Morgunblaðið - 02.12.1978, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978
25
fMtogtnililjifrft
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fróttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjórn og afgreiösla Aðalstræti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2500.00 kr. ó mónuöi innanlands.
I lausasölu 125 kr. eintakiö.
„Full vísitala
beinlínis vörn gegn
óðaverðbólgu,,
Atburðir síðustu vikna og mánaða hafa brugðið upp
óhugnanlegri mynd af því, í hvílíkri úlfakreppu pólitískra
ofstækismanna íslenzk verkalýðshreyfing er. Mönnum er í fersku
minni aðdragandi síðustu alþingiskosninga, þar sem ekki var
látið við það sitja að hvetja til ólöglegra verkfalla og
vinnustöðvana til þess að brjóta niður lögmæta stjórn landsins,
heldur voru hafin skemmdarverk á sjávarútveginum með
útflutningsbanni, sem stóð svo vikum skipti.
Á þessum tíma komst formaður Verkamannasambands
Islands m.a. svo að orði: „Fullar verðbætur skv. vísitölu er eina
vörn launafólks gegn því að verðbólgan rífi niður kaupmáttinn.
Full vísitala er líka beinlínis vörn gegn óðaverðbólgu. Reynslan
sýnir, að því skertari sem vísitalan er þeim mun meiri er
verðbólgan."
I framhaldi af þessu talaði hann um, að setja þyrfti
samningana í gildi með því að koma ríkisstjórninni frá.
Nú er komið annað hljóð í strokkinn. Stjórn Verkamannasam-
bands íslands lýsir sérstakri ánægju yfir skerðingu vísitölunnar
og heitir ríkisstjórninni fulltingi til þess að halda áfram á sömu
braut.
„Verkalýðshreyfingin,
flokkurinn og blaðið”
Arsfundur Verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins var
haldinn fyrir tæpum mánuði. Þar gátu menn ekki dulið
ánægju sína yfir því, hversu vel þeim hefði tekizt að nota
skipulag og fjármagn verkalýðshreyfingarinnar sjálfum sér til
framdráttar. Afdráttarlausust var yfirlýsing Svavars Gestsson-
ar, viðskiptaráðherra, þegar hann sagði: „Með því að stilla saman
verkalýðshreyfinguna, flokkinn og blaðið tókst að ná glæsilegum
árangri í bæjarstjórnar- og þingkosningunum sl. vor.“
Hér er það viðurkennt opinberlega og hælst yfir því, að
kommúnistar höguðu aðgerðum verkalýðshreyfingarinnar í
samræmi við flokkspólitíska hagsmuni sína undir því yfirskyni,
að um kjaramálabaráttu verkamanna væri að ræða. Verkamenn
og allir launþegar eru skattlagðir til verkalýðsfélaganna. Því
mikla fjármagni á að sjálfsögðu að verja til faglegrar baráttu í
þeim skilningi að tryggja vaxandi kaupmátt og meira
atvinnuöryggi. Nú situr að völdum ríkisstjórn, sem hefur það að
stefnumiði að draga svo úr hagvextinum, að lífskjörin hljóta að
versna, og atvinnuleysi er þegar farið að gera vart við sig í
byggingariðnaðinum. Við þessa ríkisstjórn sér Verkamannasam-
band Islands ástæðu til að lýsa sérstökum stuðningi. Þannig er
nú búið að stilla saman verkalýðshreyfinguna, Alþýðubandalagið
og Þjóðviljann.
„Sósíalismi, verkalýðs-
hreyfing og þjóðfrelsi”
Menn þurfa heldur ekki að ganga að því gruflandi, hver er sú
framtíðarsýn, sem kommúnistarnir innan verkalýðshreyf-
ingarinnar dreymir um. Svavar Gestsson lýsir henni svo:
„Vonandi er ekki mikið um það í okkar röðum, að menn géri sér
ekki ljóst, að við náum því aðeins árangri í baráttunni fyrir
sósíalisma, að við tryggjum íslenzkt þjóðfrelsi. Og við gerum
okkur þar af leiðandi vafalaust öll ljóst, að þjóðfrelsið,
verkalýðsbaráttan og sósíalisminn verða aldrei slitin úr
samhengi hvert við annað."
