Morgunblaðið - 02.12.1978, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.12.1978, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978 20 GunnarÞ. Þorsteins- son hœstaréttarlög- maöur - Minningarorð Vinur minn og starfsbróðir, Gunnar Þorsteinsson, er látinn. Hann lézt 18. nóvember síðastlið- inn á Landakotsspítala hér í borg eftir stutta legu. Bálför hans fór fram frá Fossvogskapellu 27. nóv. s.l. Kynni og vinátta okkar Gunnars voru orðin býsna löng og varð mér hverft við að frétta lát hans, þó að það hafi ekki komið mér með öllu á óvart. Ég kom nýlega til hans á spítalann og tók í hönd hans til hinztu kveðju og þakklætis fyrir samveruna, en hann hafði þá misst meðvitund. Gunnar Þorsteinn Þorsteinsson var fæddur 28. september 1903 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Brynjólfsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri, en þau bjuggu lengst af í Þórs- hamri við Templarasund hér í borg. Gunnar ólst upp í foreldra- húsum ásamt systkinum sínum, Þórunni og Brynjólfi. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1925 settist hann í Háskóla íslands og lauk þaðan lagaprófi 1929. Sama ár hélt hann til framhalds- náms við Lundúnaháskóla. Að loknu námi, sem gekk fljótt og vel, var hann um skeið framkvæmda- stjóri Fiskveiðihlutafélagsins Is- lands, en árið 1931 gerðist hann fulltrúi á málflutningsskrifstofu okkar Jóns Ásbjörnssonar. Eftir að Jón Ásbjörnsson var skipaður hæstaréttardómari 1945, keypti Gunnar hans hluta í skrifstofunni. Við rákum svo saman lögfræði- skrifstofuna, þar til hann hætti lögfræðistörfum sökum heilsu- brests árið 1965. Þó eru undanskil- in árið 1949—50, er Gunnar var bæjarfógeti í Vestmannaeyjum. Eftir að Gunnar hætti lögfræði- störfum, var hann um skeið búsettur í Danmörku, en flutti síðan til Islands aftur. Gunnar var alvöru- og dugnað- armaður; hann var mikill tilfinn- ingamaður og drengur góður. Kom það skýrast fram gagnvart þeim, sem minna máttu sín eða áttu um sárt að binda. Samvinna okkar Gunnars var löng og góð, og hygg ég, að fáir hafi þekkt hann betur en ég. Eftir að hann kom aftur heim frá Danmörku, leit hann oft inn á skrifstofuna til okkar og drakk með okkur kaffisopa. Var það okkur alltaf til mikillar gleði, er hann birtist brosandi í dyrunum og flutti með sér hlýju og vinsemd og rifjaðar voru upp gamlar ánægjustundir. Gunnar og eiginkona hans, Jóna Guðmundsdóttir, eignuðust tvö mannvænleg börn. Dóttirin Hrafnhildur, fædd 1935, er lög- fræðingur í Danmörku, sonurinn Þorsteinn, fæddur 1940, er arki- tekt og leikari í Reykjavík, kvænt- ur Valgerði Dan leikkonu. Börnin og barnabörnin veittu Gunnari mikið yndi, enda var hann barn- góður með afbrigðum. Eg vil að lokum þakka vini mínum ógleymanlega vináttu og óska þess, að við hittumst aftur, er forsjónin vill að svo verði. Guð fylgi honum. Þinn gamli vinur Sveinbjörn Jónsson. Gunnar Þorsteinn Þorsteinsson var fæddur 28. sept. 1903. Hann lézt hinn 18. þ.m. eftir stutta legu á sjúkrahúsi, 75 ára að aldri. Faðir hans var Þorsteinn Þorsteinsson, skipstjóri, sem löngum var kennd- ur við Þórshamar, bróðir séra Bjarna, tónskálds og fræðimanns á Siglufirði, og Haildórs skipstjóra á Háteigi, svo nefndir séu tveir nafnkunnir bræður hans. Móðir Gunnars var Guðrún Brynjólfs- dóttir bónda og skipasmiðs í Engey, sem smíðaði 180 báta um ævina. (Og gerði þó Bjarni sonur