Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 Erlendur Jónsson skrifar um „Mál mynda ”og Jóhann Hjálmarsson skrifar um Félaga mannsins og MannlífíMosfellssveit » Mál mynda « Jóhann Iljálmarsson, LÍFIÐ ER SKÁLDLEGT. Ióunn. Rvík.. 1978. Áriö 1975 sendi Jóhann Hjálmarsson frá sér Myndina af langafa. Árið eftir kom svo Dajjbók borgaralegs skálds og þar næst (í fyrra) Frá Umsvölum. Með þessum þrem bókum breytti Jóhann verulega frá fyrri ljóðstíl. Fyrstu bækur Jóhanns höfðu verið innhverfar og að mörgu leyti dæmigerðar fyrir þann nýsúrreal- isma sem mörg ung skáld aðhyllt- ust fyrsta áratuginn eftir stríð og rúmlega það (ég nefni ekki atóm- skáldskap, Jón Óskar er samasem búinn að þinglýsa því orði sem eign sinnar skáldkynslóðar). Með Athvarfi í himingeimnum, sem kom út 1973, steig Jóhann fyrst verulegt skref til breytinga jafn- framt því að sú bók var talin — og það með réttu, held ég — lang- besta bók hans til þess tíma. Má segja að hún hafi boðað það sem koma skyldi því með þrem síðustu bókununt — þeim sem ég nefndi hér í upphafi og mynda eins konar ritröð — kynnti Jóhann nýja stefnu, opið Ijóð, sem margir hafa síðan tekið eftir. Eru það í raun og veru fyrstu kapítulaskipti sem hér hafa orðið í ljóðlistinni síðan atómskáldin komu fram um og fyrir 1950. Allar fengu bækur þessar góðar viðtökur, ekki síst Myndin af langafa, meðal annars af því að hún var fyrst í röðinni og kom því mest á óvart. Miðbókin, Dagbók borgaralegs skálds, ber þó að mínum dómi af umræddum þrem bókum, þar eru sum allra- bestu ljóð sem Jóhann hefur ort til þessa eins og Marsdagur. Frá Umsvölum er skemmtileg bók. En hún varð þessara bóka opnust og sumir létu í ljós þá skoðun að nú væri skáldið tekið að nálgast svo laust mál að vart yrði lengra gengið ef ekki ætti að stíga skrefið til fulls. En því aðeins rifja ég þetta upp hér og nú að mér sýnist Jóhann nú hvérfa aftur á svipað stig og hann stóð á er hann orti Athvarf í himingeimnum. Samt hygg ég að Lífið er skáldlegt verði hvorki flokkað með þeirri bók né með þrem síðustu bókunum enda þótt sum ljóðin hér minni á sum bestu ljóðin í Dagbók borgaralegs skálds heldur verði þessi bók talin algerlega sér á blaði, að minnsta kosti miðað við allt sem Jóhann hefur ort til þessa. Að umfangi fer ekki mikið fyrir þessum ljóðum, þau eru flest stutt, gagnorð, hvergi bruðlað með orð eða líkingar og er form þeirra þannig í flestum skilningi samþjappað. Orð eru nákvæmlega valin, skáldið leitar hér aftur á vit hins klára ljóð- forms, hinnar hreinu myndbygg- ingar ljóðsins svo manni koma í hug orð eins og klassisismi eða formalismi þó hvorugt nái að vísu að lýsa útþrykkilega því sem hér um ræðir. Er þó ekki þar með sagt að skáldið sé að hverfa aftur til þeirra sjálfhv' rfu sem einkenndi fyrstu bækur hans, síður en svo. Miðaö við allar fyrri bækur skáldsins samanlagðar má hins vegar segja að þessi sæki í átt til jafnvægis. Þar að auki finnst mér kominn inn í samhljóminn svo sem einn undirtónn í moll sem ég hef ekki áður formerkt í ljóðagerð Jóhanns. Hér eru víða líkingar sem leiða hugann að ljóðlist skáldsins fyrr á árum. Hin auð- skilda tjáning er hins vegar frá opna ljóðinu, en fyrst og fremst eru þessi ljóð ort á þann veg að þau standist í orðsins víðtækasta skilningi, rísi undir hvers konar mælikvarða sem á þau kann að vera lagður. Sem dæmi um þennan mjög svo gagnorða ljóðstíl má tilfæra ljóðið Talað við norrænt tré. Suraartré — vetrartré. á sumartrjám lauf ok fuKlar. á vetrartrjám snjóflygsur og fuglar. Lauf