Morgunblaðið - 02.12.1978, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978
35
Skemmtileg saga:
Dúkkan
mín
Eftir Kristjönu
Aðalsteinsdóttur
8 ára
Við rákumst á þessa
skemmtilegu sögu í skóla-
blaði frá 1964.
Nokkrum dögum áður en
ég varð fimm ára, fór ég til
Reykjavíkur með ömmu.
Við skoðuðum í marga
búðarglugga. Svo komum við
að einum, þar sem voru
eintómar dúkkur. Amma
lyfti mér upp og spurði:
„Hvaða dúkka finnst þér
fallegust?"
Eg hélt, að amma ætlaði að
gefa mér dúkku í afmælisgjöf
og ætlaði að fara að benda á
fallegustu og stærstu dúkk-
una. En þá bætti amma við:
„Eg ætla nefnilega að gefa
henni Huldu, frænku þinni
hana.“
Aldrei hef ég orðið eins
afbrýðisöm á ævi minni. Ég
hætti við að benda á fallegu
dúkkuna, en benti í þess stað
á litla og ljóta tuskudúkku,
og sagði, að mér þætti hún
fallegust. Mér fannst hún
rétt mátuleg handa Huldu.
Amma spurði, hvort ég
væri alveg viss. Ég kinkaði
kolli. Amma fór þá inn í
búðina og keypti dúkkuna,
sem ég hafði bent á.
En því gleymi ég seint,
þegar ég á afmælisdaginn
minn, sat og hélt á ljótustu
dúkku, sem ég hef á ævi
minni séð! Auðvitað hafði
amma gefið mér dúkkuna, en
ekki Huldu.
Þá sá ég eftir að hafa ekki
valið stóru og fallegu dúkk-
una.
Erlendur Guðmundsson, 9 ára, Látraströnd, Seltjarnar-
nesi.
Aðventa
Mörg ykkar taka eftir því, að nú er talað um aðventu. Og 3.
desember er fyrsti sunnudagur í aðventu. En aðventa kallast síðustu
fjórar vikurnar fyrir jól. En sjálft orðið — aðventa — þýðir koma.
Hún á að minna okkur á komu Jesú Krists, fæðingu frelsarans. En
einmitt á þessum tíma, eigum við að leiða hugann frá amstri og
erfiðleikum hversdagslífsins, og hugsa um aðal tilgang jólanna. Sjálft
jólabarnið má ekki gleymast í ysi og þysi og undirbúningi
hátíðarinnar. Við óskum þess einskis fremur en að jólin mættu koma
með friði og hamingju inn á heimili ykkar allra.
Fyrirheiti
á aðventu
í spádómsbók Jesaja stendur þetta mikla fyrirheiti:
BARN ER OSS FÆTT
Þetta sá spámaður Guðs mörg hundruð árum fyrir fæðingu Krists.
Engillinn kunngjörði hirðunum það á jólanóttina og sagði þeim, að
frelsari væri fæddur. Barnið Kristur er frelsarinn Jesús. Þetta barn
er fæ'tt fyrir mig og þig.
Trúir þú þessu, þá er líka barnið fætt í hjarta þínu.
SONUR ER OSS GEFINN
Guð gaf sinn eingetinn son til þess að hver sem á hann trúir glatist
ekki, heldur hafi eilíft líf. Guðs-sonurinn varð mannssonurinn.
Gefinn mér og þér — Jólagjöf. Trúir þú á hann?
Á HANS HERÐUM SKAL HÖFÐINGJADÓMURINN
HVÍLA
Jesús sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu — Hefur þú
gefið honum vald yfir þér?
Nafn hans skal kallast
UNDR ARÁÐG J AFI
Hann er undur, því að allir leyndardómar Guðs eru í honum, og
hann hefur gefið oss þau einustu RAÐ, sem leiða oss til sáluhjálpar,
ef vér hlýður ráðum hans.
Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég
mun veita yður hvíld. (Matt. 11,28).
málið. Þið skuluð hoppa upp á
hakið á mér. og þá fáum við
hráðlega úr þessu skorið.
Þær voru ekki lengi á leiðinni
inn í skógarþykknið.
„Stansaðu." kallaði Magnús.
„Þarna er tröllið. Sjáðu bara!"
I sama bili kvað við hár og
lciðinlegur skrækur.
Dádýrið leit í allar áttir, en gat
ekki séð neitt nema tvö kræklótt
eikartré. Þá fór dádýrið að hlæja
og sagði: „Þið a>tlið víst ekki að
telja mér trú um. að þetta gamla
eikartré sé tröll! Ja'ja. ugla
frænka. Láttu okkur sjá þig." I
sömu mund koma fram ugla, sem-
var að springa úr hlátri.
„Skammastu þín ekki. ugla. að
hræða þessa tvo vini mína
svona?" sagði dádýrið. Þarna var
sem sagt tröllið komið. Iléra-
ungarnir ráku upp skellihlátur.
Þeir trúðu því varla, að tröllið
væri bara ugla. En uglan og
dádýrið veltust líka um af hlátri.
Eikartréð hló víst líka, en það
sá cnginn.
Bazar
í Félagsheimili Fáks sunnudag 3. desember kl. 2.
Nytsamar og ódýrar jólagjafir.
Félag einstæðra foreldra.
Einstaklingsrúm
5 tegundir.
Glæsilegt úrval húsgagna.
Opiö til kl. 6.
______'m'
i
Hjónarúm
15 teg,undir.
Vörumarkaðurinn hf.
Ármúla 1 A. Sími 86112.