Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 „Fyrsta oröabók simuir tegundar í veröldinni Rætt við Jakob Benediktsson, einn af ritst jórum bókarinnar Nýlcga kom hér á markað 22. oíí síðasta bindið í miklu riti er nefnist „Kulturhistorisk Leksikon for nordisk middelalder" ok kalla mætti á íslensku „Menningarsögulefía orðabók um norrænar miðaldir", en hér er um að ræða alfræðiorða- bók á þessu sviði. í þessu mikla riti er 21 textahindi, en síðasta bindið er atriðisorðaregistur. Alfræðiorðabók þessi nær yfir tímahilið 800—1550 ok tekur efnislefja til alls þess sem hægt er að flokka undir menningarsögu þess tímabils, en hins vegar er ckki- fjallað um pólitíska sögu eða persónusögu af neinu tagi. Orða- hókin er skrifuð á norsku, dönsku eða sænsku og fer málið á greinunum eftir því tungumáli, sem viðkomandi greinarhöfundar skrifa. Jakob Benediktsson, sem flestir kannast án efa við sem ritstjóra Orðabókar Háskólans, starfaði um langt skeið sem einn af ritstjórum alfræðiorðabókarinnar. Fyrir stuttu ræddi blaðamaður Morgun- blaðsins við Jakob um orðabókina og sagði hann þá, að strax árið 1948 hefði undirbúningur verksins hafist. „Tungumálamunurinn talsvert vandamál“ „Upphafsmaðurinn að þessu verki var danska konan dr. Lis Jacobsen, en hún var mikil lær- dómsmanneskja og dugnaðarkona og átti þátt í að koma ótrúlega mörgum stórum ritverkum af stað. Undirbúningur verksins hófst á því að stofnaðar voru stjórnar- nefndir í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og ráðnir ritstjórar, einn Jakob Benediktsson. frá hverju landi, en seinna bættust Finnland og Island við, en ísland kom fyrst með árið 1952.“ — Hvernig var starfinu háttað? „Fyrst var byrjað á því að semja oröalista um uppsláttarorð úr einstökum fræðigreinum. Þessir listar voru þó misjafnlega nákvæmir og mikið verk var að samræma þá, meðal annars vegna þess að uppsláttarorðin þremur tungumálum. Við getum tekið sem dæmi að Dani vildi skrifa um „have“ og Svíi um „trádgárd“, en þetta er einn og sami hluturinn og ekki þörf á því að skrifa tvær greinar um sama efnið, en tungumálamunurinn var allt frá upphafi talsvert vandamál, og mikill tími fór í að koma uppsláttarorðunum í eitt stafróf. Það tók því nokkur ár, áður en hægt var að fara að skrifa sjálfar greinarnar." — Hvað varð til þess að þú fórst að starfa við þetta? „Eg var staddur í Kaupmanna- höfn árið 1952 og var þá beðinn um að koma á fund með ritstjórum orðabókarinnar, sem ég gerði. Eftir fundinn gaf ég svo skýrslu um málið til Háskóla íslands og menntamálaráðuneytisins og varð það til þess að ákveðið var að Island tæki þátt í þessu starfi. Kostnaðurinn við þetta var þó borinn af aðallöndunum þremur, þ.e. Danmörku Noregi og Svíþjóð, en Finnar og íslendingar sáu einungis um að greiða laun ritstjóra sinna.“ „Oft erfitt að útvega greinar í tæka tíð“ „Magnús Már Lárusson var síðan ráðinn ritstjóri af íslands hálfu frá árinu 1953, en fyrsta bindið kom út árið 1956 og má segja að upp frá því hafi komið út eitt bindi á ári. Það verður því ekki annað sagt en að gengið hafi framar öllum vonum að koma svo stóru verki í framkvæmd. Þegar annað bindið var um það bil fullbúið varð það að ráði að ég fór í ritstjórnina með Magnúsi, því hann var þá orðinn hlaðinn störfum. Síðustu árin hefur Magn- ús þó ekki getað sinnt þessu starfi nema að litlu leyti, vegna heilsu- brests og annríkis við önnur störf. Hins vegar var Magnús mjög ötull greinahöfundur því hann á flestar greinar allra Islendinga í orðabók- inni.