Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 51 Þórir Lárusson formaður ÍR: BLAFJOLLIN Það eru oft umræður á lofti um Bláfjöll og framkvæmdir þar, en oft og einatt greinar í blöðum sem þá eru skrifaðar af þekkingarskorti. Þó tekur út yfir allan þjófabálk þegar að fyrrverandi formaður Bláfjalla- nefndar skýrir borgarstjórn bein- línis rangt frá, eða segir ekki allan sannleikann. Eg mun nú skýra frá gangi mála um Bláfjallasvæðið allt frá því að skíðafélögin byrjuðu að vinna að því að fá lagðan veg þangað. Hinn 9. nóv. 1967, hélt Skíðaráð Reykjavíkur fund með formönnum skíðafélaganna í Rvík. (Á, ÍR, KR, IK, VAL) þar sem þau samþykktu nauðsyn þess að koma upp sam- eiginlegum skíðastað fyrir félögin til nýtingar á fjármagni. Þar var samþykkt að skipa 3 manna nefnd (Ólafur Þorsteinsson, Þorbergur Eysteinsson og Ingólfur Guðlaugs- son) til að rannsaka skíðasvæðin í Hengli, Bláfjöllum og Mosfellssveit- arsvæði. Þá var einnig samþykkt að SKRR útvegaði upplýsingar um þessi svæði hjá Vegagerð Ríkisins og fleiri aðilum. Á næsta þingi íþróttabandalags Reykjavíkur lagði SKRR fram tillögu um skipun milliþinganefndar er rannsakaði erfiðleika skíðaíþróttarinnar. Skil- aði þessi nefnd áliti ári síðar. Kom fram í áliti nefndarinnar að reist skyldi lyfta við Skíðaskálann í Hveradölum, en jafnframt iagt til að styðja SKRR á byrjuðum rann- sóknum og leit að nýju sameigin- legu skíðasvæði. Samþykkt þessi var mjög umdeild hvað snerti lyftu í Hveradölum og mikil reiði í mörg- um vegna þessa, en þær raddir eru nú löngu þagnaðar, enda lyftan margsannað ágæti sitt. Á aðalfundi SKRR 1970 var samþykkt að ráðið beitti sér fyrir vegalagningu í Bláfjöll enda hafði nefndin skilað áliti og"mælt með Bláfjallasvæðinu. Að vori gekkst IR fyrir því að boðaður var fundur með skíðafélög- unum er þrýsti á að SKRR, hæfist þegar handa. Var þá aflað upp- drátta og kostnaðaráætlunar hjá Vegagerð Ríkisins. Átti ég sem form, ráðsins viðræð- ur við ráðherra um þetta mál og voru honum síðan send greinargerð Vegamálastjórnar, skýrsla nefndar SKRR og viljayfirlýsing ailra skíðafélaganna í Reykjavík. Þó að öllum alþingismönnum Reykvíkinga væri send bréf, ásamt ljósritum af áðurnefndum gögnum sinnti enginn þeirra því. í stuttu máli, vegurinn var lagður og átti Eysteinn Jónsson fyrrv. ráðh., mestan þátt í því þá. Þau félög sem mesta áherslu lögðu á þetta voru ÍR og ÁRMANN og stofnuðu þau nú með sér samstarf um nýtingu svæðisins, komu sér upp tveim lyftum hvort félag. ÍR setti sig niður með aðra lyftuna þar sem nú er lyfta eitt og hina þar sem nú er risin stólalyfta borgarinnar. Ármann setti sig niður þar sem þeir eru nú og bættu síðar við þriðju lyftunni. í miðju þessu samstarfi byggði Ármann skála þann er enn stendur og sniðgekk þar með samkomulagið. ÍR stóð staðfastlega í þeirri trú að borgin mundi reisa lyftur og skála og meira að segja grófu IR-ingar grunninn að skála borgarinnar sem þarna er stærst húsa. Hálir vegir nœtfa Borgaryfirvöld hafa svo sannar- lega gert sitt til að koma upp lyftum og öðrum búnaði fyrir skíðafólk á ótrúlega skömmum tíma en fram- koma Bláfjallanefndar gagnvart ÍR hefir verið með slíkum hætti að orð fá vart lýst og ljóst nú eftir mál fyrrverandi formanns Bláfjalla- nefndar á borgarstjórnarfundi þ. 16. nóv. s.l. hvers taum nefndin hefir dregið- Fyrrv. form. segir á þessum fundi að stjórn fólkvangsins hafi samþykkt þ. 8. des. 