Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 41 ar úr hópi þeirra sem minnst leggja af mörkum til starfsemi sambands- ins og fyrstir myndu gefast upp ef til harðra vinnudeilna kæmi. Niðurstaða þessara hugleiðinga er ' sú, að samtök vinnuveitenda — og er þá aðallega átt við Vinnuveitenda- sambandið — séu í raun og veru veik, þótt valdamikil sýnist á pappírnum. Þessi staðreynd gerir það að verkum, að vinnuveitendur eru ekki það mótvægi í samninga- gerð sem vera þyrfti úr því að verkalýðshreyfingin megnar ekki að móta skynsamlega og samræmda stefnu í launamálum. Kjarasamningarnir 1974 og 1977 eru skóladæmi um að verkalýðs- hreyfingin getur knúið fram nánast hvaða krónutöluhækkanir kaups sem henni sýnist. Helzta hlutverk vinnu- veitenda í slíkum samningum hefur reynzt verða að tryggja samræmi í niðurstöður samninga hinna ýmsu starfsstétta. Hvernig samninga- umleitanir íara fram Fyrsti samningafundur heildar- samtakanna á vinnumarkaðnum var haldinn 8. marz 1977, og þeim síðasta lauk með undirritun samninga að morgni 22. júní, eða þrem og hálfum mánuði síðar. A þessu tímabili voru haldnir tæplega 60 fundir aðalsamn- inganefndanna, auk aragrúa funda í einstökum viðræðunefndum, bæði undirnefndum aðalsamninganefnd- anna og með viðræðunefndum lands- sambanda og einstakra stéttarfé- laga. í samningunum 1977 var aðalsamninganefnd ASI skipuð 36 mönnum, í samninganefnd VSI voru ca. 25 manns og samningamenn Vinnumálasambandsins voru 4. Landssamböndin og stéttarfélög sem leggja fram sérstakar kröfur hafa sínar eigin samninganefndir og vinnuveitendur þeirra einnig. I heildarsamningum síðustu árin hef- ur eins og rakið hefur verið hér að framan verið lögð áherzla á að ljúka öllum sérsamningum samtímis aðal- samningunum. Þetta gerir það að verkum að fjöldi þeirra sem nálægt samningagerðinni koma með einum eða öðrum hætti er býsna mikill. Það er því þörf rúmgóðs húsnæðis og góðs fundaskipulags. Húsakynni sáttasemjaraembættisins á efstu hæð Tollstöðvarinnar eru alls ófull- nægjandi. Undanfarin ár hefur verið fengið inni fyrir samningana á Hótel Loftleiðum, en skiljanlega er erfitt að leggja salarkynni hótelsins undir fundahöld og langtímum saman kemur því fyrir að samningafundi þarf að halda annars staðar, í Tollstöðvarhúsinu eða öðrum húsa- kynnum. T.d. voru nokkrir sátta- fundir haldnir í Menntaskólanum í Hamrahlíð vorið 1977. Nei, þannig gerist þetta ekki. Samninganefndirnar hafa aðsetur hvor í sínu herberginu. Það er afar sjaldan sem nefndirnar hittast fullskipaðar á sameiginlegum fund- um. Sáttasemjari og sáttanefndar- menn flytja boð á milli og sérstök undirnefnd, skipuð 4—6 fulltrúum hvors deiluaðila, hittist í viðurvist sáttanefndar og ræðir málin. Sátta- fundir líða oft í aðgerðar- og tilgangsleysi. Báðir samningsaðilar bíða eftir einhverju útspili frá hinum. Menn reyna þá að drepa tímann, sumir spila eða tefla og frammi á göngum stinga menn saman nefjum og reyna að „hlusta" hver annan. Yfirleitt eru samskipti samningamanna vinsamleg og and- rúmsloft á fundunum gott, enda hafa flestir þekkzt árum saman og marga hildi háð. Menn vita sem er að ekki er um persónulegar deilur að ræða. Stöku sinnum hitnar mönnum þó í hamsi á fundum undirnefndar aðila. Framan af gerist lítið, enda fullyrðir sáttasemjari þá, að deilan hafi ekki náð „fullum þroska". Svo kemur að því að atburðarásin verður hraðari, semja þarf boð og svara