hans betur, því hann hafði þá 200.). Systkini Gunnars eru Brynjólf- ur, tæpu ári eldri en Gunnar, og Þórunn, ekkja Gunnars Benja- mínssonar læknis, talsvert yngri en bræðurnir. Æskuheimili Gunnars í Bakka- búð, nú húsið númer 25 við Lindargötu hér í borg, annað Bakkabúðarhúsið, sem faðir hans byggði, var veglegt og glæsilegt í þá daga. Jafnskjótt og Þorsteinn lauk stýrimannsprófi keypti hann torfbæinn Bakkabúð til þess að geta tekið til sín foreldra sína, sem um þær mundir bjuggu við sára fátækt að Presthólum á Kjalar- nesi, þangað komin frá Mel í Hraunhreppi. Þau fengu ekki að flytja til bæjarins fyrr en talið var að sonur þeirra gæti séð þeim farborða. En húsakosturinn var ekki þröngur til langframa, því ekki liðu nema fá ár þar til Þorsteinn byggði traust og vandað timburhús. Seint fannst honum ofgert við foreldra sína. Þetta var rétt fyrir aldamótin síðustu, á þeim árum þegar börn töldu sér til skyldu, eða til gleði og þroska, að hjálpa foreldrum sínum ef með þurfti. Ekki er ólíklegt að í þessum veglegu húsakynnum hafi ein- hverjum orðið hugsað upp í Hraunhrepp, til gömlu baðstof- unnar á Mel, sem hrundi ofan í súkkulaðipottinn þegar fagna skyldi syninum Bjarna, heim- komnum frá námi. Inn á þetta heimili leiðir Þor- steinn brúði sína, Guðrúnu frá Engey Brynjólfsdóttur, og takast með þeim hjónum ævilangar ástir. Þau áttu vel saman; hann félags- h.Vggjumaður, athafnasamur og traustur gáfumaður, höfðingi í sjón og raun; hún rausnarleg húsfreyja, mannblendin og stór í sniðum með sömu hagleiksnáttúru í blóðinu og faðir og bróðir, listasmiðirnir góðu. Einkum hafði hún yndi af málaralist og kemur þar fram hið glögga smiðsauga, sjálf málaði hún á postulín og stundaði af kappi myndlist þá, er konur þeirra tíma töldu sér bezt henta, útsaum í allskyns dúka. Næmar tilfinningar sínar geymdi hún undir dagfarsglöðu yfirbragði. I þessa stofna sækir Gunnar skaphöfn sína: Góðar gáfur, félagslyndi og skopskyn, vinnu- semi og frískleika í framkomu. Þegar Gunnar hafði lokið námi, sem tafðist um tvö ár vegna veikinda hans, og hefði raunar seinkað meira ef læknar hefðu fengið að ráða, hófst athafnaskeið sem stóð í 35 ár, frá upphafi árs 1930 til ársins 1965. Stutta hríð var hann framkvæmdastjóri ís- landsfélagsins en tók síðan að starfa í málflutningsskrifstofu tveggja öðlingsmanna, þeirra Jóns Ásbjörnssonar hrl. og Sveinbjarn- ar Jónssonar hrl., og gerðist síðar meðeigandi þegar Jón Ásbjröns- son varð hæstaréttardómari. Hann var mikill vinnuhestur og hafði gaman að starfi sínu, enda var hvort tveggja, að hann hafði lent hjá hinum beztu mönnum og vissi það, og þeir kunnu vel að meta sinn unga liðsmann. Hann gerðist æ virkari á sviði félags- mála, sat í bæjarstjórn Reykjavík- ur 1942—1946, varð formaður Fasteignaeigendafélags Reykja- víkur og fyrsti formaður íþrótta- bandalags Reykjavíkur 1944—1946. Bæjarfógeti í Vest- mannaeyjum var hann í tæpt ár, 1949-1950. Hann kallaði sig aldrei íþrótta- mann en þjálfaði sig þó æði vel. Meðal annars iðkaði hann bogfimi fyrir áeggjan Jóns húsbónda síns, en áhugi Jóns mun hafa stafað af lotningu fyrir hetjuskap söguald- ar, sem aftur helgaðist af ást hans á fornum fræðum. Fjallgöngur og sund iðkaði Gunnar árum saman, og kemur mér þá til hugar saga af föður hans, gerólík á ytra borði en ef til vill einungis svo. Eitt sinn afréðu Gunnar og nokkrir