Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTÚDAGUR 1. DESEMBER 1978 63 mjög ófullnægjandi frágang á tjald- opi og rifnaöi tjald hans við sjósetningu af stormi. Bátur þessi var af RFD gerð, sem er viðurkennd, en var hollenskt afbrigði, sem nefndarmönnum var tjáð, að ekki hefði hlotið sérstaka skoðun af hálfu Siglingamálastofnunar ríkisins þar sem báturinn bar hið viðurkennda framleiðslumerki. Nauðsynlegt hlýt- ur að teljast, að öll afbrigði viður- kenndra bátategunda fái raekilega skoðun áður en þau eru tekin í notkun. 8. Nefndarmenn í Rannsóknar- nefnd sjóslysa vilja ennfremur taka fram eftirfarandi: Nýlega lét sigl- ingamálastjóri frá sér yfirlýsingu í blöð varðandi reykköfunartæki, þar sem vikið var að Rannsóknarnefnd sjóslysa og sagt, að umrædd tæki hefðu verið komin í skip áður en nefndin varð til og án hennar tilverknaðar. Nefndin hafði ekki hugsað sér að gera athugasemd við þessa yfirlýsingu enda þótt þar væri ekki allur sannleikur sagður og það er ekki sérstakt keppikefli nefndar- innar að standa í metingi við siglingamálastjóra í fjölmiðlum. Hér skal þetta tækifæri þó notað til að láta það koma fram, að fram til ársins 1975 voru reykköfunartæki einungis fyrirskipuð í skipum, sem stærri voru en 500 brl. I sambandi við athugun nefndarinnar á árinu 1974 á öryggismálum skuttogara lagði hún til við Samgönguráðuneyt- ið, að slík tæki yrðu sett í alla skuttogara, hvaða stærðar sem þeir væru. Samkvæmt reglugerð 10. júní 1975, sem sett var samkvæmt tillögum nefndarinnar um öryggis- ráðstafanir á fiskiskipum með skut- rennu voru fyrirskipuð slík tæki í öllum þeim skipum, sem reglugerðin nær til. Slík tæki eru því nú í öllum skuttogurum. Að lokum skal látin í ljós ósk um að ábendingar reknefndar varðandi gúmbáta verði teknar til skjótrar athugunar og afgreiðslu. Hörmuð eru neikvæð viðbrögð siglingamála- stjóra, en þau mega ekki verða til þess að tefja fyrir framgangi þessa brýna máls. Nefndin mun leggja á það ríka áherslu við Samgönguráðu- neytið, að mál þessi verði nú þegar fekin föstum tökum. Höfuðáhersla er lögð annars vegar á áframhald- andi úrbætur í sambandi við gerð og festingu rekakkera og tilheyrandi lína og hins vegar á ráðstafanir til að tryggja að gúmbátarnir geti fundist sem fyrst. Niðurstöður tilraunanna sýna að okkar mati óyggjandi, að löng vist í bátunum í köldum og hörðum veðrum er líkleg til að verða mönnum ofraun. Sjálf- virkar neyðarsendistöðvar eru hér þýðingarmestar til úrbóta. Aðgerðir í þessum efnum kosta að sjálfsögðu nokkuð fé, en þetta er tilkostnaður, sem ekki má horfa í. Hér eru mannslíf að veði og einnig má minna á, að langar leitir fjölda skipa og. flugvéla kosta þjóðfélagið í heild ómældar fjárhæðir. Reykjavík, 29. nóvember 1978, Ilaraldur Ilenrýsson, Ingólfur Stcfánsson, Ingólfur Þórðarson, Sigfús Bjarnarson, Gunnar H. Ólafsson, Svend Aage Malmberg, Þórh. Hálfdánarson. neytendaskrifstofunum í té fræðsluefni allskonar, að sjá um menntun starfsfólks og að styðja þær á allan hátt í starfsemi þeirra. Á íslandi hefur þjónustustarf- semi við neytendur ekki þróast nema að mjög litlu leyti. Kvenfé- lagasamband Islands hefur ein- ungis einn fastráðinn ráðunaút. Einstök héraðssambönd innan vébanda K.I. hafa á undanförnum árum einstaka sinnum ráðunauta í þjónustu sinni. Hefur því ráðu- nautur K.I. reynt að sinna fræðslu um neytendamál og önnur mál varðandi heimilisrekstur o.fl. í dreifbýlinu að svo miklu leyti sem unnt hefur verið að koma því við. í Reykjayík rekur Kvenfélagasam- band Islands Leiðbeiningastöð húsmæðra, þar sem m.a. er svarað spurningum neytenda varðandi heimilishald og gefnir út fræðslu- bæklingar. Neytendasamtökin reka kvörtunarþjónustu fyrir fé- lagsmenn sína og sinna ýmsum öðrum neytendamálum sem ofar- lega eru á baugi hverju sinni. Þegar lögin um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti öðlast gildi á fram- kvæmd laganna m.a. að