gagnboðum, meta og endurmeta stöðuna. Nú taka formenn og fyrirsvarsmenn samn- inganefndanna að hittast í enn þrengri hóp, lokaspretturinn hefstog þegar upp er staðið eru allir fegnir því innst inni að þessu skuli lokið. Skipulag verkalýðsfélaganna Verkalýðsfélög hér á landi eru byggð upp eftir sérgreinum eða stéttum. Starfsfólk á sama vinnu- stað tilheyrir yfirleitt mörgum mismunandi stéttarfélögum, og þar sem samningsrétturinn er í höndum einstakra stéttarfélaga leiðir þessi skipan til þess, að kaup og kjör starfsfólks sama vinnustaðar geta verið með ólíkum og innbyrðis ósamræmdum hætti, jafnvel að því er varðar almenn kjaraatriði. Stund- um veldur þetta togstreitu innan fyrirtækja. Þá veldur það oft óvissu og efriðleikum í rekstri fyrirtækja, að þurfa að semja við mörg stéttar- félög, sem hvert um sig getur sagt upp samningum og farið í verkfall til styrktar kröfum sínum. Um skipulag verkalýðsfélaganna var rætt. í I. hluta bókarinnar og rakin nokkur dæmi um fjölda stéttarfélaga á sama vinnustaðnum. Ekki verður séð, að ríkjandi skipan sé í þágu nokkurs aðila, nema ef vera skyldi fáeinna smáhópa, sem geta í skjóli þeirrar séraðstöðu, er þetta skipulag veitir þeim, knúið fram meiri kjarabætur sér til handa, en réttmætt er miðað við aðra. Víst er, að núverandi skipulag þjónar hvorki heildarhgsmunum verkalýðs- hreyfingarinnar eða vinnuveitenda, því þjóðhagslegar afleiðingar þess eru þær fyrst og fremst, að meiri verðmæti fara í súginn í vinnudeil- um en vera þyrfti. í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og víðar eru verkalýðsfélögin byggð upp eftir starfsgreinum, en í Danmörku eru þau byggð upp á sama hátt og hér. Þar í landi hafa þó farið fram miklar umræður innan verkalýðs- hreyfingarinnar um breytta skipan. Hér á landi voru skipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar mjög til umræðu í lok sjötta áratugsins og fram eftir þeim sjöunda. Sennilega eru margir, sem ekki vita, að þing Alþýðusambands íslands samþykkti nokkrum sinnum, að sú grundvallar- breyting yrði gerð á skipulagi verkalýðsfélaganna, að vinnustaður- inn yrði grunneining stéttarfélag- anna, þ.e.a.s. að allir félagsmehn Alþýðusambandsins á sama vinnu- stað, karlar og konur, faglærðir jafnt sem ófaglærðir, skyldu tilheyra sama staðbundna stéttarfélaginu og félagið gera einn samning við fyrirtæki í viðkomandi starfsgrein. Síðan var gert ráð fyrir, að mynduð yrðu landssambönd starfsgreina- félaga og var miðað við að starfs- greinarnar og þar af leiðandi landssamböndin yrðu 9. Hin stað- bundnu félög áttu svo hvert um sig að verða aðili að landssambandi sinnar starfsgreinar, en landssam- böndin aftur aðilar að ASÍ. Milliþinganefnd í laga- og skipu- lagsmálum ASÍ lagði fram itarlega greinargerð og tillögur hér að lútandi á árinu 1960 og byggði þar á stefnuyfirlýsingu ASÍ þings frá árinu 1958. Nefndin lagði til að atvinnulífið yrði flokkað í 9 starfs- greinar og starfsgreinasambönd. Skiptingin var þessi: 1. samband: Fiskveiðar og flutn- ingar á sjó og í lofti. 2. samband: Flutningar á landi, fiskvinnsla og skyld starfsemi. 3. samband: Byggingaiðnaður 4. samband: Málmiðnaður 5. samband: Neyzluvöruiðnaður og skyld starfsemi. 6. samband: Vefnaðar-, leður- og skóiðnaður. 7. samband: Prent- og bókagerð 8. samband: Rafmagnsiðnaður. 