Morgunblaðið - 02.12.1978, Side 48

Morgunblaðið - 02.12.1978, Side 48
Verzliö í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. Skipholti 19 BUOIN sími - v 29800 Banaslys á Egflsstöðum BANASLYS varð skammt frá Egilsstöðum skömmu eftir hádegi í gær er tvær bifreiðar lentu í árekstri. Kona sem ók öðrum bílnum mun hafa látizt samstundis. Hún var frá Egilsstöðum, 5 barna móðir, en nafn hennar er ekki hægt að birta að svo stöddu. Tildrög slyssins voru þau að við afleggjarann að flugvellinum á Egilsstöðum, milli Egilsstaða og Lagar- fljótsbrúar, lentu vörubif- reið og Citroen-fólksbifreið í árekstri. Svo virðist, sem ökumaður vörubifreiðarinn- ar hafi ætlað að fara fram úr bifreið, en Citroenbif- reiðin kom þá á móti. Mikil hálka var á veginum, sem Innbrot í Bolungarvík AÐFARARNÓTT föstu- dagsins var framið innbrot í Bolungarvík og var farið inn í húsnæði heilsugæzlu- stöðvarinnar þar. Hall- varður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að sendir hefðu verið tveir rannsóknarlögreglumenn vestur í gær að beiðni bæjarfógetans í Bolungar- vík og ynnu þeir nú að rannsókn málsins í sam- vinnu við hann. Hallvarður kvaðst ekki vita nánari málsatvik og ekki tókst Mbl. að afla frekari frétta af innbrotinu, en að rannsókn þess var unnið í gærkvöldi. var olíumalarborinn í sum- ar og virðist vörubifreiðin hafa runnið til í hálkunni er bílstjórinn hemlaði. Lenti vörubifreiðin inn í vinstri hlið fólksbílsins. Tvennt var í fólksbílnum. Konan, sem ók, mun hafa látizt samstundis, en maður hennar slapp með skrámur og að lokinni athugun á sjúkrahúsi fékk hann að fara heim til sín. Fólksbif- reiðin, sem er frá Egilsstöð- um, er talin gjörónýt. Ljósm. Emilía. Börnin sem dvelja daglangt á leikskólum borgarinnar takast stundum ferð á hendur til að skoða bæjarlífið og hér eru nokkur úr þeirra hópi á Lækjartorgi og hafa lokið könnun á útimarkaðinum og að sjáifssögðu er bandið ómissandi. Samdráttur hjá verktakafyrirtækjum: Verður 400 - 600 starfemönn- um sagt upp fyrir áramót? VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ ístak sagði upp í fyrradag 45 starfsmönnum sínum, en fyrirtækið hefur undanfarið séð um vinnu við Grundartanga að því er Ármann Örn Ármannsson, formaður Verktakasambands íslands, tjáði Mbl. í gær og sagði hann að fyrir dyrum væru uppsagnir milli 400 og 600 starfsmanna verktakafyrirtækja innan sambandsins í þessum mánuði. — Það þykir engum gaman að segja upp starfsfólki, sagði Armann, en Istak varð að segja upp 45 starfsmönnum sínum við Fjórir Islendingar dæmdir í Svíþjóð DÓMSTÓLL í Svíþjóð hefur nýlega dæmt fjóra íslendinga, sem urðu uppvísir að fíkniefna- smygli frá Danmörku tii Svíþjóð- ar. Er hér um að ræða þrjá pilta og eina stúlku. Tvennt af þessum hópi hafði reynt að smygla inn hálfu kílói af hassi og fékk það 3 mánaða fangelsi en tveir piltar reyndu að smygla inn tæpum 200 grömmum og voru þeir dæmdir í 45 daga fangelsi. Grundartanga í vikunni-. Islenzkir aðalverktakar hafa sagt upp 30 smiðum og framkvæmdum við Hrauneyjarfossvirkjun lýkur eftir nokkra daga þannig að margir missa vinnu þar. Samkvæmt könn- un er fram fór á vegum Verktaka- sambandsins fyrir stuttu er líklegt að samtals verði fyrirtæki innan þess að segja upp milli 400 og 600 starfsmönnum sínum. Þessi fyrir- tæki og þá kannski sérstaklega jarðvinnslufyrírtækin verða yfir- leitt að segja upp einhverju starfsfólki á hverju ári og eru jafnan reiðubúin árstíðabundnum sveiflum, en segja má að sveiflan í ár sé stærri og verði sennilega lengri en oft áður. Erfiðleikarnir eru fólgnir í því að