Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 1
Föstudagur 1. desember Bls. 33—64 Hinn útlægi æösti prestur efast ekki um leikslok í íran: n Við munum sigra áá í fremur þægilegu einnar hæðar einbýlishúsi af því tagi, sem evrópskir sveitakaupmenn byggja sér gjarnan til þess að geta búið þar á elliárunum, situr hinn útlægi leiðtogi sjita-múhameðstrúarmanna í íran, ayatollah Khómeini, á grófgerðri brúnleitri ábreiðu og flytur pólitískar yfirlýsingar sínar. Á persnesku þýðir aya- tollah æðsti trúarleiðtogi eða erkibiskup. Orð ayatollah Khómeinis hafa nú komið há- sæti íranskeisara til þess að riða mjög til falls. Að hitta ayatollah Khómeini hér fyrir í Neauphle-le-Chateau einu úthverfa Parísar, sem einkennist mest af illa hirtum gamaldags einbýlishúsum í svissneskum stíl með bröttum þókum, kvistum og útskotum, litlum aldingörðum og barnaról- um, það er álíka óraunverulegt eins og að sjá þarna Aladín með lampann úr „Þúsund og einni nótt". En íhaður kemst fljótt að raufí um hin feikilegu áhrif þessa æöastaprests múhameðs- trúarmanna í íran, þegar hinir mörgu ungú stuðningsmenn hans eru teknir tali. Þeir bíða þarna úti í vetrarnepjunni eftir því að hinn 78 ára gamli ayatollah komi út úr húsinu til þess að gera kvöldbæn sína undir berum himni. „Allt ungt fólk í Iran er á hans bandi," segir verkfræði- stúdent einn, sem hefur skropp- ið til Parísar frá London í eins dags ferð. Afkomandi spámannsins Blaðamaðurinn, sem kominn er í heimsókn til ayatollah Khómeinis, skilur skóna sína eftir hjá öllum hinum skónum við þróskuldinn á útidyrunum. Það eru alls engin húsgögn í litlu stofunni, en gólfið er þakið presneskum ábreiðum. Hinn hvítskeggjaði ayatollah fær sér sæti á einni ábreiðunni; allt fas hans er rólegt og upphafið og einkennist af andlegri einbeit- ingu, líkt og hjá kaþólskum presti, sem er að búa sig undir að hlusta á nýja skriftatörn. Svarti vefjarhötturinn hans sker sig mjög greinilega úr ódýra, rósótta veggfóðrinu á veggjum stofunnar. Hinn svarti litur vefjarhattarins er tákn þess, að ayatollah sé afkomandi spámannsins Múhameðs. Spurningar mínar eru þýddar á persnesku fyrir hann, og hann svarar með alvóruþunga og í fáum orðum. Pólitískur boðskapur aya- tollah Khómeinis er stöðugt hinn sami og óbreyttur, en aðeins með frávikum í einstök- um smáatriðum. Kjarninn í boðskap hans er afdráttarlaus neitun á nokkru málamiðlunar- samkomulagi við núverandi stjórn írans. Hann álítur stjórn keisarans vera svikafulla, gjör- spillta harðstjórn. Ayatollah Khómeini krefst ekki eingöngu þess, að íranskeisari segi af sér, heldur gerir hann einnig þá kröfu, að Múhameð Reza Pahl- avi, shjah-inshjah keisari af Iran, megi alls ekki afsala sér völdum til þess eins að koma syni sínum, Reza Pahlavi krón- prinsi, í hásætið í sinn stað. „Þessari keisaraætt verður að víkja frá völdum," segir hann við mig. I viðburðarásinni á stjórn- málasviðinu í Iran undanfarnar vikur, eru það einkum tvö atriði, sem ayatollah Khómeini setur traust sitt sérstaklega á. Það er skoðun hans, að afskipti hersins í Iran af hinni pólitísku þróun mála í landinu muni í reynd hafa alveg þveröfug áhrif, miðað við það sem keisarinn ætlaði sér með þessum aðgerðum. Khóm- eini kallar þessi afskipti hersins „baráttu hersins gegn sjálfri þjóðinni". „Enginn getur þaggað niður í heilli þjóð, sem hefur risið upp gegn harðstjórninni," segir hann. „Sigurvonir okkar eru núna meiri en nokkurn tíma áður." íranska Þjóðarfylkingin hefur nú tekið til hins pólitíska ósveigjanleika ayatollah Khóm- einis. Þjóðarfylkingin er samsteypa stjórnarandstöðuflokkanna í íran. Leiðtogi Þjóðarfylkingar- innar, Karim Sandsjabi, sem nú situr í fangelsi í Teheran, hitti Khómeini að máli hér í París alveg nýlega, áður en hann sneri aftur heim til írans úr ferðalagi um Evrópu. Ayatollah