1976, að Kóngsgilið verði rekið af fólks- vagnsstjórn, en jafnframt verði skíðadeildum Ármanni, Breiðabliki og Fram, sem eftir hefðu sótt, ætluð svæði í kring og — að Ármann hafði þar forgöngu um að velja sér stað. Þetta voru fróðlegar upplýsingar fyrir IR. Hvað varð um umsóknir ÍR dagsett- ar þ. 20. feb. 1974, 3. nóv. 1975, 22. des. 1976, 2. mars 1977 og 23. sept. 1977. Fyrrverandi Bláfjallanefnd svaraði engum af þessum umsókn- um og hefir þeim reyndar ekki verið svarað enn. Á sama tíma er staðið í samningum við Ármann, sem hafði sett sinn skála niður í óleyfi en skíðalyftum IR mokað í burtu og vöðlað saman með jarðýtum borgarinnar, sömuleiðis lyftuhúsi félagsins fjarlægt, en lyfturnar þurftu viðgerðar við fyrir tvisvar sinnum þá upphæð er þær kostuðu í upphafi. Þetta voru þakkirnar fyrir grunngröftinn. Forgang Ármanns er erfitt að skilja, en Bláfjallanefnd virðist taka til greina ógildan samning er Ármann hefir við Selvogshrepp. Um tilurð þessa samnings skal ég fræða lesendur. Þegar ljóst var að hverju SKRR stefndi 1967, kom að máli við mig á IBR þinginu, þar sem átti að taka tillögu SKRR fyrir, formaður Ármanns og sagði mér að hann og einhverjir Ármenningar hefðu brugðið sér í Selvoginn og gert þennan samning, svo gömul er hefð Ármanns í Bláfjöllum. Þessi samn- ingur féll úr gildi við stofnun fólksvangsins 1973, eftir að Blá- fjallanefnd hafði auglýst eftir athugasemdum og engar fengið, hvorki frá Ármanni né neinum öðrum. Þá virðist fyrrv. formaður Bláfjallanefndar ekki gera sér ljóst, er hún talar um að Ármann væri nú að setja niður litla toglyftu, að þessi toglyfa, verður með fullum afköst- um síðar meir, jafn afkastamikil og báðar lyftur borgarinnar þ.e. lyftur 1. og 2. Ég held að formaðurinn fyrrv. viti betur, en samningurinn við Ármann virðist vera að komast í höfn og því á að gera mótabúnað að aðalatriðinu og hvenær Ármann ætti að hverfa með skála sinn. Sannleikurinn er sá að það er búið að veita Ármanni slíka gífurlega séraðstöðu allra félaga í Reykjavík að því mætti líkja við að einu félagi væri afhentur Laugardalsvöllur til umráða. Á meðan á þessu stendur er Ármanni gefin raflínuheimtaug en önnur félög í Reykjavík verða að kaupa slíkan munað fyrir milljónir króna. Þá hlýtur Ármann einnig að njóta góðs af snjótroðara borgar- innar, en slíkt tæki keyptu KR-ing- ar fyrir ótaldar milljónir, en aðrir hafa ekki ráðist í slíkt ennþá. Til að upplýsa Kristján Benediktsson um hvers vegna Selvogshreppur vilji styðja Ármenninga frekar en hitt, skal ég segja þetta: Á Bláfjalla- nefndarfundum mætir varafulltrúi Selvogshrepps, því aðalfulltrúi mætir ekki, og hefir sennilega ekki áhuga á því. En varafulltrúi þessi er bórir Lárusson ekki Selvogshreppsbúi frekar en ég, en hann er góður Ármenningur og ber miklu frekar að líta á hann sem fulltrúa félagsins. N.B. þetta er kannski athugandi fyrir borgaryfir- völd, ef Reykvíkinga vanhagar um eitthvað í öðrum sveitarfélögum, að komast bara þar í nefndir! Það er að heyra að allir borgar- fulltrúar fagni friði í Bláfjöllum og kannski Sigurður G. Tómasson skilji einnig hvernig félagarígur og slíkir smámunir verða til, en það er ekki gleðilegt þegar friður næst með því að traðka svo á öðrum að þeir beri beint fjárhagstjón af, séu ekki virtir viðlits og félagsstarf þeirra sett í mola. ÍR-ingar fundu fljótt lyktina af þessu, og sem betur fer hófust þeir handa um að koma fyrri