sundfélagar hans að fara í sjóböð hvern einasta dag á komandi vetri, hvernig sem viðraði. Mun það hafa verið kaldsamt á stundum, en aldrei féll niður dagur hjá Gunnari og var hann hressari eftir en áður. Ekki kom til máia að láta undan þó veður væru slæm. Þannig var og um föður hans. Þegar hann var skipstjóri á togara reyndist hann hverjum manni aflasælli, enda sótti hann sjóinn fast. Og sagt var að þegar aðrir skipstjórar forðuðu sér undan foraðsveðrum, hafi Þorsteinn haldið áfram og kastað þar til hafið tók til sinna ráða og slengdi vörpunni jafnharðan aftur upp á þilfar. Þá fyrst var látið undan. Árið 1932 kvæntist Gunnar Jónu Mörtu Guðmundsdóttur, sem nú er látin fyrir rúmu ári, hinni vænstu konu. Þau áttu tvö börn: Hrafn- hildi, lögfræðing að mennt, og Þorstein, leikara og arkitekt. Þau Gunnar og Jóna slitu samvistum eftir alllanga sambúð og kvæntist Gunnar tvívegis eftir það, fyrst Guðrúnu Á. Þórðardóttur og síðar Þóru E.M. Júlíusdóttur Hafsteen. Urðu bæði þessi hjónabönd skammvinn. Þó þau Jóna tækju ekki upp sambúð á ný varð ekki annað séð *en með þeim ríkti vinátta og nærgætni hin síðari ár. Um miðjan sjöunda tug aldar- innar verða þáttaskil á ævi Gunnars. Hann leggur niður mál- flutning hér heima, yfirgefur viðskiptavini og starf, sem hann hefur varið áratugum í að byggja upp, og sezt að í Kaupmannahöfn. Hann er orðinn 62 ára, heilsunni hefur hrakað, starfið, sem sífellt hleður á sig, er farið að þreyta hann og, það sem gerist næst hinum snöggu umskiptum, móðir hans dáin fyrir ári. Áður var faðir hans farinn. Ekki er ofmælt þó sagt sé að með Gunnari og móður hans hafi alla tíð verið miklir kærleikar, og það svo að Gunnari hafi þótt sem hann hefði aldrei gert nógu vel við hana. Fátt er sem bindur hann og ekki viðlit að dveljast í Reykjavík þar sem hann slyppi ekki undan áleitnum kröf- um viðskiptavina sinna. En dvölin í Kaupmannahöfn varð styttri en ætla mætti. Árið 1972 fluttist hann aftur til íslands og treysti við son sinn vináttu- bönd, sem aldrei höfðu slitnað. Síðustu æviárin urðu barnabörnin honum til ánægju, sonarsynir hér heima og dótturdóttir í Kaup- mannahöfn. Gunnar var glæsimenni og hinn skörulegasti í framgöngu. Hann var dagfarsprúður og hjálpsamur, hlýr og traustvekjandi. Síðari ár ævinnar átti hann við vanheilsu að stríða, en var þó að jafnaði hress í viðmóti og hafði lifandi áhuga á félags- og stjórnmálum. Dauða hans bar að fyrr en varði, hann fékk slag en var með lífsmarki í vikutíma, sofnaði svo til drottins síns í næturkyrrð hinn 18. þ.m. Jón Dan. Kirkjudagur Árbæ j arsafnaðar Ilinn árlegi kirkjudagur Ár- bæjarsafnaðar verður að þessu sinni hátíðlegur haldinn sunnu- daginn 3. desember (1. s.d. í aðventu) í Safnaðarheimili Ár- bæjarsóknar og hátiðasai Árbæj- arskóla. Hátíðahöld á kirkjudegi í að- ventubyrjun hafa frá upphafi vega safnaðarins verið árviss viðburður í safnaðarlífinu og dagskrárliðir kirkjudagsins jafnan verið fjöl- sóttir af safnaðarfólki. Sú er einlæg von allra þeirra, er að þessum degi standa, að svo verði einnig nú. Aðventan er undirbúningstími okkar fyrir jól- in, trúarhátíðina æðstu meðal kristinna manna. Því er það vel við hæfi, að við hefjum aðventuundir- búninginn með því að koma saman á kirkjuhátíð, okkur til líkamlegr- ar og andlegrar uppbyggingar og styðjum þá um leið stofnunina öldnu, kirkjuna, sem er okkur kristnum móðir