Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 MORö'dto-* kafr/Nö * DrSl'í Mér er meinilla við að nefna kauphækkun. Synir mínir .scgja mér að heima hjá leikfélöííum þeirra sé -líka borðað á þriðjudög- um. fimmtudöKum og laugardög- um? Hvort viljið þið nú heldur að hann Dúddi litli leiki fyrir ykkur svo sem nokkrar fiðlusónötur eða bara fá yfirhafnirnar ykkar? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Varriarspilarinn, sem velja þarf útspil í upphafi reynir eðlilega að skipuleggja vörnina eins og unnt er þó hann hafi ekki annað en sagnir sér til leiðbeiningar. Að- stöðumunur hans og sóknarspilar- ans, sem hefur þó 26 spil til sinnar áætlunargerðar, er ansi mikill. I dag velja lesendur útspil frá hendi vesturs. S. Á7 H. Á54 T. Á432 L. 9654 Suður er gjafari, allir eru á hættu og sagnirnar hafa gengið þannig: Norður 2 tÍKlar 3 spaftar Vestur Austur COSPER Surtur 1 tÍKull 2 spaftar 4 spaöar og allir pass. Lokasögnin er fjórir spaðar og þú Vinnumiðlun fyrir aldraða? „Á föstudaginn í síðustu viku birtist í Morgunblaðinu athyglis- verð grein um vandamál aldraðra eftir Sigurð Gunnarsson fyrrv. skólastjóra. Ég vil leyfa mér að þakka honum fyrir þessa þörfu hugvekju og undirstrika meginefni hennar með nokkrum orðum. Sigurður segir réttilega að mikið og fórnfúst starf hafi þegar verið unnið fyrir aldrað fólk, og margir ágætir menn, karlar og konur, hafi unnið og vinni sífellt að þeim störfum. En engu að síður sé enn margt óunnið og þar nefnir hann alveg sérstaklega atvinnumál hinna öldruðu, — þeirra sem dæmdir hafa verið úr leik um eða eftir 70 ára aldursmarkið. eru enn við góða heilsu, hafa mikið starfsþrek og vilja gjarna vinna áfram, eitthvert starf við hæfi, hálfan dag eða hluta úr degi. Ég vil alveg sérstaklega undir- strikaþetta atriði í grein Sigurðar. Ég þekki eins og hann eldir menn sem hafa bókstaflega fallið saman. eins og hann orðar það ágætlega, af því að þeir höfðu ekkert við að vera. Og ég þekki líka heilsugóða menn, sem hættir eru föstu starfi og hafa leitað mjög víða eftir vinnu, hálfan dag eða hluta úr degí, en hvergi fengið áheyrn. Það er vissulega brýn nauðsyn, eins og Sigurður bendir á, að koma fastri skipan á þessi mál sem allra fyrst, — setja á stofn þjónustu- miðstöð sem sér um þessa vinnu- miðlun, svo að allir þeir öldruðu, karlar og konur, sem heilsu hafa og vilja vinna hluta úr degi, eigi örugglega kost á því. Alþingi á hiklaust að hafa þarna forystu — koma á fót þjónustu- miðstöð, sem gjarna mætti nefna vinnumiðlunarstofnun hinna öldruðu, og fela þar forystu öruggum og áhugasömum manni. Þetta mikla nauðsynjamál þarf að leysa strax á þessu þingi. Er ekki þarna einmitt tilvalið verkefni fyrir hina ungu og framgjörnu þingmenn sem sæti hlutu á Alþingi í síðustu kosningum? Það færi vissulega vel á því að þeir leiddu þetta mál fram til sigurs. Einn úr hópi hinna öldruðu." • 200 þúsund nægja „Ég sem nú er kominn á níræðisaldurinn og er farinn að þekkja af reynslunni hvers við gamla fólkið njótum frá samfélag- inu, get ekki annað en verið þakklátur fyrir hve rausnarlegt það er. Síðan ég, fullt áttræður, hætti