falla. snjóflygsur bráðna, fuitlar fljúga burt. Eins fer þér maður — mannslif. Skáldið skiptir bókinni í fjóra kafla, auk inngángsljóðs. Fyrir því (inngangsljóðinu) hefur Jóhann valið einkunnarorð frá Jorge Luis Borges: »... og enn hefurðu ekki ort ljóðið«. í fyrsta kaflanum eru hauststemmingar úr Vesturbæn- um þar sem skáldið er með fjölskyldu sinni, yrkir stutta allegóríu til konu sinnar, fylgist með lesefni barna sinna og leggur jafnvel út af því, hugsar til vina sinna og skáldbræðra erlendis sem sumir standa í erfiðum sporum og svo framvegis. Annan kaflann mætti í rauninni nefna ferðaljóð. Skáldið leggur leið sína að Hulduhólum, til Sverris og Steinunnar, gengur um kirkjugarðinn »þar sem áður hét Stafaholt« (minning Bjarna Sveinssonar í Eskiholti) og yrkir prósaljóðið Einn um Einar Ben. í Herdísarvík. »Særokið minnir okkur á gleymd skáld,« segir þar. Ljóðinu lýkur svo með þessum orðum: »Af þér lærðum við mál Jóhann Hjálmarsson mynda sem lyftust hátt, urðu fuglar með mikið vænghaf.« Líka minnist Jóhann á Útsæ Einars. Og það er ekki út í hött því hafið er víða í nálægð þessara ljóða. Eitt úthafsljóðið er Depurð hafsins. DepurA hafsins er lönjf «K grá, ta*randi birta hvítrar sólar í auKum okkar. svartir skýjabakkar og lödur við kletta. Þennan dag viÖ ströndina Ketum viö ekki flúið. Koma aðrir dagar meö aöra birtu? Félagi mannsins í máli og myndum FÁKAR íslenski hesturinn í blíðu og stríðu. Texfii Sigurður A. Magnússon. Myndir. Guðmundur Ingólsson o.fl. Bók þessi er upprunalega gerð af Iceland Review í enskri útgáfu og ber heitið STALLION OF THE NORTII. IIönnun> Auglýsingastofan h.f.. Gísli B. Björnsson. Útgefandii Bókaforlagið Saga 1978. „Það eru varla miklar ýkjur, að án hestsins hefði íslenska þjóðin naumast haldið lífi í þessu harð- býla, fjöllótta og afskekkta landi. Hesturinn var ekki einungis trygg- asti og þarfasti þjónn mannsins, sem bar hann og byrðar hans landshorna milli, heldur líka besti félagi hans, sem tók þátt í gleði hans og hátíðahöldum, stóð við hlið honum á tímum þrenginga, örvæntinga og náttúruhamfara." Þannig kemst Sigurður A. Magnússon að orði í bók sinni Fákar. Eins og hann bendir á í upphafi bókar er hesturinn ekki lengur þarfast þjónninn, en á vaxandi hylli að fagna meðal þjóðarinnar. Hestamannafélögum fjölgar og reiðskólar spretta upp því að það að eiga hest er orðið stöðutákn og stuðlar að hollri útivist streitufólks. Islenski hest- urinn hefur líka eignast aðdáend- ur erlendis, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. Segja má að vegur hans aukist með ári hverju því að eins og Sigurður sýnir fram á er hann einstakur meðal hesta, einangrun hans „hefur orðið til þess að hann hefur haldið ýmsum þeim eiginleikum sem týndust hjá öðrum evrópskum hestakynjum á síðustu 4—500 árum. Meðal þeirra eru gangtegundirnar fimm...“ Eg verð að gera þá játningu að ég kann ekki að sitja hest og skrifa þess vegna um þessa bók frá sjónarmiði leikmanns. En lofgjörð Sigurðar A. Magnússonar um íslenska hestinn þykir mér í senn falleg og vel rökstudd. Textinn er fræðandi og saminn af skáldlegu innsæi í heim þar sem maður. og dýr mætast. í raun og veru skrifar Sigurður um hestinn eins og hann sé gæddur mannlegum eiginleik- um. Hann brýnir fyrir mönnum að virða hestinn og viðurkenna hann: „og þá fyrst sýnir hann sínar bestu hliðar þegar þessi gagnkvæma virðing og traust er fyrir hendi." í fyrstu er lýst guðdómlegum uppruna hestsins með hliðsjón af grískri og norrænni goðafræði. Mörg dæmi eru nefnd um sam- skipti skálds og hests. Einar Benediktsson er þar að sjálfsögðu framarlega í flokki með ljóði sínu Fákum sem túlkar m.a. frelsið „í faxins hvin/ sem fellir af brjóstinu dægursins ok.