Morgunblaðið - 02.12.1978, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1978
47
• ólafur Jónsson og félagi
hans Axel Axelsson léku
ekki með íslenska liðinu í
gærkvöldi á móti Frökk-
um. Hér sést ólafur skora í
landsleik. Þeir félagar
höfðu átt góða leiki með
íslenska liðinu í þeim þrem
leikjum sem þeir gátu
tekið þátt í.
ísland tanðl fvrir
FnhUamf 18-15
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik lék í gærkvöldi við Frakkland
A og tapaði með 18 mörkum gegn 15. Ekki tókst að ná sambandi við
neinn úr íslenska liðinu áður en blaðið íór í prentun og því ekki hægt
að greina írá gangi leiksins.
Önnur úrslit í gærkvöldi urðu þessi: Pólverjar sigruðu Frakkland B
með 35 mörkum gegn 25 og Kínverjar sigruðu Túnis með 39 mörkum
gegn 23. I dag leika Islendingar við Kínverja, og er það síðasti leikur
liðsins í þessu handknattleiksmóti. Liðið kemur svo heim á mánudag. þg
Naumur sigur
ÞAÐ VAR ekki sami glansinn
yíir frammistöðu íslenska lands-
liðsins í handknattleik, er liðið
lék gegn Frakklandi-B og þegar
liðið tapaði með aðeins einu
marki fyrir Póllandi.
Islenskur sigur var að vísu
raunin, en aðeins eitt mark skildi
á milli er upp var staðið, lokatölur
22—21, en staðan í hálfleik var
13—11 fyrir Island. Leikurinn var
allan tímann í járnum og ekki er
ósennilegt, að þreytan sé farin að
setja mark sitt á landsliðs-
mennina, en mest hefur mætt á
fáum leikmönnum. Þetta var
síðasti leikur þeirra félaga Ólafs
H. Jónssonar og Axels Axelssonar
í ferðinni, en þeir hafa staðið sig
manna best í leikjum liðsins til
þessa. Axel hefur skorað hvorki
meira né minna en 27 mörk í
ieikjunum þremur, en hann skor-
aði 10 mörk að þessu sinni.
Jens Einarsson, Stefán Gunn-
arsson, Þorbjörn Guðmundsson,
Hannes Leifsson og Viggó Sigurðs-
son hvíldu að þessu sinni, en Viggó
átti að leika sinn fyrsta leik í
keppninni í gærkvöldi.
Mök íslands skoruðu: Axel 10 (5
víti), Ólafur H. Jónsson 3, Ólafur
Vík. Jónsson 3, Hörður Harðarson
2, Sigurður Gunnarsson 2, Páll
Björgvinsson og Þorbjörn Jensson
eitt hvor.
Frá
Handknattleiks-
sambandi íslands
Ársþing sambandsins veröur haldið í Reykjavík
dagana 12. og 13. janúar 1979.
Nánar auglýst síöar.
H.S.Í.
Vetur víðar
en á Fróni
VETUR konungur herjar á Breta
eins og er og það hefur orðið til
þess, að íþróttalíf þeirra lamast.
Hrossaveðreiðarnar, krikkettinn
Ferguson
rekinn
FYRRUM kunningi íslendinga,
einkum Skagamanna, Mick
Ferguson, sem þjálfaði ÍA fyrir
nokkrum árum, hefur nú verið
rekinn frá smáliðinu Rochdale,
sem leikur í 4. deild. Stjórn
féiagsins mun ekki hafa líkað
sérlega vel, þegar liðið tapaði í
FA-bikarnum fyrir Droylsden,
utandeildarliði fyrir skömmu.
Rochdale er næst neðst í 4. deild,
aðcins gæðingarnir hans Gorge
Kirby eru neðar, Halifax!
og rögbíið frestast allt saman. En
það sem okkur hér norður frá
varðar mest um í þessu sambandi,
er knattspyrnan.
Snemma í dag neyðast umsjón-
armenn flestra valla á Bretlands-
eyjum til þess að grandskoða
völlinn og kanna hvort hægt sé að
leika á honum knattspyrnu eður
ei. I gær hafði nokkrum leikjum
þegar verið frestað og fleiri eru
líklegir til að slást í hópinn. Ljóst
er að eftirfarandi leikir verða að
bíða betri tíma:
1. deildi
Middlesbrough—Tottenham
Man. Utd—Norwich
2. deildt
Burnley —Luton
Preston—Charlton
Auk þess nokkrir leikir bæði í 3.
og 4. deild. Einnig hafa Skotar
orðið fyrir barðinu á veðurfjand-
anum og einum leik í úrvalsdeild-
inni hefur þegar verið frestað, leik
Partick og Aberdeen.
„Ætlum að
ÞRÓTTARAR eiga harma að
hefna, er þeir mæta ÍS í blakinu á
sunnudagskvöldið. Þetta er
önnur viðureign iiðanna á vetrin-
um, en þá fyrstu unnu stúdentar
með 3 hrinum gegn tvcimur. Mbl.
sló á þráðinn til Gunnars Árna-
sonar, fyrirliða Þróttar, og
spurði hann hvort Þróttarar
hygðu ekki á hefndir.
— Jú, að sjálfsögðu, voru fyrstu
viðbrögð Gunnars. — Síðustu 2
árin hefur ÍS aldrei unnið okkur
tvívegis í röð og þar sem liðin eru
mjög áþekk að getu, tel ég af og frá
að við töpum að þessu sinni.
Ræður það að þínu mati úrslit-
um í mótinu, ef þið tapið leiknum,
Gunnar?
— Nei, það ræður ekki úrslitum.
Við ættum þá auðvitað mjög erfitt
uppdráttar, en við erum fullfærir
hefna4
að vinna hina tvo leikina. Þá má
heldur ekki gleyma því, að þó að
Þróttur og IS virðist vera með
sterkustu liðin, er til í dæminu, að
önnur lið gætu klekkt á þeim ef
sigurvissan væri of mikil.
— Ég tel að Þróttur hafi jafnari
einstaklingum á að skipa en ÍS.
Við höfðum unnið þá í síðustu
leikjunum áður en leikið var í
Eyjum og því var mikil pressa á
okkur, auk þess sem sigurvissan
hefur örugglega verið of mikil. Við
klúðruðum 19 uppgjöfum í leikn-
um. Þrátt fyrir það og tauga-
spennuna, töpuðum við aðeins 3—2
og við skoruðum fleiri stig í
hrinunum fimm en stúdentar.
— Það er að duga eða drepast í
Hagaskólanum, við verðum að
halda mótinu opnu og þá dugir
ekkert minna en sigur í leiknum.
— gg-
til kl. 6.
Vörumarkaðurinn h