Morgunblaðið - 02.12.1978, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978
LEIFUR MULLER
I FANGABUDUM NASISTA III
..Yinna skapar írclsi".
Gengió á ný gegnum
hið illræmda hlið...
Ég var fangi í Sachsenhaus-
en-Oranienburg fangabúðunum í
tæp 2 ár á árunum 1943—1945. Við
vorum alls tíu í hópi ferðalang-
anna, sem komum þangað að nýju
í vor, sem fyrir 33 árum. Það var
óneitanlega einkennileg tilfinning
að minnast fangavistarinnar, og
ýmis atvik rifjuðust upp, þegar við
nú gengum í gegnum þetta sama
hlið og við höfðum gert tvisvar á
dag í 22 mánuði. Nú eftir að ég er
kominn heim aftur, þá held ég að
gangan gegnum hliðið „Arbeit
macht Frei“ sé eitt minnisstæð-
asta augnablikið í þessu ferðalagi.
Það fvrsta sem maður veitti
athygli var að alla „umgjörðina“
vantaði. Engir vopnaðir SS-verðir
eða SS-yfirmenn voru nálægir til
þess að „taka á móti okkur“. Engir
hundar — varðturnarnir tómir og
vélbyssulausir, en rafmagnsgirð-
ingin og gaddavírsgirðingin á
sama stað. Samt minnti staðurinn
mann enn á hrópin og köllin
Frá húðunumi Tíu fyrrvorandi fangar 33 árum síðar.
forðum, þegar „heim“ var komið
að kvöldi:
„eins — zwei, eins — zwei
einn tveir — einn tveir
„Miissen ab"
takið ofan
„vorder man"
gangið í takt
„Kopf hoch"
lyftið höfðinu
„gerade aus" , _ _
beint afram
„Finger lang"
beinar hendur
„Miissen ab — du Schweinhund"
taktu ofan — svínið þitt
„eins — zwei. eins — zwei"
einn tveir — einn tveir
„links um"
beygið til vinstri
o.s.frv., o.s.frv.
Eins og áður er getið stóð á
hliðinu hin kaldhæðnislega áletr-
un „Arbeit macht Frei“ (vinna
skapar frelsi) — er þýddi algerlega
hið gagnstæða hér. Kraftar manns
voru takmarkaðir, því að fæðið var
lélegt og ófullnægjandi með þeim
afleiðingum að margir hverjir dóu
úr hungri. Það veitti því ekki af að
draga úr hverju átaki og hlífa
líkamanum eins og mögulegt var
og varðveita það þrek, sem maður
hafði þegar komið var í fangabúð-
irnar. Enda sögðu gömlu fangarnir
við okkur nýliðana: „immer
langsam — immer langsam" —
farðu þér hægt, farðu þér hægt, og
það kom fljótt á daginn að þetta
var hverju orði sannara.
Annað sem hinir reyndu gömlu
fangar ráðlögðu okkur ef við
ættum nokkurn tíma að komast
lifandi úr þessu helvíti, var að
reyna að „hverfa“ inn í fjöldann og
forðast að láta á sér bera á
nokkurn hátt. Þegar gengið væri
fylktu liði til og frá vinnu átti
maður að forðast að vera fremstur
eða aftastur — halda sig í
miðjunni. Röðin var yfirleitt
fimmföld. Ef einhver gekk ekki í
takt dundu á honum höggin og
spörkin. Það átti aldeilis að kenna
okkur að „marchéra" eins og
hermenn.
Ef menn veiktust og gátu ekki
mætt til vinnu þá var voðinn vís.
Þó að þarna væru sjúkraskálar
(Revier) þá voru möguleikar á
Iyfjum litlir og þar sem fæðið var
ófullnægjandi var erfitt að ná sér
aftur — og leiðin var þá oft stutt í
líkbrennsluofninn.
Þegar við nú komum 33 árum
seinna inn á mannlaust nafna-
kallstorgið (Appelplass) fór ég í
raun og veru fyrst að gera mér
grein fyrir stærðinni á þessum
fangabúðum, þótt ég hefði átt
heima þar í tæp tvö ár. Maður var
vanur því að þarna væru á ferli
milli 15 og 20 þúsund manns og
fannst svæðið ekki vera nein
ósköp. Talan á föngunum gat farið
upp í 20 til 30 þúsund manns — og
það tók sinn tíma að telja allan
þann fjölda tvisvar á dag. Ég gæti
ímyndað mér að opna svæðið í
Sachsenhausen hafi verið svona 3
sinnum stærra en gamli Melavöll-
urinn í Reykjavík.
'U.D
.OWtr/
SflARSCH
APRIL 1945
o; h mmw
HAFimSÍf
des im
K2-SAaP6hlF
OBER 6000
WURDEN
Piff DESEM
MARSCH
DURCM Dfls SS
ERMORDET.
mnstoot
mmm m
npgonuwo
íBtmmm
IVERMACHTNIS LEBT
UNSEREN TATEN FORT.
SíCWStMHWKM
Sachsenhauseni Gaddavír. rafmagn og frelsið (dauðinn).
Dauðagangan frá Sachsenhausen — SS myrti fi.000 fanga á göngunni.