Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 Frá ráðstefnu BHM um lífskjör á íslandi: Bolli Þ. Bollason hagfræðingur: Launakjör eru lakari hér á landi en í öðrum Norðurlönd- um að Finnlandi undanskildu Á ráösteínu BIIM um launa- kjiir xeröi Bolli l>. Bollason hajífra'öinjíur samanhurö á launakjörum hér og á öðrum Norðurlöndum og komst að þeirri niöurstöðu. að „eins og nú háttar eru launakjör á íslandi heldur lakari en á öðrum Norðurlöndum. að Finnlandi undanskildu. Me«in skýrinKÍn á þessum launamun er sú. að þjóðartekjur eru hér til muna lægri. Af þessum sökum er þcss vart að vænta. að við húum við sambærileg launakjör og þessar þjóðir. Þetta tel ég raunar. að sé kjarni málsins." sagði Bolli Bollason. en hér á eftir fara kaflar úr erindi hans. Hlutur launa í Þjóðartekjum er minni Hér á landi er hlutfall neyzluút- gjalda af þjóðarframleiðslu nokkru lægra en bæði í Svíþjóð og Danmörku, en svipað og í Noregi og Finnlandi. Hlutur fjárfestingar í þjóðarframleiðslu er hins vegar meiri hér á landi en í tveim fyrrnefndu löndunum, en svipaður og í Noregi og Finnlandi. Frá 1970 og allt fram til 1976 hefur sívaxandi hlut þjóðarteknanna verið varið til fjárfestingar hér á landi og er í því að finna meginskýringuna á því, hve hlutur launa í þjóðartekjum hefur vaxið hægar hér en annars staðar á Norðurlöndum. Ef leita á orsaka þeirrar fjár- festingaröldu, sem hér hófst fljót- lega upp úr 1970 og lýsti sér í miklum skipa- og flugvélakaupum og framkvæmdum innanlands, verður fyrst fyrir, að lánsfjárút- vegun var mun auðveldari en verið hafði, jafnt innanlands sem er- lendis. En hitt er ekki- síður mikilvægt, að fjármagnskostnaður varð mun léttbærari en áður. Þannig hefur verðbólgan án efa ýtt undir fjárfestingarhneigðina, sem var þó ærin fyrir, meðal annars vegna neikvæðra raun- vaxta. Ef við lítum á raunverulega aukningu þjóðartekna og þróun kaupmáttar launa er hið sama upp á teningnum. Allt tímabilið milli 1966 og 1978 jukust þjóðartekjur og kaupmáttur tímakaups um 3% að meðaltali ár hvert en kaup- máttur launa heldur minna. Fram til ársins 1974 var árleg meðal- aukning kaupmáttar kauptaxta og launa hins vegar talsvert umfram vöxt þjóðartekna, en sá búskellur, sem varð á árunum 1974/ 75, sýnist hafa skipt sköpum í þessum efnum, því að frá 1974 hefur kaupmáttur taxta og tekna rýrnað um sem næst 1% að meðaltali ár hvert, en þjóðartekjur aukizt um 2% að meðaltali. Raunar varð þessi kaupmáttarrýrnun sem næst öll á árinu 1975 samfara rýrnun þjóðartekna á því ári, en af þessu sést einmitt, hve einstök ár geta skekkt heildarmyndina, þegar til lengri tíma er litið. Atvinnuöryggi — atvinnumöguleikar Bolli Bollason fór síðan nokkr- um orðum um atriði, sem ekki væri beinlínis hægt að bregða á mælistiku hagfræðinnar, a.m.k. ekki svo ótvírætt væri, en skiptu Bolli Bollason. þó miklu máli um lífskjörin. I því sambandi sagði hann: í fyrsta lagi — og það sem kannski mestu máli skiptir í þessu sambandi — hygg ég, að menn geti orðið sammála um, að undirstaða lífskjaranna í hverri mynd sem þau birtast sé atvinnuöryggi og möguleikar hvers og eins til þess að njóta þeirrar atvinnu, sem hugurinn stendur til. Það mun mála sannast, að kauptaxtar eða laun skipta litlu, ef hvergi er atvinnu að fá. I þessum efnum hefur Island algjöra sérstöðu, ekk' bara meðal Norðurlandaþjóf heldur meðal flestra vestrænna ríkja, þar sem okkur hefur tekizt að forðast það atvinnuleysi, sem á undanförnum árum hefur herjað í nágrannalöndum okkar. Þótt ým- islegt bendi til þess, að tölur um atvinnuleysi séu ekki að öllu leyti marktækar — þar