“ — í hverju fólst starf ykkar ritstjóranna? „Ritstjórarnir héldu fundi tvisv- ar á ári allan tímann. Á fundunum var verkefnum skipt milli rit- stjóra, þ.e. ákveðið var hvaöa greinar hver ritstjóri átti að útvega. Þegar greinarnar höfðu verið skrifaðar voru þær sendar aðalskrifstofunni í Kaupmanna- höfn, en næsti liður gat orðið tímafrekur, því nauðsynlegt var að UmHORF Umsjón: Tryggvi Gunnarsson og Anders Hansen. Pétur Sigurðsson hélt ræðu á verkalýðsráðstefnu Sjálf- stæðisflokksins sem vakið hef- ur nokkurt umtal. Ra*ðan fjallaði m.a. um það að unga fólkið f flokknum hefði brugð- ist í starfi og ungir sjálfsta^is- menn a.m.k. í Reykjavík væru einangraðir. Ekki er það svo að sjálfstæðismenn eigi enn um sinn að karpa um kosn- ingaúrslitin en þar sem þessi ræða var birt og vegið að ungum sjálfstæðismönnum þykir réttara að gera nokkrar athugasemdir. Fylgi unga fólksins í ræðunni telur PS að stór hluti launþega hafi horfið frá flokknum vegna aðgerða í launamálum sem ráðherrar flokksins stóðu að. Síðan segir orðrétt: „Þessu til viðbótar brást okkur fylgi unga fólksins. Ég held að um þetta geti allir verið sammála þótt allir séu ekki sammála um ástæðurnar fyrir því“. Ekki get ég verið sammála því að unga fólkið og launþegar hafi umfram aðra kosið aðra flokka. Eftir eru gamla fólkið og atvinnurekend- urnir en hinir síðarnefndu voru síst ánægðari með ástandið en launþegar. Fylgishrunið var svo mikið að hæpið er að álykta að einn hópur frekar en aðrir hafi ekki kosið flokkinn. Einnig er það hæpin fullyrðing þegar PS segir að starf ungra sjálf- stæðismanna hafi brugðist og þá sérlega í Reykjavík. Það hljómar einkennilega þegar ljóst er að á árinu 1976—1978 gengu rúmlega 700 manns í Heimdall. A kosningaárinu héldu ungir sjálfstæðismenn kappræðufundi um allt land þar sem tekið var eftir því hversu stóran málefnalegan sigur þeir unnu. Stóran þátt í því átti Friðrik Sophusson sem síðan varð einn af þingmönnum flokksins. Ég tel því hæpið að ungt fólk frekar en aðrir hafi leitað annað. Það sem veldur fylgistapi hjá stjórnmálalokki e. tefna hans eða jafnvel (tefnuleysi. Sá flokkur sem hefur jafn aðlaðandi stefnuskrá á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af fylginu. Sjálfstæð- isflokkurinn lét of mikið undan í stjórnarsamvinnunni enda ekki nema von þar sem tveir stórir flokkar áttust við. Sífelld málamiðlun gerði stjórnar- stefnu fyrrv. ríkisstjórnar að hálfgerðri marglyttu, hvorki hold né vatn. Einnig samfara þessu myndaðist mikið lausa- fylgi þar sem fólk lætur sér ekki segjast að kjósa flokkinn „sinn“ gegnum súrt og sætt. Að minu mati er þetta styrkur í því lýðræðiskerfi sem við búum í. Gísli Baldvinsson: Reykjavík séu hálfgerðir pabbadrengir, samansafn menntskælinga, einangraðra frá atvinnulífinu. Hér sparar Pétur ekki ágjöfina eins og hans er von og vísa. Það er því leitt að Pétur skuli ekki vita að