“ Einnig er minnt á kvæðið Skúlaskeið eftir Grím Thomsen „einn af gimsteinum íslenskrar ljóðlistar, þó það sé morandi í bragvillum". Hvað segja varðveislumenn hefðarinnar um þetta? Skemmtileg saga er sögð af klaufaskap enska skáldsins W.H. Auden þegar hann var hér á ferð ungur maður. En á Austurlandi vann Auden það afrek að detta ekki af baki. Merkur áfangi í ævi hans: „Þetta var mín sigurstund. Eg var raunverulega karjmaður þegar á allt var litið.“ Enginn verður svikinn af þess- um lifandi texta. Sama er að segja um myndirnar sem eru fjölmargar og sýna íslenska hestinn „í blíðu og stríðu", kynna hann og náttúru landsins og þá menn sem kunna að umgangast hann á tilbeiðslu- kenndan hátt, ekki eins og þjón heldur félaga. Jóhann Hjálmarsson í VEIÐIHUG. Æviminningar Tryggva Einarssonar í Miðdal. Guðrún Guðlaugsdóttir skráði. Bókaútgáfan Örn og Ör- lygur 1978. í veiðihug er bók sem hefur það sér til ágætis að skýra frá mannlífi í Mosfellssveit. í henni eru heimildir um búskaparhætti, tómstundaiðju, veiðar, gullgröft, dulræn fyrirbrigði, kappreiðar svo að fátt eitt sé nefnt. Þess má geta að Tryggvi Einarsson var meðal þeirra fyrstu sem eignuðust út- varp og bíl í Mosfellssveit. Eru sögur af ökuferðum hans hinar kátlegustu. Tryggvi Einarsson ólst upp í stórum systkinahópi í Miðdal. Gestkvæmt var þar og töluverður samgangur við nágranna. Ekki ber Tryggvi þeim öllum vel söguna, en yfirleitt er lítið um lastmælgi í bók hans. Tryggvi virðist vera einn af þessum hresssu körlum sem Lyf jakostnaður á Borg- arspítalanum um 3% Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi greinargerð frá Borgarspít- alanum í Reykjavíki Vegna ummæla, sem höfð eru eftir Sverri Hermannssyni í Morg- unblaðinu þriðjudaginn 21. nóvem- ber 1977, bls. 33, viljum við taka fram eftirfarandi: Okkur er ekki kunnugt um, að Sverrir Hermannsson hafi fengið neinar upplýsingar um lyfjanotk- un á Borgarspítalanum, hvorki frá læknum spítalans né lfyjafræðing- um svo hann gæti lagt mat þar á. Tal hans um gervilyf og frumlyf er byggt á vanþekkingu. Ekki er bó fjarri lagi að ætla að hann eigi við sama lyfjaefni sem mismunandi framleiðendur selja undir mis- munandi heitum. Dæmi: tablettae diazepami 5 mg., ValiumR töflur 5 mg., StesoIidR töflur 5 mg., inni- halda allar 5 mg. af sama virka efninu, þ.e. diazepam. Það er að sönnu rétt, að diazepam kom fyrst á markaðinn undir heitinu Valium frá Roche, en að það skuli af þeim sökum kallast frumlyf og hin gervilyf er fráleitt. I tilfellum sem þessum hefur verið leitast við að velja ódýrustu lyfin á Borgarspítalanum. Á und- anförnum árum hefur lyfjakostn- aður spítalans verið 3% af heildar- kostnaðinum við reksturinn (verð- ur líklega rúmlega 100 milljónir á þessu ári). Það er því ekki mikið svigrúm til sparnaðar á verulegum fjárhæðum. Frá áramótum 1977—78 hefur lyfjanotkunin á Borgarspítalanum verið tölvuskráð. Það með er komið tæki til að meta hvaða sparnaðaráhrif breytingar hafa í för með sér og hafa staðið yfir kannanir til að halda lyfjakostnaði niðri, eins og frekast er unnt, án þess að sjúklingar fái í nokkru verri lyfjameðferð þess vegna. Kristján Linnet, lyfjafræðingur Borgarspítalans, bórður Harðarson, yfirlæknir lyflækningadeildar Sigurður B. Þorsteinsson, formaður lyfjanefndar lækna- ráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.