Morgunblaðið - 02.12.1978, Side 26

Morgunblaðið - 02.12.1978, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978 Sigríður Snaevarr Berglind Ásgeirsdóttir Fyrstu konurnar ráðnar beint til embættisstarfa í utanríkisþ j ónustu IIINN 25. september sl. rann ár umsóknarfrestur um fulitrúa- stöður í utanrfkisþjónustunni. Bárust utanríkisráðuneytinu 26 umsóknir. Hefur Sigríður Ásdís Snævarr verið ráðin fulltrúi frá og með 13. október 1978. Sigríður hefur lokið meistaraprófi frá Fletcher School of Law and Diplomacy í Banda- ríkjunum. Hún hefur hafið störf í INNLENT almennu deild ráðuneytisins og mun starfa þar fyrst um sinn. Sigríður Berglind Ásgeirsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin fulltrúi í utanríkisþjónustunni frá og með 1. janúar 1979. Hún lauk lagaprófi frá Háskóla Islands á sl. vori og mun starfa í upplýsinga- og menntadeild ráðuneytisins. Þær Sigríður Snævarr og Sigríð- ur Berglind Ásgeirsdóttir eru fyrstu konurnar sem ráönar eru beint til embættisstarfa í utan- ríkisþjónustunni. Ein kona hefur um árabil gegnt embættisstörfum, þ.e. frú Halla Bergs sendiráðu- nautur, sem starfaði lengi sem ritari áður en hún tók við skipum sem fulltrúi. Á sama hátt hafa Anna Stephenseh og Svanhildur Olafsdóttir áður gegnt embættis- störfum í utanríkisþjónustunni. Sólarferd sýnd á Reydarfirði Reyðarfirði, 1. des. Leikfélag Reyðarfjarðar er nú tekið til starfa eftir nokkurt hlé. Á morgun, 2. desember, sýnir leikfélagið Sólarferð eftir Guð- mund Steinsson. Leikstjóri er Ingunn Jensdóttir leikkona úr Reykjavík. Með aðalhlutverk fara þau Ragnar Ingi Aðalsteinsson kenn- ari og frú Helga Guðmundsdóttir. Ætlunin er að sýna leikritið Sólarferð á nærliggjandi fjörðum. Bátarnir Gunnar og Snæfugl hafa lokið síldarkvóta sínum, saltað var hjá GSR í 3280 tunnur. Von er á útskipun á 160 tunnur síldar til Póllands verði nú á næstunni. Snæfugl er farinn á netaveiðar, en Gunnar er í lagfær- ingu hér heima. Fiskvinna hefur legið niðri í frystihúsi KHB síðan um mánaða- mótin ágúst-september, en frysti- húsið er nú tilbúið til móttöku á fiski um leið og hann berst á land. Aðeins tvær konur eru á atvinnu- leysisstyrk hér. Hér hefur rignt í þrjá sólar- hringa, hiti hefur farið upp í 10 stig og snjór er iítill. — Gréta. Lionsmenn áísafirði selja jólapappír Lionsklúbbur ísafjarðar selur sælgæti og jólapappír í dag. í dreifibréfi sem fylgir sælgætispok- unum segir að klúbburinn hafi varið 2 milljónum króna til líknar- og menningarmála á síðasta starfsári. Þar af runnu 700.000 til byggingar fyrir þroskahefta á Vestfjörðum. Þá safnaði klúbburinn nú nýlega 1,5 milljón krónum meðal almennings til sama málefnis. Það starfsár sem nú fer í hönd, verður að mestu helgað ári barnsins. Hafa þegar verið ákveðin framlög til dag- heimila á ísafirði, Hnífsdal og Súðavík og á síðasta fundi klúbbs- ins var samþykkt tillaga formanns fjáröflunarnefndar Agústs Har- aldssonar um kaup á fullkomnum súrefniskassa fyrir nýfædd börn og gefa Fjórðungssjúkrahúsinu á ísa- f.irði, en kassinn kostar um ellefu- hundruðþúsund krónur. Lionsmenn ganga í hús eftir hádegi á laugar- dag. Jólamarkaður Félags einstæðra foreldra FÉLAG einstæöra foreldra heldur sinn árlega jólamarkað í Félags- heimili Fáks sunnudaginn 3. desember n.k. kl. 14.00. Þar verður á boðstólum margt góðra muna sem félagsfólk hefur sjálft unnið, mikið úrval af tuskudýrum og dúkkum, barnafatnaður, sokkar og vettlingar, heklaðar gólfmottur, púðar og dúkar, jólatrésfætur og ýmislegt fleira. Sömuleiðis jóla- kort félagsins og hinir vel þekktu íþróttatreflar og húfur. Heitar vöflur með eftirmiðdagskaffinu verða seldar á staðnum, verði verður mjög stillt í hóf og er fólk hvatt til að koma, gera góð kaup og styrkja verðugt málefni, en allur ágóði af sölunni rennur í húsbyggingasjóð félagsins. „Fjallafriður“, eitt verka