Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978 35 lóhann Hjólmarsson Lifid er skáldlegt í þriðja kaflanum eru einnig ferðaljóð, en nú frá útlöndum. Ekið gegnum spænskt þorp að næturlagi heitir hið fyrsta. Uthaf norðursins og Einar Ben. eru ekki lengur í sjónmáli heldur framandi senur og erlend skáld, kunningjar Jóhanns, og svo Ragnheiður, kona skáldsins sem er alls staðar nálæg. Fjórði kaflinn er svo eins konar yfirlit þar sem þræðirnir eru dregnir saman, lífsveruleikinn skyggndur gegnum draum ljóðs- ins. Með nokkrum hætti mætti kalla það ferðalok, skáldið horfir til baka — Bókunum er lokað. blöðin eru auð, segir til að mynda í ljóðinu Draumur, veruleiki. Tómleikanum, sem horfinn tími skilur eftir sig, lýsir skáldið í ókunn herbergii 1 ókunnum herberKjum hef ég skilið eftir allt sem áður var ég. Ég leita þessara herberitja einn f herberKÍ Iffs míns ok vona að ég finni bau ekki. Eigi að lýsa þessum skáldskap með einu lýsingarorði kemur mér fyrst í hug orðið »fágaður« með þeim fyrirvara að maður sópi burt úr minni sér langvarandi misnotk- un þess. Að því leytinu er hér gagnger stefnubreyting frá síðustu bók sem er að ýmsu leyti nokkuð hrá þó skemmtileg sé. Þetta er ellefta ljóðabók Jóhanns Hjálm- arssonar og enginn vafi á að hann er nú tekinn að stefna hátt. Mörg ljóð hans hafa í seinni tíð verið þýdd á erlend mál, einkum sænsku, og sýnist svo sem skáldið vilji nú ganga svo frá verkum sínum að þau þoli samanburð á framandi vettvangi þar sem úrval er margfalt meira en hér og aðeins fáir reynast útvaldir af miklum fjölda sem telur sig kallaðan. Erlendur Jónsson Mannlíf í Mosfellssveit ekki kalla allt ömmu sína og finnur vissulega til sín, er rogginn eins og hann mun hafa ástæðu til. Frásögn hans af hernámsárum í Mosfellssveit ber því vitni að hann lætur ekki einu sinni heimsveldi buga sig. Svipmyndir hans af viðskiptum við setuliðið eru skemmtilegar eins og margt í þessari bók þótt ýmislegt sé líka fremur rýrt bókarefni. Tryggvi er að öllum líkindum eini Islendingurinn sem hefur stoppað upp apa. Api þessi hafði aðsetur í vöruskemmu Sameinaða gufuskipafélagsins og var farinn að angra menn með prakkara- strikum sínum. Uppáhalds- skemmtun hans var að rífa gat á kartöflupoka og fleygja síðan kartöflunum í þá sem inn komu. Tryggvi drap apann með klóri- formi: „En þegar ég fór að flá hann, þá kom alveg mannslíkami út úr belgnum. Þetta þótti mér erfitt verk, en þó stoppaði ég hann upp og hafði hann í kaststöðu með kartöflu í hendinni". Við lestur æviminninga Tryggva Einarssonar er maður þráfaldlega minntur á það hve stutt er síðan hálfgerð forneskja ríkti á íslandi. Það er einkum lífið í sveitinni á hörðum vetrum og erfiðar sam- göngur sem valda þessu. En bók Tryggva Einarssonar lýsir líka innreið hins nýja tíma og er kannski merkust fyrir það að spegla þá þróun sem verður frá hinu gamla bændasamfélagi í nýtískulega átt. í Mosfellssveit er höfuðborgin ekki langt undan og frá henni hlutu að streyma ný áhrif. Frá veru sinni í Reykjavík hefur Tryggvi margt að segja. Guðrún Guðlaugsdóttir hefur valið þann kost að láta Tryggva Einarsson ráða mestu sjálfan um framvindu minninga sinna, skipan efnis. Þetta gerir bókina rabb- kennda og