vera í Aðventu- kvöld í Dóm- kirkjunni Næst komandi sunnudag hefst nýtt kirkjuár. Þá er fyrsti sunnudag- ur í aðventu eða jólaföstu. Það er því farið að styttast til jólanna og margvíslegur undirbúningur vegna hátíðarinnar að hefjast. Eitt af því, sem setur svip sinn á aðventutímann, eru aðventusam- komurnar, sem haldnar eru í kirkj- um höfuðborgarinnar og víðar um land. Þessar samkomur eru mikil- vægur liður í safnaðarstarfinu og leiða huga manna að þeirri miklu hátíð, sem framundan er, fæðingar- hátíð frelsarans. Að vanda verður aðventukvöld í Dómkirkjunni fyrsta sunnudag í aðventu, og hefst það kl. 20.30. Það er Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj- unnar, sem stendur fyrir samkom- unni eins og verið hefur undanfarna áratugi. Þannig hafa Reykvíkingar notið margra ánægjustunda í Dóm- kirkjunni að kvöldi fyrsta sunnudags í aðventu og er ég ekki í vafa um, að svo verður éinnig að þessu sinni. Dagskrá kvöldsins verður á þá leið, að nýráðinn dómörganisti, Marteinn H. Friðriksson, leikur á orgel kirkjunnar, en Marteinn hefur einmitt starf sitt þennan dag, með nýju kirkjuári. Karlakórinn Fóstbræður syngur undir stjórn Jónasar Ingimundar- sonar, en Fóstbræður hafa ekki áður sungið á Aðventukvöldi í Dómkirkj- unni. Ræðumaður kvöldsins er frú Sigurlaug Bjarnadóttir. Þá syngur Sieglinde Kahman óperusöngvari við undirleik Marteins H. Friðrikssonar og Elín Stephensen les jólasögu. Dómkirkjuprestarnir flytja ávörp í upphafi og við lok samkomunnar. Einnig verður almennur söngur undir stjórn dómorganistans og samkomunni lýkur með sálminum alkunna, Heims um ból. Aðventukvöldið í Dómkirkjunni er sem fyrr segir n.k. sunnudag, 3. desember, og hefst kl. 20.30. Allir eru hjartanlega velkomnir. Hjalti Guðmundsson. höndum skrifstofu verðlagsstjóra. Verður sú stofnun því opinber neytendastofnun sem að nokkru leyti verður rekin eins og aðrar neytendastofnanir á Norðurlönd- unum. Þótt starfsemin sé skipulögð á mismunandi vegu í hinum ýmsu löndum virðist flest vandamálin vera svipaðs eðlis. Á ráðstefnunni ræddu þátttakendur um starfsem- ina í dreifbýlinu, um samvinnu við framleiðendur og seljendur, við félagasamtök og við yfirvöld. Menn voru sammála um að efla fyrirbyggjandi starfsemi. Margt ber þar á góma varðandi menntun neytendaráðunauta og hvernig starfsemin verði best skipulögð. Hafa þátttakendur lagt til að þeir starfsmenn sem fást við neytendamál haldi einnig áfram í framtíðinni að miðla hver öðrum af reynslu sinni. Önnur tillaga sem fram kom á ráðstefnunni var að neytendaráðunautar í vinabæjum á Norðurlöndunum hefðu starfs- skipti við og við. Ekki síst þóttu mönnum nauðsynlegt að neyt- endaráðunautar sem starfa í nyrstu héruðum á Norðurlöndun- um hefðu aukna samvinnu. DEA TRIÍR vetrarbörn skAldsaga iðunn Dea Trier Morch Vetrarbörn „Ég efast um að til sé bók sem á jafn sannfærandi hátt veitir okkur innsýn í líf sængurkvenna: biðina, kvíðann, gleðina, vonbrigðin.11 J. H. / Morgunblaðið. „Mér fannst Vetrarbörn skemmtileg, fróðleg og spennandi bók.“ S.J. / Tíminn. „Vetrarbörn, eftir Deu Trier Morch, er yndisleg bók.“ S.J. / Dagblaöið. „... myndir Deu Trier Morch. Þær eru fjarska áhrifamiklar og magn- aðar og auka gildi bókarinnar mjög.“ D.K. / Þjóðviljinn. Bræóraborgarstíg 16 Sími 12923-19156 Mary Stewart Tvífarinn Mary Stewart kann þá list að segja spennandi og áhrifamiklar ást- arsögur. Bækur hennar í skjóli nætur og Örlagaríkt sumar eru gott vitni um það. Og ekki er þessi síðri: Ung stúlka tekur að sér hlutverk annarrar konu sem hefur horfið sporlaust, en hlutverkið reynist flóknara og hættulegra en hún hafði gert sér grein fyrir. Innan skamms taka ótrúlegir atburðir að gerast sem óhjákvæmilega munu hafa afdrifarík áhrif á líf hennar — ef hún fær aö halda lífi. Eins og fyrri bækur Mary Stewart mun þessi án efa víða kosta and- vökunótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.