minni verkamannavinnu, höfum við konan mín fengið þetta átt út? Reikna verður með þrem slögum á ásana en varla er hægt að búast við mörgum háspilum á hendi austurs. En hvaða ályktanir má draga af sögnunum. Suður opnaði á tígli og sagðist eiga þar minnst fjögur spil. Norður studdi litinn, . sem þýðir að hann á minnst þrjú og sjálfur áttu fjögur, sem þýðir með einfaldri samlagningu, að austur á ekki fleiri en tvö. Þetta segir okkur nóg. Við spilum tígulás og vonum, að makker geti trompað næsta tígul. Norður S. 5432 H. D7 T. D87 L. K1072 , Austur S. 986 H. G109862 T. 65 Suður L' 83 S. KDG10 H. K3 T. KG109 L. ÁDG Nei, hann trompar ekki en við fylgjum áætlun okkar, tökum á spaðaás við fyrsta tækifæri, spil- um þriðja tíglinum og þá trompar austur. Við fáum næsta slag á hjartaás og tryggjum fimmta slag varnarinnar með því að spila síðasta tíglinum. Vcstur S. Á7 H. Á54 T. Á432 L. 9654 Endurskoðun mjólkur reglugerðar hraðað Safnadarfélag Keflavíkurkirkju IIEILBRIGÐIS- og tryggingamála- ráðuneytið hefur óskað eftir að eftirfarandi verði komið á framfæri í framhaldi af fréttum um stimplun mjólkur og mjölkurvarai Hinn 2. nóvember sl. heimilaði ráðuneytið Mjólkursamsölunni í Reykjavík að stimpla mjólk fratn- leidda miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga í allt að 5 daga eftir gerilsneyðingu. Engin undanþága var heimiluð fyrir mjólk framleidda mánudaga og þriðjudaga, þannig að um þá stimplun fer samkvæmt gildandi reglugerð, þ.e.a.s. þrír dagar eftir gerilsneyðingu. Undanþága þessi gildir þar til ný mjólkurreglugerð hefur tekið gildi, þó aldrei lengur en til 1. apríl 1979. Endurskoðun mjólkurreglugerðar er hafin og verður því verki hraðað eins og frekast er unnt. Framangreind undanþága er bundin eftirfarandi skilyrðum: 1. Að Mjólkursamsalan tryggi og ábyrgist að fullu gæði vörunnar nefnt undanþágutímabil. 2. Að sérstök áðgæsla skuli höfð með framleiðslu miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. 3. Að tryggt verði að mjólk sú, sem unnið er úr, sé að öðru leyti í samræmi við ákvæði gildandi mjólkurreglugerðar, sérstaklega hvað snertir aldur hráefnis þegar það er tekið til vinnslu. Með hliðsjón af framangreindri undanþágu fór ráðuneytið þess á leit við hlutaðeigandi heilbrigðiseftir- litsaðila, að opinbert eftirlit yrði stóraukið sérstaklega með fram- leiðslu miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Hefur slíkt verið gert, þannig að í dag er fylgst miklu betur með framleiðslunni en áður. Jafnframt lagði ráðuneytið áherslu á það við hlutaðeigandi heilbrigðiseftirlitsaðila, að gripið yrði til viðeigandi aðgerða teldist þörf á slíku og ekki leyfð lengri stimplun en í 4 daga hið mesta. HINN árlegi jólabasar Safn- aðarfélags Keflavíkur- kirkju verður haldinn laugardaginn 2. desember kl. 2.00 eftir hádegi í Kirkjuiundi. Hafa safnaðarkonur unnið þessa muni mikið til í hópvinnu. Eins og undanfarin ár mun Safnaðarfélagið láta ágóðann renna til kirkjunnar og safnaðarheimilisins. _ „ , Eru Suður- nesjabúar hvattir til að koma og styrkja gott málefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.