Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 62 Athugasemd frá Rannsóknarnefnd sjóslysa og reknefnd vegna ummæla siglingamálastjóra Vegna greinargeröar og ummaela siglingamálastjóra, Hjálmars R. Báröarsonar, í fjölmiðlum að undan- förnu varðandi skýrslu um rannsókn á reki gúmbáta o.fl., skal eftirfar- andi tekið fram af hálfu Rann- sóknarnefndar sjóslysa og undirrit- aðra fulltrúa í reknefnd: 1. Með bréfi, dagsettu 9. október 9.1., lét reknefnd Samgönguráðuneyt- inu í té umsögn sína um framan- greinda greinargerð siglingamála- stjóra. í bréfi þessu lét nefndin í ljós ósk um, að hún og Siglingamála- stofnun ríkisins gætu átt gott samstarf um að vinna að lausn þeirra brýnu mála, sem hér um ræðir, og væri það eðlilegt framhald af tilraunum nefndarinnar, sem engan veginn er unnt að telja tæmandi. Nefndin lagði frá upphafi áherslu á góða samvinnu við hina ýmsu aðila um framkvæmd þessa máls. M.a. starfaði fulltrúi frá siglingamálastjóra í reknefnd, innti þar af höndum þýðingarmikið starf og stóð að skýrslu nefndarinnar. I ljósi alls þessa þykir nefndinni mjög miður, að siglingamálastjóri skuli nú kjósa að gera störf nefndarinnar tortryggileg í fjölmiðlum á þann veg, sem hann hefur gert, og fær nefndin ekki skilið, hvaða tilgangi slíkt á að þjóna. Ymsar fullyrðingar hans verða að teljast rangtúlkanir og útúrsnúningar á skýrslu nefndarinn- ar eins og síðar verður vikið að. Hefði nefndin talið eðlilegra og siglingamálastjóra fremur sæmandi, að taka upp viðræður við nefndina um áframhaldandi athuganir og aðgerðir til úrbóta. Sum atriði í þessu máli eru svo brýn, að hefjast hefði þurft handa nú þegar í haust. Að þessu tilefni telur Rannsóknar- nefnd sjóslysa og óhjákvæmilegt að láta í ljós þá skoðun, að siglinga- málastjóri sé oft óþarflega neikvæð- ur og viðkvæmur gagnvart störfum og hlutverki nefndarinnar. Það kemur stundum fyrir í hinum ýmsu málum, sem nefndin fjallar um, að hún telur sig þurfa að setja fram ábendingar, sem að einhverju leyti má túlka sem gagnrýni á Siglinga- málastofnun ríkisins. Nefndin telur það hlutverk sitt m.a. að veita aðhald öllum þeim aðilum, sem hér eiga hlut að máli, hvort sem það eru sjómenn, útgerðarmenn eða opinber- ir aðilar eins og Siglingamálastofn- un ríkisins, sem gegnir mjög þýð- ingarmiklu hlutverki gagnvart öryggi allra sjómanna. Nefndin tekur hins vegar fram, að hún hefur reynt að leggja sitt af mörkum til að þessi stofnun yrði efld og þannig gerð hæfari til að sinna hlutverki sínu. Þannig hefur nefndin tvívegis ritað fjárveitinganefnd Alþingis bréf með beiðni um aukna fjárveitingu til stofnunarinnar. 2. Siglingamálastjóri hefur lagt fram kostnaðaráætlun um útgjöld vegna framkvæmda á tillögum reknefndar varðandi úrbætur á gúmbátum. Hljóðar áætlun þessi upp á 2 milljarða og 12 milljónir króna. Þar af er gert ráð fyrir miðunarstöðvum í 1000 þilfarsskip, sem samkvæmt áætluninni myndu kosta 1 milljarð og 260 milljónir króna, þ.e. 1 milljón og 260 þúsund krónur á hvert skip. I tillögum sínum lagði nefndin til, að í gúmbáta verði settar sjálfvirkar neyðarsendistöðvar, sem hefji send- ingar þegar gúmbátar koma í sjó til að auðvelda leit að þeim. Stöðvar þessar eru mjög fyrirferðarlitlar og telur nefndin ekki nauðsynlegt að breyta umbúðum bátanna þeirra vegna, né að draga þurfi úr þeim matarbirgðum, sem í þeim eru. Samkvæmt áætlun siglingamála- stjóra myndu slíkar sendistöðvar í alla gúmbáta islenska flotans kosta samtals 170 