Morgunblaðið - 02.12.1978, Síða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978
16
Vilhjálmur G. Skúlason
skritar um I ‘
vaselín að mestum hluta eða
eingöngu sem burðarefni. Krem
(cremores) eru smyrsl, sem hafa
mjög mjúka samsetningu og
pasta (pastae) eru smyrsl, sem
að jafnaði innihalda mikið af
föstum efnum, sem eru óleysan-
leg í burðarefninu. Pasta hafa
því tiltölulega fasta samsetn-
ingu. Smyrsl, sem nú eru mikið
notuð, eru í lyfjaskrám kölluð
unguenta (sem er fleirtala
orðsins unguentum og leitt er af
sögninni unguere= smyrja), er
eitt af elztu lyfjaformunum. Um
þau er skrifað þegar á baby-
lónska-assyríska tímabilinu og
um þau er fallað ítarlega í
Papyrus Ebers. A þeim tíma
voru burðarefni einkum fitur úr
dýraríkinu, olíur, vöx og
harpiksar. A grísk-rómverska
tímabilinu er fjallað um
hunang, smjör og það sýróp,
sem verður eftir, þegar vín er
látið gufa upp, sem burðarefni í
smyrsli. Ullarfita var upphaf-
lega notuð af Grikkjum við
smyrslagerð og Díoskorídes
minnist á þrjár mismunandi
aðferðir til framleiðslu hennar.
Galenos minnist í sínum ritum á
samsetningu þess smyrsls, sem
ennþá er notað í næstum sömu
mynd og hann gerði undir
nafninu koldkrem. Þau burðar-
efni (önnur efni smyrslis en
virka efnið) hafa að sjálfsögðu
breytzt mjög á síðustu árum og
áratugum með tilkomu nýrra
náttúrulegra og samtengdra
efnasambanda, sem hafa reynzt
mjög vel sem burðarefni í
smyrsli. Vaselín var fyrst fram-
leitt úr jarðolíu af Ameríku-
manninum Chesebrough árið
1871 og var strax farið að nota
það sem burðarefni í smyrsli.
Ullarfita var upphaflega notuð á
Lyfjahandbókin
Lyf jaf orm IV og geymsla lyf ja
grísk-rómverksa tímabilinu, en
féll síðan í gleymsku og var
enduruppgötvuð af Þjóðverjan-
•um Liebreich árið 1885, er hann
setti lanolín á markað, en það er
ullarfita, sem inniheldur 25% af
vatni. Ullarfita og efni, sem
hægt er að vinna úr ullarfitu,
hafa þann eiginleika, að geta
tekið í sig vatn og vatnsleysan-
leg lyf og hafa þessvegna ennþá
mikið notagildi.
Á síðustu áratugum hafa
orðið miklar framfarir í fram-
leiðslu þessa lyfjaforms vegna
þess, að áður óþekkt hjálparefni
hafa verið uppgötvuð. Má þar til
nefna svokallaða emulgatora, en
með þeim er hægt að framleiða
smyrst af emulsionsgerð (t.d.
„absorption base“ og „vanishing
cream") og auk þess nýja
efnaflokka, sem geta verið
Mixtúra (af latneska orðinu
mixtura=blanda) er fljótandi
lyfjaform ætlað til inntöku.
Venjulegt magn, sem tekið er af
mixtúru í einu getur verið
breytilegt frá einni teskeið til
einnar matskeiðar. Mixtúra
inniheldur venjulega eitt eða
fleiri lyf svo og hjálparefni, sem
notuð eru til bragðbætis eða til
þess að gera hana stöðugri.
Nöfnin linctus liquor eru notuð
yfir vissar mixtúrur. Linctus er
notað um mixtúru, sem inni-
heldur mikið af sætum efnum,
sem ekki þurfa að vera sykur-
tegundir (t.d. glyceról), en liquor
um mixtúru, sem venjulega er
tekin í teskeiðatali. Linctus og
syrupus (saft) er því náskyld
lyfjaform, þar eð saft er fljót-
andi lyfjaform, sem inniheldur
mikinn reyrsykur (oft um 60%)
og er ætlað til inntöku.
Mixtúra er mjög vinsælt
lyfjaforni og er hún vel hæf til
þess að gefa bæði börnum og
öldruðum lyf. Dæmi um lyf, sem
oft eru gefin í mixtúruformi eru
fúkalyf, svefnlyf, hóstalyf og
vítamín. Þá er saft oft einnig
notuð til þess að bragðbæta lyf
og má þar til nefna reyrsykur-
saft, sólberjasaft og hindberja-
saft. Sumar mixtúrur botnfalla
eða skilja sig við geymslu og
skulu þær auðkenndar sérstök-
um merkimiða, sem á er letrað:
Ilristið eða Ilristist. Þetta er
mjög nauðsynlegt vegna þess, að
annars getur skömmtun
mixtúru orðið mjög ónákvæm og
jafnvelt leitt til eitrana. Einnig
er rétt að benda á, að aldrei ætti
að nota heimilisteskeiðar og
heimilismatskeiðar til þess að
mæla skammt mixtúru vegna
þess, að til þeirra nota eru þær
allt of ónákvæmar. Þegar fyrir-
skrifað er að taka 1 teskeið af
einhverju lyfjaformi merkir
það, að taka skuli 5 ml af því. Á
sama hátt, þegar fyrirskrifað er
að taka 1 barnaskeið eða 1
matskeið, þá merkir það 10 ml
eða 15 ml í sömu röð. Þess vegna
ætti aldrei að láta úti lyf í
mixtúruformi, nema að afhenda
jafnframt mæliskeið eða mæli-
bikar úr plasti til þess að gera
skömmtun þess nægilega
nákvæma.