Þjóðfrelsi sósíalismans hefur verið bezt lýst sem myrkri um
miðjan dag. Þegar er fengin 60 ára reynsla af þessu sósíalíska
þjóðfrelsi í Sovétríkjunum og þarf ekki að hafa mörg orð um,
hvernig þar er búið að hínum almenna borgara, hver sé réttur
hans um laun sín og kjör og hver staða verkalýðshreyfingarinnar
er þar.
Sósíalistar og marxistar hafa það hvarvetna að sínu markmiði
í lýðræðisríkjum að brjóta niður atvinnulífið og eyðileggja
peningakerfið. Það er þess vegna sem Alþýðubandalagið og
kommúnistarnir innan verkalýðshreyfingarinnar berjast nú svo
hatramlega gegn því, að mörkuð verði stefna til frambúðar til
viðnáms gegn verðbólgu. Þeir vilja láta sitja við bráðabirgðaráð-
stafanir, en nota um leið tækifærið til að grafa undan
atvinnuvegunum, þangað til svo verður komið, að þeir geta ekki
gengið án opinberra styrkja. Slíku fyrirgreiðsluþjóðfélagi er
markvisst verið að reyna að koma á með því að stilla saman
verkalýðshreyfinguna, Þjóðviljann og Alþýðubandalagið.
Geir Hallgrímsson í viðtali við Morgunblaðið:
Kjaraskerðing láglaunafólks
meiri nú en með febrúarlögum
— Stóraukin
I ga-r tóku gildi „kaupráns“-lög þau, sem
ríkisstjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og
Framsóknarflokks fékk samþykkt á Alþingi í
fyrradag. í febrúarmánuði si. samþykkti
Alþingi einnig lög, sem fólu í sér vísitöluskerð-
ingu launa, en tveir af núverandi stjórnarflokk-
um og verkalýðshreyfingin hófu harða baráttu
gegn þeirri lagasetningu. Þcssir tveir flokkar
og þeir hópar í verkalýðshreyfingunni, sem
harðast liörðust gegn visitöluskerðingunni í
febrúar hafa lagt blessun sína yfir vísitölu-
skerðinguna nú.
Morgunblaðið hefur átt stutt samtal við Geir
Ilallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins,
um þessar aðgerðir og var fyrsta spurningin,
sem beint var til Geirs Hallgrímssonar sú,
hvaða rök hefðu legið til þeirrar afstöðu
Sjálfstæðisflokksins að greiða atkvæði á móti 1.
grein frv. en sitja hjá við atkvæðagreiðslu um
aðrar greinar.
— Það er skoðun okkar, að niðurgreiðslur séu
nú þegar of háar, segir Geir Hallgrímsson, of
miklar niðurgreiðslur skekkja verðmyndunina í
landinu og gera auknar kröfur um skattheimtu á
allan almenning, sem enginn grundvöllur er
fyrir. Ennfremur hafa niðurgreiðslur meiri áhrif
til lækkunar framfærsluvísitölu og þar af
leiðandi kaupgjalds en útgjöld fjölskyldu segja til
um og falsa því vísitöluna í raun. Niðurgreiðslur
eru því liður í viðleitni stjórnvalda til þess að
leika á hið falska hljóðfæri, sem vísitölukerfið er.
I fyrstu grein laganna er gert ráð fyrir, að
niðurgreiðslur verði auknar um 3 vísitölustig og
það töldum við sjálfstæðismenn útilokað til
skattheimta
viðbótar því 7'/2 stigi, sem niðurgreiðslur voru
auknar um í september. í hvorugu tilfelli var
gerð grein fyrir tekjuöflun til þess að standa
undir niðurgreiðslum og því töldum við þingmenn
Sjálfstæðisflokksins einsætt að greiða atkvæði á
móti þessari grein frumvarpsins.
Önnur og þriðja grein frumvarpsins voru
almennar yfirlýsingar, sem áttu ekkert erindi í
löggjöf, sbr. orðalagið: „ríkisstjórr.in mun beita
sér fyrir...“ Slíkar yfirlýsingar geta átt erindi í
greinargerð lagafrv. en ekki frv. sjálft. Þingmenn
Sjálfstæðisflokksins sátu þv hjá við atkvæða-
greiðslu um þessar greinar.
Fjórða grein laganna er raunar sú grein þeirra,
sem veldur því, að þær, sem á undan koma, eru
þarflausar og felur í sér kjarna málsins sem er,
að kaupið skuli greiða skv. kaupgjaldsvísitölunni
og bráðabirgðalögunum frá því í september, sem
voru hornsteinn myndunar núverandi ríkis-
stjórnar.