milljónir króna. Að því er varðar miðun sendinga frá slíkum stöðvum þá hafa flestar flugvélar tæki til að heyra í þeim og/eða miða þær. Flugvélar Landhelgisgæslunnar og Flugmálastjórnar hafa slík miðunartæki. Nefndin telur eðlilegt, að ef framangreind senditæki yrðu sett í gúmbáta þá ætti einnig að búa varðskip, hafrannsóknaskip og strandferðaskip ríkisins viðeigandi miðunarstöðvum. Þessar stöðvar ættu að sjálfsögðu alltaf að vera opnar til hlustunar. Með þessu ætti að vera séð fyrir góðu miðunarkerfi fyrir þessar neyðarsendistöðvar, sem tryggði árangursríka leit á skömm- um tíma. Að búa þurfi öll þilfarsskip íslenska flotans, 1000 að tölu slíkum miðunarstöðvum, eins og gert er ráð fyrir í framangreindri kostnaðar- áætlun siglingamálastjóra, telur nefndin nánast útúrsnúning. Hvaða tilgangi þetta á að þjóna verður ekki séð, nema ef vera skyldi til að hræða ráðamenn og almenning frá úrbótum í þessum efnum. Á það skal bent í þessu sambandi, að í gúmbátum flugvéla eru og hafa verið um nokkuð skeið sjálfvirkir neyðarsendar, sem þjóna eiga þeim tilgangi að auðvelta leit að þeim. Þá hefur nefndinni verið tjáð, að Ástralíumenn hafi fyrirskipað sjálf- 1 virk senditæki í gúmbáta skipaflota síns. Margar þjóðir aðrar íhuga hið sama. Nefndin leggur áherslu á, að öllu lengur má ekki bíða með aðgerðir í þessum efnum. íslenskir sjómenn eiga hér meira í húfi en flestir aðrir vegna harðra veðurskil- yrða hér við land. Þegar eru á markaðnum tæki, sem notuð eru í þessu skyni og ætti að láta tækni- menn okkar hefja undirbúning þess nú strax að þau verði sett í gúmbáta íslenskra skipa. Enda þótt þessi mál séu í athugun á vegum alþjóðastofn- unar sýnir reynslan að slík meðferð er seinvirk og ákvarðanataka þung- lamaleg, jafnvel þótt siglingamála- stjóri sé þar í nefnd. Við getum ekki beðið eftir slíkum ákvörðunum og verðum að taka til okkar eigin ráða. 3. Það skal tekið fram, að niður- stöður nefndarinnar um rek, 1—2 sjómílur á klst, undan vindi, eru miðaðar við verstu aðstæður, þ.e. úfinn sæ og 7—10 vindstig. Nefndin telur, að við hagnýta leit á sjó við þessi skilyrði sé þetta nokkuð áreiðanleg niðurstaða til viðmiðun- ar. I hverju einstöku tilviki verður hins vegar að hafa í huga áhrif strauma á rekið. Telur nefndin, að við framangreindar aðstæður séu slík áhrif yfirleitt lítil í hagnýtri leit. 4. Við tilraunir nefndarinnar voru aðallega notaðar eldri gerðir gúm- báta svo sem fram kemur í skýrslum um einstakar tilraunir. Kemur þar hvoru tveggja til, að sökum takmarkaðs fjármagns, sem nefndin hafði yfir að ráða í þessu skyni, tók hún þann kost að kaupa eldri báta, sem voru ódýrari en nýir, og einnig hitt, að rétt þótti að reyna þol og hæfni eldri báta, sem enn eru mikið í umferð á skipaflota okkar þrátt fyrir ugg margra um að þeir séu ekki fullkomin björgunartæki. I greinar- gerð siglingamálastjóra kemur fram, að um 1040 slíkir bátar eru í umferð af 1700 gúmbátum á flotanum. Tekið skal fram vegna ummæla siglinga- málastjóra, að bátar þeir, sem nefndin notaði við tilraunir sínar, voru skoðaðir og prófaðir af viður- kenndum skoðunarmönnum gúm- báta áður en þeir voru notaðir. Þá var og talið, að gagnvart reki og rekhraða skipti aldur báta ekki máli. Eftir að tilraunir hófust kom í ljós, að mjög takmarkað var unnt að einbeita sér að rekathugunum, þar sem bátarnir stóðust yfirleitt ekki veðurhaminn, þegar kom upp í 8—10 vindstig. Setti þetta nefndinni óneitanlega viss takmörk í sambandi