanga- verðirnir framkvæmdu. Þetta tók yfirleitt um einn klukkutíma. Þarna voru kannski tíu þúsund manns, sem átti að telja og varð þetta að stemma hjá þeim á hverjum degi. Þessi sama talning endurtók sig á kvöldin kl. 6 þegar „heim“ var komið eftir vinnu. Iðulega reyndu einhverjir að strjúka en það kom oftast fljótt upp. Ef þeir náðust, sem gerðist í flestum tilfellum, lentu þeir ekki ósjaldan í gálganum. Þar sem Dachau-fangabúðirnar líktust mjög Sachsenhausen-búð- unum mun ég ekki hafa þessa lýsingu lengri. Nýir fangar í fullum skrúða. Y>unnai ó^geoóóan Lf Suöurlandsbraut 16. s. 35200 og umboösmenn víöa um land Heimsþekkt gæðavara — fáanlegar í meöal- löngum og extralöngum ermalengdum og í miklu efnis- og litaúrvali. Aöalstrætí 4 Bankastræti 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.