sem þær eru ýmist of- eða vanmetnar —, þá er þó engum vafa undirorpið, að grannþjóðir okkar eiga við all nokkurt atvinnuleysi að stríða. Hluti af þessum vanda birtist m.a. í því, að atvinnumöguleikar lang- skólagengins fólks — einkum á félagsvísindasviði — hafa mjög þrengzt á síðari árum. Sérstaklega á þetta við um Danmörku og Svíþjóð. Þessi lífskjaraviðmiðun er vissulega illmælanleg en er engu að síður fyllilega réttmæt. Áhrif fjárfestíngar á lífskjör Annað atriði, sem vert er að nefna, snýr að hinum miklu fjárfestingarútgjöldum hér á landi. Mikil fjárfesting þarf að sjálfsögðu ekki að vera af hinu illa, þótt hún komi um sinn niður á launakjörum og neyzluútgjöldum einstaklinganna. Endanleg áhrif á lífskjör fara eftir því í hvers kyns fjárfestingar er ráðist. Um hitt geta menn deilt, hvort hátt fjárfestingarhlutfall — eins og hér hefur ríkt á undanförnum árum — á kostnað neyzlu, hafi leitt eða Kristján Kolbeins viðskiptafræðingur: Nýting fjármagns til fjárfestingar er léleg Orkuver, sem framleiðir ekki orku er meira áberandi en vegur, sem fáir nota Hér fara á eftir lokaorð erindis Kristjóns Kolbeins viðskipta- fræðings. sem hann nefndi fjár- festing og árangur hennar. Samanborið við önnur lönd hefur fjárfesting á Islandi verið mikil. Islendingar fjárfesta um 30% af þjóðarframleiðslunni, en ríki eins og Astralía.Belgía, Canada, Danmörk, Þýzkaland, Holland, Nýja Sjáland, Svíjóð, Frakkland, Bretland og Bandarík- in fjárfesta aðeins 1/5 af þjóðar- framleiðslunni en búa þó við sízt minni hagvöxt, en íslendingar. Þetta er vissulega atriði sem er athyglisvert og hlýtur að vekja þá spurningu hvort hagsýni sé gætt við fjárfestingu á Islandi, eða hvort happa og glappa aðferðin og hreppapólitík séu almennt ríkj- andi þegar fjárfestingaráform eru metin og studd. Of mikið í óarö- bæra steinsteypu. Eins og áður var á minnst hafa Islendingar fjárfest hlutfallslega stærri hluta þjóðartekna en flest aðildarríki Efnahags- og fram- farastofnunarinnar í París, án þess að ná fram meiri hagvexti. Þetta hlýtur að gefa til kynna lélega nýtingu fjármagns til fjár- festingar. Það sem sérstaka at- hygli vekur er að miðað við fjárfestingu fjárfesta Islendingar hlutfallslega minnst í vélum og búnaði, eða 30%, en aðrar þjóðir verja allt á 50% af því fjármagni, sem til fjárfestingar fer, í vélar og tæki. Samkvæmt þessu hefur hugsanlega of stór hlut.i fjárfest- ingar Islendinga farið í óarðbæra steinsteypu. Islendingar hafa lengi varið hlutfallslega stærri hluta tekna sinna til íbúðabygginga en aðrar þjóðir m.a. vegna þess að almenning hefur skort önnur fjárfestingartækifæri, og peninga- legur sparnaður hefur ekki þótt fýsilegur. Menn hafa tekjur af eigin húsnæði, svo kallað leigu- ígildi. íslendingar byggja yfirleitt mjög vandað íbúðarhúsnæði og leigu ígildið er eflaust stórlega vanmetið. Engum er reiknuð 80 þús. í leigu á mán. af 20 m.kr. íbúð, þó 5% ávöxtunarkrafa af fjár- magni sé langt frá því að vera há. Sú spurning hlýtur að vakna, hvers vegna hagvöxtur á íslandi er sízt meiri en í löndum þar sem fjárfesting er aðeins 2/3 af því sem hér er. Svarið hlýtur að vera fólgið í því hvernig fjármagni er ráðstafað, þ.e. í hverju er fjárfest. Fjárfesting atvinnuveganna hefur verið um 2/5 af heildarfjárfesting- unni, íbúðarhúsnæði 1/5 og opin- beri geirinn 2/5. Mikið af opinberri fjárfestingu hefur ekki beint áhrif á þjóðar- tekjur nema þar sem hún kemur atvinnuvegunum til góða í lægri kostnaði. Ovíst er að lægri kostn- aður leiði til hærri tekna fyrir- tækjanna, eins má búast við að áhrifin verði lægra vöruverð. Fjárfesting