Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978 Námsmenn fá aðeins 72% fj árþarfarinnar Uppsaladeild Sambands ísl. námsmanna erlendis hefur sent frá sér ályktun er samþykkt var á fundi dcildarinnar fyrir stuttu og er hún svohljóðandii Samkvæmt fjárhagsáætlun LÍN, sem gerir ráð fyrir 100% lánshlut- falli og að tillit sé tekið til fjölskyldustærðar, þarf 3.6 milljarða kr. fjárveitingu fyrir núlíðandi skólaár. Frumvarpið gerir hins vegar aðeins ráð fyrir 2.2 milljarða kr. fjárveitingu til LÍN ásamt 400 milljóna kr. lánsheimild, sem þýðir aðeins 72% af raunverulegri þörf. Fundur Uppsaladeildar SÍNE krefst 100%. lánshlutfalls og raun- verulegra bóta á högum fjöl- skyldufólks. Fundurinn tekur ekki mark á úrlausnum, sem eingöngu miðast við andlitslyftingu vegna kosningaloforða og ekki stuðla að raunverulegum bótum á kjörum námsmanna. Fundurinn skorar á Alþingi að sýna málinu skilning og sýna þann skilning í verki. Selás — Einbýlishúsalóð Til sölu einbýlishúsalóö á góöum staö í Selási. Byggingarhæf næsta sumar. Upplýsingar í síma 84775 og 85022. Seljendur Höfum kaupendur aö 2ja til 6 herb. íbúðum, raöhúsum og einbýlishúsum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfiröi. Austurbrún Til sölu í toppklassa 2ja herb. íbúö. Uppl. á skrifstofunni. Haraldur Magnússon, viðskiptafræðingur, Sigurður Benediktsson, sölumaður. LAUFAS SÍM! 82744 REYNIMELUR 82 FERM 3ja herb. íbúð á 4. hæð með góðu útsýni, í góðu standi og meö góðri sameign. Verð 16 milljónir. STAPASEL 83.5 FERM 3ja herb. íbúð á jaröhæö (ekki niðurgrafið) í tvíbýlishúsi tæplega tilbúið undir tréverk. Verö 9.7 milljónir. FLUÐASEL 115 FERM 4ra herbergja íbúö með stóru holi á 2. hæö næstum fullbúin. Bílskýli. Verö 16.5—17 milljónir. FELLSMÚLI 120FERM 5 herb. íbúð á 4. hæð meö stórri stófu, rúmgóðu eldhúsi og tengingum fyrir þvottavél í baðherbergi. Verð: Tilboö. Haligrimur Ólafston, viöakiptafraaöingur SÍMAR 21150-21370 S0LUSTJ. LARUS Þ VALDIMARS L0GM JÓH. Þ0RÐARS0N HDL Til sölu og sýnis m.a. Gnoöarvogur — Mávahlíö Bjóöum til sölu góöar 5 herb. hæöir. Mikiö endurnýjaöar. Mjög góð kjör miöaö við pessa eftirsóttu staöi. Fáum væntanlega á næstunni einbýlishús 150 fm. auk bílskúrs. Nýlegt fullgert á glæsilegri lóö á vinsælum stað í borginni. Viö Hraunbæ óskast 3ja til 4ra herb. íbúö. Traystur kaupandi. Góð 4ra til 5 herb. íbúö óskast helst í vesturborginni eða í Hlíðunum. Skipti möguleg á góöri 3ja herb. íbúð í vesturborginni. Teigar — Tún — Laugarnes Þurfum að útvega sér hæð með bílskúr. Ennfremur góða 3ja til 4ra herb. íbúó. Purfuíö aö útvega AIMENNA 2til 3ja herb., FASTEI6NASALAN Ii4':> ibuö. f LAUGAVEGi 49 SIMAR 21150 21370 Hluti fundarmanna á 20. vetrarfundi Sambands íslenskra rafveitna, er fram fór f ráðstefnusal Hótel Loftleiða í gær og fyrradag. Ljósnti Emilfa. 20. vetrarfundi S.l.R. lauk í gær VETRARFUNDI Sambands ís- lenskra rafveitna, sem hófst á mánudag, lauk síðdegis f gær. Á fundinum voru flutt fjölmörg erindi er gáfu góðan þverskurð af þeim vandamálum sem raforku- iðnaðurinn f landinu á við að glíma um þessar mundir. Fundurinn hófst á mánudag með ávarpi formanns S.I.R., Aðal- steins Guðjohnsen, rafmagns- stjóra. Að því loknu flutti iðnaðarráð- herra, ffjörleifur Guttormsson, ávarp, og hófust síðan eiginleg fundarstörf með því að Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Lands- virkjunar, flutti ítarlega ræðu um „Orkulindir íslands og hagnýtingu þeirra“. Að lokinni umræðu um ræðu Jóhannesar, flutti Þorvaldur Garðar Kristjánsson síðan ræðu um „Tillögur Skipulagsnefndar orkumála". Gerði hann þar grein fyrir áliti bæði meirihluta og minnihluta nefndárinnar og urðu talsverðar umræður að framsögu- ræðu Þorvalds lokinni. Síðdegis á mánudag var fundar- gestum síðan sýnd kvikmynd Landsvirkjunar, „Virkjun". í gærmorgun var fundinum Fasteignasalan Norðurveri Hátúni 4 a Símar 21870 og 20998 2ja herb. íbúð viö Kleppsveg 3ja herb. íbúðir viö Hamraborg, Lynghaga, Sogaveg og Hverfisgötu. 