Morgunblaðið - 02.12.1978, Page 19

Morgunblaðið - 02.12.1978, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978 19 Saehscnhauscn 1978i Minninsarathöfn. — við vorum loksins á heimleið. Þetta var fyrsti áfanginn — við vorum á góðri leið að verða frjálsir menn. Vonin, sem við höfðum borið í brjóstum okkar varð að veruleika — þó svo við hefðum á stundum ekki trúað því að það gæti orðið. Þó náði þessi björgunarleiðang- ur ekki til okkar án erfiðleika. Stöðugt varð að breyta um áætlun vegna þess að vegir voru ófærir eftir sprengjuárásir, margar krókaleiðir varð að fara áður en komið var á áfangastað. Þessi björgunarleiðangur þótti vera eitt mesta afrek, sem nokkur hjálpar- stofnun hefur leyst af hendi á stríðstímum. Svíar, Danir og Norðmenn lögðu allir hönd á plóginn. Aðalstjórnandi leiðang- ursins var hinn þekkti Svíi Grev Folke Bernadotte. Ekki er hægt að ljúka þessum kafla án þess að minnast þess, að bíllinn okkar varð fyrir skotárás á leiðinni frá Nauengamme til Dan- merkur, með þeim hörmulegu afleiðingum að þrír af félögum okkar létust. Þetta gerðist 25. apríl 1945 — aðeins nokkrum dögum áður en stríðinu lauk. Þetta átti sér stað að nóttu til en flugmenn bandamanna vöruðu sig ekki á að hérna var Sænski Rauði krossinn á ferð, en ekki herflutningar Þjóðverja. „Sultur" hct þcssi tcikning fangans scm gcrði hana. 100.000 týndu lífinu Talið er að samkvæmt opinber- um heimildum að um tvö hundruð þúsund fangað hafa dvalið lengri eða skemmri tíma í þessum fangabúðum, en aðeins helmingur- inn komist lífs af. Flestir voru hreinlega drepnir á ýmsan hátt, annað hvort skotnir, myrtir í gasklefum og með lyfjum eða hengdir. Einnig dóu mjög margir af ýmsum sjúkdómum. Stórir hópar fórust, þegar verið var að flytja þá milli fangabúða. Þegar fangar drógust aftur úr á göngu eða gáfust upp voru þeir yfirleitt skotnir á staðnum. í Sachsenhausen urðum við iðulega vitni að því á veturna, að sjá nýkomna fanga standa úti í kuldanum frá því snemma morg- uns og fram eftir deginum — fáklædda og jafnvel berfætta. Oftast voru þetta menn frá Rússlandi og Póllandi, einnig margir frá Ukrainu. Frakkar voru einnig í stórum hópum í Sachsen- hausen. Þessir vesalingar voru aðframkomnir eftir að hafa verið vikum eða mánuðum saman á ferðalögum milli fangabúða. Ég hefi oft minnst þessara atburða, að hefði ég lent í slíkum hópi að vetrarlagi væri ég annars staðar niðurkominn í dag. Þegar fangar komu fyrst í fangabúðir eða fangelsi, voru öll verðmæti tekin. I fangabúðunum voru td. öll föt tekin og í staðinn fengu%ienn röndóttan fangabún- ing, þunna léreftsskyrtu, nærbux- ur en enga sokka. í stað sokka fengu menn bómullarklúta og svo tréklossa. En það var fleira en fatnaður, sem var hirtur af föngunum — því allt tanngull var hirt úr líkunum áður en þau voru brennd. Þjóðverjar hafa alltaf reynst vera nýtin þjóð og svo reyndist einnig vera í Sachsen- hausen. Þegar fór að líða að stríðslokum, þ.e. eftir áramótin 1944/45 gengu ýmsar sögusagnir í fangabúðunum um fjöldaaftökur. Meðal fanga sem voru í einangrun, voru nokkr- ir brezkir stríðsfangar, lögreglu- menn frá Luxemburg og rússnesk- ir liðsforingjar. Seinna fréttum við að 178 fangar hefðu verið skotnir um nóttina 2. febrúar. Meðal þeirra sem myrtir vour, voru 7 Bretar, 19 Luxemburgarar og 60 Rússar. Ekki fréttum við alltaf af þeim harmleikjum og fjöldamorð- um sem áttu sér stað meðan við dvöldum í Sachsenhausen. Sam- kvæmt