Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 Hvernig kaupin gerast á eyrinni Á NÆSTUNNI kemur út hjá Almenna bókafélaginu bók eftir Baldur Guðlaugsson, lögfræðing, sem nýiega lét af störfum sem framkvæmda- stjóri vinnumarkaðs- og félagsmáiasviðs hjá Vinnuveitendasambandi íslands. Bókin ber heitið Hvernig kaupin gerast á eyrinni og undirheitið Um vandamálin á vinnumarkaðnum. Ilöfundur lýsir skipulagi, stefnu og stöðu samtaka launþega og vinnuveitenda og aðild ríkisvaidsins að lausn kjaradeilna, fjallar um tilhögun kjarasamninga og gerir grein fyrir orsökum þess, að þeir eru jafn margir, margbreytilegir og mislukkaðir og oft ber raun vitni. Kjarasamningagerðinni vorið 1977 eru gerð ítarleg skil og í síðasta hluta b<)karinnar gerir höfundur grein fyrir ýmsum tillögum sínum um breytta og bætta skipan kjaramála. Bókin skiptist í þrjá hluta. Hér fara á eftir þrír stuttir kaflar úr henni, einn kafli úr hverjum hluta bókarinnar. Samtök vinnuveitenda Islenzkir atvinnurekendur eru skipulagðir í allmörg félög og sambönd eftir atvinnugreinum, en heildarsamtök vinnuveitenda eru tvö, Vinnuveitendasamband Islands og Vinnumálasamband samvinnufé- laga. Hið síðarnefnda er eins og nafnið bendir til sameiginleg vinnu- mála- og samningaskrifstofa kaupfé- laganna og flestra samvinnufyrir- tækjanna í landinu. Vinnuveitenda- sambandið og Vinnumálasambandið koma yfirleitt fram sameiginlega í samningum og samskiptum við verkalýðshreyfinguna og hefur tekizt gott samstarf á milli sam- bandanna, þótt fyrir hafi komið að þeir Vinnumálasambandsmenn hafi vart vitað í hvorn fótinn þeir áttu að stíga vegna pólitískra loftfimleika forystumanna samvinnuhreyfingar- innar. Vinnuveitendasamband Islands er aðalsamtök vinnuveitenda í frjálsum atvinnurekstri. Félagsmenn eru nú rúmlega 3800, þar af tilheyra langflestir svokölluðum sérgreinafé- lögum, þ.e. félögum vinnuveitenda í ákveðinni atvinnugrein, svo sem Félagi ísl. iðnrekenda, Sambandi fiskvinnslustöðvanna, Sambandi málm- og skipasmiða og Landssam- bandi ísl. útvegsmanna svo að dæmi séu tekin. Þessi félög eru 18. Fyrirtæki með fjölþættan rekstur, t.d. útgerð og fiskvinnslu, geta verið í fleiri en einu sérgreinafélagi. Um 130 félagsmenn tilheyra 9 almennum en svæðisbundnum vinnuveitenda- félögum og loks eru svokallaðir beinir meðiintir þ.e. félagsmenn sem standa utan vinnuveitendafélaga, alls 60 talsins. Með fjölgun og eflingu sérgreinafélaganna hefur beinum meðlimum og félagsmönnum hinna svæðisbundnu vinnuveitenda- félaga fækkað mjög og hefur það vakið spurningar um framtíð svæða- félaganna, og eru þau mál í deiglunni. Tilgangur Vinnuveitenda- sambandsins er m.a.: — Að vinna að því, að ágreinings- mál vinnuveitenda og verkalýðs verði leyst með friðsamlegum samningum og koma í veg fyrir vinnustöðvanir. — Að gæta hagsmuna vinnuveit- enda, sem í sambandinu eru, gagnvart launþegum, sérstaklega að því er snertir launakjör og hvers konar ráðningarkjör sem vera skal. — Að félagsmenn styðji hver annan með ráðum og dáðum, þar á meðal með fjárhagslegum stuðn- ingi, þegar vinnustöðvanir ber að höndum. — Að vinna að því að sem mest samræmi verði í afstöðu hinna ýmsu vinnuveitenda til þeirra, sem þeir hafa í þjónusti^sinni. — Að vera félagsmönnum til aðstoðar og leiðbeiningar um ailt er snertir atvinnurekstur þeirra inn á við og út á við. — Að vera málsvari félagsmanna gagnvart almenningi og hinu opinbera, og taka til meðferðar þjóðfélagsmál, sem snerta hags- muni félagsmanna, svo og önnur sameiginleg hagsmunamál. Vinnuveitendasambandið hefur sem sameiginlegur málsvari at- vinnurekstrar í landinu