aðstöðu sinni í viðunandi horf og hafa nú reist varanlega lyftu í Hamragili við Kolviðarhól. Það sjá allir nú að hljótt hefði orðið um IR til fjalla, ef þeir hefðu ekki hafist handa um þetta en beðið eftir svari Bláfjallanefndar. En ÍR hefir enn áhuga á að reisa mannvirki í Bláfjöllum, og af reynslu Ármenninga væri líklega best að þeir settu sig niður í óleyfi og byðu borginni byrginn, en það hefir ekki verið stefna ÍR hingað til og mun ekki verða, því þrátt fyrir allt kunnum við að meta styrki þá er borgarstjórn útvegar okkur af fé borgarbúa og bjóðum borgarbúa velkomna að nýta sér mannvirki okkar í Hamragili og síðar í Bláfjöllum. Þ.L. Athugasemd Duttu af mér dauðar lýs, eins og sagt er, þegar ég af tilviljun sá skrif Þóris Lárussonar, sem voru að fara í prentun, og bið leyfis að fá að gera stutta athugasemd. Ég skil satt að segja ekki hvað hann á við með rangri frásögn, enda kemur það ekki fram. Ræða sú, sem sagt er frá í úrdrætti, og ég flutti í borgar- stjórn var um nýju stólalyftuna, Kóngsgilið og aðstöðu glímufélags- ins Ármanns þar, eftir að hin nýja Bláfjallanefnd (sem ég er ekki aðili að) gerði við félagið samning. Fann ég að tveimur atriðum í þeim samningi, vegna þess að þar finnst mér gengið á hlut annarra skíðafé- laga og skíðafólks almennt, og reyndi þarmeð að rétta svolítið þeirra hlut. Um upphaf og fyrstu slóð inn eftir ræddi ég ekki — enda mundi ég aldrei þora að segja hver þar fór fyrstur, svo margir sem hafa tjáð mér að það hafi verið þeir. Veit bara að Eysteinn Jónsson átti þar mikinn hlut að veginum. Viðskiptum Ármanns og ÍR hefi ég aldrei komið nálægt. En ein ástæðan fyrir því að fyrrverandi Bláfjallanefnd vildi ekki fallast á að Ármann fengi loforð fyrir aðstöðu suður eftir öllum fjöllunum, eins og þeir sóttust eftir, var einmitt sú að annað skíðafólk og önnur félög ættu líka rétt á að komast að, IR að sjálfsögðu ekki síður en aðrir. En öll önnur félög hafa beðið af skilningi og þolinmæði eftir lyktum deilna Bláfjallanefndar við Ármann og skipulagi á skíðasvæðinu, — IR-ing- ar þeir, sem við mig hafa talað, líka. Elín Pálmadóttir. I<omdu sem oftast, en Ef þú semur um reglu- bundinn sparnað í 12,18 eða 24 mánuði, þá getur þú látið bankann skuld- færa t.d. allt að tuttugu og fimm þúsund krónur mánaðarlega á viðskiptareikning þinn. Að sparnaðartímanum loknum getur þú fengið sparilán til 12, 27 eða 48 mánaða, og falið bank- anum að skuldfæra mánaðarlegar endur- greiðslur á sama hátt. Þannig spörum við ér sporin. Það eina, sem þú þarft ð hafa fyrir, er undir- krift þín og maka þíns. nnað byggist á gagn- væmu trausti og jónustu. iðjið Landsbankann bæklinginn sparilánakerfið. Sparifjársöfnun tengd réttí til lán i • v vrr.st sl Sparnaftur þinn eftir Mánaftarleg innborgun hámarksupphaeö Sparnaöur í lok tímabils Landsbankinn lánar þér Ráftstöfunarfé þitt 1) Mánaftarleg endurgreiftsla Þú endurgreiftir Landsbankanum 12 mánufti 25000 300.000 300.000 627 876 28.368 á12 mánuftum 18 mánufti 25.000 450.000 675.000 1.188.871 32.598 á 27 mánuðum 24 mánuöi 25.000 600 000 1 200.000 1.912.618 39.122 á 48 mánuftum 1) í tölum þessum er reiknað með 19% vöxtum af innlögðu fé, 24% vöxtum af lánuðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta breytzt miðað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma. LANDSBANKENN Sparilán-tiygging í fixmtííð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.