upplýsingum sem núna liggja fyrir er talið á tímabilinu 2. til 22. febrúar 1945 hafi um 4 þúsund fangar verið líflátnir á stað sem kallaður var „Station Z“. Þangað var farið með hina dauða- dæmdu — og af því að Z er síðasti stafurinn í stafrófinu og þetta var einnig síðasti dvalarstaður þeirra, fékk byggingin nafnið „Station Z“. Vissulega voru það mikil við- brigði að sjá fangabúðirnar svona mannlausar — þær voru ekki nema svipur hjá sjón, miðað við það sem áður var. Fyrir ókunnuga er ekki hægt með nokkru móti að gera sér grein fyrir hvað menn höfðu orðið að þola dag eftir dag, mánuðum og árum saman, enda gafst fjöldi þeirra upp eða urðu veikir, og dauðinn var það eins sem beið þeirra. Gálginn var horfinn og flestir skálarnir eins og áður hefur verið nefnt. I Sachsenhausen hafði ^g mest samskipti við Norðmenn, bjó í sama skála og þeir og lenti í ýmsum vinnuflokkum þar sem þeir voru flestir. Danir voru þarna líka nokkrir og kynntist ég þeim flestum. Einn Islendingur kom til Sachsenhausen um áramótin 1943/44. Sá hét Óskar Vilhjálms- son og var frá Reykjavík. Hann kom á versta tíma, um hávetur, fékk lungnabólgu og lézt eftir fáeinar vikur. Óskar var eini íslendingurinn sem ég hitti meðan á fangavist minni stóð. Björgunarleiðangur Sænska Rauöa krossins Sá atburður, sem mun ávallt verða okkur minnisstæðastur er við dvöldum í Sachsenhausen, er skiljanlega björgunarleiðangur Sænska Rauða krossins. „Hvita Bussarna", sem birtist okkur og við gátum yfirgefið búðirnar fyrir fullt og allt. Það ótrúlega var skeð Átti aö drekkja 45.000 föngum Meðfylgjandi norsk blaðafrétt úr „Arbeiderbladet", dags. 9. desember 1947 staðfestir það, sem við fangarnir vorum farnir að óttast fljótlega eftir áramótin 1944—45, um áform Þjóðverjanna, að enginn ætti að sleppa lifandi úr Sachsenhausen. Þetta voru þá endalokin sem nasistarnir voru búnir að ætla okkur. Þá átti að smala okkur saman og senda á prömmum til Eystrasalts og út á Norðursjóinn, sökkva þeim á nægilegu dýpi, svo öruggt væri að engar sannanir væri hægt að færa fram um afdrif okkar. Það er mér enn í dag í fersku minni, að síðustu vikurnar í Sachsenhausen var mikill beygur í okkur; eitthvað örlagaríkt gæti skeð þá og þegar. Einhvern pata höfðum við af að hroðalegar aftökur færu fram allan sólar- hringinn í fangabúðúnum (fangar sem voru sjúkir og enga lífsvon áttu voru ýmist skotnir eða drepnir með sprautum) — enda var reykjarmökkurinn mikill frá líkbrennsluofnunum. Það var ekki laust við að þetta ástand hefði áhrif á svefn okkar. Aldrei var þetta rætt — en hver hugsaði sitt. En eins og áður er sagt kom Sænski Rauði krossinn í tæka tíð og bjargaði okkur frá þessum ömurlegu örlögum er nasistarnir voru búnir að ætla okkur. JRtir0imbIabií> óskar eftir blaðburðarfólki AUSTURBÆR: □ Laugavegur 1—33, d o sBRlÍÍTSfiÍn 0BBEH3B0UI1Í® Karnabær tiLJCMCEILD Fyrir 2 plötur ókeypis buröargjald. Fyrir 4 plötur10% afsláttur og ókeypis buröargjala. Vinsælar plötur Meatloaf — Bat Out of Hell Gunnar Þóröarson Billy Joel — 52nd Street Diddú og Egill — Þegar Mamma var ung Queen — Jazz Star Party — Ýmsir Ljósin í bænum John Paul Young Björgvin Halldórsson — Ég syng fyrir þig. Krossið við þær plötur sem óskað er,' sendið okkur listann og við sendum samdægurs til baka í póstkröfu. Nafn____ Heimilisfang Kamabær, HIjómplötudeild Laugavegi 66 S. 28155 Glæsibæ S.81915 Austurstræti 22 S. 28155.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.