Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 37 senda afrit af öllum greinunum til allra ritstjóranna, og þeir áttu síðan að sjá um að senda þær til sérfræðinga, hver í sínu landi. Þetta var gert annars vegar til þess að gagnrýna greinarnar og hins vegar vegna þess að upphaf- legur greinarhöfundur gat sjaldan skrifað grein fyrir öll Norðurlönd- in í einu og þurfti því oft að bæta við aðalgreinina. Viðbæturnar við aðalgreinina gátu því oft verið hver á sínu tungumáli. Eins og ég sagði áðan, þá var þetta ákaflega tímafrekt verk og kostaði miklar bréfaskriftir og vinnu að útvega greinar og viðbætur í tæka tíð. En með þessu var ætlunin að tryggja það að fjallað væri um allt efni alhliða frá öllum löndum. Starf ritstjóranna var því tvíþætt, þ.e. þeir þurftu að útvega upphafs- greinar og sjá um að þær væru skoðaðar og bætt væri við þær ef þörf þætti til.“ „42 íslendingar skrifuðu um 700 greinar“ — Var ritstjórastarfið fullt starf? „Nei, þetta var einungis íhlaupa- vinna hjá okkur Magnúsi, en hún var oft mjög tímafrek, því vegna fámennis okkar Islendinga var oft erfitt að fá fólk til að skrifa greinar. Þó voru það furðu margir sem inn í þetta drógust, þegar síga fór á seinni hlutann, en alls skrifuðu 42 Islendingar um 700 greinar, en höfundar í allri Ritstjórar alfræðiorðabókarinnar. Sitjandi frá vinstrii Jakob Bcnediktsson (ísland), John Granlund (Svíþjóð), Georg Roma (framkvstj. í Kaupmannahöfn).. Standandi frá vinstri. Alan Karker (Danmörku). Finn Hödnebö (Noregur) og Helge Pohjolan-Pirhonen (Finniand). Myndin var tekin árið 1975. orðabókinni munu vera nær 900. Ég held að það sé ekki fjarri lagi að áætla að í hverju bindi séu um 300—400 greinar, þannig að sam- tals í öllum bindunum gætu verið á milli sjö og átta þúsund greinar. Lengd greinanna er hins vegar frá nokkrum línum upp í margar blaðsíður, en meðallengdin er um ein blaðsíða, en það segir þó ákaflega lítið því efni greinanna er mjög misjafnt. Lengsta greinin sem skrifuð var frá Islands hálfu er níu blaðsíður, en það er grein Einars Ólafs Sveinssonar um Islendingasögur. Eins og ég sagði áðan þá fengum við Magnús oft enga íslendinga til að skrifa sumar greinar, og þá urðum við einfaldlega að skrifa-þær sjálfir, ef þess var nokkur kostur, enda höfum við Magnús samanlagt skrifað 470 af þessum 700 greinum sem Islendingar skrifuðu, og Magnús á þar heldur drýgri hlut en ég. Að skrifa slíkar greinar var oft tímafrekt, því grein sem ekki er lengri en 20—30 línur getur t.d. kostað margra klukkustunda vinnu. Þetta stafar ekki síst af því að á sviði íslenskrar menningar- sögu frá miðöldum, er ákaflega margt lítt eða ekki kannað. Takmarkið með þessari vinnu var að reyna að draga saman í aðalatriðum það sem menn best vita um ákveðið efni. Við hverja grein var síðan bætt allítarlegri bókaskrá um viðkomandi efni, þannig að þó grein væri ekki annað en stutt yfirlit, væri á auðveldan hátt hægt að afla sér frekari upplýsinga." „Rókin uppseld að mestu leyti“ — Hvernig móttökur hefur verkið fengið? „Ég veit að þessi bók hefur selst mun betur en upphaflega var gert ráð fyrir og er hún þegar uppseld að mestu leyti. Víða hefur hún verið mikið notuð og í fræðiritum má oft sjá vitnað í haná, og hún er talin nauðsynlegt hjálpargagn við alla háskóla, sem leggja stund á norræn fræði. Þetta er fyrsta orðabók sinnar tegundar í veröld- inni, að því er ég best veit, en í Þýskalandi er nú verið að vinna að samskonar verki um evrópskar miðaldir. Kringum 1930 var byrjað á stóru safnriti um norræna menningar- sögu, Nordisk kultur, en það rit var byggt upp allt öðruvísi. Þar var samstætt efni í hverju bindi og stórar ritgerðir, jafnvel heilar bækur, um hvert efni. Þetta var mjög gagnlegt verk á sínum tíma og heldur enn sínu gildi um marga hluti, en var þó engan veginn samið sem alfræðiorðabók, því hvert bindi er sjálfstæð heild, og mörg efnisatriði urðu með öllu útundan. Einmitt það var ein af ástæðunum til þess að hugmyndin um orðabókina kom fram.“ A.K. 14% kaup- hækkunin er vegna verð- hækkana frá 1. nóv. sl. - seg ja símamenn FÉLAGSRÁÐ Félags ísl. síma- manna samþykkti ályktun á fundi sínum fyrir nokkru þar sem mótmælt er „eindregið enn sem fyrr öllum lagasetningum sem skerða umsamin kjör félags- manna F.I.S.“ Síðan segir í ályktun fundarins: „Fundurinn vekur athygli á því, að þær 14.13% verðbætur, sem eiga að koma á laun þann 1. des. n.k., eru vegna verðlagshækkana, sem fram voru komnar 1. nóv. s.l. Félagsráð skorar á rikisstjórn og Alþingi að leita annarra úrræða í baráttunni við verðbólg- una en að lækka umsamin laun.“ Basar og flóa- markaður ungl- ingaheimilisins í DAG, l.- desember, heldur unglingaheimili ríkisins í Kópa- vogi basar og flóamarkað í Breið- firðingabúð við Skólavörðustíg. Mikið úrval alls kyns muna svo sem leirmuna, handavinnu, fatn- aðar o.fl. Starfsfólk og unglingar heimilisins standa að þessum basar og flóamarkaði. Opið er frá klukkan 9 til klukkan 19. Einnig er opið klukkan 9—17 á laugardag. hefur lítið sjónsvié LTOMA jóícJeikur 350.000 króna verðlaun Sendu smellið svar og reyndu að vinna til Þú þarft aðeins að svara eftirfarandi Ljóma verðlaunanna fyrir jól! spurningu: HVERS VEGNA HEFUR LJÓMA VERIÐ LANG MEST SELDA SMJÖRLÍKIÐ Á ÍSLANDI UNDANFARNA ÁRATUGI? I. VERÐLAUN — TVÖ-HUNDRUÐ-ÞUSUND KRONUR II. VERÐLAUN — EITT-HUNDRAÐ-ÞUSUND KRONUR III. VERÐLAUN — FIMMTIU-ÞUSUND KRONUR Sendu svar þitt — í bundnu máli eða óbundnu — merkt: Jólaleikur Ljóma, pósthólf: 5251, deild a,105 Reykjavík. Svarið verður að hafa borist okkur þann 18. desember 1978. • smjörlíki hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.