Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 Fangelsin urðu yfiríull þegar á fyrstu dögum valdaránsins. Þá var jafnvel íþróttaleikvangurinn í Santiago gerður að fangastíu. Undir kyrrlátu yfirborðinu hafa menn ennþá fulla ástæðu til að óttast leynilögreglu Pinochets, skrifar NORMAN KIRKHAM frá The Sunday Telegraph. En.. Öngþveitið er á undan- haldi í Chile Harkalegar aðgerðir Þetta er ein af þessum hálf kaldhæðnislegu sögum, sem Chile- búar hafa gjarnan á reiðum höndum handa erlendum gestum. En á nokkurn hátt endurspegla þess háttar gamansögur þó hug manna þessa stundina, þegar þjóðin sér nú fram á, að enn eigi landið eftir að vera undir stjórn herforingjanna í að minnsta kosti sjö ár til viðbótar og 15 ár án almennra þingkosninga. Enda þótt mikill meirihluti Chilebúa sé ekkert yfir sig hrifinn af Pinoehet forseta, þá hefur þeim að minnsta kosti lærzt að þola stjórn hans nokkurn veginn og virða þær harkalegu aðgerðir, sem hann hefur gripið til, til þess að koma ástandinu í landinu aftur í lag eftir þá ringulreið og það öngþveiti, sem hafði skapazt í stjórnartíð Allendes. Utanaðkomandi kann að finnast útgöngubannið og önnur ummerki lögregluríkis vera afar hátt verð fyrir stöðugleika í innanríkismál- um. En það er samt heldur kald- hæðnislegt að hugsa til þess, að herferð sú, sem frjálslyndir menn og vinstri sinnar um allan heim fóru til ófrægingar á stjórn Pinochets í Chile, — meðal ann- arra voru Bretland og Bandaríkin þá einnig óspör á stóru orðin —, skyldi eiga drjúgan þátt í því að afla herforingjastjórninni í Chile þess stuðnings innanlands, sem hún þó nýtur. Fyrr á þessu ári lét Pinochet forseti fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu í landinu um stuðning almennings við ríkisstjórn hans andspænis hinum „alþjóðlegu árásum" á stjórn Chiles. Þjóðarstolt er feikna sterk tilfinning meðal Suður-Ameríku- manna og það er auðveit að særa þessa tilfinningu þeirra. Það fór því svo, að 75 af hundraði þeirra sem þátt tóku í þjóðaratkvæða- greiðslunni, lýstu fylgi sínu við forsetann rneð atkvæði sínu. Eða eins og ung húsmóðir í Santiago komst að orði við mig: „Af hverju eru Bretar að krefjast þess, að við losum okkur við Pinochet? Við erum ekkert hrifin af konungsríki, en samt erum við ekkert að reyna að æsa ykkur upp til þess að losa ykkur við breta- drottningu. Að fá að lifa kyrrlátu lífi undir sterkri stjórn er allt og sumt, sem við óskum.“ Kominn af bændum Sterk ríkisstjórn þýðir eins og er, og á næstu árum einnig, stjórn Augustos Pinochets. Þessi hers- höfðingi situr á valdastóli sínum stífur og gjörræðislegur og með sams konar hroka og conquistadorarnir, sem stofnuðu borgina Santiago á sínum tíma. Hann er hermaður, sem hefur fetað sig alveg upp metorðastig- ann, en hann getur samt ekki dulið bændauppruna sinn, þrátt fyrir þá tilsögn í fágaðri framkomu og háttprýði, sem hann hefur fengið alveg nýlega. Árið 1978 hefur verið ár algjörra straumhvarfa fyrir hann á marg- an hátt. Fyrr á þessu ári reyndi hann að fegra nokkuð þá skugga- legu mynd, sem dregin er upp af honum víða erlendis, með því að leysa pólitíska fanga úr haldi, og bjóða nefnd frá Sameinuðu þjóð- unum að rannsaka staðhæfingar um brot á mannréttindum í Chiie. Þegar kvölda tekur stanzar öll umferð hvern einasta virkan dag á breiðgötum Santiagoborgar, og höfuðborg Chiles, sem breiðir úr sér við rætur Andesf jallanna, hljóðnar algjörlega. Þetta