með höndum margvísleg verkefni, en þýðingar- mestu og tímafrekustu verkefnin varða gerð kjarasamninga og önnur vinnumarkaðsmál. Uppbygging Vinnuveitendasam- bandsins er í tveimur grundvallar- atriðum frábrugðin uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar. I fyrsta lagi eru félög vinnuveitenda eðli málsins samkvæmt byggð upp á grundvelli starfsgreina, en verka- lýðsfélögin sem fyrr segir byggð upp utan um sérgreinar eða starfsstéttir. I öðru lagi er miðstjórnarvald Vinnuveitendasambandsins (og Vinnumálasambandsins einnig) miklu meira en Alþýðusambandsins. Innan Alþýðusambandsins eiga ein- stök stéttarfélög síðasta orðið að því er varðar samninga- og verkfallsmál. En í lögum Vinnuveitendasambands- ins segir skýrum stöfum, að enginn félagsmaður megi ræða um samninga né semja við Alþýðusam- band Islands eða önnur samtök launþega án milligöngu fram- kvæmdastjórnar eða skrifstofu Vinnuveitendasambandsins. Vinnuveitendasamtök geta aldrei vænzt þess að verða vinsæl samtök. Það er engan veginn til vinsælda fallið að virðast eina fyrirstaðan á vegi launþeganna til allsnægta. En þegar grannt er skoðað er það einmitt hlutverk vinnuveitendasam- taka að standa vörð um hagsmuni atvinnurekstrarins, ekki atvinnurek- enda, heldur atvinnustarfseminnar vegna, og reyna að koma í veg fyrir að samið sé um kauphækkair sem atvinnureksturinn stendur ekki undir. Því slíkar kauphækkanir hafa annaðhvort í för með sér stöðvun atvinnufyrirtækja eða verðbólgu og verðminni krónur. Hvorugt þjónar hagsmunum launþega fremur en það þjónar hagsmunum vinnuveitenda og þjóðarheildarinnar. Eiri forsenda þess að gerðir séu kjarasamningar sem í senn eru sanngjarnir og raunhæfir er að nokkurt jafnræði ríki með samnings- aðilum, að hvorugur geti svínbeygt hinn. í árdaga verkalýðshreyfingarinn- ar höfðu vinnuveitendur tögl og hagldir í samskiptum við launþega. Sumir ímynda sér, að þannig sé vígstaðan enn þann dag í dag. En það er hins vegar mikill mis- skilningur. Valdajafnvægið á vinnu- markaðnum hefur breytzt. Vinnu- veitendur veita ekki lengur það viðnám né sýna þá ábyrgðartil- finningu sem er forsenda jafnvægis á vinnumarkaði og skynsamlegra kjarasamninga. Launþegasamtökin hafa undirtökin. Sést þetta og vel á því, að stjórnvöld, hver sem þau eru, leggja alla áherzlu á að koma sér vel við launþegasamtökin en telja sig yfirleitt lítið samráð þurfa að hafa við samtök vinnuveitenda. Haustið 1978 lásu vinnuveitendur það t.d. í blöðunum, að stjórnmálaflokkarnir sem þá reyndu stjórnarmyndun og tókst hún á endanum og launþega- samtökin væru að hugsa um að framlengja kjarasamninga í ár með óbreyttu vísitölukerfi. Ekki þótti taka því að ræða við vinnuveitendur um málið. Miðstjórnarvald Vinnuveitenda- sambandsins er mikið, en staða sambandsins og forystumanna þess í samningum verður að sjálfsögðu aldrei sterkari en vilji eða geta félagsmannanna sjálfra gefur tilefni til. Og þar er brotalöm. I Máttleysi vinnuveitenda og sam- taka þeirra lýsir sér m.a. í því, að alltof ríkrar tilhneigingar gætir til að gefa eftir, kaupa sér frið og skrifa undir samninga, sem fyrirsjáanlega eru verðbólgusamningar. Samstaðan er fljót að bila þegar átök eru yfirvofandi og einstakar — Úr bók Baldurs Guðlaugssonar greinar eða einstakir landshlutar fara þá iðulega að leita hófanna með sérsamninga. Er allur gangur á því hvort það eru þeir aðilar sem helzt geta talizt aflögufærir, eins og t.d. Vestfirðingar undanfarin ár, eða þeir sem verst eu staddir í afkomu- legu tilliti, þ.e. Suðurnesjamenn. Það er vandasamt og vanþakklátt hlut- skipti að reyna að halda hópnum