og mikilvægastan boðskap Ijóss og lífs hefur að flytja okkur í myrkum heimi forgengileikans. Að þessu sinni er það óblandið gleðiefni að geta haldið kirkjudag í nýlega vígðu safnaðarheimili, en það bætir alla starfsaðstöðu safn- aðarins að miklum mun. Því er þó ekki að leyna, að verulegar skuldir hvíla enn á þessum fyrri áfanga kirkjubyggingarinnar, en sann- færing mín er sú, að þessi kirkjudagur verði enn sem fyrr drjúgur fjáröflunardagur og að unnt reynist að grynnka eitthvað á skuldunum að honum afstöðnum. Heitið er þess vegna á safnaðar- menn, yngri sem eldri, að fjöl- menna á dagskrárliði kirkjudags- ins og rétta þannig fram örvandi hjálparhönd til styrktar safnaðar- starfsinu. Helstu dagskrárliðir' kirkju- dagsins eru á þá leið, að kl. 10.30 ardegis er barnasamkoma í Safn- aðarheimili Árbæjarsóknar og eru foreldrar velkomnir með börnum sínum. Kl. 2 hefst guðsþjónusta fyrir alla fjölskylduna í safnaðarheimil- inu. Kirkjukór safnaðarins syngur undir stjórn Geirlaugs Árnasonar og Unnur Jensdóttir syngur stól- vers. Sérstaklega er vænst þátt- töku væntanlegra fermingarbarna næsta árs og foreldra þeý-ra í messunni. Að lokinni guðsþjónustu um kl. 3 hefst kaffisala á vegum kirkju- nefndar Kvenfélags Árbæjarsókn- ar í hátíðasal Árbæjarskóla og þar munu borð svigna undan dýrindis veislukökum kvenfélagskvenna og annarra safnaðarkvenna. Auk kaffisölunnar efnir kirkju- nefndin til glæsilegs happdrættis með fjölmörgum góðum og gagn- legum vinningum. Þar á meðal má nefna vandað skrifborð er Bræðra- félag safnaðarins hefur gefið sem aðalvinning í happdrættinu. Klukkan hálf níu síðdegis hefst síðan hátíðasamkoma í Safnaðar- heimilinu. Gunnar Petersen, safn- aðarfulltrúi, setur samkomuna. Organisti safnaðarins, Geirlaug- ur Árnason, leikur á orgel og stýrir almennum söng samkomu- gesta. Unnur Jensdóttir syngur einsöng. Þór Magnússon þjóð- minjavörður flytur erindi og sýnir litskuggamyndir með máli sínu. Barnakór Árbæjarskóla syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar söngstjóra. Loks verður helgistund í umsjá sóknarprests. Árbæingar, eignumst sameigin- lega hátíð. Búum hugi okkar undir komu jólanna með glæsilegri þátttöku í kirkjuhátíð safnaðarins á fyrsta helgidegi nýs kirkjuárs. Verið öll hjartanlega velkomin á samkomur kirkjudagsins á morg- un. Guðmundur Þorsteinsson. TK vann TR óvænt í deildakeppninni NÝLEGA áttust við sveitir Taflfélags Reykjavíkur og Tafl- Björn Halldórss. Sævar Bjarnason — 1:0 félags Kópavogs í 4. umferð deilda- kcppni Skáksambands íslands. Guðni Sigurbjarnarss. Björn Þorsteinss. — 0:1 Teflt var á 8 borðum og lyktaði viðureigninni með óvæntum sigri Jón Þorvarðars. Ásgeir Þ. Árnass. — 0:1 Taflfélags Kópavogs, i'A vinningur gegn 3‘/2 vinningi. Sigurður Kristjánss. Jóhann Hjartarss. — 1:0 Úrslit einstakra skáka urðu sem hér segir, TR talið á undan: Jörundur Þórðars. Jónas P. Erlingss. — 0:1 Helgi Olafsson — Ómar Jónss. 1:0 Egill Þórðars. Gunnar Gunnarss. — 'k:'k Margeir Péturss. — Jóhann Stefánss. 0:1 Anna Kristín eftir Margit Ravn Bókaútgáfan Hildur hef- ur gefið út bókina Anna Kristín eftir norsku skáld- konuna Margit Ravn. Þessi bók kom út fyrir 3—4 áratugum og segir í til- kynningu útgáfunnar að ekki muni bókin njóta síðri vinsælda ungra stúlkna nú en hjá mömmum þeirra og ömmum á sínum tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.