Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 — L 45 bandarískir bankar slást nú um að veita landinu peningalán. Miðstéttarfólkið í Chile er harð- ánægt með þessa þróun mála, og hinn litríki manngrúi á götum Santiagoborgar virðist kunna að meta fulla búðargluggana, og sjá að verðið á verðmiðum varnings- ins helzt stöðugt. Hinum 250 verkalýðsfélögum í Chile hefur þó ekki verið leyft að leggja neitt til málanna síðustu árin. Þeim er bannað með lögum að efna til verkfalla, og sérhver vottur vinstri sinnaðrar starfsemi innan raða verkalýðsfélaganna er fljótlega kæfður. Fyrir fáum vikum voru sjö „marxísk" félagasamtök bannfærð og leyst upp ásamt 250 öðrum félögum, sem voru þó aðeins grunuð um að vera á einhvern hátt sama sinnis og hin sjö fyrrnefndu félagasamtökin. Skriðdrekar byltingar- manna sækja að forseta- höllinni sem þegar er tekin að loga. Á blaðamannafundi með Pino- chet forseta, sem haldinn var á skrifstofu hans og ég átti kost á að sækja ásamt allmörgum öðrum erlendum fréttariturum, fékk ég sjálfur að kenna persónulega á hinni óvenjulegu aðferð, sem forsetinn beitir, þegar hann kemur fram opinberlega. Leynilögregla Hinn fjörlegi ánægjusvipur á andliti hans breyttist skyndilega í svip hins varkára pókerspilara, þegar ég spurði hann um fjölda þeirra manna, sem saknað væri, eftir að leynilögregla hans hefði handtekið þá. Hann svaraði því til, að sumir þessara manna hefðu látið lífið í bardögum, aðrir hefðu flúið land eða þá breytt yfir nafn og númer. Forsetinn kvað innan- ríkisráðherra sinn vera að athuga þessi mál. Því næst reyndi forset- inn að snúa spurningunni gegn mér: „Getið þér sagt mér eitthvað um þá íra, sem hafðir eru í haldi á Norður-írlandi?" Ég svaraði því til, að það væri á engan hátt hægt að bera saman Norður-írland og Chile, þar sem kaþólska kirkjan ; fullyrði að hún hafi óhrekjandi sannanir fyrir því að 650 manns : hafi horfið án minnstu ummerkja. En nú fannst forsetanum ósvífni ?■ mín ganga einum of langt og hann gnísti tönnum: „Þér eruð uppfullir af hleypidómum um þetta. Þér gangið ef til vill með einhverjar kommúnista-grillur. Og samt eruð ii þér kominn hingað inn í þetta herbergi! Ég tala ekki meira við yður!“ Seinna gekk hann fram brosandi til þess að taka í höndina á gestum sínum og kveðja. Starfsmenn forsetaembættisins útskýrðu fyrir mér, að túlkur forsetans hefði snúið orðum mínum á enn harð- neskjulegri veg. Samt sem áður fann ég enn til nokkurrar ónotatil- í finningar, og þegar ég fór, var ég : þakklátur fyrir að vera ekki chilíanskur blaðamaður. En fyrstu kynnin af höfuðborg Chiles, Santiago, vekja manni þó ekki þá tilfinningu, að íbúarnir séu í beinni opinskárri andstöðu við stjórnarherra sína. Fólkið er vel til fara. Lögreglumennirnir koma bara vel fyrir sjónir, og það sjást engir hermenn á götunum. En svo fer maður að taka eftir skuggahverfunum. Þar búa um 200.000 manns og þessi fátækra- hverfi með sínum ömurlegu kofa- ræksnum umkringja stórborgina, og íbúarnir reyna að draga fram lífið á atvinnuleysisstyrk, sem nemur um 800 pesos (um 16.000 krónum) á mánuði fyrir hverja fjölskyldu, — eða sem svarar einu skóverði. Þessi verstu dæmi um sárafá- tækt í landinu eru heldur ekki einustu hliðarnar á daglegu lífi Chilebúa, sem mörgum óhnýsnum erlendum ferðalangi kynni að sjást yfir. Hinar hálfkæfðu raddir úr röðum leynilegra stjórnarand- Pinocheti hrokafullur hermaður sem hefur fetað sig upp í efstu rim metorðastigans. stæðinga geta skýrt manni frá því, að undir þessu kyrrláta yfirborði hafi menn ennþá fulla ástæðu til þess að óttast leynilögreglu Pino- chets. Gamalkunnar pyntingaaðferðir A fyrstu mánuðum valdatíma Pinovhets forseta voru þúsundir manna handteknir, margir drepnir en öðrum haldið lengi i fangelsi og pyntaðir af D.I.N.A. — chileönsku leyniþjónustunni. Nú á dögum eru fyrir hendi áreiðanlegar skýrslur um að fáeinir menn séu við og við gripnir af D.I.N.A. Annars hefur leyniþjónustunni nýlega verið gefið nýtt opinbert starfsheiti, C.N.I. eða miðstöð upplýsingaþjón- ustu ríkisins. Þau fórnarlömb, sem eru handtekin nú á dögum, fá venjulega að fara aftur frjáls ferða sinna eftir einn eða tvo daga, og þetta fólk segir, að fyrri pyntingaaðferðir séu ennþá notað- ar við yfirheyrslur. Hinir grunuðu séu hengdir upp á hælunum eða þá rafstraumi sé hley'pt í gegnum þá. Norman Kirkham. J furusófar-stólar-borð Sérlega hagstætt verð Adam er i hörku formi þessa dagana enda aldrei veriö eins vel búinn til vetrarins. Kjallar- inn er undirlagöur af peysum i margvíslegum stæröum og geröum. Einhver þeirra er örugglega viö þitt hæfi. Littu inn og kynntu þér nýju linuna hjá Adam. Hun er glæsileg. #'RDAm LAUGAVEGI 47 SÍM117575

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.