saman. Þrautalendingin er oft sú að semja áður en flótti brestur í liðið. Útflutningsbann Verkamanna- sambands Islands vorið 1978 er gott dæmi um samtakaieysi vinnuveit- enda. Kyrkingarólinni var brugðið um háls afmarkaðs hóps vinnuveit- enda en tilgangur aðgerðanna var vitanlega að knýja vinnuveitendur í heild til nýrra samninga um kaup- hækkanir. Vinnuveitendur hafa að vísu forðast í lengstu lög að grípa til gagnaðgerða í vinnudeilum, en þegar svona stendur á er í rauninni ekki um margt að velja, vilji menn ekki berast með veðri og vindum. En vinnuveitendur sátu með hendur í skauti og biðu þess sem verða vildi. Fyrirsvarsmenn þeirra urðu að horfast í augu við þá staðreynd, að samstaða næðist ekki í þeirra röðum um neinar gagnaðgerðir. Aldrei þessu vant hafði Svarth^fði Vísis lög að mæla þegar hann komst svo að orði 4. júlí 1978. „Samkvæmt venju hafa hinir baráttulausu og atkvæðalitlu at- vinnurekendur frekar kosið að láta hengja sig einn og einn með útflutningsbanni en svara því með framleiðslustoppi yfir línuna strax og það skall á... Þannig reiknaði utanþingsstjórn Verkamannasam- bandsins rétt, þegar hún gerði ráð fyrir eindæma aurringjaskap og samstöðuleysi atvinnurekenda." Hvernig er unnt að útskýra þessa uppdráttarsýki á meðal vinnuveit- enda? Ég þykist greina nokkrar ástæður, bæði almenns og sérstaks eðlis. Efst á blaði hinna almennu ástæðna er erfið fjárhagsaðstaða fyrirtækjanna. Verðbólgan hefur leikið þau grátt hver, auk þess sem hún hefur rekið þau út í offjárfest- ingu, sem síðan orsakar skuldabagga og rekstrar- og lánsfjárskort. Þegar boginn er spenntur til hins ítrasta, má fyrirtækið ekki við neinni truflun og þá getur verið freistandi að afhjúpa verkfallsaðgerðum og vinnu- stöðvunum hvað sem það kostar. í öðru lagi hefur það sízt verið til þess fallið að hvetja vinnuveitendur til ábyrgrar samningsgerðar, að geta gengið út frá því sem vísu að stjórnvöld kæmu atvinnurekstrinum til bjargar ef gerðir væru samning- ar, sem ekki fengju staðizt. 1 þriðja lagi er ekki vafi á, að sú samkeppni sem hér hefur ríkt um vinnuafl mörg undanfarin ár hefur átt sinn þátt í því að vinnuveitendur hafa síður hikað við að spenna upp kaupið í samningum. í fjórða lagi má svo .geta þess, að ríkisstjórnir á hverjum tíma vilja yfirleitt kaupa vinnufrið hvaða verði sem er og hafa því oft á tíðum hvatt vinnuveitendur til að forðast átök og skrifa undir samn- inga, sem allir vissu fyrir fram að ekki fengju staðizt. Meðal hinna sérstöku ástæðna samtakaleysis vinnuveitendá má nefna, að afkoma og hagsmunir atvinnugreina, landsvæða og fyrir- tækja eru oft afar mismunandi og viðnámsþrótturinn því misjafn. Hann breytist jafnvel eftir árstím- um. Fiskvinnslan og útgerðin eru lítt til stórræðna á hávertíðinni, bygg- ingariðnaður og flugstarfsemi eink- ar viðkvæm á sumrin. Við þetta bætist síðan, að vinnu- veitendur hafa ekki komið sér upp neinum styrktarsjóði sem heitið getur og eru samtök þeirra þar af leiðandi ekki í stakk búin til að veita þeim fjárhagsstuðning. Vinnuveitendum hefur ekki tekist að marka sameiginlega atvinnu- rekstrarstefnu, sundurþykkju og rígs á milii atvinnugreina gætir í of ríkum mæli. Þá hafa vinnuveitendur tekið of mik,inn þátt í þeim feluleik með kaupið sem áður er lýst og verið of tregir að leggja spilin á borðið varðandi raunveruleg kaup og kjör starfsmanna sinna. Vinnuveitendasambandið verður oft fyrir mikilli gagnrýni sinna eigin félagsmanna, einkum þó fyrir að sýna ekki næga staðfestu í kjara- samningum. Oftar en ekki eru áköfustu gagnrýnendurnir hins veg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.