fyrirtækin fá ekki verkefni og þegar t.d. hið opinbera ákveður að draga úr sínum verklegu framkvæmdum þá hefur það vissulega sín áhrif. Það er því engu líkara en þessi fyrirtæki skuli vera til taks þegar menn þurfa á þeim að halda, en síðan verði þau að láta reka á reiðanum þess á milli. Þessir aðilar hafa byggt upp fyrirtækin með miklum tilkostnaði á löngum tíma og þegar afturkippur verður getur það orðið til þess að þau leggist niður og fari ekki í gang að nýju. — Við höfum bent ráðamönnum á þetta, sagði Armann, og við áttum t.d. fyrir stuttu fund með samgönguráðherra, Ragnari Arn- alds, þar sem m.a. var rætt um að vegaframkvæmdir yrðu boðnar út og lýsti hann sig mjög hlynntan þeim hugmyndum og líka hvað varðaði hafnarframkvæmdir. Kaupmenn nyrðra draga úr þjónustu VERZLANIR á Akureyri verða almennt ekki opnar í dag svo sem venjan hefur oftast verið fyrsta laugardag í desembermánuði. Að því er Björn Baldursson verzlunarfulltrúi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga tjáði Mbl. hafa KEA, Kaupfélag verkamanna og Kaup- mannafélag Akureyrar ákveðið Nær riðin 100 ungmenni við- víðtækt fíkniefnamál Söluverðmætið tugir milljóna -Heróínmeðhöndlun sönnuð UNDANFARNA mánuði hefur fikniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík unnið að rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnamáli eins og fram hefur komið í fréttum Mbl. Guðmundur Gígja, lögreglu- fulltrúi, veitti Mbl. þær upplýs- ingar í gær, að mál þetta fjallaði að mestu um fíkniefnasmygl frá Hollandi og dreifingu þessara efna. Um var að ræða kannabis- efni (hass og marihuana), amfetamín, kókaín, LSD og heróin. Langmest var af kanna- bisefnunum, eöa yfir 20 kg., og hefur mestum hluta þeirra verið dreift í Danmörku og Svíþjóð, en í minna mæli á Islandi. Fíkniefnadeildin hefur í máli þessu lagt hald á um 1.5 kg af kannabis og smávegis af LSD og kokaíni. Rannsókn málsins er langt komin og voru nokkrir aðilar úrskruðaðir í gæzluvarð- hald, en alls hafa komið við sögu rannsóknarinnar um 100 manns, mest allt Islendingar og nær eingöngu ungt fólk. Þetta er eitt fíkniefnamál, sem umfangsmesta Islendingar hafa verið viðriðnir, en sölu- verðmæti fíkniefnanna skiptir tugum milljóna króna. Þá mark- ar rannsókn þessa máls nokkur tímamót, því nú er í fyrsta skipti sönnuð meðhöndlun ís- lendinga á hinu stórhættulega fíkniefni heróíni, sem segja má að flætt hafi yfir Norðurlönd sl. 2—3 ár og valdið dauða mörg hundruð ungmenna. að hafa samráð um breyttan verzlunartíma í desembcr. Björn sagði að ákveðið hefði verið að hafa alveg lokað í dag, en venjan hefði verið að hafa opið til 12 eða jafnvel 16 þennan fyrsta laugardag. Þó verða þrjár kjör- búðir opnar, en þær hafa verið opnar á laugardögum í sumar og verður ekki breyting á opnunar- tíma þeirra. Björn sagði að næsta laugardag, 9. desember, yrði opið til kl. 16 í stað 18 eins og oftast áður. Því miður eru tímarnir þannig, sagði Björn, að menn barma sér undan afkomu verzlunarinnar um þessar mundir og það hlýtur að koma fram í skertri þjónustu við neytendur, sem vissulega er ekki æskileg þróun, en við sjáum bar ekki aðra leið út úr þessum erfiðleikum. Þá sagði Björn að kannað hefði verið að hve miklu leyti menn notfærðu sér tímann milli kl. 18 og 19 á föstudögum, en verzlanir á Akureyri hafa jafnan haft opið til kl. 19 á föstudögum. Sagði hann að svo virtist sem innan við 10% verzlunar færi fram á þeim tíma þannig að verzlunarmenn hug- leiddu að fella hann niður, að sá opnunartími væri vart réttlætan- legur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.