er útgöngubanniðt óþægileg áminning um að það land, sem eitt sinn var víðfrægt um alla Suður-Ameríku fyrir að halda fast í lýðræðislegt þjóðskipulag, er núna undir stjórn harðvítugrar herforingjaklíku. ÍJtgöngubannið minnir ekki síður mjög á þá staðreynd, að heilum fimm árum eftir að Augusto Pinochet Ugarte hershöfðingi hrifsaði öll völd í landinu í sínar hendur, heldur hann ennþá dauðahaldi í þau og linar hvergi tökin. En það er einnig til önnur skýring á útgöngubanninu — og hún er alveg laus við að vera hernaðarlegs eðlis — Chilebúar sjálfir breiða gjarnan þessa sögu út. Skýringin er sögð sú, að eiginkonur og mæður í Chile hafi verið svo hrifnar af þeim hömlum, sem útgöngubannið lagði strax f upphafi á vafasamt kvöldflakk eiginmannanna og næturgöltrið í dætrum þeirra, að konurnar myndi nú sterkan þrýstihóp til þess að koma í veg fyrir að stjórnin slaki á útgöngubanninu. Núna er hann að leggja síðustu hönd á ný stjórnarskrárlög, sem þjóðin á að greiða atkvæði um á næsta ári. Tilgangur nýju stjórnarskrár- laganna liggur alveg í augum uppi: Að láta herinn um stjórn landsins til ársins 1985 og leyfa hvorki forsetakosningar né almennar þingkosningar í Chile fyrr en árið 1993. Pinochet forseti, sem nú er sextíu og tveggja ára að aldri, hefur greinilega alls engar áætlan- ir uppi um að láta bráðlega af völdum. „Vér munum koma á borgaralegri stjórn í iandinu smátt og smátt," segir Pinochet. „Hann mun áreiðanlega reyna að halda sér í valdastóli um alla eilífð," segir kaþólskur prestur, sem ég talaði við. Hershöfðinginn hefur vissulega gert allt til þess að ryðja öllum óþægilegum hindrunum úr vegi fyrir sér. Mestu og alvarlegustu örðug- leikarnir, sem blöstu við stjórn Pinochets, eftir að hinni marxísku ríkisstjórn dr. Allendes hafði verið rutt frá, voru á sviði efnahagsmála ríkisins, en þar hefur lögmálum Friédmans verið beitt alveg miskunnarlaust, án nokkurrar málamiðlunar, og með drjúgum árangri. Sjálfur ritaði Milton Friedman „The Daily Telegraph“ nýlega bréf til þess að mótmæla því, aö kenningar hans um stjórn efna- hagsmála þyrftu á einræðisstjórn að halda til þess að sanna gildi sitt og koma að fullum notum. En það er hins vegar enginn vafi á því, að í Chile hafa áhangendur efnahagskenninga hans haft alveg einstakt tækifæri til þess að framkvæma þessar kenningar í reynd, án minnstu hindrana. Allende í anddyri forseta- hallarinnar að morgni hyltingardagsins 1973. Hann féll þar með vopn í hönd fyrir byssukúlum herforingjanna. Hjaðnandi verðbólga Þegar endi var bundinn á stjórn Allendes árið 1973, hafði árleg verðbólga í Chile náð þeim undra- verða vexti að vera orðin 1000 prósent. Nú hefur þegar tekizt að skrúfa verðbólguna niður í 50 prósent á ári, sem er þó anzi myndarleg tala á heimsmæli- kvarða, — þótt ekki þyki þetta nein óskapa verðbólga miðað við önnur lönd Suður-Ameríku. Á síðastliðnum fimm árum hefur Pinochet losað sig við um 100.000 opinbera starfsmenn af launaskrám ríkisins, og afhent einkaaðilum eins mörg áður þjóð- nýtt fyrirtæki og honum var framast unnt, þar á meðal um fimmhundruð iðnfyrirtæki, verzl- unarfyrirtæki og einstakar ver„I- anir. Herforingjastjórnin hefur hert skattalögin, gefið vöruverð frjálst og lækkað innflutningsgjöld. Erlendum fjárfestingaraðilum eru boðin sömu kjör og Chilebúum sjálfum, og hinir háu vextir af innstæðum hafa leitt til þess, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.