Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 43 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Muniö sérverzlunina meö ódýran fatnaö. Verölistinn, Laugarnesvegi 82. S. 31330. Tilboð óskast í íbúöarhúsiö aö Sólbrekku 3 Húsavík, sem er einbýlishús á einni hæö meö bílskúr o.fl. í kjallara. Tilboösfrestur er til 10. des. n.k. Réttur er áskilinn til aö taka hvaöa boöi sem er eöa hafna öllum. Uppl. veittar í símum 96-41477 (á daginn) og 96-41620 (eftir kl. 17.30). 3ja herb. íbúð til sölu ca. 70 fm aö Smyrlahrauni 7, Hafnarfiröi. Uppl. á staönum eftir kl. 4 næstu daga. Styrktarfélag Fíladelfíu heldur kökubazar aö Hátúni 2 laugardaginn 2. desember kl. 2 e.h. Keflavík Suðurnes Mikið af góöum fasteignum á söluskrá. Faglegar upplýsingar um skattalög varöandi kaup og sölu. Geriö fasteignaviöskiptin hjá okkur. Fasteignir s.f. Heiöargaröi 3. Sölumaður Einar Þorsteinsson. Sími 2269. Viöskiptafr. Gunnar Þórarins- son. AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 TRergunbfabiö IOOF 12=l601218’ÆBg. IOOF 1,=1601218’Æþeák □ Gimli 59781247 — 1 atgr. Hjálpræðisherinn Hátíöarsamkoma heimilasam- bandsins veröur haldin í kvöld, 1. des. Veitingar, happdrætti. Allir hjartanlega velkomnir. DC félagar Fundur veröur hjá samvinnu- nefnd Dale Carnegie klúbbanna laugardaginn 2. des. ki. 13.00 í Rauða Kross heimilinu viö Nóatún. DC-fólk sem óskar eftlr aö komast í DC-klúbb, er velkomið á fundinn. Stjórn samvinnunefndar. Frá Guðspekifélaginu Áskrifta rsími Ganglera er 17520 í kvöld kl. 9: Ævar Kvaran flytur erindi „Hvernig er aö deyja"? og svarar spurningum. Allir velkomnir. Stúkan Dögg. Kaffisamsæti verður í Templarahölllnni sunnudaginn 3. des. kl. 3. Dagskrá: Félagar og gestir vejkomnir. Þjónusturegla Guöspekifélags- ins. Samtök Astma- og ofnæmissjúklinga halda fund aö Noröurbrún 1 kl. 3 á laugardag. Dagskrá: Starfiö á barnaárinu og félagsmál. Kaffiveitingar. Stjórnin. Félag Snæfellinga og Hnappdæla heldur spila- og skemmtikvöld í Dómus Medicia laugardaginn 2. des. n.k. kl. 20.30. Skemmtinefndin. Kvennadeild Styrktarfélags lam- aöra og fatlaöra Jólafundurinn verður í Kirkjubæ (Óháði söfn- uöurinn) þriöjudaginn 5. des. kl. 8. Ath: Breyttan fundarstaö. Stjórnin. Félagiö Angila mun halda diskótek og Italian Supper, laugardaginn 9. des. kl. 20.30. Stundvíslega aö Síöu- múla 11. Aögöngumiöar veröa seldir, laugardaginn 2. des. kl. 10—12 í Veiðimanninum Hafn- arstræti 5, gengiö inn frá Tryggvagötu frá mánudeginum 4. des. til föstudagskvöld 8. des. eru aögöngumiðar afgreiddir í Kjörgaröi, Laugavegi 59, 4. hæð hjá Colin Porter, frá kl. 14—17. Stjórn Anglia. Jólakonsert978: / Agóðinn renn- ur til meðferðar geðveikra barna Margir þekktir skemmtikraftar koma fram og gefa vinnu sína Jólakonsert 78 nefnast hljómleikar sem haldnir verða í Háskólabíói n.k. sunnudag 3. dcsember kl. 22. Allir þeir sem fram koma á hljómleikunum munu geía vinnu sína, einnig þeir sem starfa í sambandi við þá. og ágóðinn rennur óskertur til stofnsjóðs meðferðarheimilis fyrir geðveik börn. Meðal þeirra sem fram koma á hljómleikunum eru Brunaliðið, Björgvin Ilalldórsson. Halli og Laddi. Kagnhildur Gísladóttir, Magnús Þór Sigmundsson. Kór Óldutúnsskóla. félagar úr Karlakór Reykjavíkur, Ruth Reginalds og íslenskra söngvara. Hljómleikar þessir voru