9. samband: Þjónustustörf. Rétt er að taka fram að á þessum tíma voru verzlunarmenn ekki orðn- ir aðilar að ASÍ. í greinargerð nefndarinnar var því lýst nánar, hvaða starfshópar féllu undir hverja starfsgrein og samband fyrir sig. Nefndin taldi skipulags- breytingu nauðsynlega. í lok grein- argerðar hennar sagði, að grundvall- arsjónarmið verkalýðssamtakanna hlyti að vera það, að láta hagsmuni heildarinnar sitja í fyrirrúmi fyrir „hagsmunum" (gæsalappir nefndar- innar) einstakra starfshópa. Afdrif- um þessara tillagna verður bezt lýst með tilvitnun í skýrslu forseta ASÍ um starfsemi ASI fyrir árið 1964: „Tillögur þessar náðu tvisvar samþykki á ,Alþýðusambandsþingi. En samt var ljóst, að þær áttu ákveðinni andstöðu að mæta, og mjög margir greiddu þeim atkvæði vegna fylgispektar við meðlimi milliþinganefndarinnar, sem voru áhrifamiklir framámenn ýmissa stærstu stéttarfélaganna. Konurnar risu öndverðar gegn þeirri tilhugsun, að félög þeirra skyldu lögð niður. Yfirleitt máttu fáir til þess hugsa, að þeirra eigið stéttarfélag yrði limað sundur. vegna hins nýja skipulags. Eftir seinasta alþýðusambands- þing varð öllum ljóst, að ekkert samkomulag var um framkvæmd þessara tillagna. Og án samkomu- lags varð svo róttæk skipulagsbreyt- ing að flestra dómi óframkvæman- leg.“ Skipulag verkalýðsfélaganna er því enn óbreytt. Hins vegar hafa komið til skjalanna landssambönd, þótt þau byggi að sjálfsögðu á öðrum grunni, en tillögur nefndarinnar gerðu ráð fyrir. Raunar heitir svo, að það sé ennþá stefna ASÍ að „þróa skipulag sitt á þann veg, að vinnu- staðurinn verði grundvöllur félags- eininga verkalýðssamtakanna", eins og segir í stefnuyfirlýsingu ASI sem samþykkt var á 33. þingi sambands- ins í desember 1976. Þar segir ennfremur: „Verkalýðshreyfingin telur, að þegar mótuð stefna í skipulagsmálum samtakanna í þá átt að gera vinnustaðinn að grund- velli félagseininga sé enn í fullu gildi, og lýsir vilja sínum til þess að hefja raunhæfar aðgerðir til þess að gera þá stefnu að veruleika." Hvað sem slíkum stefnuyfirlýs- ingum líður er ekki minnsti vafi á því, að enn er langt í land, að slík breyting á skipulagi verkalýðsfélag- anna verði að veruleika. „Erfiðast í þessu sambandi eru gamlar hefðir, þ.e. félög með gamla sögu eins og t.d. Dagsbrún og Framsókn," sagði Björn Jónsson, forseti ASÍ, í viðtali við Morgunblað- ið 12. marz 1976. Hann bætti síðan við: „En við vinnum að þessu, reynum a.m.k. að láta ekkert sem gert er í skipulagi, vera í andstöðu við þessa stefnu, létta fremur undir en hitt. En þetta tekur langan tíma og ég tel að það verði mörg ár þar til þessi stefna verður komin á að fullu." „Kannski er líka einhver smákóngapólitík í þessu," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannasambands ís- lands, í umræðum um verkalýðsmál, sem birtist í 1. tbl. tímaritsins Rétts árið 1976. „En það eru fyrst og fremst þeir sem eru hærra launaðir sem eru harðastir á móti, því þeir þola ekki lýðræðið. Þeir vita, að þeir ófaglærðu eru fleiri." Það er engum vafa undirorpið, að sú breyting á skipulagi verkalýðs- félaganna, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, myndi einfalda mjög og auðvelda umfjöllun og ákvarðanir í kjaramálum. En þessi breyting gerist ekki í einni svipan. Margt bendir til þess að hyggilegast muni vera að koma henni á í áföngum, og þá með þeim hætti, að fleiri verkalýðsfélög geri sameiginlega samninga við ákveðin fyrirtæki eða í ákveðnum starfsgreinum. Samn- ingarnir við Álverksmiðjuna í Straumsvík ruddu