Með bráðabirgðalögunum í september átti að
setja samningana í gildi sbr. kosningaloforðin
frægu. Þótt það væri ekki gert fólu bráðabirgða-
lögin í sér 6—6 '/2% hækkun launakostnaðar í
landinu. Að vísu varð þá engin hækkun á
dagvinnutekjum láglauna- og miðlungstekjufólks
— um 3 '/2% hækkun til þeirra, sem unnu í
fiskvinnslu og höfðu venjulega yfirvinnu en um
10% hækkun til hinna hærra launuðu. Fjórða
grein hinna nýju laga tekur sem sagt þessa
ákvörðun bráðabirgðalaganna aftur, þar sem
allir launþegar verða að hlíta 8% kauphækkun.
Með því er stigið skref til baka frá septemberlög-
unum, sem voru hornsteinn stjórnarmyndunar-
innar og er því brostinn og hús stjórnarinnar
í vændum
tekið að hallast og gliðna sundur eins og heyra
má af deilum stjórnarinnar.
Við sjálfstæðismenn vorum ekki spurðir um
bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar, sem hafa
heldur ekki fengið afgreiðslu Alþingis, og töldum
allan málatilbúnað þess frumvarps, sem
samþykkt var í gær um tímabundnar ráðstafanir
þess eðlis, að stjórnarsinnar einir ættu að bera
ábyrgð á þessari lagasetningu og sátum því hjá
að öðru leyti en um 1. grein frumvarpsins.
Ríkisstjórnin verður
að glíma við sinn
eigin draug
Ber að skilja þá afstöðu svo, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi talið, að 14,13% kauphækkun
ætti að koma til útborgunar?
— Nei, en efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar-
innar eiga mestan þátt í því, að vísitöluhækkunin
varð meiri en ráð var fyrir gert og ríkisstjórnin
verður aúðvitað sjálf að glíma við sinn eigin
draug. Við sjálfstæðismenn bregðum ekki fæti
fyrir viðleitni ríkisstjórnarinnar að þessu leyti,
en viljum hins vegar ekki taka þátt í þeim
sjónhverfingum, sem uppi voru hafðar að
fyrirlagi Alþýðubandalagsins, sem vildi telja
mönnum trú um, að unnt væri með auknum
útgjöldum ríkissjóðs að bæta launþegum upp þau
8%, sem kaupið lækkar um. Við bendum á stefnu
okkar, sem fram kom í efnahagsráðstöfunum í
febrúar og maí og voru til þess fallnar að draga
úr verðbólgu, styrkja kaupmátt launa þegar til
lengdar Iætur og tryggja afkomu atvinnuvega og
þar með atvinnuöryggi landsmanna.
Náið samráð í
tíð fyrrverandi
stjórnar
— Því hefur verið haldið fram, að sá
grundvallarmunur sé á vinnubrögðum
núverandi ríkisstjórnar og þeirrar, sem þú
veittir forsæti, að núverandi ríkisstjórn hafi
náið sámráð við aðila vinnumarkaðarins, en það
hafi þín ríkisstjórn ekki gert.
— Ég vísa þessum staðhæfingum á bug. Þegar
ríkisstjórn mín tók við haustið 1974 stóðu málin
þannig, að kaupgjaldsvísitalan hafði alveg verið
tekin úr sambandi um vorið af vinstri stjórninni
og bar Alþýðubandalagið m.a. fulla ábyrgð á því.
Við gáfum þá út bráðabirgðalög, sem m.a. fólu í
sér sérstakar láglaunabætur til þess að draga úr
kjaraskerðingu láglaunafólks. Um það var haft
ítarlegt samráð við forvígismenn launþegasam-
takanna í landinu. Þeir gerðu hvorki að játa né
neita. I þremur samningahrotum, sem fram fóru
milli launþega og vinnuveitenda á árunum 1975
og 1976, var haft ítarlegt samráð við aðila
vinnumarkaðar. Meðan á samningaumleitunum
stóð vorið 1977 bauðst ríkisstjórnin til þess að
gera margvíslegar ráðstafanir til að greiða fyrir
samningum. Okkur bárust óskalistar frá laun-
þegasamtökum, þ. á m. ASI, sem voru langtum
víðtækari en við töldum kleift að verða við. Áður
en febrúarráðstafanir voru gerðar fóru fram
ítarlegar viðræður við forvígismenn launþega-
samtaka en það náðist ekki samkomulag við þá
og þeir báru ekki sízt fyrir sig fyrirætlanir um að
taka óbeina skatta og niðurgreiðslur út úr
vísitölunni frá og með næstu áramótum. Þetta er
þó eitt þeirra atriða sem þeir nú tjá sig viljuga til
að ræða.