upphaf- lega hugmynd Hljómplötuútgáf- unnar h.f. Síðan hafa bæst inn í myndina ýmsir aðilar s.s. Æsku- lýðsráð Reykjavíkur og geðdeild Barnaspítala Hringsins. Undir- búningur hljómleika þessara hefur staðið í rúmlega einn mánuð. Löggilt endurskoðendaskrifstofa hefur verið fengin til að sjá um bókhald og uppgjör hljómleikanna á sunnudaginn. Þeir sem að undirbúningi hljómleikanna vinna hafa sótt um niðurfellingu opin- berra gjalda vegna hljómleikanna en ljóst er að greiða verður fulla leigu fyrir Háskólabíó. Aðstandendur hljómleikanna hafa myndað með sér undirbún- ingsnefnd sem eftirtaldir aðilar skipa: Jón Olafsson forstjóri Hljómplötuútgáfunnar, Magnús Kjartansson hljómlistarmaður, Omar Einarsson f.h. Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur, Páll Asgeirsson yfirlæknir geðdeildar Barnaspít- ala Hringsins, Pjetur Þ. Maack cand theol. og Ómar Valdimarsson blaðamaður. A blaðamannafundi sem hald- inn var í tilefni hljómleikanna koma það fram að á landinu nú eru 30—50 geðveik börn, eða 1,9 börn í hverjum árgangi 2ja til 16 ára barna og fæst þeirra fá meðferð sem talist getur fullnægjandi. Barnageðveiki er oft kölluð ein- hverfa og sagði Páll Asgeirsson að einkenni hennar væri það að börnin mynda ekki eðlileg tengsl við foreldra sína og hafa ekki áhuga á umhverfi sínu heldur lifa í sínum eigin innra heimi. Sjúkdóm- ur þessi var uppgötvaður fyrir 40 árum en geðdeild við Barnaspítala Hringsins var ekki stofnuð fyrr en árið 1970. Áður var þessi sjúkdóm- ur ekki greindur fyrr en orðið var átta manna söngsveit þekktra of seint að hefja meðferð og börn þessi vistuð á heimilum fyrir vangefið fólk. Páll sagði að ef meðferð geðveikra barna hæfist á unga aldri væri oft hægt að ná góðum árangri, gera börnin að nýtum þjóðfélagsþegnum í fram- tíðinni, en það heyrði til undan- tekninga að hægt væri að lækna þennan sjúkdóm. Vegna mikils rúmleysis sagði Páll að oft væri ekki í annað hús að venda með geðveik börn en vista þau á stofnunum fyrir vangefna. Hann kvað þessi börn þurfa á sérhæfðri kennslu að halda og myndu aðstæður fyrir meðferð geðveikra barna fyrst og fremst batna ef komið væri upp meðferðarheimil- um og sérhæfðum skólum fyrir þau. Á dagdeild Barnaspítala Hringsins, eru nú 7—8 börn en önnur eru á heimilum sínum eða á stofnunum fyrir vangefna. Á síðasta ári var stofnað félag sem nefnist Umsjónarfélag Ein- hverfra barna. Meðlimir þess eru fyrst og fremst foreldrar geð- veikra barna og starfsfólk það sem unnið hefur með börnin. Formaður þessa félags er Guðni Guðnason. Guðni sagði að markmið félagsins væri í fyrsta lagi að koma upp heimili fyrir geðveik börn eftir að út af geðdeild væri komið. I öðru lagi er markmið félagsins að stuðla að menntun starfsfólks til kennslu og umönnunar geðveikra barna. Guðni á sjálfur geðveikt barn og sagði að það væri þungbært fyrir foreldra, að komast að raun um að barnið þeirra væri geðveikt. „Þegar barnið er um 2ja ára gamalt er hægt að greina geðveik- ina. Þegar sú vitneskja er fyrir hendi eru sporin erfið fyrstu árin,“ sagði Guðni. Vorumarkaðurinn hf. Húsgogn jT káetustíl i 99 Svefnbekkir — hillueiningar — skrifborö — kollar — fataskápar — kistill — kommóður. Opiö til kl. 10 föstudag Opiö til kl. 6 laugardag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.