Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 DDT og önnur klórefnasam- bönd í dýrafitu á íslandi Magn ng/g' 130 120 110 100 90 80 70 60 50 40 30 20- 10- í Myndin sýnir meðalmagn (ng/g) alfa-hexaklórcýklóhexans, gamma-hexaklórcýklóhexans. DDT. DDE og DDD í 35 smjörsýn- um. er safnað var á árunum 1968—1970. ásamt staðalfráviki frá miótölugildum. Tölur í svig- um gefa til kynna í hve mörgum sýnum alls hlutaðeigandi efni va*ru í mælanlegu magni. Með samanburði á myndunum má t.d. sjá hve DDT hefur farið minnk- andi. «g komið niður í nær ekkert 1971-1978. i LO ■< CN cn CO (N| CO CO < **■— < LL 2: 1- LU Q _l < O O O < o o O Q Arið 1968 hófst Rannsókna- stofa í lyfjafræði handa um siifnun smjörsýna frá nokkrum helztu mjólkurhúum á landinu með tilliti til rannsókna á efnunum DDT. DDE. DDD og tveimur samsætum hexaklór- syklohexans. En í flestum liindum hefur verið reynt að fylgjast með útbreiðslu I)DT og umbrotsefna þess og öðrum slíkum efnum. Bæði hafa efni þessi getað safnast í fitu dýra og þannig mengað kjöt «íí smjiir og eins hafa þessi efni getað að einhverju leyti horist í loftliigum landa á milli og fallið til jarðar með regnvatni fjarri þeim stað þar sem þau voru framleidd eða notuð. Magn þessara efna í lífríki hvers lands væri þannig að rekja til notkunar efnanna í hlutaðeigandi landi ásamt því. er kynni að berast í loftliigum frá iiðrum liindum eða með rennsli fljóta. Hér á landi er hinu síðastnefnda þó tæpast til að dreifa. Á árunum 1968—70 var safn- að hér 35 sýnum í samráði við þáverandi landlækni, dr. med. Sigurð Sigurðsson, og með að- stoð Osta- og smjörsölunnar. Próf. Þorkell Jóhannsson stóð fyrir þeim. Var DDT í mælan- legu magni í 32 sýnum, DDE í 34 sýnum og DDD í 19. Alfasam- sæta hexakiórcyklóhexans var í öllum sýnunum og gammasam- sætan í 24 sýnum. Hér með fylgir teikning sem sýnir þetta magn mælt í nanógrömmum, sem er einn billjónasti hluti úr grammi. En magnið var langt- um lægra en svo að nokkur hætta hefði getað stafað af neyslu smjörsins. Þó viku sum mælingagildin ærið mikið upp á við frá meðaltali og virtist þar um staðbundna og tilviljana- kennda mengun að ræða. Þessu starfi var svo haldið áfram á árinu 1973 og þar til nú. Voru þá aftur tekin til rann- sókna sýni úr fitu úr netju 10 gemlinga úr S-Þingeyjarsýslu. í kindafitunni var hvorki DDT, umbrotsefni þess, né gamma-hexakiórsyklóhexan og var greinilega um að ræða mun á kindafitu og mjólkurfitu. En alfa-hexaklórcyklóhexan var hins vegar til staðar í öllum sýnuni, en í minna magni í smjörsýnunum. Á árunum 1974 — 78 var alls safnað 32 smjörsýnum og þau ákvörðuð sem fyrr. Nú brá svo við að DDT og DDD voru í alls engu sýni, en DDE einungis rétt mælanleg í sjö sýnum. En niðurstöður sjást á mynd 2. Ef myndir 1 og 2 eru bornar saman verður varla hjá því komist að álykta að mengun af völdum þessara efna hafi farið minnkandi. Athygli vekur, að útbreiðsla alfa-samsætu hexa- klórcyklohexans var á síðara rannsóknartímabilinu jafnmikil og á því fyrra, enda þótt magnið væri marktækt minna. Var þetta að ýmsu leyti óvænt niðurstaða og til þess að rann- saka þetta fyrirbæri nánar, var safnað sýnum af fitu hreindýra á Austur- og Suðausturlandi. Samtals var safnað fitusýnum frá 24 hreindýrum á árunum 1974—78 og var þessi hluti rannsóknanna unninn í sam- vinnu við eiturefnanefnd. Auk þeirra efna, sem áður voru ákvörðuð, var nú einnig leitað að hexaklórbenzeni og PCB. Niður- stöðutölur þessara rannsókna voru nokkuð á annan veg en áður. í engu sýni var DDT eða umbrosefni þess að finna, né beta- eða gamma-samsætur af hexaklórcyklóhexan. Hins vegar alfahbxaklórcyklóhexan í öllum sýnum, svo og kom fram við mælingar vottur af PCB-efnum. Nærtækt er að ætla að böðun sauðfjár og fóðrun nautpenings og sauðfjár með kjarnfóðri geti að talsverðu leyti skýrt þá mengun, sem fyrir kemur í sýnum frá þessum dýrum. Þetta getur augljóslega ekki átt við um hreindýr, sem eru, eins og kunnugt er, villt á íslandi og koma ekki nema tilviljunar- kennt til mannabyggða. Hið tiltölulega mikla magn alfa-hexaklórcyklóhexans í fitu þessara dýra bendir eindregið til mengunar af öðrum sökum. Vafasamt er, að hexaklór- benzen hafi verið notað hér á landi, svo að nokkru nemi að því er próf. Þorkell segir. Fjariægur möguleiki er að gera ráð fyrir notkun þess á hreindýraslóðum. Sama gildir