slíkum samning- um brautina og fyrir nokkrum árum var farið inn á sömu braut í samningum við ríkisverksmiðjurnar svokölluðu, þ.e. Aburðarverksmiðju, Sementsverksmiðju og Kísiliðju. Sú samningsgerð var mikil framför frá því sem áður var, þegar hvert verkalýðsfélag hafði sinn sérsamn- ing við þessi fyrirtæki. Varðandi vinnu við stórframkvæmdir, svo sem virkjunarframkvæmdir og byggingu járnbleridiverksmiðju, hefur einnig verið fylgt þeirri reglu, að viðkom- andi verkalýðsfélög og landssam- bönd geri einn sameiginlegan samn- ing við hlutaðeigandi verktaka eða byggingaraðila. Þessi háttur á samningsgerð hefur gefið góða raun og ekkert bendir til þess að nokkur þeirra sem hlut eiga að máli, kjósi í raun og veru að falla frá þessu formi. Stefna ber að því, að taka upp sama samningsform á fleiri sviðum. Af hverju ættu t.d. ekki skipasmíða- stöðvar að reyna að gera einn sameiginlegan samning við allt sitt starfsfólk, hvort sem það er faglært eða ófaglært, vinnur úti eða á skrifstofu? Sama gildir um kaupskipaútgerðir, veitinga- og gistihús og margar aðrar tegundir atvinnurekstrar. Ef tækist að koma slíku fyrirkomulagi á sem víðast, væri það fremur orðið formsatriði á endanum að stíga skrefið til fulls og breyta skipulagi verkalýðsfélaganna til samræmis. Ein leið til að koma á starfs- greinasamningum og/eða sameigin- legum samningum fyrir alla starfs- menn stærri fyrirtækja, þótt þeir séu félagar í mörgum stéttarfélög- um, er kerfisbundið starfsmat. Starfsmatskerfi geta verið með ýmsu móti en þau kerfi, sem notuð hafa verið hérlendis eru svokölluð stigakerfi. Höfuðtilgangur starfsmatsins er að leggja grundvöll að réttum launahlutföllum og er reynt að gera það með hlutlægu, ópersónulegu mati á þeim kröfum, sem einstök störf gera til þeirra, sem leysa þau af hendi. Kröfur þessar geta verið margvíslegar, en þær falla jafnan í fjóra meginflokka, þ.e. kunnáttu, áreynslu, ábyrgð og vinnuskilyrði. Fyrsti vinnustaðurinn hér á landi, þar sem launahlutföll milli starfs- manna, sem eru félagar í ýmsum stéttarfélögum, voru ákveðin á grundvelli kerfisbundins starfsmats var álverið í Straumsvík. A grund- velli starfsmatsins var síðan byggt, þegar gerður var einn samningur við alla starfsmenn fyrirtækisins. Það sama átti sér stað þegar byggt var upp sameiginlegt starfsmats- kerfi fyrir Aburðarverksmiðjuna, Sementsverksmiðjuna og Kísiliðj- una. í kjölfar starfsmatsins í þessum þrem verksmiðjum var síðan gerður einn sameiginlegur kjarasamningur fyrir þær allar. Kerfisbundnu starfsmati mætti að sjálfsögðu koma á í mun fleiri fyrirtækjum eða starfsgreinum hér- lendis en raun ber vitni, og til að stuðla að því skipaði Fastanefnd ASÍ, VMS og VSÍ nefnd vorið 1976 „til að vinna að tillögugerð um rammasamning um undirbúning og framkvæmd kerfisbundins starfs- mats“. Þann 22. nóvember 1977 skilaði umrædd nefnd Fastanefnd- inni tillögu að slíkum rammasamn- ingi. Tillagan að rammasamningnum kveður skýrt á um alla framkvæmd starfsmats í fyrirtækjum, og getur að sjálfsögðu einnig átt við um heilar starfsgreinar. Þess er vonandi ekki langt að bíða að gengið verði frá rammasamningnum og ætti þá að skapast grundvöllur fyrir því að mun fleiri fyrirtæki og jafnvel starfs- greinar taki upp kerfisbundið starfs- mat og geri i kjölfar þess einn sameiginlegan samning við þau stéttarfélög, sem hlut eiga að máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.