Dæmi: Fenoxcillin (penicillin-
mixtúra), sem er sérlyf, Mixtura
chlorali (klóralhýdratmixtúra,
svefnlyf), Syrupus noscapini
(noskapínsaft, hóstasaft),
Syrupus C-vítamini (c-vítamín-
saft), Liquor pectralis (brjóst-
dropar, kvefmixtúra).
Úðalyf er kallað nebulogenum
í lyfjaskrá og er latneska orðið
myndað af nafnorðinu
nebula=þoka og sögninni
gennao=mynda, framleiða, búa
til.
Úðalyf er venjulega fljótandi
lyfjaform, sem ætlað er til þess
að bera á slímhimnu í nefi,
munni, koki eða til innöndunar í
lungu eftir að búið er að mynda
úða úr þeim með úðakönnu
(spray) eða á annan hátt.
Verkun úðalyfja er annað
tveggja staðbundin eða almenn.
Þetta lýfjaform er oft notað
handa sjúklingum, sem þjást af
astma og er það þá afhent í
lyfjaskrá kallað oculoguttae (af
oculos=auga og Guttae=dropar).
Þar sem augndropar eru notaðir
til íkomu í eitt af viðkvæmustu
líffærum líkamans, eru gerðar
margvíslegar kröfur til fram-
leiðslu þeirra umfram ýmis
önnur lyfjaform þar á meðal
krafa um, að þeir séu sæfðir.’
Stundum hafa augndropar fast
efni dreift í fljótandi -efni-
(svokallaðar dreifur) og eru þá
gerðar ákveðnar kröfur um
kornastærð fasta efnisins svo að
kristallar þess særi ekki augað.
Slíkir dropar skilja sig auðveld-
lega við geymslu og skal því
merkja þá sérstökum merki-
miða, sem á er letrað: Hristið
eða Hristist. Geymsluþol augn-
dropa er mjög takmarkað eftir
að þeir hafa verið teknir í
notkun, einkum vegna vaxtar
örvera, sem geta valdið smitun í
auga. Dæmi: Eppy (augn-
dropar), sem er sérlyf,
Oculoguttae chloramphenicoli,
klóramfeníkólaugndropar.
Augnsmyrsl er í lyfjaskrá
kallað oculentum (af oculos=
auga og unguentum= smyrsl* og
er lyfjaform, sem hefur hæfi-
leika smyrslkennda samsetn-
ingu og er ætlað til þess að bera
í auga. Þetta lyfjaform er á
ensku kallað eye-ointment.
Augnsmyrsl þarf vegna sér-
stakrar notkunar að vera sæft.
Dæmi: Aureomycin augnsmyrsl,
sem er serlyf, Oculentum
bibrocatholi, bíbrókatólaugn-
smyrsl.
Eyrnadropar eru fljótandi
lyfjaform, sem ætlað er til þess
að dreypa í ytra eyra. Latneska
orðið, otoguttae, er samsett úr
nafnorunum otos=eyra og
Guttae=dropar Á sama hátt og
sérstökum ílátum, er gefa
ákveðinn skammt í úðaformi,
þegar þrýst er á loka efst á
ílátinu (dosisspray) og úðanum
síðan andað hægt og djúpt niður
í lungu (innúðalyf). Stundum
eru lyf, sem innihalda hormóna
úr aftari hluta heiladinguls
látin úti í þessu formi, en þeim
er ætlað að hafa almenna
verkun. Einnig eru nefdropar
(rhinoguttae af rhinos=nef og
guttae=dropar), en þeir eru
fljótandi lyfjaform, sem er
ætlað að dreypa í nef, stundum
látnir úti í úðakönnu og eru þeir
þá kallaðir nefúðalyf.
Dæmi: Bricanyl innúðalyf
(astmalyf), Antistine-Privine
nefúðalyf, sem hvoru tveggja
eru sérlyf, Rhinoguttae
náphazolini, nafazólínnef-
dropar.
Augndropareru fljótandi lyf,
sem ætluð eru til þess að dreypa
í auga. Þetta lyfjaform er í
um augndropa er m.a. gerð sú
krafa til eyrnadropa, að þeir séu
sæfðir. Þau lyf, sem einkum eru
framleidd í þessu formi eru
staðdeyfilyf til þess að draga úr
staðbundnum sársauka og fúka-
lyf til þess að ráða niðurlögum
staðbundinna smitana í eyra.