Sigrúnar á sýningunni á Hótel Borg. — Batikhökklar, en þeir eru meðal hinna kirkjulegu muna sem verða á sýningu Sigrúnar í Kirkjustræti 10, sem hefst á morgun, sunnudag. ? Aðventuhátíð í Bústaðakirkju BÚSTAÐASÖFNUÐUR hefur Hermannsson kirkjumálaráðherra allt frá fyrsta sunnudegi í að- ventu árið 1964 gert þennan dag að sérstökum hátíðisdegi og verður svo einnig í ár. Hefst hann með barnasamkomu kl. 11 f.h. og kl. 14 er almenn hátíðarmessa þar sem sr. Pálmi Matthíasson sóknarprestur í Meistaðarpresta- kalli predikar, en hann var fyrrum kirkjuvörður í Bústaða- kirkju. Að lokinni messu verður kaffi á boðstólum og jólamarkaður verður opinn þar sem lukkupokar og ýmsir munir vera seldir. Um kvöldið kl. 8:30 verður hefðbundin aðventusamkoma. Steingrímur flytur ræðu, kirkjukórinn, ein- söngvarar og hljóðfæraleikarar flytja fjölbreytta tónlist undir stjórn Guðna Þ. Guðmundssonar organista kirkjunnar. Sigurður B. Magnússon, formaður Bræðra- félags Bústaðasóknar, flytur ávarp og gestir fá lítil kerti í hendur sem tendruð verðá frá altariskertunum í helgistund í umsjá sóknarprests- ins. r Utimarkaðurinn opinn laugardaga Utimarkaðurinn á Lækjartorgi hefur nú verið útbúinn með geislahitun og raflýsingu. Borgar- ráð hefur gefið heimild til að markaðurinn verði opinn á laugar- dögum til jóla auk föstudaga og vikuna fyrir jól verði hann opinn á hverjum degi. Batiksýning á Hótel Borg SYNING á batik-verkum eftir Sigrúnu Jónsdóttur verður opnuð í dag, laugardag 2. desember, í Gyllta sal Ilótel Borgar og mun sýningin standa fram í byrjun janúar. Batik-verk er unnið á sérstakt hvítt lakkefni með Kyp-litum svokölluðum, en þeir eru kornóttir og eru muldir fyrst. Þá er vax borið beggja vegna myndflatarins utan þess kafla, sem lita skal, en verkið er síðan sett í sérstakt litabað. Þannig er haldið áfram jafnoft og litirnir í verkinu eru margir og vaxborið á milli. Sigrún Jónsdóttir hefur stundað batiklist í 30 ár. Lærði hún textilgerð í Svíþjóð í fjögur ár, fór síðar í námsferð til Italíu og tók eftir það einnig til við hönnun á kirkjulegum munum, svo sem steindum gluggum. Sigrún hefur haldið fjölda sýninga á verkum sínum bæði hérlendis og erlendis, svo sem í Svíþjóð og Frakklandi, en hún er þar félagi í ýmsum myndlistarhópum, sem sýna víðs vegar f Evrópu. Einnig hefur hún sýnt í Bandaríkjunum hjá Samein- uðu þjóðunum á vegum UNESCO, en í eigu íslensku sendinefndar- innar þar er eitt verka hennar, sem hún hlaut verðlaun fyrir á sínum tíma. Hún hefur hlotið ágæta dóma fyrir verk sín og hannað verk fyrir ýmsar stofnanir sér í lagi í Svíþjóð. Auk sýningarinnar á Hótel Borg heldur Sigrún einnig sýningu hér árlega á kirkjulegum munum í byrjun nýs kirkjuárs, og nú í ár hefst sú sýning á morgun, sunnu- dag, í Kirkjustræti 10. Meðal hinna kirkjulegumuna, sem þar eru til sýnis, eru batikhöklar, handofnir og útsaumaðir hökklar og steindir gluggar. Sýningin er opin frá 9—6 og stendur til loka desembermán- aðar. .. Nýr dóm- organisti MARTEINN Hunger Friðriksson tekur við dómorganistastarfinu um þessi mánaðamót. Hann leikur í fyrsta sinn sem slíkur við hjónavígslur í Dómkirkjunni í dag og síðan við athafnir sunnudags- ins, messuna kl. 11 f.h. og á aðventukvöldinu kl. 8.30. Þá kemur einnig fram nýstofn- aður dómkór, sem syngur í fyrsta SÍnn á Sunnudag. (Frá Dúmkirkjunnl). Síðasti sýning- ardagur Myndhópsins á sunnudag n.k. MYNDHÓPURINN hefur undanfarið haldið sam- sýningu í Iðnskólanum á Akureyri og eru síðustu sýningardagarnir um þessa helgi. Lýkur sýn- ingunni kl. 22 á sunnu- dagskvöld. Þessa tvo síð- ustu daga verða teiknar- ar á sýningunni og munu teikna andlitsmyndir af þeim sýningargestum sem þess óska, en kl. 15 á sunnudag eða strax og sýningin opnar munu akureyskir tónlistar- menn vera þar fyrir og fremja uppákomu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.