Febrúarlögin
hagstæðari láglaunafólki
— Því hefur einnig verið haldið fram, að
mikill munur sé á hinni nýju lagasetningu og
febrúarlögunum að þvf leyti til að lögin nú séu
launþcgum hagstæðari. Ilvað viltu segja um
það?
— I febrúar sl. stóðu málin þannig, að
kaupgjaldsvísitalan átti að hækka um 10%. Þær
ráðstafanir, sem við þá gerðum voru að því leyti
til frábrugðnar þeim ráðstöfunum, sem nú hafa
verið gerðar, að febrúarlögin voru mildari
gagnvart hinum lægst launuðu. Samkvæmt þeim
lögum voru fullar verðbætur ætlaðar þeim, sem
höfðu 88 þúsund kr. í mánaðartekjur í desember
1977. Með hliðarráðstöfunum var kaupmáttur
þeirra aukin um 1,5—2%. Það var gert með því að
hækka barnabætur um 5%, sem létti skattbyrði
barnmargra fjölskyldna. Sérstakt vörugjald var
lækkað úr 18% í 16%. Lögfest var, að bætur
almannatrygginga skyldu hækka með launum og
á sömu dögum. Gert var ráð fyrir sérstakri
hækkun tekjutryggingar og heimilisuppbótar
umfram launahækkanir 1. marz. Ríkisstjórnin
jók niðurgreiðslur nokkuð. Þegar á allt þetta er
litið held ég, að það sé alveg ljóst, að
lagasetningin nú hefur i för með sér enn frekari
skerðingu en febrúarlögin, að ekki sé talað um
maílögin.
Verðbólgan á ábyrgð
núverandi stjórnarflokka
— Telur þú líklegt, að þessi vísitöluskerðing,
sem nú heíur verið lögfest muni leiða til
verulegs samdráttar í verðbólgustiginu?
— Ef engar aðrar ráðstafanir fylgja í
kjölfarið, en þær, sem í lögunum felast, er gert
ráð fyrir, að verðbólgan verði nálægt 45% á
næsta ári. í greinargerð frv. er talað um þann
möguleika, að kaupgjald hækki mest um 5% í
byrjun hvers vísitölutímabils og með þeim hætti
stæðu vonir til, að verðbólgan milli ára færi niður
í 35% og 30% frá upphafi til loka-árs. En þetta er
einmitt svipuð áætlun og fylgdi febrúaraðgerðun-
um. Hefðu þær fengið að standa en ekki verið
eyðilagðar með pólitískri misbeitingu Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags á launþegasamtökun-
um þá væri verðbólgan nú komin niður í 30%.
Það er því á ábyrgð fyrrverandi stjórnarand-
stöðuflokka og allra núverandi stjórnarflokka
vegna bráðabirgðalaganna í september, að við
stöndum nálægt 50% verðbólgu í stað þess að
vera komin nálægt 30%.
Stjóraukin skattheimta
— Má ekki búast við stóraukinni skatt-
heimtu á næstunni?
— Allar þessar ráðstafanir gera ráð fyrir
stóraukinni skattheimtu, sem fólki er talin trú
um að komi eingöngu við hátekjufólk og
atvinnurekendur. Jafnframt því sem sagt er að
kaupið megi ekki hækka, þar sem atvinnu-
reksturinn standi ekki undir hærra kaupgjaldi, er
ætlast til að atvinnufyrirtækin borgi niður
kaupið með auknum sköttum.
Auðvitað er byrði atvinnufyrirtækjanna byrði
allra landsmanna og þannig eru landsmenn
látnir borga sitt eigið kaup niður en í leiðinni
eykur ríkisvaldið umsvif sín, dregur aukna
fjármuni frá atvinnuvegunum til þess að úthluta
þeim að hluta aftur. Með þessum hætti er
atvinnureksturinn í landinu kominn upp á náð og
miskunn stjórnarherranna og það -er einmitt
markmið Alþýðubandalagsmanna, sem segja til
verka á stjórnarheimilinu.