4ra herb. íbúðir viö Kópavogsbraut. 6 herb. íbúð viö Krummahóla. Einbýiishús við Básenda, Reykjavíkurveg og Sólvallagötu. í smíöum raöhús í Seljahverfi íbúðir í tvíbýlishúsi í Hafnarfirði. Okkur vanfar allar stærðir íbúða og húsa. Miklar útborganir. Jón Bjarnason, hrl. Hilmar Valdimarsson, fasteignaviðskipti. Óskar Þ. Þorgeirsson, Sölustjóri s: 34153. síðan haldiö áfram með því að Haukur Páimason, yfirverkfræð- ingur, ræddi um verðlagningu raforku og voru síðan frjálsar umræður að lokinni framsögu- ræðu Hauks. Þá fóru fram frjálsar umræður um rafveitumál og var þar meðal annars rætt um eftirtalin málefni: Tryggingu raforkuskulda, Sam- ræmingu heimtaugagjalda, götu- ljósagjalda og gjalda til sveitarfé- laga, og loks var rætt um tengi- skilyrði. Þá flutti Kristján Jóns- son, rafmagnsveitustjóri stutta skýrslu um samanburð á beinni rafhitun og fjarvarmaveitum. Þessum 20. vetrarfundi Sam- bands íslenskra rafveitna lauk svo með því, að fundarmenn fóru í skoðunarferð að hinni nýju að- veitustöð Rafmagnsveitu Reykja- víkur við Barónsstíg og í gær- kvöldi var síðan sameiginlegt borðhald fundargesta, en þeir voru fjölmargir víðs vegar að af land- inu. Aðalfundur Sambands íslenskra rafveitna verður háldinn í vor og hefur fundarstaður verið ákveðinn Bifröst í Borgarfirði. Bók Thors Vilhjálmsson- ar um Kjarval komin út IfJÁ bókaútgáfunni' IÐUNNI er komin út bók Thors Vilhjálmson- ar. KJARVAL. en texti bókarinn- ar birtist á annarri bók með allt öðru sniði árið 1964, þá prýdd margvíslegum myndum eftir Kjarval, cftirprentunum teikn- inga og málverka frá ýmsum skeiðum ævi hans. Hefur sú bók veriðð ófáanleg lengi, en hún var geíin út af Hclgafelli. Texti hókarinnar var saminn óháður myndunum sem fylgdu honum, eins og Thor Vilhjálmsson segir í eftirmála sínum að þessari út- gáfu, og var því horfið að því ráði að prenta hann sjálfstæðan ásamt ljósmyndum af Kjarval sem ná- inn vinur hans, Jón Kaldal. tók á ýmsum æviskeiðum. Á bókakápu scgir svoi „Þessi bók er ævintýri líkust, saga eins mesta og einkennileg- asta listamanns, sem uppi hefur verið hér á landi, í meðferð höfundar sem skrifar svipmestan og hugmyndaríkastan stíl sinnar kynslóðar. Thor rekur sögu Kjar- vals, lýsir háttum hans og list á afar persónulegan hátt, gerir KJARVAL hvert smáatriði lifandi og sögu- legt, þó að stíllinn sé yfirleitt hraðari en oft endranær í verkum hans. Að miklu leyti er bókin sprottin af nánum kynnum þess- ara manna, löngum samtölum þeirra og ferðalögum saman." Kennarasamband Vesturlands fundar FUNDUR Kennarasambands Vesturlands var haldinn í Hótei Borgarncsi fyrir nokkru. Fráfar- andi stjórn skilaði aí sér verkum og hin nýja tók við. Gunnar Hjartarson setti fund- inn og lýsti í stórum dráttum störfum síðustu stjórnar. Því næst var gengið til kosninga stjórnar og fór hún á þennan vegi Jón Friðberg Hjartarson, Akranesi, formaður, Halla Guðmundsdóttir, Laugagerðis- skóla, ritari, Ólafur Torfason, Stykkishólmi, gjaldkeri og með- stjórnandi Gunnar Svanlaugsson, Reykholti. I varastjórn: Jón Karl Einarsson, Akranesi, formaður, Einar Guðmundsson, Akranesi, ritari og Þorsteinn Guðmundsson, Kleppjárnsreykjum, gjaldkeri. Þá voru einnig kosnar deildar- stjórnir Vesturlandsdeilda Lands- sambands framhaldsskólakenn- ara, Sambands grunnskólakenn- ara og Bandalags háskólamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.