Dæmi: Ciloprine cum anaest-
hetico eyrnadropar, sem er
sérlyf.
Smyrsl er lyfjaform, sem
venjulega er ætlað til útvortis
notkunar. Á ensku er þetta
lyfjaform oft nefnt ointment.
Smyrsl hefur venjulega hæfi-
lega mjúka, hálffasta
samsetingu við venjulegt hita-
stig og verður venjulega mýkra
við hitastig húðarinnar. Vaselín
(vaselina) er notað sem heiti
yfir viss smyrsl, sem hafa
vatnssæknir (t.d. makrógólar)
eða vatnsfælnir (t.d. silíkónar).
Þau lyf, sem einkum eru notuð í
smyrslisformi eru sótthreins-
andi lyf, sem notuð eru í
sárasmyrsli, staðdeyfilyf og
sterar, sem notaðir eru gegn
blettahreistri (psoriasis), eks-
emi og fleri húðsjúkdómum.
Þegar sterar eru notaðir í
smyrslisformi verður að reikna
með, að hluti lyfsins geti frásog-
ast í gegnum húð og inn í
blóðbraut og þannig haft al-
menna verkun og sjást stundum
steraaukaverkanir, þegar stera-
smyrsli eru smurð á stór hús-
svæði. Smyrsli eru mjög gjarn-
an látin úti í túbum eða í
smyrslakrukkum.
Dæmi: Unugentum banzal-
koni, benzalkónsmyrsl (sótt-
hreinsandi), Unguentum
cincaini, cínkaónsmyrsl (stað-
deyfandi), Pasta zinci, zínkpasta
(vægt sótthreinsandi og vörn
gegn ertingu), Vaselinum eufla-
vini, euflavínvaselín (sótt-
hreinsandi, brunasmyrsl),
Cremor hydrocortisoni acetatis,
hydrókirtisónacetakrem (stera-
krem), Betnovate (sterakrem og
smyrsl), sem er sérlyf, Synalar
(sterakrem og smyrsl), sem er
sérlyf.
Hér að framan hefur verið
minnst á þau lyfjaform, sem
mest eru notuð og drepið á
nokkra helztu eiginleika og
notkun þeirra. Mörg lyfjaform
eru ótalin, en 1 þessu samhengi
hafa þau minni þýðingu og
verða þau því ekki talin. En
þróun á sviði lyfjaforma er
mikil og gefist sérstakt tilefni
til þess að lýsa nánar nýjum eða
gömlum lyfjaformum, verður
það væntanlega gert.
Geymsla lyf ja —
Varúð — Geymið þar,
sem börn ná
ekki til
Áður en lengra er haldið, er
nauðsynlegt að fjalla í stuttu
máli um geymslu lyfja. Verður
það gert frá tveimur sjónar-
hornum, annars vegar því, að lyf
séu ávallt geymd þannig, að þau
verði engum að tjóni og hins
vegar því, að þau skemmist ekki
óþarflega hratt og geti þess
vegna komið að því gagni, sem
þeim er ætlað. Þessi sjónarmið
eru hvort öðru mikilvægara og
fátt er eins sorglegt og þegar lyf
verða óvitum-að fjörtjóni, vegna
þess, að ekki hefur verið hirt um
að geyma þau á tryggum stað á
heimilinu..
Allir hljóta að viðurkenna, að
okkar þjóðfélag er þjóðfélag
mikilla slagorða og hefur sá,
sem þessar línur ritar lítið gert
af því að mæla þeim bót, en
dálítið af hinu gagnstæða. En
eitt er það slagorð, sem ég hygg,
að hugsanlega gæti orðið til
nokkurs gagns og það mætti
gjarnan hljóða þannig: „Geymið
lyf ávallt þar. sem börn ná ekki
til“. Þetta merkir, að á hverju
heimili í landinu þyrfti að vera
lítill skápur, sem þannig væri
búinn, að í honum væru einung-
is geymd lyf og að hann væri
aðeins aðgengilegur þeim, sem
komnir eru til vits og ára og
eiga þangað brýnt erindi. Ef
slíkt fyrirkomulag yrði í heiðri
haft, mundi það draga verulega
úr þeirri hættu, sem í því er
fólgin, að börn komist í lyfja-
birgðir heimilisins, en einnig úr
þeirri hættu, sem í því er fólgin,
að fullorðnir geymi lyfjabirgðir
sínar undir vissum kringum-
stæðum á stað, sem er of
auðveldur aðgangs. Á síðara
atriðiið einkum við um svefnlyf
og verður síðar vikið að því.
Samkvæmt íslenzkum lögum
eru lyfjabúðir skyldugar að
auðkenna nánar tiltekin lyf
aðvörunarmiða, sem á er letrað:
„Varúð — Geymið þar, sem börn
ná ekki til. En í raun væri það
mjög til bóta, ef almenningur
héldi þessa reglu í heiðri í öllum
tilvikum, þegar um lyf er að
ræða, hvort sem það er letrað á
umbúðir þeirra eða ekki.