Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 57 fclk í fréttum + Síðasta íréttamyndin, sem við höfum séð af hinum helsjúka forseta Alsírs, Houari Boumediene. — Er hún tekin af honum um miðjan þennan mánuð á flugvellinum í Moskvu (veifar vinstri hendi). Hann fór þá frá höfuðborginni eftir heimsókn þangað og fundahöld með sovézkum ráðamönnum. í þeim hópi skal fyrstan frægra telja sjálfan Leonid Brezhnev. — Það var Alexei Kosygin, (við hliðina á honum) sem fylgdi Boumediene út á flugvöllinn ásamt þéssum glaðlega hópi embættismanna. Ekki er þess getið hver hún er konan á myndinni, lengst til hægri. HÁSKÓLA- TÓNLEIKAR Háskólatónleikar verða í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut laugardaginn 2. desember kl. 17. Anna Júlíana Sveinsdóttir syngur lög eftir Mozart, Schubert, Schumann, Brahms, Jónas Tómasson og Arnar Björnsson viö undirleik Guörúnar A. Kristinsdóttur. Aögöngumiöar fást viö innganginn og kosta 1000 kr. BÖKUNARVÖRUR Á SÉRTILBODi Sértilboöi okkar á bökunarvörum lýkur á motgun, laugardag. OPIÐTIL KL.10 Í KVÖLD OC KL. 6 Á MORGUN HAGKAUP SKEIFUNN115 + Gamli lúðraþeytarinn á þessari mynd var á vígvellin- um í fyrri heimsstyrjöldinni. Er vopnahléið gekk í gildi var hann staddur í franska bæn- um Toul. Bandaríski hers- höíðinginn Persing var þar með her sinn. Ilann kallaði þá fyrir sig þennan lúðraþeytara, Hartley Benson Edwards að nafni. Ilann gaf honum skipun um að blása í iúðurinn — blása heimsstyrjöldina af, hvað hermaðurinn.ungi gerði. — En nú fyrir skömmu lézt Edwards. — Hann hafði tekið lúðurinn sinn með sér heim tii Bandarfkjanna og varðveitti hann alla tíð. — En nú er iúðurinn, sem er auðvitað safngripur, kominn í hið fræga safn vestra Smithsonian-safnið. Lúðra- þeytarinn varð 83 ára. + Þær lögðu sinn skerf fram til mannúðarmála, er efnt var til fagnaðar í London fyrir nokkru. Það var einmitt nærvera þeirra sem einna helzt hafði dregið fólk að. Báðar höfðu þær tekið þátt í fegurðarsamkeppninni „ungfrú alheimur“. — Þær mættu ekki í bikini-baðfötum, heldur í fullum galla þjóðbúninga landa sinna. — Þær eru Loren Christina Mai frá Ítalíu og Sari Alon ísrael (til h.). OCCJO ... Skósalan, Laugavegi 1. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.