er út af fyrir sig skiljanleg aðferð. En vera má að bókin hefði grætt á því að ! skrásetjari freistaði þess öðru ! hverju að hafa hemil á sögumanni. j En þá hefði ekki verið komið jafn víða við og raun ber vitni. í kaflanum Móðir mín er eftir- minnileg lýsing á húsfreyju í sveit sem er vön miklum gestagangi og getur ekki sætt við umskipti breytingatímanna: „Hún var þá hnigin á efra aldur, en lífskjör og dugnaður hafði ekki látið á sjá. Flest barnanna voru farin að heiman og orðið fámennt í Miðdal. Hinir fáu gestir, sem komu þeysandi í bíl eða á mótorhjóli, gleypt'u í sig matinn, borguðu sumir hverjir og flýttu sér eins og þeir væru að vitja yfirsetukonu. Enginn hafði tíma til að tala um skáldskap eða taka lagið. Það var átakanleg sjón fyrir okkur börnin að sjá móður okkar sitja á kofforti við eldavélina, hnípna og áhyggju- fulla vegna þess hvað fáir kvöddu dyra, vegna þess að langa mat- borðið var nú ekki notað nema hálft, stóra kaffikannan aldrei notuð, flest rúmin stóðu auð“. Jóhann Hjálmarsson Nýbarnabók: Tóta tíkarspeni Almenna bókafélagið hefur gcfið út smábarnabók með litmyndum og hcitir hún Tóta tíkarspeni cftir Þóri S. Guð- bergsson. Myndirnar hafa teiknað þeir Hlynur Örn og Kristinn Rúnar bórissynir 11 og 13 ára. í frétt frá AB segir að mikið sé um að slíkar litmyndabækur séu unnar erlendis og í samvinnu við erlenda aðila, en svo sé ekki um þessa, hún sé að öllu leyti unnin hér á landi, af Myndamótum, Prentsmiðjunni Odda og sé hún eins konar tilraun til saman- burðar á samkeppni við fjöl- þjóðaútgáfur. A bókarkápu segir m.a. um bókina: „Tóta tíkarspeni er lítil stelpa, sem enginn vildi hlusta á eða sinna, því að allir voru uppteknir. Svo fann hún tréð, og það hafði sinn tíma til að hlusta. Karlakórinn Fóstbræður heldur tónleika í Selíosskirkju og Skálholtskirkju n.k. laugardag og sunnudag og á miðvikudag í Háteigskirkju. Stjórnandi er Jónas Ingimundarson. Karlakórinn Fóstbræður halda tónleika um helgina KARLAKÓRINN Fóstbræður gengst fyrir almcnnum kirkju- tónleikum í Selfosskirkju og Skálholtskirkju laugardaginn 2. des. n.k. kl. 17.00 og 21.30 og í Iláteigskirkju miðvikudaginn 6. des. kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna er m.a. upphafsstef úr Þorlákstíð- um, íslenskt tvísöngslag og íslenskt sálmalag í útsetningu Páls ísólfssonar. Þá verða flutt fimm lög eftir íslenska höfunda og þrjú lög frá ýmsum tímum við Maríubæn, hið fyrsta er Gregor- söngur, þá lag frá 16. öld eftir Arcadelt og loks lag eftir Karl O. Runólfsson. Þessu næst syngja Fóstbræður kór Prestanna úr „Töfraflautinni" eftir W.A. Moz- art og kór Pílagrímanna úr „Tannháuser" eftir R. Wagner. Fóstbræður enda kirkjutónleik- ana með að syngja fjögur lög eftir erlenda höfunda. Organleikari með kórnum verður Haukur Guðlaugsson, sem m.a. leikur Preludiu og fúgu í C dúr eftir J.S. Bach. Einsöngv- ari með kórnum verður Rut L. Magnússon sem m.a. syngur Kirkjuaríu eftir A. Stradella. Stjórnandi Fóstbræðra er Jón- as Ingimundarson. Aðgöngumiðar að tónleikum þessum verða seldir í Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar og auk þess við innganginn. Jólaundirbúningurinn byrjar í Torginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.