um efnin. Eins og áður er drepið á, eru sterkar likur til þess, að ýmis klórkol- efnissambönd geti borist með loftlögum til annarra landa og fallið þar til jarðar með regn- vatni. Nærtækasta skýringin á niðurstöðutölum rannsókna á fitusýnum frá hreindýrum er því sú, að um aðkomna,loft- borna mengun sé að ræða. Óbirtar athuganir á laxaseiðum, sem tekin eru í ám, áður en þau ganga til sjávar, styðja enn- fremur eindregið þá ályktun, að hér á landi gæti í nokkrum mæli aðkominnar loftmengunar, er beri með sér alfa-hexaklórcýkló- hexan, hexaklórbenzen og hugs- anlega einnig PCB-efni, að því er próf. Þorkell segir. Magn ng/g 100 90 80 70 60 50 40 30 20- 10- Myndin sýnir meðalmagn (ng/g) alfa-hexaklórcýklóhexans. beta-hexaklórcýklóhexans. gamma hexaklórcýklóhexans og DDE í 32 smjörsýnum. er safnað var á árunum 1974 — 1978. ásamt staðalfrávikum frá miðtölugild- um í þremur tilvikum. Tölur í svigum gefa til kynna í hvc mörgum sýnum alls hlutaðeig- andi efni væru í mælanlegu magni. DDT og DDI) voru í engu sýni í mælanlegu magni. co 5 LO o O < < < 2: LL i— 51 1- LLl O _J LU < o O O < CD o o O O Utflutningsverð- mætið orðið um 6,6 millj. á íbúa Raufarhíifn. 29. nóvember LÁTA MUN nærri að útflutnings- verðmaúi sjávarafurða, sem fram- leidd voru á Raufarhöfn fyrstu 10 mánuði ársins. nemi um 3.3 milljörð- um króna. Miðað við höfðatölu íbúa á Raufarhöfn. er útflutningsverðmæti framleiðslunnar um 6.6 milljónir á hvern íbúa þorpsins. Á þessum tíma framleiddi verk- smiðja Síldarverksmiðja ríkisins 10,588 tonn af loðnumjöli og 8,328 tonn af loðnulýsi. Tekið var á móti 65,868 tonnum af loðnu fyrstu 10 mánuðina og var heildarnýting mjöls 16,07% og heildarnýting lýsis 12,6%. Af vetrarloðnu var landað 25,132 tonnum af loðnu, en 40,736 tonnum af sumarloðnu. Mjölnýting úr vetrar- loðnu var 17,8% en 15,03%' úr sumarloðnu. Lýsisnýting úr vetrar- loðnu var 8,7% og 15,05% úr sumar- loðnu. Láta mun nærri að útflutnings- verðmæti framleiðslu SR á Raufar- höfn sé um 2,6 milljarðar króna. Loðnunni var landað í 181 löndun. Frystihúsið Jökull hf. tók á móti 2,483 tonnum af þorski. Þar af komu 1,709 tonn frá skuttogaranum Rauða- núp, en auk þess landaði Rauðinúpur 229 tonnum erlendis. Sem kunnugt er var Rauðinúpur frá veiðum í þrjá mánuði á árinu vegna viðgerða eftir strand. Jökull hf. framleiddi 36,334 kassa af freðfiski og 83,119 kg af saltfiski. Auk þess er búið að flytja út 16,44 kg af skreið, en um heildarframleiðslu skreiðar er ekki vitað þar sem aðeins útflutt magn er skráð. Ólafur Kjart- ansson framkvæmdastjóri Jökuls hf. segir að útflutningsverðmæti fram- leiðslu fyrirtækisins sé um 517 milljónir króna. Þá er brúttóverðmæti afla Rauðanúps á árinu orðið um 290 milljónir. Aðrir verkendur sjávarafla hafa framleitt um 240 tonn af saltfiski, 1,107 tunnur af grásleppuhrognun og 104 tunnur af þorskhrognum. Láta mun nærri að útflutningsverðmæti þessarar framleiðslu sé um 179 milljónir króna. Þá er starfandi saumastofa á Raufarhöfn og fyrstu 10 mánuði ársins var útflutningsverðmæti fram- leiðslu hennar um 35 milljónir. Mikil umferð hefur verið um höfnina í Raufarhöfn það sem af er árinu. Öll viðstaða er við hafnar- bryggjuna þar sem gömlu síldar- Raufarhöfn: Rauðinúpur. skuttogari Raufar hafnarbúa, strandaði f aprfl og var frá veiðum í þrjá mánuði. Togarinn hefur landað 1,709 tonnum af fiski á Raufarhöfn og 229 tonnum erlendis. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. bryggjurnar eru ófullnægjandi. Auk þess að loðnu var landað í 181 skipti á hafnarbryggjunni, er öllum bátafiski landað þar, og togarinn Rauðinúpur landar þar að jafnaði tvisvar í mánuði. Þá hafa strandferðaskip þar viðkomu 2—3svar í mánuði. Ennfrem- ur koma hingað fjölmörg lýsisskip, gasolíu- og svartolíuskip svo og mjölskip og skip sem ná í fiskfram- leiðsluna. Er því talsverður kurr í Raufarhafnarmönnum vegna þess, að fjárveitingum til hafnargerðar á Raufarhöfn hafi verið kippt út úr fjárlögum, þó að brýna nauðsyn beri til að stækka og endurbæta hafnar- mannvirki hér. Teljum við heima- menn þetta með öllu ótækt, því öll viðstaða fer fram við þennan eina viðlegukant, sem er löngu orðinn of lítili. — fréttaritari. Örninn úr Reykjavík landar loðnu á Raufarhöfn sl. vetur. Alls hefur 181 loðnulöndun farið fram á Raufarhöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.