við athuganir á reki, en jafnframt hlaut þetta að beina athyglinni því frekar að sjóhæfni bátanna og útbúnaði þeirra. Eins og rakið er í skýrslu nefndar- innar slitnuðu rekakkeri bátanna oftast frá þeim og varð það til þess að þeim hvolfdi. Virtist þetta eiga jafnt við eldri báta sem nýja. í greinargerð siglingamálastjóra kem- ur og fram það álit, að stöðugleiki eldri og nýrri báta sé svipaður. Ástæða er einnig til að taka undir þá ályktun í greinargerð siglingamála- stjóra, að tjöld bátanna virðast veik, svo og lokunarbúnaður þeirra, og virðist þetta ekki síður eiga við nýrri báta samkvæmt þeirri reynslu, sem nefndin fékk. Vissulega má taka undir það, að i æskilegt hefði verið að geta gert fleiri tilraunir til að fá frekari samanburð á bómullarbátum og nylonbátum. Svo mikill tími hafði hins vegar farið í þessar tilraunir og það lítið fé til ráðstöfunar, að nefndin taldi ekki verjandi að bíða lengur með að gera grein fyrir niðurstöðum þeirra tilrauna, sem fram höfðu farið. Að hennar áliti höfðu komið fram svo ótvíræðar vísbendingar um veika hlekki, að þegar í stað yrði að hefjast handa um úrbætur. Telur nefndin, að meginniðurstöður hennar séu óyggj- andi um nýja báta sem gamla, einkum að því er varðar rekakkerin. 5. Nefndin telur sem fyrr að innköllun bómullarbáta sé óhjákvæmileg, aðallega vegna hættu á fúa. Hins vegar tekur hún fram, að ekki þarf að vera nauðsynlegt að þessir bátar verði innkallaðir allir í einu. Byrja má á elstu bátunum, en samt verði tryggt, að á hverju skipi verði a.m.k. bátsrými fyrir áhöfn þess í nýrri gerð báta. Heildarinn- köllun þessara báta mætti t.d. fara fram á 2—4 árum til þess að gera kostnað við þetta viðráðanlegri. Samkvæmt kostnaðaráætlun sigl- ingamálastjóra myndi þessi ráðstöf- un kosta í heild 520 milljónir króna. Nefndin bendir á í þessu sam- bandi, að Bretar hafa fyrirskipað innköllun eldri báta en frá 1966 á flota sínum fyrir 1. júlí 1979. 6. Siglingamálastjóri er á móti bárufleygum í gúmbátum á þeirri forsendu að ekki fari vel saman gúmmí og olía eða lýsi. Bárufleygar hafa lengi verið hafðir í björgunar- bátum og oft komið sér vel. Tryggar umbúðir er örugglega unnt að útbúa í þessu skyni, en í neyð getur bárufleygur ráðið úrslitum um björgun og skiptir þá ekki máli, þótt ekki fari vel saman gúmmí og olía eða lýsi. 7. Siglingamálastjóri telur óþarfa ábendingu nefndarinnar um að haft verði stöðugt og vakandi eftirlit með þeim ýmsu gerðum gúmbáta, sem fluttar eru til landsins áður en sala þeirra er leyfð. Tilefni þessarar ábendingar var einkum það, að nýlegur nylonbátur (frá 1974), sem nefndin notaði við eina tilraun sína, reyndist að hennar mati vera með Neytendaþjónusta á Norðurlöndum BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi frá Kvenfélagasambandi íslands. I byrjun nóvember sóttu neyt- endafulltrúar frá ýmsum stöðum ásamt fulltrúum frá ráðuneytum, stjórnvöldum og félagasamtökum á öllum Norðurlöndunum ráð- stefnu á „Hásselbyslot" í Stock- hólmi. Skrifstofa norrænu ráð- herranefndarinnar í Oslo hafði skipulagt þessa ráðstefnu og var fjallað um neytendamál og þá starfsemi í þágu neytenda sem fram fer á Norðurlöndunum. Fulltrúi íslendinga á ráðstefnunni var Sigríður Haraldsdóttir, ráðu- nautur hjá Kvenfélagasambandi íslands. í þjóðfélagi þar sem vöruúrvalið í verslunum breytist sífellt breyt- ast neysluvenjur fólks með ýmsu móti. Neytendur þekkja ekki allar þær nýju vörur sem koma á markaðinn og eru því