Khóm- eini virtist vera þess fullviss, að Stjórnar- andstaðan Annað atriði í viðburðarás- inni í íran, sem vekur nýjar vonir, er sú breytta afstaða, sem íranskeisari — honum verður að víkja f rá völdum. honum hafi tekizt að sannfæra Karim Sandsjabi um, að það væri ekkert vit í að reyna að komast að samkomulagi við einvaldan keisara, sem væri í þann veginn að hrökklast frá völdum. Eru pólitískar skoðanir þessa æðsta leiðtoga sjíta-múhameðs- trúarmanna í íran eins aftur- haldssamar eins og óvinir hans vilja vera láta? Khómeini eyðir miklum tíma í þessu blaðavið- tali okkar til þess að þverneita því, að hann hafi í hyggju að láta íran hverfa pólitískt aftur til grárrar forneskju, ef hann og fylgismenn hans komast til valda í landinu. „Landið okkar á margar og miklar auðlindir í jörðu, og á einnig miklar mann- legar auðlindir í hinum skap- andi höndum fólksins sjálfs. En þessar auðlindir og skapandi hæfileika þessa fólks hefur ekki verið unnt að þróa eðlilega við núverandi stjórnarfar," segir Khómeini. „Eftir að komið hefur verið á fót múhameðsku lýðveldi í íran, undir stjórn, sem pers- neska þjóðin hefur sjálf kosið, þá fyrst er hægt að hefjast handa við að koma þjóðfélaginu í nútíma horf. Innan okkar vébanda höfum við marga sér- fræðinga, sem munu hjálpa okkur." Khómeini, hinn 78 ára gamli trúarleiðtogi, gerir bæn sína. Útlendingarnir Hver verður þá afstaða hins múhameðska lýðveldis Irans til Vesturlanda? Ayatollah Khóm- eini hefur Iagt sérstakléga rika áherzlu á, að Persar muni endurskoða og taka nýja og þeim hentuga afstöðu til þeirra bandalaga, sem þeir eru nú aðilar að. „Öllum opinberum samningum og hvers konar samkomulagi írans við erlend ríki, sem er írönskum hagsmun- um til óþurftar, verður rift," segir Khómeini. „Erlendum arð- ræningjum verður vísað úr landi, en við munum leyfa þeim útlendingum að dvelja áfram í landinu, sem eru að vinna að verkefnum íran í hag." Rússar eru ein þeirra þjóða, sem á ekki sérstaklega upp á pallborðið hjá Khómeini. Þeir hafa stutt keisarann og veitt stjórnarandstóðunni í íran sáralítinn stuðning. „Rússar vilja alltaf vera að blanda sér í málefni írans," lýsti Khómeini nýlega yfir. „En við munum leggja blátt bann við því, að Rússar sem og aðrar erlendar ríkisstjórnir blandi sér í okkar málefni og hafi afskipti af þeim. Samskipti múhameðsks lýðveld- is í íran við öll önnur ríki mun í framtíðinni byggjast á gagn- kvæmri virðingu." Hann leggur áherzlu á, að hin innri gerð og öll stjórnskipan í væntanlegu írönsku núham- eðsku lýðveldi verði algjörlega lýðræðisleg og að stjórnmála- flokkum verði leyft að starfa frjálst. Vopnaður vörður Útlegð ayatollah Khómeinis hefur nú staðið í 15 ár. Hann hefur lengstum haft aðalbæki- stöðvar sínar í Irak eða allt þar til stjórnvöld í írak tóku að leggja hart að honum að láta af baráttu sinni gegn íranskeisara. Þess vegna hélt ayatollah Khómeini til Frakklands, þar sem hann hefur nú dvalizt í rúmlega einn og hálfan mánuð. Vopnaðir franskir lögreglumenn standa nú vörð við hliðið fyrir utan bústað hans í París vegna ótta franskra yfirvalda við, að tilraun verði gerð til þess að ráða Khómeini af dögum. Það er t.d. lagt algjört bann við því, að bifreiðum sé lagt í námunda við bústað Khómeinis. Þarna í rökkrinu flykkjast ungir stuöningsmenn ayatollah Khómeinis að honum, þar sem þeir gera bæn sína liggjandi á hnjánum á plastdregli úti í aldingarðinum við húsið. Ungu mennirnir þarna eru fullir af ¦ hrifningu, eins og þeir menn eru alla jafnan, sem eru þannig sameinaðir í trúnni og samein- aðir i pólitískri andstöðu sinni. Um hitt er þó enn ekki vitað, hvort þessi sameiningeigi svo eftir að standast þá þolraun, sem felst í því að þurfa að deila með sér sjálfum völdunum. Robin Smyth

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.