í rafvirkjunum, hitaveitum og samgöngumann- virkjum getur verið arðbær, fyrst og fremst vegna þess að hitaveitur draga úr hitunarkostnaði, og leysa af hólmi aðra orkugjafa eins og olíu. Vatnsaflsstöðvar leysa af hólmi dieselstöðvar, en vegabætur draga úr kostnaði við rekstur bifreiða og spara tíma ökumanns og farþega en geta líka örvað umferð. Þannig að útgjöld vagna samgangna minnka ekki, heldur komast menn lengra en áður og oftar án þess að rekstrarkostnaður bifreiðar hækki. Brú yffir Ölvusá eða Borgarfjörö? Auðvitað eru mörg dæmi um óarðbærar opinberar framkvæmd- ir þó að orkuver sem framleiðir ekki orku sé meira áberandi en vegur sem sára fáir nota. Arðsemi opinberra framkvæmda er mjög oft hægt að meta í beinhörðum peningum, því ætti að vera óþarfi að setja fram sleggjudóma eins og að brú yfir Ölvusá eigi meiri rétt á sér heldur en brú yfir Borgarfjörð. Brú yfir Hvalfjörð er vissulega framkvæmanleg, en ekki fjárhags- lega hagkvæm að svo komnu máli, einfaldlega vegna þess að miðað við sparnaðarviljann í þjóðfélag- inu og framkvæmdagetuna eru margir fjárfestingarmöguleikar fyrir hendi sem eru arðvænlegri en brú fyrir Hvalfjörð. Kristjón Kolbeins. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði hefur verið mjög mikil á Islandi undanfarna áratugi, þrátt fyrir að heldur virðist hafa dregið úr henni á undanförnum árum. Þá er komið að fjármunamyndun atvinnuveg- anna. Atvinnuvegum er skipt í frumvinnslu, úrvinnslu og þjón- ustu, undir frumvinnslu falla atvinnugreinar eins og landbúnað- ur, fiskveiðar, námugröftur og skógarhögg þ.e. þær atvinnugrein- ar, sem vinna hráefni beint úr skauti náttúrunnar en til úr- vinnslu flokkast síðan allur al- mennur iðnaður. Samgöngur, verzlun og viðskipti, bankastarf- semi, tryggingar o.fl. flokkast síðan undir þjónustu. Fjárfesting í atvinnuvegunum Nú er spurningin hvernig hefur fjárfesting í atvinnuvegunum skilað sér í aukningu þjóðartekna. Á undanförnum árum hefur um þriðjungur af fjármunamyndun atvinnugreinanna verið í frum- vinnslu. Þar er ástandið þannig að af mjólkurframleiðslunni eru flutt út 20—25% og verðið sem fæst fyrir útfluttar mjólkurafurðir er um 30—35% af heildsöluverði innanlands. Af kindakjötsfram- leiðslunni eru flutt út 35—40% og fyrir það fást um 50% af heild- söluverði innanlands. Útflutnings- uppbætur 1979 eru áætlaðar 5.3 milljarðar og niðurgreiðslur innanlands 18,0 milljarðar. í sjávarútvegsmálum er ástandið þannig að þrátt fyrir tvöföldun fjárbindingar í fiskiskipum er aflaverðmætið því sem næst óbreytt undanfarinn áratug. Hrygningarstofn þorsks sem var á aðra milljón tonna 1955, 700 þús. tonn 1970 er nú aðeins 200 þús. tonn. Æskilegt er talið að draga úr sókn í þorskstofninn um 50%. Fjárfesting í iðnaði hefur verið um !ó heildarfjárfestingar atvinnuveganna frá árinu 1965 þá er vinnsla sjávarafurða talin með iðnaði, en á árunum 1964—1975 nær tvöfaldast iðnaðarframleiðsl- an. 5% vöxtur í verzlun á ári Nokkrum vandkvæðum er bund- ið að meta arðsemi fjárfestingar í verslun, þjónustu og flutninga- tækjum. Þar sem litlar upplýsing- ar eru til um framleiðslu þessara greina auk þess sem eftirspurn eftir þjónustu almennt er oft afleidd. Breyting á söluskatti, tollum og verðjöfnunargjaldi valda erfiðleikum við að færa þessa liði til fasts verðlags. Ef notuð er vísitala neysluvöruverðs til staðvirðingar á tekjum þjón- ustugreina árin 1971—1972 virðist vera um 2% aukningu að ræða milli þessara ára. Aftur á móti vaxa tekjur af samgöngum um 16% á föstu verði á milli þessara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.