oft illa á vegi staddir þegar þeir þurfa að festa kaup á einhverjum varningi. Seljendur hafa í flestum tilvikum mun sterkari aðstöðu. Til þess að bæta stöðu neytand- ans hafa verið sett ýmiskonar lög. Má þar nefna kaupalögin sem hér á landi voru samþykkt árið 1922 og lög um verðlag, samkeppnishöml- ur og óréttmæta viðskiptahætti, sem samþykkt voru á Álþingi í maí sl. En þau lög munu ekki öðlast giidi fyrr en að ári eins og kunnugt er. En þegar víðtæk lög eru sett til að vernda neytendur þarf að hafa umsjón með því að þeim sé framfylgt og að allir neytendur hvar sem þeir búa á landinu njóti þeirrar verndar sem lögin eiga að veita þeim. Á hinum Norðurlöndunum hefur verið komið á fót neytendastofn- unum af ýmsu tagi. Slíkar stofn- anir hafa með höndum ýmiskonar verkefni eins og t.d. að hafa umsjón með lögum sem sett eru neytendum til verndar, rannsaka vörur og eiginleika þeirra, setja fram tillögur um vörulýsingar sem eiga að fylgja söluvarningi, svo að neytendur átti sig betur á eigin- leikum hans, áður en kaupin eru gerð o.m.fl. Þessar stofnanir sjá einnig oft um að birta fróðleik um neytendamál í fjölmiðlum, þær gefa út eigin tímarit og bæklinga, þar sem birtist allskonar fróðleik- ur um neytendamál og önnur mál viðvíkjandi heimilisrekstri. íslend- ingar taka þátt í þessu samstarfi undir forustu Björgvins Guðmundssonar, skrifstofustjóra í viðskiptaráðuneytinu. En nú á einnig að efla samvinnu á milli þeirra sem stunda neytendaþjón- ustu í dreifbýli og á öðrum stöðum utan höfuðborgarsvæða. Hér á landi verður varla hjá því komist að koma á fót neytendastofnunum víða um landið, þegar lög um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti öðlast gildi. Reynslan á Norðurlöndunum hefur leitt í ljós að neytendur reyna að leita aðstoðar við val á ýmsum vörutegundum, þegar þeir þurfa að leysa ýmiskonar vanda- mál varðandi viðhald á vörum sem þeir hafa fest kaup á og hagnýta þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Ennfremur þurfa neytendur oft á aðstoð að halda þegar koma skal á framfæri kvörtunum út af göliuðum vörum. Fjárhagsleg af- koma heimilanna er að miklu leyti undir því komin, hvernig þau mál verða af hendi leyst, enda ráða neysluvenjur sem menn temja sér jafn miklu um afkomu heimilanna og tekjurnar. Á undanförnum áratugum höfum við hér á landi lagt megináherslu á að afla tekna til heimilisins minna hefur verið lagt upp úr því hvernig tekjúnum er varið. Á Norðurlöndunum hefur aðstoð við neytendur sem flestir eru forráðamenn heimila verið skipu- lögð með ýmsum hætti. Finnar hafa nýlega leitt í lög hjá sér að öll sveitarfélög í landinu komi á fót neytendaþjónustu og eru í gildi fastar reglur fyrir þá starfsemi. I Noregi hafa neytendaskrifstof- ur verið settar á laggirnar í öllum sýslum landsins. Þeim er öllum stjórnað af hinu norska neytenda- ráði sem er ríkusráð. I Danmörku vinna 75 ráðunaut- ar í heimilisfræðum hjá frjálsum félagasamtökum, en þau fá ríkis- framlag fyrir starfsemi sína. En þar að auki hafa víða verið stofnuð neytendafélög. I Svíþjóð hefur þingið mælt með því við öll sveitarfélög að þau komi upp neytendaþjónustumiðstöð. Fram að þessu hafa 170 af 277 sveitarfélögum farið eftir þeim tilmælum. Starfsemin er rekin á vegum sveitarfélagsins og er því algjörlega frjáls, en stór ríkis- stofnun sem fjallar um öll neyt- endamál Svía (Konsumentverket) styður starfsemina með því að láta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.