Heimdallur eru kjördæmasam- tök félaga í Reykjavík. Félögin eru Þór í Breiðholti, Loki í Langholtshverfi og Dagur í Arbæjarhverfi. I þessum félög- um starfar fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Það er rétt hjá Pétri að erfitt hefur verið að ná til nemenda í Vélskólanum og Sjómannaskól- anum. Það er ekki vegna Gisli Baldvinsson. Brást unga fólkið? Eru fundir Heim- dallar klíkufundir Pétur segir ennfremur að ungir sjálfstæðismenn sérlega í sambandsleysis heldur vegna þess að þessir sérskólar eru svo nátengdir atvinnulífinu að nemendur hafa varla tíma til að sinna almennu félagslífi. í Iðnskólanum höfum við átt ágæta fulltrúa m.a. einn sem á sæti í verkalýðsráði og stjórn Óðins. Fleiri gæti ég nefnt ef þess væri óskað. Vandamálið hefur frekar verið það að nemendur Háskólans, þar á ég við lýðræðissinnaða stúdenta, hafa ekki í langan tíma viljað starfa innan Heimdallar. Þar taka þeir stúdentapólitíkina framyfir sem er gott og blessað. Það hefur ef til vill farið framhjá Pétri að í kosninga- baráttunni í vor voru ungir sjálfstæðismenn í fylkingar- brjósti og áberandi á kjördegi hversu ungt fólk var í meiri- hluta. Það er því mín skoðun að það sé ekki drengilegt að telja ungt fólk í flokknum eitt af ástæðunum fyrir kosninga- ósigrunum. Baráttumál ungra Sjálf- stæðismanna Það er leitt að Pétur sem fyrrv. alþingismaður hefur ekki kynnt sér af meiri kostgæfni baráttumál ungra sjálfstæðis- manna. Þá ályktun verður maður að draga af eftirfarandi ummælum: „Verður að hafa þetta i huga þegar minnst er á og því haldið fram að við höfum ekki unnið að þessari kröfu ungra sjálfstæðismanna „Báknið burt“, og þá átt við í flestum tilfellum eyðingu Framkvæmdastofnunar ríkis- ins“ — (leturbr. mín, gb.). Ekki ætla ég að útskýra hér hvað átt er við með vígorðinu „Báknið burt“ né minna á önnur bar- áttumál s.s. kjördæmamálið, valddreifingu, vegamál og bar- áttu gegn verðbólgu. Þessum málum hefur verið komið á framfæri við forystumenn flokksins og á landsfundum. En þetta er dæmigert og undir- strikar þá gagnrýni ungra sjálfstæðismanna er þeir telja að ekki sé tekið nægjanlegt mark á orðum þeirra. Þess vegna hafa þeir oft farið þá leið að koma fulltrúum sínum í forystuna eins og sannaðist á síðasta landsfundi. Herðum róðurinn Að öðru leyti get ég verið sammála Pétri en veit að hann virðir það þó ég geti þess ekki sérstaklega. Það hlýtur að vera erfitt að vera verkalýðsforystu- maður og samtímis sitja á þingi. Sérstaklega í flokki þar jsem þess er að sjálfsögðu gætt jað ekki fari saman fagleg og [stjórnmálaleg barátta. Það hefur þeim Pétri og Guðmundi H. Garðarssyni tekist furðu vel. Samt tel ég að átt hefði að efna fyrr til kosninga þegar ljóst var hvert stefndi eftir sólstöðu- samningana. En það er nú gott að vera vitur eftir á eins og þar stendur. Ég vona svo að þessar at- hugasemdir séu ekki teknar sem árás á einstakling eða samtök. í Sjálfstæðisflokknum leyfist mönnum að hafa skoð- anir og allur ágreiningur rædd- ur málefnalega. Þar erum við Pétur á sama báti og ætlum okkur að leggja allar árar út og afla flokknum stóraukins fylgis í næstu kosningum. Gísli Baldvinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.