Birgirlsl. Gunnarsson:
Vinstri meirihlutinn í
Reykjavík undirbýr
nýjan fasteignaskatt
Um langt árabil hafa skattar,
sem borgarstjórn hefur inn-
heimt í borgarsjóð verið lagðir á
eftir sömu reglum og engir nýir
skattar hafa séð dagsins Ijós í
Reykjavík í mörg ár. Skattarnir
hafa að vísu hækkað að krónu-
tölu í samræmi við verðbólguna,
en álagningarreglur hafa verið
þær sömu, þannig að um raun-
hækkun skatta hefur ekki verið
að ræða. Auðvitað hefur oft
verið erfitt að láta enda ná
saman, en með aðhaldi í rekstri
og takmörkun framkvæmda
hefur það tekizt og við Sjálf-
stæðismenn höfum ekki fallið í
þá freistni að auka álögur á
borgarbúa. Slíkt höfum við talið
ósæmilegt með öllu.
Nú er skyndilega komið annað
hljóð í strokkinn með tilkomu
vinstri meirihluta og er það
reyndar ekki annað en búast
mátti við. Samkvæmt fyrirmæl-
um vinstri herranna í borgar-
stjórn vinna embættismenn
borgarinnar nú að því baki
brotnu að reikna út nýja skatta
og hvernig breyta megi
álagningarreglum, þannig að
unnt verði að sjúga eins mikið fé
út úr borgarbúum og lög frekast
leyfa. Fasteignagjöld, aðstöðu-
gjöld, lóðarleiga — allt er þetta
nú í endurskoðun til hækkunar
og reynt er að finna upp ný gjöld
og nýja skatta.
Einn nýjan skatt hafa vinstri
borgarfulltrúarnir þegar
ákveðið að beita sér fyrir. Það er
nýr fasteignaskattur, sem á að
bera nafnið sorphirðugjald.
Fyrirhugað er að nú eigi borgar-
búar að greiða sérstakt gjald
fyrir að láta hreinsa sorp frá
húsum sínum. Til að gefa
mönnum nokkra hugmynd um,
hvað hér er á farðinni er rétt að
nefna nokkrar tölur.
Sorphreinsun í Reykjavík á
þessu ári er ætlað að kosta um
600 millj. kr. en fasteignaskatt-
ar borgarbúa gefa um 1800
millj. króna í tekjur. Sorp-
hreinsunin kostar því um 'h af
fasteignasköttunum. Ef inn-
heimta á sorphirðugjald, sem
greiði að fullu kostnað við
sorphreinsun þýðir það því í
raun um 33% hækkun fast-
eignaskatta umfram hækkun
vegna verðbólgunnar. Að auki er
gert ráð fyrir að öll sorpílát
verði hér eftir seld á kostnaðar-
verði, en hingað til hafa þau
verið leigð gegn vægu gjaldi.
Að vísu er að því stefnt, að á
næsta ári verði skrefið ekki
stigið til fulls. Fyrsti áfanginn
verður sá, að sorphirðugjaldið
standi undir 20% sorpsöfnunar-
kostnaðar við íbúðarhús, en 85%
kostnaðar við atvinnuhúsnæði.
„Atvinnureksturinn er ekkert of
góður til að borga“, er viðkvæði
vinstri manna þessa dagana. Á
þennan hátt er gert ráð fyrir að
gjaldið gefi í borgarsjóð 308
millj. kr. á næsta ári, en
áætlaður heildarkostnaður er
709 millj. kr. Gjaldið á því í
þessum fyrsta áfanga að standa
undir 43% heildarkostnaðar við
sorphreinsun, en yfirlýst er, að
smám saman hækki gjaldið
.þangað til það greiði ailan
kostnað við sorphreinsun.
Ákvörðun um álagningu þessa
n.vja gjalds vinstri manna er
hjúpuð orðaflaumi um það að
gjaldið stuðli að hagræðingu og
hagkvæmni í sorphreinsun. Öll
hagræðing í þessu efni er
sjálfsögð, en henni eiga ekki að
fylgja aukaskattar á borgarbúa.
Þetta nýja gjald er ekkert annaö
en nýr fasteignaskattur.
Nú hafa fasteignaskattar á
venjulegt íbúðarhúsnæði verið
óvinsælir skattar, því að þeir
koma oft illa við tekjulítið fólk
sem þó á eigið íbúðarhúsnæði.
