Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 55 muni leiða til þeirrar lífskjarabót- ar, sem efni stóðu til. Beinir skattar — ráöstöfunartekjur Þriðja atriðið, sem tvímælalaust hefur áhrif á lífskjör manna, þótt örðugra sé að mæla það í saman- burði af þessu tagi, er hlutur beinna skattgreiðslna í þjóðar- framleiðslu, þ.e. hverjar eru ráð- stöfunartekjur einstaklinganna án tillits til launa- og kauptaxtahlut- falla. Það gefur auga leið, að skattbyrðin getur verið svo ólík, að hún orki annaðhvort til meiri eða minni launamunar í reynd en þess sem fram kemur við samanburð á kauptöxtum eða tekjum einum saman. Þótt samanburður á byrði beinna skatta sérstaklega gefi ekki alls kostar rétta mynd af heildar- skattbyrðinni, vegna mismikils vægis þeirra í hinum einstöku löndum, fást þó ákveðnar vísbend- ingar um raunverulegar ráðstöf- unartekjur einstaklinganna. Þessi samanburður er íslandi tvímæla- laust í hag, þar sem beinu skattarnir eru hér til muna lægri en á öðrum Norðurlöndum og raunar þótt víðar væri leitað. Af þessu sýnist mega ráða, að ráð- stöfunarfrelsi — valfrelsi ein- staklinganna — er hér meira en á öðrum Norðurlöndum. Og þá vaknar jafnframt sú spurning, hvort þetta atriði megi ekki teljast verulegur kostur í lífskjörum. Jafnvel þótt horft sé til þess, að óbeinir skattar eru hér hlutfalls- lega þyngri en á öðrum Norður- löndum, þá er niðurstaðan engu að síður sú, að samanburður á heildarskattbyrðinni sé íslandi fremur í hag. ára. Því miður liggja ekki fyrir upplýsingar um önnur ár. Það sama gildir um verslun eins og þjónustu og samgöngur. Erfið- leikar eru á að staðvirða tekjurn- ar, en sé vísitala neysluvöruverðs notuð til að átaðvirða veltu verslunarinnar virðist hafa verið 22% vöxtur í greininni árin 1971 — 1974 sem er um 5% á ári. Hér er útflutningsverslun og heildsöludreifing áfengis og tóbaks og smásala áfengis undan- skilin. Niöurstöður Helstu markmið í efnahags- málum eru 1) full atvinna, 2) stöðugt verðlag og 3) hagvöxtur. Með stefnu í fjárfestingarmálum, sem stuðlar að þriðja markmiðinu verður auðveldara að ná hinum tveimur, því með hagvexti eru meiri líkur á að þörfum okkar til lífsgæða verði fullnægt þ.e. brúað það bil sem er á milli þjóðartekna og ráðstöfunarhneigðar. Hagvöxt- ur bætir einnig stöðu innlendra atvinnuvega gagnvart erlendri samkeppni og kemúr í veg fyrir að grípa þurfi til samdráttaraðgerða vegna óhagstæðrar stöðu landsins út á við. Ef þetta eru þau markmið sem við viljum keppa að, þá verðum við áð viðurkenna takmörk fjárfestingar í frumvinnslugrein- unum til" hagvaxtar og örva fjárfestingu í úrvinnslu. Fjárfest- ingarmál landbúnaðar og sjávar- útvegs eru afar viðkvæm. Sá vandi sem nú er við að glíma í þessum efnum væri ekki fyrir hendi ef hér byggju 400 þúsund manns og afrakstursgeta botnlægra fisk- tegunda væri 2 millj. smálesta, en því miðu ur er íbúatala landsins aðeins 220 þús. inanns og óvarlegt er að áætla að varanlegur botn- fiskafli af miðunum við landið geti orðið meiri en 800 þús. tonn. Enn virðist iðnaðurinn hafa mikið olnbogarými til aukinnar fram- leiðslu, á meðan framleiðsla land- búnaðarins er komin langt út fyrir innanlandsmarkað á sviði mjólkur- og kjötframleiðslu og afkastageta fiskiskipaflotans er orðin meiri en afrakstursgeta fiskstofnanna. Iðnaðarráðherra: Vetni og tré- spíritus f ram- leitt hérlendis? „IIUGSANLEGT er að við íslend- ingar getum innan ekki mjög langs tíma hagnýtt orkulindir okkar til framleiðslu á eldsneyti.“ sagði Hjörleifur Guttorsmson. orku- og iðnaðarráðherra. á fundi sambands ísl. raíveitna Sagði ráðherrann að við blöstu mörg og heillandi verkefni á sviði orkumálanna, ekki hvað síst tengd nýtingu jarðvarmans, en þar værum við framarlega á alþjóða- mælikvarða hvað þekkingu varðar. Sagði hann að nýlega hefðu komið fram ábendingar frá íslenskum vísindamönnum, um að við gætum framleitt tréspíritus og vetni, og þannig dregið úr innflutningi eldsneytis til landsins, og hugsan- lega orðið veitendur á þessu sviði. „Frá víti tileilífðar” FRÁ VÍTI til eilífðar eftir Edward S. Aarons er nú komin út í annarri útgáfu hjá Bókaútgáf- unni Ilildi. Sagan styðst við sanna atburði úr síðari heimsstyrjöldinni. Þar segir frá ungum pilti, sem elst upp í fátækrahverfi Los Angeles, baráttu hans við að standa sig meða! félaganna og verða viður- kenndur í sínum hópi. Þá er einnig sagt frá framgöngu hans og afreksverkum í hinni óhugnanlegu og mannskæðu landgöngu í Saipan og sigri Bandaríkjamanna þar. mw' F^tsla upp\a9'0 a\p\ö\u L\ósanna í bænum etnú uppseW Viljum við óska þessari nyju hljomsveit hjartanlega til hamingju með viötökurnar, sem hún hefur fengið. Þaö fer ekki milli mala aö her er a feröinni hljomsveit sem kveöur aö. Með lögum skal land byggja fcaÍAorhf Símar 28155 og 19490.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.