Fasteignaskattarnir hafa því oft
verið gagnrýndir, en því hefur*
'þá gjarnan verið svarað til, að
hóflegir fasteignaskattar séu
eðlilegir til að standa undir
ýmissi þjónustu við fasteignir
og þá verið á það bent að V3
hluti fasteignaskatta fari í
hreinsun sorps frá húsum. Nú á
að breyta þessu og hækka
fasteignagjöldin sem nemur
hreinsunarkostnaðinum.
Hvenær kemur sérstakt slökkvi-
liðsgjald til að standa undir
kostnaði við slökkvi liöið?
Hvenær kemur sérstakt hol-
ræsagjald til að greiða holræsa-
kostnað? Spyr sá, sem ekki veit,
en ljóst er að við öllu má búast.
FjárÞörf vinstri meiri hlut-
ans er óseðjandi.
Einn er þó hængur á öllum
þessum málatilbúnaði. Eftir að
framkvæmdaráð borgarinnar
hafði samþykkt hinn nýja skatt
og þegar málið átti að fá
samþykki í borgarráði, kom það
í ljós, að engin lagaheimild er til
fyrir hinum nýja skatti. Á það
var að vísu bent í framkvæmda-
ráði, en vinstri meirihlutinn lét
það eins og vind um eyru þjóta
þar. í borgarráði runnu hins-
vegar á þá tvær grímur, enda
ótvírætt að heimild verður að
vera í lögum fyrir nýjum
álögum eins og þessum. Þeir
hafa því borið fram tillögu um
að reynt verði að fá lagaheimild.
Við Sjálfstæðismenn munum
berjast hart gegn þessari nýju
skattlagningu og reyndar gegn
öllum breytingum á álagningar-
reglum, sem hafa í för með sér
auknar álögur á borgarbúa.
Arni Öla
nírædur
Árni Óla rithöfundur og
fyrrum ritstjóri Lesbókar Morg-
unblaðsins er níræður í dag.
Hann er fæddur 2. desember
1888 á Víkingavatni í Keldu-
hverfi, N-Þing., sonur Óla Jóns
Kristjánssonar bónda og smiðs
þar og konu hans Hólmfríðar
Þórarinsdóttur. Árni lauk prófi
frá Verzlunarskóla íslands 1910,
starfaði sem verzlunarmaður í
Reykjavík til 1913, en réðst þá
til Morgunblaðsins þegar það
var stofnað og vann við blaðið
sleitulaust til 1920. Hann réðst
svo aftur blaðamaður til Morg-
unblaðsins 1926, en áratug síðar
varð hann auglýsingastjóri
blaðsins og gegndi því starfi til
1945. Þá tók hann aftur við
blaðamannastarfi á Morgun-
blaðinu og gegndi því unz hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Hann var ritstjóri Lesbókar
Morgunblaðsins 1926 og næsta
áratug og tók svo aftur við
ritstjórn Lesbókar 1945 og
gegndi því starfi til ársloka
1961, þegar breyting varð á
Lesbók og hann hætti fastri
vinnu við blaðamennsku.
í íslenzkum samtíöarmönnum
er sagt, að Árni Óla hafi orðið
fyrsti blaðamaður á Islandi,
„þ.e. fyrsti maður, sem gerist
starfsm. í ritstjórnarskrifstofu.
Áður voru hér aðeins ritstjór-
ar.“ Hann er heiðursfélagi í
Blaðamannafélgi Islands og
Stórstúku Islands.
Árni Óla hefur skrifað fjölda
rita, sem notið hafa mikilla
vinsælda og verða þau ekki talin
upp hér, en þess má þó geta, að
hann hefur skrifað bók um
Morgunblaðið og störf sín þar og
við Lesbók.
Það er ekki venja að birta
afmælisgreinar í Lesbókinni en
eins og þar kemur fram í dag er
þó brugðið frá þessari venju í
tilefni af níræðisafmæli Árna
Óla, enda ber það upp á
útgáfudag Lesbókar. Ekki er
ástæða til að bæta neinu við það
sem þar stendur um þennan
aldna heiðursmann og mikil-
hæfa blaðamann og rithöfund
en afmæliskveðjurnar einungis
ítrekaðar.
Morgunblaðið og útgáfufyrir-
tæki þess, Árvakur, senda Árna
Óla heillaóskir á þessum merku
tímamótum og þakka löng og
gifturík störf í þágu Morgun-
blaðsins og alþjóðar.